Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Blaðsíða 47
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1992. 55 ______________________Meiming Diddú á diski Út er kominn hljómdiskur með söng Sigrúnar Hjálmtýsdóttur sópransöngkonu. Undirleik annast Þjóðarfílharmóníuhljómsveitin í iitháen undir stjóm J. Domarkas og Terje Mikkelsen og Sinfóníu- hljómsveit íslands undir stjóm Robins Stapleton. Viðfangsefnin á disknum era óperuaríur af ýmsu tagi eftir ýmsa höfunda. Útgefandi er Skífan. Hljóðritun fór fram í Lituanus hljóðverinu í Vilníus og Háskólabíói i Reykjavík. Upptöku- menn voru Eugenijus Motiejunas, Þórir Steingrímsson og Sigfús Ing- varsson. Aðdáendum Diddúar mun áreið- anlega þykja fengur aö þessum diski. A honum em ýmsar vinsæl- ustu óperuaríur og sönglög aldar- innar sem flestir þekkja og hafa heyrt í ýmsiun útgáfum. Nú fá menn að heyra Diddú spreyta sig á þeim. Þarna er meðal annars að finna D Bacio (Kossinn) hinn skemmtilega valseftir Luigi Arditi. Puccini er einhvem snjallasti aríu- höfundur nítjándu aldar. Aríur hans era mun dýpri tónverk en sambærileg verk margra annarra, samanslungin af mikilli hug- myndaauðgi og list. Þær era oft þrungnar tilfinningalegri tjáningu sem jafnan verkar sterkt á áheyr- andann. Þótt Puccini spenni oft bogann hátt verður hann aldrei væminn eða sýndarmennskulegur. Til þess er grunnur hans of vel byggður og næmni hans fyrir tak- mörkunum of mikil. Á þessum diski eru tvær af snilldar áríum Puccinis, „0, mio babbino caro“ úr Gianni Schicchi og „Quando m, en vo“ úr La Boheme. Áf fleiri frábær- um verkum á diskinum má nefna hina frægu aríu næturdrottningar- innar úr Töfraflautunni eftir Moz- art sem Diddú sló í gegn með í sýn- ingu íslensku óperannar sællar Hljómplötur Finnur Torfi Stefánsson minningar. Þá era aríur eftir Verdi og marga fleiri. Það þarf ekki að fjölyrða um söng Sigrúnar á þessum diski. Hún syngur eins og sú sem valdið hefur og virðist geta allt. Röddin er jafn- góð neðst niðri sem í hæstu hæðum og alls staðar þar í milli. Túlkunin er blæbrigðarík og smekkleg. Frammistaða annarra tónlistar- manna hverfur í skuggann á þess- um diski en ekki verður fundið að leik þeirra tveggja hljómsveita sem við sögu koma. Upptakan er með ágætum og hljómurinn hjá hinum íslensku upptökumönnum í Há- skólabíói er fyrir smekk okkar hér Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diidú) syngur eins og sú sem valdið hefur og virðist geta allt. Sigrún Eðvaldsdóttir og Selma Guðmundsdóttir: Ljúflingslög Meðal nýlega útkominna hijóm- diska er einn þar sem Sigrún Eð- valdsdóttir og Selma Guðmunds- dóttir leika saman á fiðlu og píanó. Verkin eru öll íslensk. Á diskinum er úrval íslenskra sönglaga sem Atli Heimir Sveinsson útsetti fyrir fiðlu og píanó. Upptökumaður er Bjami Rúnar Bjamason en útgef- andi er Steinar h/f. Þær stöllur héldu tónleika á dög- unum þar sem þær fluttu efni af þessum diski. í umfiöllun um þá tónleika var vikið að Guameri- fiðlu Sigrúnar. Má vel heyra á diski þessum að fiðlan er gersemi mikil. Hljómurinn er sérlega ríkur og fag- ur. Auðvitað skiptir mestu máii þó hvemig spilað er. Leikur Sigrúnar er sérlega aðlaðandi og fallegur. Sums staðar fær hún að sýna tæknileg tilþrif og gerir það með glæsibrag. Hitt reynir þó meira á aö túlka þessi oftast einfóldu lög á þann máta að þau pjóti sín í sinni aðgengilegu fegurð. Þetta tekst henni mjög vel og nýtur til þess mjög góðrar aðstoðar Selmu Guð- mundsdóttur. Atli Heimir skýrir frá því í diskbæklingi að hann hafi haft útsetningar eftir hinn fræga fiðlusnilling Fritz Kreisler til hlið- sjónar við útsetningar laganna. Það er góð hugmynd og á vel við. Hins Tónlist Finnur Torfi Stefánsson vegar hefur Atli smekkvísi til að láta slíkt aldrei skyggja á aðalatrið- ið, lögin sjálf. Utsetningamar hljóma mjög vel og í mörgum lög- unum blása þau nýjum lífsanda í efni sem vegna mikillar notkunar var ef til vill farið að dofna í eyram manna. Búðarvísur Emils Thor- oddsens eru dæmi um þetta og eiga áreiðaniega eftir að ná miklum vin- sældum í þessu formi ekki síður en í því upphaflega. Sigrún Eövaldsdóttir og Selma Guömundsdóttir. j á DV ívið betri en hjá samstarfs- mönnum þeirra í Vilníus. litsjónvarpstæki kr. .) 3.950." stgr. Afborgunarskilmálar VÖNDUÐ VERSLUN HLJÓMO FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 . Jóla- þrennan Skemmtileg í SKÓINN kjörin með JÓLAKORTINU og gerir JÓLAPAKKANN ennþá meira spennandi. KORG hljómborð frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.