Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1992. Meiming Að rækta eigin garð í Helgispjalli Matthíasar Johannesen, sem hann kennir viö þjóðfélagið, er fjallað um mjög fjölbreytileg efni. Framan af lestri ritsins fannst mér sem eðlilegra hefði veriö að kenna það við mannkynið eða jörðina, svo vítt er sjónarhomið. Hvort sem um er að ræða málefni mannkynsins alls eða íslenska þjóðfélagsins þá leitar Matthías mjög í smiöju til skálda og heimspek- inga. Hann ræðir viðfangsefnið út frá íslenskum jafnt og útlendum bókmenntum og mjög oft eru biblíuleg stef notuð til að varpa ljósi á viðfangsefnið. Það fer ekki á milli mála að hér heldur skáld á penna, eins og segir í kynningu á bókarkápu. Annars einkennir það þetta rit að engar upplýsingar fylgja því í formi inngangs eða eftirmála. Ekkert efnisyfirlit er heldur og engar kaflafyrirsagnir, hvaö þá nafnaskrá. Matthías lætur einfaldlega gamminn geisa og maður hlýtur að minnast þess að ljóðagerð hans hefur verið kennd við formbyltingu (Fyrst með ljóðabókinni „Borgin hló“ 1958). Svipað virðist manni upp á teningn- um í þessum pistlum, sem einkennast af öllu öðru fremur en fastheldni við hefðbundið form. Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson Umhverfismálin eru Matthiasi mjög hugleikin. Hann segir vart sé hægt að hugsa sér önnur málefni brýnni en umhverfisvernd „eins og nú er háttað í heimin- um“. Hann bendir á að „okkar kynslóð er sú fyrsta sem þurfi að glíma við vandamál sem skipt geti sköp- um um það, hvort sú jörð sem börn okkar erfa verður byggileg eða ekki.“ Það þarf ekki að koma á óvart að Matthías gerist ljóðrænn þegar hann fjallar um við- fangsefni sem honum er jafn hugleikið og umhverfis- verndin: „Við þurfum að hlúa að jörðinni; láta hana njóta sáðmannsins sem býr í hvers manns brjósti; verma hana sólmjúkum lófum sem eru af sama efni og hún sjálf.“ Ógnir atómaldar mynduðu baksvið ljóðaflokksins „Sálmar á atómöld" (1966, 2. útg. 1991) þar sem mörg hin sömu stef koma fram og hér, sbr.: „En hvenær höfum við áður þurft/ að bera kvíðboga fyrir jörð- inni/ að hún brenni í kjarnorkubáli/ hverfi, tortím- ist?“ (Sálmur 14). Eins og heiti ljóðabálksins raunar ber með sér er hið trúarlega efni fyrirferðarmikið þar. Matthías Johannessen fjallar um fjölbreytileg efni í bók sinni. Matthías er alls ekki einn um að fjalla um umhverfis- vernd á trúarlegum nótum. í þeim efnum hefur löng- um verið vitnað til þess boðs sem manninum er gefið í 1. Mósebók (1:28) um að gera sér jörðina undirgefna. Hefur því jafnvel verið haldið fram að í því boði, eða kannski frekar misskilnings á því boði, sé að finna hina hinstu orsök vistkreppu samtímans. Trúarleg stef koma mjög við sögu í glímu Matthíasar við umhverfismálin. Sú staðreynd að hann talar um sköpunarverk bendir strax í þá átt, en einnig ýmsar minnisstæðar fúllyrðingar hans, sbr.: Náungakærleik- ur er umhverfisvemd (s. 79). Kristnidómurinn er eins konar þjóðfélagsleg umhverfisvernd (s. 82). Matthías lætur lesandann ekki velkjast í vafa um afstöðu hans til kristnidómsins. Hann segir boðskap Krists bestu gjöf sem okkur hefur verið gefin og hann er þeirrar skoðunar að því fé sem rennur til kynningar á boð- skap Krists úr sameiginlegum sjóði þegnanna sé varið til almannaheilla. Um stöðu Sjálfstæðisflokksins fáum við að vita að hann eigi meira sameiginlegt með kristi- legum demókrataflokkum en öðrum flokkum. Við þurfum ekki að fara langt til að hafa áhrif í umhverfismálum því að fyllingin er „ekki fólgin í því að æða til suðurskautslandsins né norðurpólsins ... Hún var fólgin í því að rækta eigin garð.“ Ég get tekið undir með Matthíasi er hann segir: „Góð bók er mesti nautnamiðill sem ég þekki" (s. 153). Eitt einkenni góðra bóka er að þær vekja til umhugsunar, kveikja fjölbreytilegar hugmyndir. Það gerir þessi bók. Matthias Johannessen Þjóðfélagiö. Helgispjall. lóunn 1992 (245 bls.) HEILDSÖLU-BAKARÍ Ódýri brauða- og kökumarkaðurinn Suðurlandsbraut 32 Opinn mánudaga-föstudaga kl. 8.00-18.00. Seljum öll brauð og kökur á heildsöluverði. Verðdæmi: Smá- söluv. Okkar verð Sparn- aður Formbrauð, hvít og heilhveiti 116,00 93,00 23,00 Formbrauð, hvítog heilhv., sneidd 126,00 93,00 33,00 Öllgróf brauð 162,00 130,00 32,00 Jólakökur 286,00 229,00 57,00 Vínartertur 296,00 236,00 59,00 Djöflatertur 668,00 534,00 193,00 Rúnstykki m/birki 38,00 30,00 8,00 Kúmenhringir 44,00 35,00 9,00 Vínarbrauð 72,00 58,00 14,00 Snúðar 73,00 59,00 14,00 Dagsgömul brauð seld með 50% afslætti frá smásöluverði. Verðdæmi: Smá- söluv. Okkar verð Sparn- aður Öll formbr., gróf og fín, sneidd 126,00 58,00 68,00 Öll gróf sérbrauð, sneidd 162,00 81,00 81,00 Brauðskurður ókeypis. OPIÐ AÐFANGADAG OG GAMLÁRSDAG KL. 8.00-14.00 Ódýri brauða- og kökumarkaðurinn Suðurlandsbraut 32 - sími 688406 Stöndum undir nafni! Sviðsljós Afmælisbarnið ásamt gallhörðum Völsurum. F.v.: Einar Jónsson, Sigfús Halldórsson, Lolli, Magnús Bergsteinsson og Jón Kristjánsson. Lolli íVal: Fæenn fiðring í tærnar Ellert Sölvason, betur þekktur sem Lolli í Val, átti sjötíu og fimm ára afmæh sl. flmmtudag og af því tilefni tók hann á móti gestum í félagsheimili Vals að Hlíðarenda. Fjölmargir gestir sóttu kappann heim á þessum tímamótum og margar ræður voru fluttar og þ.á m. ein af Ellert B. Schram, forseta ÍSÍ. í stuttu spjalli við DV sagðist Lolh ahtaf vera jafn áhugasamur um knattspymuna en hann varð sjálfur sjö sinnum íslandsmeistari og lék fyrstu landsleikina fyrir ís- land. Lolh, sem vinnur hluta úr degi á lögfræðiskrifstofu, mætir á alla heimaleiki Vals og þrátt fyrir aldurinn segist hann enn sparka í boltann stöku sinnum enda fái hann alltaf fiðring í tærnar á vorin. Einar Sæmundsson, fyrrverandi formaður KR, og Björgvin Schram, fyrr- verandi formaður KSÍ, voru í afmælinu. Jón Bergmann, Agúst Bjarnason og Örn Ingólfsson tóku lagið fyrir Lolla. DV-myndir Sveinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.