Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 22
LAUGAKDAGUR 29. ÁGÚST 1992.
22
Sérstæð sakamál
Leyndarmál
liðinna daga
Denise Huxley lauk námi áriö
1954, þá átján ára. Hún var lagleg
og mest af öllu langaði hana til að
verða ljósmyndafyrirsæta. Hún
var þeirrar skoðunar, rétt eins og
svo margar aðrar ungar stúlkur,
að hún þyrfti aðeins að fara á um-
boðsskrifstofu og þá fengi hún röð
tilboða. En þær skiptu þúsundum
stúlkumar sem höfðu áhuga á
starfinu og umboðsskrifstofumar
höfðu því úr miklu að velja. Denise
fékk ekki ósk sína uppfyllta.
Þegar hún var orðin tuttugu og
sjö ára átti hún sér enn þennan
sama draum. Þá sá hún auglýsingu
í blaði í Whitby í Cheshire á Eng-
landi þar sem hún bjó. Halton
Studios var að leita að ljósmynda-
fyrirsætum.
Eigandi myndversins, Jeffrey
Croft, lýsti yfir því að Denise væri
fædd ljósmyndafyrirsæta og hún
gladdist n\jög yfir þessari yfirlýs-
ingu. Henni brá þó dálítið þegar
Croft bað hana að afklæðast og
klæðast síðan djarflega. En hann
fullvissaði hana um að það væri
ekkert ósiðlegt við það sem hann
var að biðja hana að gera. Og hann
bauð henni jafnvirði tólf hundruð
króna fyrir að sitja fyrir hveiju
sinni. Þetta var allsæmileg upphæð
áriö 1964, eða svo fannst Denise að
minnsta kosti.
Siðprúður
eiginmaður
Denise réð sig til starfans en
minntist ekki á það, hvorki við
móður sína né Robert Huxley, sem
hún kynntist í apríl 1965. Robert
var gamaldags í hugsunarhætti og
hefði verið mikið bragðið hefði
hann fengið að vita að stúlkan sem
hann var ástfanginn af og ætlaði
að gera að eiginkonu sinni hefði
látið taka af sér myndir í hálfklám-
fengnum stelhngum.
Denise sat síðast fyrir hjá Jeffrey
Croft í júni 1966 og við það tæki-
færi bað hún hann um kópíur af
nokkrum þeirra mynda sem hann
hafði tekiö af henni. Hugsaði hún
sér að eiga þær til minningar um
ljósmyndafyrirsætutíð sína.
Denise gerðist nú húsmóðir og
eignaðist tvær dætur, Elaine, sem
fæddist árið 1968, og Sally sem
fæddist árið 1970. Gekk nú allt vel
fram til ársins 1984 en þá veiktist
sjötíu og þriggja ára móðir Denise
skyndilega. Dóttirin hélt tfi móður
sinnar til að sjá um heimilishaldið
á meðan hún væri að ná sér. En
þann 17. maí kom Denise að móður
sinni látiimi.
Fjárkúgun
Denise var einkaerfingi að öllum
eignum móður sinnar, þar á meðal
húsinu sem hún hafði búið í. Þegar
hún fór að svipast um á háaloftinu
sá hún þar marga kassa meö bók-
um og plötum. Hún vissi ekki hvað
hún ætti að gera við þetta en sá í
blaði auglýsingu þess eifnis að fyrir-
tæki í Elsmere Port keypti gamlar
bækur og plötur og þyrfti aðeins
að hringja þá yröi komið og gengið
frá viðskiptunum.
Dag einn í ágúst kom eigandi fyr-
irtækisins, Vince Tetbury, og
keypti það sem í kössunum var.
Denise Huxley.
Ekki leist þó Denise vel á hann.
Taldi hún að hann hefði haft betur
í viðskiptunum en þar eð hún bjóst
ekki við að sjá hann framar lét hún
gott heita.
En henni til undrunar hafði hann
samband viö hana næsta dag.
„Ég fann dálítið milli bókanna
sem ég held að þú viljir ekki sjá
af,“ sagði Vince Tetbury. Hann
vildi hins vegar ekki segja hvað það
var en bauðst til að koma með það
síðar um daginn.
Þegar Tethury settist fyrir fram-
an Denise tveimur tímum síðar tók
hann fram Ijósmynd og um leið
folnaði hún. Það var ein af mynd-
unum sem tekin hafði verið af
henni tuttugu ámm áöur. Hún rétti
fram höndina og ætlaöi að taka
hana en þá kippti Tetbury hendinni
að sér.
„Ekki flýta þér um of, frú Hux-
ley,“ sagði hann. „Þetta er ekki sú
eina. Hve mikils virði heldurðu að
þær séu þér?“ Svo nefndi hann í
pundum upphæð sem er nú jafn-
virði um sextíu þúsund króna.
„Eða viltu heldur að ég sendi
manninum þínum þær?“
Úrjafnvægi
Denise varð afar reið og hrópaði
á Vince Tetbury að hann skyldi
koma sér út úr húsinu og það án
tafar. Hann fór að eins og hún skip-
aði en hugsaði sér gott til glóðar-
innar og sagði henni rólega aö hún
fengi að heyra frá honum.
Og við það stóð hann tveimur
dögum síðar. Þá barst Denise bréf
og í umslaginu var ekkert nema ein
ljósmyndanna gömlu. Hún skelfd-
ist og ákvað aö fara á fund Tetbur-
ys næsta dag. Þegar hún kom þang-
að hitti hún fyrir unga afgreiðslu-
stúlku sem bauð henni sæti en
nokkmm augnablikum síðar kom
Tetbury.
„Jæja, frú Huxley," sagði hann.
„Svo þú ert komin. Eg átti líka von
á þér. Komdu með mér upp á skrif-
stofuna mína.“
Denise gekk með honum upp stig-
ann upp á næstu hæð og þegar
þangað var komið bað hann hana
að fá sér saeti í gömlum hæginda-
stól. Svo spurði hann hana hvort
hún hefði tekið með sér peningana
sem hann hefði sagt að hún yrði
að borga fyrir myndimar.
„Hlustaðu nú á mig, herra Tet-
bury,“ sagði hún þá. „Jafnvel þó
ég ætti þessa upphæð í bankanum
gæti ég ekki tekið féð út án þess
að maðurinn minn yrði þess var
og þá vildi hann að sjálfsögöu fá
að vita hvað ég hefði gert við pen-
ingana."
Dregurtil tíðinda
Tetbury lýsti skilningi á þessum
vanda en bætti svo við: „Eg held
þó að við getum fundið lausn á
honum. Það verður ekki mikill
vandi.“
Ein af myndunum frægu.
Robert Huxley.
Denise varð nú ljóst að hún þyrfti
ekki að vænta neinnar miskunnar
hjá þessum harðsvíraða manni
sem ætlaði að gera sér mat úr því
sem hún hafði látið fá sig til fyrir
mörgum árum. Hún ákvað því að
sýna hörku á móti og sagði: „Fái
ég ekki myndimar án tafar, herra
Tetbury, fer ég beina leið til lög-
reglunnar."
„Þaö ættirðu endilega að gera,“
svaraði hann þá. „En áður en þú
verður komin þangað verð ég bú-
inn að fara á fund mannsins þíns
með myndirnar." Svo tók hann
fram stórt umslag og veifaði því
framan í hana.
Þohnmæði Denise var á þrotum
og skyndilega varð hún gripin mik-
illi örvæntingu. Án þess að hugsa
um afleiðingamar stóð hún á fæt-
ur, gekk að skrifborðinu, tók af þvi
stóran og þungan lampa úr málmi
og sló Vince Tetbury með honum.
Hann átti ekki von á slíku og tókst
ekki að bera hönd fyrir höfuð sér.
Lampinn lenti í þvi og hann valt
um koll.
Augnabliki síðar hljóp Denise
niður stigann, út úr húsinu og
hraðaði sér heim.
Afgreiðslustúlkunni varð ljóst að
eitthvað óvenjulegt hafði gerst á
skrifstofunni á efri hæðinni. Hún
flýtti sér þangað upp og kom að
atvinnurekanda sínum liggjandi á
gólfinu með sár á höfði. Hafði blætt
úr því og var hann meðvitundar-
laus.
Taldi hann látinn
Denise var ekki í neinum vafa
um að hún hefði ráðið Vince Tet-
bury af dögum. Þegar hún kom
heim sagði hún manni sínum því
allt um fund sinn með Tetbury og
það sem á undan var gengið, bæði
að hún hefði á árum áður látið taka
af sér myndir fáklæddri og að Tet-
bury hefði ætlað að kúga af sér fé.
Maður hennar hlýddi á sögu henn-
ar en síðan fóm þau saman á lög-
reglustöðina.
Brátt fékk lögreglan á því stað-
festingu að frú Denise Huxley heföi
komið í fyrirtæki Tetburys fyrr um
daginn. Og hann reyndist vera á
sjúkrahúsi með höfuðáverka. Var
því ljóst að saga hennar hlyti að
vera sönn.
Fyrirspurnir leiddu hins vegar í
ljós að Tetbury var ekki alvarlega
slasaður og myndi ná sér fljótlega.
Hann var kominn til meðvitundar
en hafði ekki kært árásina og ekk-
ert viljað um hana tala.
Þegar Tetbury fór af sjúkrahúsinu
hálfum öðrum sólarhringi síðar var
hann umsvifalaust handtekinn.
Hann var tekinn til yfirheyrslu og
borið á brýn að hafa reynt að kúga
fé af frú Denise Huxley. Hann neit-
aði þessum ásökunum en þá vom
lagðar fyrir hann myndimar sem
hann hafði haft á skrifborði sínu.
Hann reyndi samt sem áður að
klóra í bakkann og þegar hann var
að því spurður hvers vegna hann
hefði sent frú Huxley eina af mynd-
unum í pósti svaraði hann þvi til
að það hefði bara verið „til gamans".
Dómur og skilnaður
Mál Tetburys var sent saksókn-
araembættinu sem taldi æma
ástæðu til að ákæra hann fyrir
fiárkúgun. Og í janúar 1985 kom
hann fyrir rétt. Þar fékk hann fiög-
urra ára fangelsisdóm.
Denise Huxley reyndi að skýra
fyrir manni sínum að myndimar
hefðu verið teknar eftir að hún
hefði gert tilraun til aö láta gamlan
draum um að verða Ijósmyndafyr-
irsæta rætast. Húix sagðist hafa
ráðið sig til myndatöku áður en
hún hefði kynnst honum og því
trúöi hann. En hann vísaði til
sterkrar siöferðiskenndar sinnar
og sagðist ekki geta sætt sig viö að
hún skyldi hafa gert þetta. Hann
gæti ekki haldið áfram að vera í
hjónabandi með konu sem hefði
látið taka af sér „ósiðlegar mynd-
ir“, eins og hann nefndi þær.
Denise er nú fráskilin en hún var
ekki ákærð fyrir árásina á Vince
Tetbury.