Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992. 17 Gefin saman af allsherjargoðanuni: Mjög skemmtileg reynsla ÆgirMárKárasan, DV, Keflavík „Þetta var alveg rosalega gaman og spennandi og skenuntileg reynsla. Við er- um mjög hamingjusöm. Við fengum meiriháttar veður, sólskin allan tímann. Það kom eiginlega ekki til greina hjá okkur að gifta okkur í kirkju og okkur fannst eigin- lega hggja beinast við að hafa samband við Sveinbjöm Beinteinsson allsheijargoða og láta hann gefa okkur sam- an,“ sögðu þau Jónína Björk Ólafsdóttir og Ómar Haf- steinsson en þau giftu sig hjá allsherjargoðanum 21. ágúst. Athöfnin fór fram við hleðslustyttu af Bárði Snæ- fellsás. Þau Jónina og Ómar sögðust mjög hrifin af þeim stað enda væri hann aðal- orkustaður landsins. Jónína og Ómar eru bæði úr Reykjavík en hafa búið í Keflavík síðasthðið ár þar sem þau reka líkamsræktar- stöðina Snerpuna. „Við vorum komin heim til Sveinbjarnar um tvöleytið á föstudeginum og bauð hann okkur þá upp á yndislegt grasate. Þá ókum við út á Nes á Sleipni, fjallabíl sem við höfðum fengið lánaðan til ferðarinnar. Athöfnin fór síðan fram klukkan fimm síðdegis þennan sama dag. Eftir athöfnina fórum við ásamt gestum í Arnarbæ, veitingastaðinn hjá Amar- stapa. Staðurinn var skreytt- ur sérstaklega fyrir okkur og þar áttum við mjög huggu- legastund.“ Jónína og Ómar hafa þekkst í um ár en þau kynnt- ust í öræfaferð sem þau fóru í ásamt vinum og kunningj- um. „Upphaflegaætluðum við að gifta okkur uppi á ör- æfum en hættum við það. Við reyndum að halda þessu leyndu en einhverra hluta vegna spurðist þetta út,“ sögðu þau Jónína og Ómar. Sveinbjörn Beinteinsson gefur saman þau Jóninu Björk Ólafsdóttur og Ómar Hafsteinsson við styttuna af Bárði Snæfellsás. Athöfnin fór fram 21. ágúst. DV-myndir ÆMK Jónína, Ómar og Sveinbjörn við Sleipni, fjallabílinn er flutti þau vestur að Arnarstapa. Á morgun kl. 13:00 á rallýkrossbrautinni vid Krýsuvíkurveg Synthetic Krossararnirtæta ífjórum flokkum: Teppakrossi, krónu- krossi, rallýkrossi og opnu krossi. Verða gömul krossmet slegin? Tekst Kristínu að næla sér í íslandsmeistaratitilinn? Sjón er sögu ríkari. Síðasta keppni til Islandsmeistaratitils! ilMRALLY miCAOSS Wlúbburinn Olympíufarar okkar í kastgreinum mæta stórstjörnum annarra landa. Hvetjum okkar menn til sigurs og mætum öll á nýjan og glæsilegan frjáls- íþróttavöll Laugardals. Dagskrá íslenskir keppendur 15.00 kúluvarp Pétur Guðmundsson 15.30 kringlukast Vésteinn Hafsteinsson 16.00 spjótkast og Eggert Bogason Einar Vilhjálmsson og Sigurður Einarsson Verö: fullorðnir; 500 kr. Börn yngri en 14 ára; 250 kr. Athugið ágiskunarkeppnina - fjórir vinningar Reynið aö vinna Ijósakort hjá Toppsól og mat fyrir tvo í Laugaási. Þeir sem verða næst besta árangri hverrar greinar fyrir sig fá vinning og einnig sá sem velur næst samanlögðum árangri sigurvegara þessara þriggja greina. Allt sem þarf er að koma á völlinn, skila bréfi með þessari ágiskun inn og láta nafn, heimilisfang og sima fljóta með. Dæmi: kúla 20 metrar, kringla 60 metrar, spjót 80 metrar, samanlagt 160 metrar. Jón JÓnsson, Jónsbakka 10, simi 007. m ^jettingahústó^ ^vwv: REYKJAVÍK n„ sn VERÐLAUN VERÐA VEITT STRAX AÐ LOKNU MOTI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.