Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Kosningastríð í sjónmáli
Bandamenn hafa sett bann á flugher íraks sunnan
32. breiddarbaugs til að vernda byggðir Sjíta í sunnan-
verðu landinu. Þetta er hliðstætt banni, sem áður hafði
verið sett á flugherinn norðan 36. breiddarbaugs til að
vemda byggðir Kúrda 1 norðanverðu landinu.
Ærin tilefni eru að baki hins nýja banns, því að stjórn
Saddams Hussein hefur látlaust ofsótt Sjíta frá þeim
degi, er Bush Bandaríkjaforseti gafst upp á Persaflóa-
stríðinu. Hún hefur látið sprengjum og eitri rigna á Sjíta
til stuðnings villimannlegum hernaði gegn þeim á landi.
Bannið dregur úr möguleikum írakshers á að athafna
sig í byggðum Sjíta. Líklegt er, að hann verði að draga
sig í hlé frá fenjasvæðunum, þar sem Sjítar hafa leitað
skjóls. Án stuðnings úr lofti getur herinn lítið athafnað
sig á slíkum slóðum, þar sem allir hafa harma að hefna.
Ef bandamenn fengjust líka til að stækka verndar-
svæðið í norðurhluta landsins suður til 35. breiddar-
baugs, væri Kúrdum veitt svipuð vernd. Griðasvæði
þeirra nær núna ekki yfir nægilega stóran hluta af
byggðum þeirra. Það framlengir flóttamannavandann.
Hins vegar hefur verið brýn þörf á banni á flugher
íraks í hálft annað ár, ekki bara norðan og sunnan
ákveðinna breiddarbauga, heldur almennu banni. Ekk-
ert hefur gerzt á síðustu vikum, sem gefur aukið tilefni
til banns. Aðrar fjarlægari ástæður eru að baki.
Bush Bandaríkjaforseti hefur lengi talið ranglega, að
Persaflóastríðið mundi stuðla að endurkjöri sínu í nóv-
ember á þessu ári. Hann er nú byrjaður að átta sig á,
að þessu er þveröfugt farið. Framganga hans í stríðinu
verður honum þvert á móti fjötur um fót í kosningum.
Margir Bandaríkjamenn eru að byija að átta sig á
því, sem öllum ætti að hafa verið ljóst í hálft annað ár,
að Bush hætti Persaflóastríðinu of snemma. Hann gerði
það til að vernda miðstjórnina í Bagdað fyrir klofningi
Iraks í þrjá hluta, ríki Sunníta, Sjíta og Kúrda.
Lélegir utanríkisráðgjafar forsetans óttuðust, að veikt
og klofið írak mundi magna nágrannalandið íran til
aukinna áhrifa á svæðinu. Auk þess eru þeir kerfisbund-
ið fylgjandi flölþjóðaríkjum eins og írak, Júgóslavíu og
Sovétríkjunum, af þvi að þau minntu á Bandaríkin.
George Bush óttast nú, að myndir af vígreifum Sadd-
ami Hussein muni spilla fyrir endurkjörinu og að kjós-
endur fari að átta sig á, að íraksher er nú þegar kominn
aftur með helminginn af þeim herstyrk, sem hann hafði,
þegar bandamenn hófu gagnsókn sína gegn honum.
Ástæða er til að óttast, að örvænting Bandaríkjafor-
seta út af varanlegu lággengi í skoðanakönnunum leiði
til þess, að hann noti hemað í útlöndum til að draga
athygli kjósenda frá innanlandsmálum og til að fylkja
þjóðinni um þjóðhöfðingjann á hættustund.
Ef bandarískt herlið ræðst á einhvern hátt til afmark-
aðrar atlögu gegn her íraks á tímabilinu fram til kosn-
inganna í nóvember, er eðlilegt að túlka það sem örvænt-
ingarfullt innlegg í kosningabaráttuna í Bandaríkjun-
um. Hinar efnislegu forsendur em ekki raunverulegar.
Hinn rétti tími til að losna við glæpahyski Saddams
Hussein var við lok Persaflóastríðsins. Eftir að hafa lát-
ið hann, stjórn hans og herafla leika lausum hala í hálft
annað ár til viðbótar er um þessar mundir ekki um að
ræða nein ný tilefni af hans hálfu til endurvakins stríðs.
Saddam Hussein hefur hunzað Sameinuðu þjóðirnar
í hálft annað ár. Aukið bann á flugher hans stafar ekki
af, að hann sé að auka þvermóðsku sína einmitt núna.
Jónas Kristjánsson
Aðgerðir gegn Sadd-
am til að styrkja
Bush á heimavelli
í lok Flóastríðs litu níu af hverjum
tíu Bandaríkjamönnum með vel-
þóknun á frammistöðu George
Bush forseta, og eru slíkar vinsæld-
ir einsdæmi í því embætti frá því
skoðanakannanir hófust. Nú eru
forsetakosningar framundan í nóv-
emberbyrjun og þá er vinsælda-
stuðulhnn fallinn niður undir þijá-
tíu af hundraði.
Viðvarandi efnahagsþrengingar,
sem bitna verulega á bandarískri
millistétt, reynast eiga meginþátt í
álitsfalli forsetans. En mörgum
þykir einnig súrt í broti að hálfu
öðru ári eftir frægan sigur á víg-
velli við Persaflóabotn situr
Saddsm Hussein enn við völd í
Bagdad, sá sem Bush kallaði verri
harðstjóra en Hitler, þegar hann
var að undirbúa jarðveginn fyrir
fylgi við herferð gegn honum.
Engar vonir eru til að Banda-
ríkjastjórn geti neitt það aðhafst
sem bæti efnahagshorfur svo að
ummerki sjáist fyrir kjördag í for-
setakosningunum. Ahtið, sem
Bush nýtur enn, hvílir fyrst og
fremst á frammistöðu hans í al-
þjóöamálum. Á því mætti byggja
th að glæða sigurhorfurnar.
Þessi er meginástæðan til að
Bush hefur nú með nokkurri að-
stoð dyggra bandamanna sinna
ákveðið að skora Saddam Hussein
á hólm á ný. Fyrsta skrefið er að
banna aht flug íraskra herflugvéla
yfir suðurhluta íraks sunnan 32.
breiddarbaugs. Síðan er hótað ótil-
teknum frekari aðgerðum sýni ír-
aksstjórn mótþróa.
Suðurhluta Iraks byggir einkum
trúflokkur shhta, sem löngum hafa
unað iha yfirdrottnun súnnia, sem
stjóm Saddams styðst við eins og
fyrri stjórnir landsins. Eftir hrak-
farir írakshers í upphafl síðasta
árs, gerðu shhtar uppreisn í helg-
um borgum sínum An Najaf og
Karbala og víðar um suðurhéruðin.
Þegar Norman Schwarzkopf yfir-
hershöfðingi lét að boði Bush vera
að loka herkví um úrvalshersveitir
Saddams á undanhaldi þeirra
norður á bóginn vom örlög shhta
ráöin. Uppreisn þeirra var barin
niður með mikilh grimmd og fang-
ar brytjaðir niður, eins og sjá má
á myndböndum sem sýnd hafa ver-
ið víða um heim.
Shhtar sem undan komust leit-
uðu hælis á víðlendu fenjasvæði í
óshólmum ánna Evfrat og Tígris.
Þaðan hafa þeir af veikum burðum
reynt að halda uppi skæruhemaði
gegn hði Saddams. Hann hefur fyr-
ir sitt leyti herjað á þá af venju-
legri hörku, og engu skeytt þótt
skothríð úr þyrlum og napalm-
sprengjukast hafi tortímt jöfnum
höndum þjóðflokki Fenja-araba,
sem búiö hefur á fenjasvæðinu frá
alda öðli og lagað sig á einstæðan
hátt að sérstökum lífsskilyrðum
sem þar ríkja, eins og fræðast má
um í frábærri bók Wilfreds Thesei-
gers The Mars Arabs.
Saddam Hussein hefur því staðið
í því í þrjú misseri samfleytt að
brytja niður shhta og aðra þegna
sína í Suður-írak, án þess aö Ge-
orge Bush gæfi því gaum, fyrr en
nú, þegar hann telur sig geta haft
pólitískan hag af því að koma á ný
fram sem yfirboðari hernaðarmátt-
ar Bandaríkjanna. Þykir ýmsum
löndum hans hundingjaháttar-
bragur á shkri framkomu.
Fréttamenn í Washington segja
að bann við flugi íraka sunnan 32.
breiddarbaugs sé aðeins fyrsta
skref í framkvæmd ráðagerðar sem
vænst sé aö dugi th að hrekja Sadd-
am Hussein frá völdum fyrir for-
setakosningar í Bandaríkjunum.
Lengi hefur verið opinbert leynd-
armál að Bush fól leyniþjónustunni
CLA að leggja á ráðin um hversu
steypa mætti Saddam af stóh með
leyniaðgerðum.
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
Thkynning Bush um flugbann-
svæðið dróst verulega vegna efa-
semda sem ríkja í ýmsum araba-
ríkjum um ágæti hennar, ríkjum
sem lögðu hð herferðinni til að af-
létta hernámi íraks á Kuveit. Tyrk-
landsstjórn hefur lýst yfir að alls
engin afnot veröi veitt af flugstöðv-
um né öðrum hemaðarmannvirkj-
um þar í landi við framkvæmd að-
gerða Bandaríkjanna að þessu
sinni. Stjómir Egyptalands og Sýr-
lands hafa einnig varaö við. Sér-
staklega stendur stjórnum annarra
arabaríkja stuggur af að írak liðist
sundur í að minnsta kosti þrjá
hluta, byggðir Kúrda í norðri, hér-
uð súnnía um mitt land og svæði
shhta í suðri.
Shiítagrein íslams á uppruna
sinn á þessum slóðum, og þar eru
mestu helgistaðir hennar, en við-
gangur shiíta varð mestur í íran.
Stendur arabaríkjum stuggur af að
klerkastjórnin í Teheran reyni að
teygja áhrif sín til shiítaríkis fyrir
botni Persaflóa, sem til kæmi eftir
sundrung íraks.
Hver maður veit aö flugbannið
er aðeins sýndaraðgerð gagnvart
því verkefni að bjarga nauðstödd-
um shiítum og Fenjaaröbum undan
hrammi Saddams og lýðveldis-
varðar hans. Eftir sem áður getur
her þessi haldið áfram óáreittur að
heija á skæruhða jafnt og óbreytta
borgara á hraðbátum sínum og
byssuprömmum.
Þar á ofan er skammt í að alvara
verði úr áformi Saddams um aö
þurrka upp verulegan hluta fenj-
anna. Það er gert með því að grafa
skipgengan farveg, það sem írakar
kaha „þriðja fljótið" til viðbótar við
hin tvö fomu, frá Bagdad suður til
Basra. Sérstakur fulltrúi SÞ, sem
reynir að fylgjast með ástandinu í
Suður-írak, segir að héðan í frá
taki varla nema vikur eða mánuði
að vatn taki að renna um skurðinn.
Þá lækkar vatnsborð um víðlent
fenjaflæmi, viðurværi fólksins,
veiði í vatninu og sérstakur fenja-
gróður, hverfur með öhu, aldagöm-
ul þjóðmenning líður undir lok og
engar torfærur eru lengur á vegi
þeirra sem elta uppi flóttafólk á
þessum slóðum.
Á þessu athæfi er á engan hátt
tekiö, hvorki af bandamönnum úr
Flóastríði né samfélagi þjóðanna í
heild. Farið hefur verið út í hern-
aðaraðgerð í pólitískum tilgangi til
notkunar á heimavígstöðvum í
kosningabaráttu Bandaríkjafor-
seta.
Daginn sem Bush kunngeröi flug-
bannið yfir Suður-írak og hét Sadd-
am hörðu fyrir grimmdarverk
hans, sagði af sér sá embættismað-
ur utanríkisráðuneytis Bandaríkj-
anna sem farið hefur með mál fyrr-
um lýðvelda Júgóslavíu. Hann
kvaðst ekki geta sætt sig lengur við
hversu yfirboðarar breyttu skýrsl-
um sínum eða styngju þeim undir
stól. Á æðstu stöðum í Bandaríkja-
stjóm ríkti samkvæmt sinni
reynslu aðgerðaleysi og kæruleysi
gagnvart þjóðarmorðinu sem Serb-
ar eru að fremja í Bosníu.
Magnús T. Ólafsson
Michael W. Gramer aðmíráll skýrir á fréttamannafundi í landvarnaráðu-
neyti Bandaríkjanna flugbannsvæðið yfir írak sunnan 32. breiddarbaugs.
Simamynd Reuter