Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1992. ' Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Burt með skammdegið Tónninn í þjóðfélaginu er ekki góður. Hvarvetna blasa við erfiðleikar og svartsýni. Það er eins og þjóðin hafi smitast af uppdráttarsýki sem grefur um sig og magnar upp vonleysi, armæðu og ólund. A vinnumarkaðnum gætir vaxandi óróa. Launþegafé- lög segja upp samningum og menn eru orðljótir og bitr- ir. Þegar skömmóttur Dagsbrúnarmaður kveður sér hljóðs og leggur til að drullu sé dreift yfir Alþingishús- ið, klappa fundarmenn ákaft. Þegar ríkisstjórnin gerir tillögur um sparnað í ríkisútgjöldum hvetur alþingis- maður til þess að gerður verði aðsúgur að Stjórnarráð- inu. Verkalýðsforingjar hóta verkföllum og skæruhem- aði til að svæla ríkisstjórnina frá völdum og hljóðið í þeim er grimmt. Frá lögreglu berast þær fréttir að glæpum fari fjölg- andi. Nauðganir, líkamsárásir og kynferðisafbrot fara vaxandi. Ofbeldishneigð er áberandi og lausung ríkj- andi. Illar hvatir virðast blómstra í kreppuástandi eins og mý á mykjuskán. Fíkniefnalögregla hefur lagt hald á smygluð eiturefni fyrir fimmtíu milljónir króna á þessu ári og er þó væntanlega ekki nema brot af því sem sleppur fram hjá toUgæslu. Hópur fólks virðist í auknum mæli leita á náðir vímu og villu þegar á móti blæs. Dómgreindin slævist og siðferðið breytist. Dauðinn og djöfuUinn er gefinn í framtíðina. Á Alþingi gefa landsfeðumir tóninn með argaþrasi og illsku. Stál í stál virðist mottóið. Umræður eru ill- skeyttar og vanstilltar. Menn leggja sig meira fram um að magna upp andstæðumar heldur en sætta sjónar- mið. Þurfum við þó á flestu öðm að halda heldur en lágkúru úr þeim herbúðum eða af þeim vettvangi sem helst er að vænta forystu og frumkvæðis. Allt er þetta heldur ömurlegt. Þjóðin býr við atvinnu- leysi og þrengingar og andstæður fátæktar og efna verða augljósari og sárari þegar jól nálgast og sumir hafa getu til að bjóða upp á allsnægtir meðan aðrir skera við nögl. Jólahald er ekki svipur hjá sjón nema hugarfarið sé jákvætt og í sátt við umhverfi sitt. Það getur aldrei orð- ið þegar vansæld og áhyggjur þjaka og þreyta hugann og andrúmsloftið er þrúgað af spennu og heift. Einhvern veginn hvílir skuggi og drungi yfir ís- lenskri þjóð um þessar mundir, skammdegið er að verða króniskt. En er þetta skammdegi til eilífðar? Hvenær á að hleypa birtunni inn? Og hver á að gera það? Eigum við sífellt að mæna til ráðherra og ríkisstjómar? Eigum við sífellt að bíða eftir því að sending detti af himnum ofan? Auðvitað eru erfiðleikar í efnahags- og atvinnumál- um. Óneitanlega kreppir að heimilunum. En það er lang- ur vegur frá því að Islendingar búi við þau bágu kjör sem ýmsar aðrar þjóðir þurfa að sætta sig við. Og það er langur vegur frá því að allt sé hér að fara norður og niður. Hitt er annað að það kemst enginn neitt áfram sem ekki þorir að stíga fyrsta skrefið. Það hefur enginn tekjur sem ekki tekur til hendi. Þjóðin þarf að taka sig saman í andlitinu og hætta að einblína á vandamálin, hætta að kvarta og kveina í hvert skipti sem eitthvað bjátar á. Það er hugarfarið sem þarf að breytast. Við verðum að fara í Pollyönnuleik og sjá björtu hliðamar á tilverunni. Öðmvísi komumst við ekki út úr skammdeginu. í dag fer sól aftur hækkandi og dag að lengja. Von- andi megnar sú birta að lýsa upp bágborið hugarfar landsmanna og eyða skammdeginu í þjóðlífmu. Ellert B. Schram Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis. - A innfelldu myndinni er Bjöm Þ. Guömundsson, prófessor í lögum. - Bréf Björns til Salóme misfórst illilega. Onnur aulafyndni? Sjónvarpsáhorfendur sáu furöu- lega sjón á dögunum. Ólafur R. Grímsson þaut upp í ræöustól til þess aö lesa upp úr bréfl Bjöms Þ. Guðmundssonar lögfræðiprófess- ors til Salome Þorkelsdóttur, for- seta Alþingis, um afgreiðslu samn- ingsins um evrópskt efnahags- svæði. Eftir lesturinn lét Salóme þess kurteislega getið, eins og hennar er vandi, að sjálf hefði hún ekki fengið bréfið! Fráleitar fullyrðingar Bjöm Þ. Guömundsson kann greinilega enga mannasiði. Hann sendi fyrst gömlum vini sínum, Ólafi R. Grímssyni, bréf til forseta Alþingis, síðan hinum skráða við- takanda. Ég hélt, aö lögfræöingar fengju kerflsbundna þjálfun í því að gæta eðlilegra afgreiðslureglna, „formlegra" atriða. Svo er greini- lega ekki um Björn Þ. Guðmunds- son. Aðalatriðið er þó það, að efni bréfsins var fráleitt. Bjöm Þ. Guð- mundsson fullyrðir, að forsendur séu brostnar fyrir því, að íslending- ar taki afstöðu til samningsins um evrópskt efnahagssvæöi, þar sem Svisslendingar hafi hafnað honum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvers vegna aflýstu íbúar Liechtenstein þá ekki þjóðaratkvæðagreiðslu sinni? Hvers vegna fellur þá sam- þykki norska Stórþingsins við samningnum ekki niður? Úrshtin í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni í Sviss hafa þau ein áhrif, eins og allir viti bomir menn geta sagt sér sjálfir, að samningurinn breyt- ist htíilega. Sviss verður ekki leng- ur fuhgildur aðih að honum. þetta kennivald verður auðvitaö því veikara sem færri taka mark á lögfræðiprófessorum). Bjöm Þ. Guðmundsson á sér hugsanlegar málsbætur. Þetta bréf kann að vera svipuð aulafyndni og það, sem hann birti fyrir skömmu í Fréttabréfi Háskólans (1. tölublaði 1992) í nafni Davíðs Oddssonar og hinna fjögurra ráðherra Sjáifstæð- isflokksins. Þaö hréf Bjöms var um það, að kandídatsritgerðir skyldu ekki vera lengri en þijár og hálf blaðsíða (ha! ha! ha!), einkunnir skyidu aðeins gefnar á bihnu 1 til 5 (ha! ha! ha!) og svo framvegis. Það verður að fylgja sögunni, að Bjöm setti þá ritsmíð sína í skýrslu um ritstörf á vegum Lagastofnunar Háskóla íslands (sjá Tímarit lög- fræðinga 1992, 63. bls.). „Björn Þ. Guðmundsson á sér hugsan- legar málsbætur. Þetta bréf kann að vera svipuð aulafyndni og það, sem hann birti fyrir skömmu í Fréttabréfi Háskólans.. Kjaliarmn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson dósent í stjórnmálafræði Hugsanlegar málsbætur Með bréfi sínu var Björn Þ. Guð- mundsson vitaskuid ekki að koma neinum efnislegum athugasemd- um á framfæri. Hann var aðeins að reyna að brýna hinar sljóu eggj- ar stjómarandstöðunnar á þingi. Um leið er hann aö misnota það kennivald, sem hann kann að hafa öðlast í krafti Háskóla íslands (en Ekkert skylt við lögfræði Bréf það, sem Bjöm Þ. Guðmunds- son skrifaði forseta Alþingis á dög- unum, þótt hann sendi það Ólafi R. Grímssyni, átti með öðrum orðum ekkert skylt við lögfræði. Þetta var aðeins tilraun Bjöms Þ. Guðmunds- sonar th að skemmta íslendingum, - önnur aulafyndni hans. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skodaxiir annarra Meðlagspabbarnir „Hvað skyldu þeir vera margir meðlagsgreiðend- urnir sem em í stórkostlegum vanskilum með með- lagsgreiðslur sínar og hafa án þess að roðna látið móðurina og ríkissjóð fjármagna uppeldi bama þeirra svo árum skiptir? Eg efast ekki eitt andartak um að þeir eru fjölmargir, og þeir em hinir sömu og láta eins og verið sé að hrinda þeim ofan í gröf- ina, sem hin vöndu öfl í þjóðfélaginu hafa grafið þeim, „saklausum mönnunum“. - Það er ekkert ann- að en átakanlegt þegar fullfrískir karlmenn, á besta aldri, koma fram og væla í beinni útsendingu í út- varpi og sjónvarpi, eöa hágráta á síðum dagblað- anna, segjast ramba á barmi gjaldþrots og eygja enga aðra leið færa en að stofna samtök meðlagsgreiðenda til vamar eigin kjömm. Sér er nú hver karlmennsk- an. Að vísu leggst oft htið fyrir kappana, en öllu smærri geta þeir vart orðið í mínum augum - aumk- unarverðar grátkerhngar." Agnes Bragadóttir blaðam. í Morgunblaðinu 17. des. Mikson-málið ekki einkamál „Þau gögn sem Wiesenthal-stofnunin hefur feng- ið afhent hjá eistnesktim stjómvöldum hafa gert ís- lendinga að fiflum. í öðm lagi ættu íslendingar að velta fyrir sér hversu núkið íslensk stjómvöld hafa vitaö um þetta mál á umhönum áratugum. Þeir ættu að spyrja sig hvort sá kattarþvottur sem núverandi ríkisstjóm stóð fyrir sé svo einstakur. Lá ekki ljóst fyrir um leiö og Mikson fékk hér landvistarleyfi og síðar ríkisborgararétt, að um meintan stríösglæpa- mann var að ræða? - Var íslenskum stjómvöldum ekki fullkunnugt um það en kærðu sig kohótt? Úr forystugrein Pressunnar 17. des.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.