Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Blaðsíða 36
44
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1992.
Meiming
Diddú hér, María þar
- María Callas syngur Lúsíu af Lammermoor
Maria Callas. Lúsía var eitt hennar þekktasta hlutverk.
Flutningur islensku óperunnar á Lúsíu af
Lammermoor eftir Donizetti er óræk staö-
festing þess aö héðan í frá verður óperuflutn-
ingur á íslandi ekki kveðinn niður, hvorki
af skammsýnu ríkisvaldi né öfundarmönn-
um. Túlkun Sigrúnar Hjálmtýsdóttur á hlut-
vgrki Lúsíu staðfestir einnig það sem ýmsa
hefur grunað, að í henni höfum viö eignast
sópransöngkonu með þá sönggleði, raddsvið
Hljómplötur
Aðalsteinn Ingólfsson
og karakter raddarinnar sem ætti að nægja
henni til framdráttar hvar sem er - þó við
viljum auðvitað hafa hana hér heima.
Operan um skosku hefðarmeyna Lúsíu
hefur raunar verið nokkrum frægum sópr-
ansöngkonum stökkpallur inn í frægð og
auðlegð. Upprunalega samdi Donizetti óperu
sína fyrir Fanny Persiani (1812-67) sem eftir
öllum sólarmerkjum að dæma var afskap-
lega fíngerð til söngs og æðis, af allt öðru
sauðahúsi en síðari tíma Lúsíur, en virðist
hafa fallið óperuunnendum bærilega. Ade-
lina Patti (1843-1919) varð fræg fyrir þær
himinháu upphæðir sem hún tók fyrir að
syngja hlutverk Lúsíu (42,5 sent fyrir hveija
nótu, að því er einum blaðamanni reiknaðist
til); gerði það raunar prýðisvel.
Callas upp á sitt besta
En ef einhver söngkona „á“ þetta hlutverk,
mótaði það í sinni mynd, þá er það án efa
María Callas. Og það var einmitt með þvi að
syngja hlutverk Lúsíu sem sópransöngkona
sunnan úr Ástralíu, Joan Sutherland, gerði
síðar tilkall til kórónu hinnar stórfenglegu
Callas - og öðlaðist hana. En þá var Callas
líka búin að ofbjóða rödd sinni og orðin auð-
veld bráð, ef svo má segja.
Ef ég ætti að nefna eina upptöku sem varð-
veitir rödd CaUas upp á sitt allra besta mundi
ég fortakslaust mæla með Serafm upptök-
unni á Lúsíu af Lammermoor frá 1954, en
EMI gaf hana út á diski fyrir par árum. Rödd
söngkonunnar var þá kristalstær og fersk,
hún var metnaðarfull og í góðu andlegu jafn-
vægi, orðin tágrönn og aðlaðandi, og hafði
eignast nána vini í meösöngvurum sínum,
Giuseppe di Stefano, Tito Gobbi, RaffaeUe
Arié, hljómsveitarstjóranum TuUio Serafin,
svo og upptökustjórvun EMI. AUt skUar þetta
sér í upptökum sem tónUstargagnrýnandinn
John Ardoin kaUar „aUra bestu túlkun á
þessu verki sem til er á hljómplötu, sem er
stolt og prýði tónUstariðnaðarins" (The Call-
as Legacy).
Mótun melódíunnar
Það sem er sérstaklega heiUandi við þessar
upptökur er mótun CaUas á lagrænum eða
melódískum þáttum óperunnar, mótun sem
er svo persónuleg að sagt er að helsti Lúsíu-
túlkandi mUUstríðsáranna, söngkonan Toti
dal Monte, hafi komið tU CaUas grátandi eft-
ir þessa uppfærslu tU að játa fyrir henni að
hún hefði ekki skiUð Lúsíu fyrr en nú. Hinar
óþægUegu „hysterísku" efri nótur CaUas eru
(yfirleitt) víðs fjarri, hver aría fær eigið tón-
Ustarlegt vægi og inntak. „Quando rapita in
estasi" er algleymið uppmálað, „Deh, ti placa,
deh, til freni“ er þrungin einlægri bUðu og
arían „Soffriva nel pianto" er ekki sungin
„fram“, eins og oftast gerist, heldur virðast
söngurinn og tilfinningin koma frá hjartarót-
um söngkonunnar sjálfrar.
Eini veiki þátturinn í söng CaUas er túlkun
hennar á vitfirringu Lúsíu, sem er, eins og
einn gagnrýnandi hefur bent á, helst til með-
vituð.
En á þessum diskum er varðveitt stórkost-
legt afrek í óperusögunni sem enginn unn-
andi góðra radda ætti að láta sér sjást yfir.
Donizetti - Lucia di Lammermoor
Maria Callas, Giuseppe di Stefano, Tito Gobbi,
Rafaele Arié.
Hljómsveit og kór Maggio Musicale í Flórens,
stjórnandi Tullio Serafin
EMI CMS 7699802
Umboö á íslandi: Skifan
OKKAR TILBOÐ
PD 101 Gelslaspllarl
3ja éra ábyrgð
VERÐ AÐEINS 16.900,-
^ .feÆ vJfcfb iftV/víÍ- ' ■O.l'tUVSWÆ.'a.
HVERFISGÖTU 103: SÍMI25999
Umboðsmenn um land allt.
Bómullarhnoðri
úr Reykjavík
Þær eru ekki neinar dúkkustelpur, þær Sigurjóna
og Jóhanna á Akureyri. Þær eru stelpur sem hika
ekki við neitt og hræðast fátt. Það sama verður hins
vegar ekki sagt um bómuUarhnoðrann úr Reykjavík,
hann Erni Snæ sem var sendur fil dvalar á heimiU
systranna meðan mamma hans er á spítala.
Systurnar eiga hvorki meira né minna en sex eldri
bræður sem flestir eru giftir og eiga börn. Sumir þeirra
eru skipstjórar eins og pabbi þeirra var og feðgarnir
eru annálaðar aflaklær. Mamman er hins vegar heima
að hugsa um krakkana, bakar kanilsnúða og steikir
þorsk og býr til brúna sósu.
Bókmenntir
Jóhanna Margrét Einarsdóttir
Eins og áöur sagði gerist sagan á Akureyri og sú
afstaða höfundar skín út úr sögunni að það sé nú óUkt
meiri mannsbragur á fólkinu fyrir noröan en sunnan.
Borgarbamið lendir í hinum verstu hremmingum í
félagsskap systranna, hann er látinn læra með erfiðs-
munum á skíðum, grafa snjógöng og snjóhelia með
systrunum, fer með þeim á skauta á Pollinum og að
veiða golþorska gegnum vök í ís. Allt þetta er hann
látinn gera þrátt fyrir að hann vildi miklu frekar vera
inni að skoða Andrés blöð. Ofan í kaupið er hann svo
hræddur með ísbjörnum og álfum.
Sagan Ævintýri á ísnum er bráðskemmtileg og vel
sögð, lituð léttri kímni. Það er gaman að þeim systrum
og sögunum af afrekum þeirra. Þetta eru stelpur sem
þora og víla ekki fyrir sér að skora óblíða náttúru á
hólm enda koma þær bómullarhnoðranum úr Reykja-
vík til nokkurs þroska.
Snorri Sveinn Friðriksson mun vera höfundur
myndanna í bókinni þó svo hans sé í engu getið á
kápu bókarinnar eða á titilsíðu. Nafn hans er aö finna
með agnarsmáu letri á fjórðu síðu bókarinnar. Þetta
finnst undirritaðri hinn argasti dónaskapur, ekki síst
vegna þess að myndimar em vel útfærðar, frekar gróf-
ar en litauðugar og styðja vel við textann. Það er með
öðram orðum ekki hægt annað en segja að Snorra
Teikning úr Ævintýri á isnum.
Sveini takist vel að lýsa hremmingum Emis Snæs á
Akureyri í myndmáli. Myndimar hefðu að ósekju
mátt vera mun fleiri en þær eru.
Ævintýri á isnum
Guðlaug Maria Bjarnadóttir
Myndir: Snorri Sveinn Friöriksson
Gunnar og Gunnar 1992