Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Blaðsíða 38
46 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1992. Meiming__________ Ógleymanlegt páskaleyfi Bókin Háskaleikur segir frá íjórum krökkum úr Reykjavík sem eyða páskaieyfinu í litlum sumarbústað er stendur við eyðibýiið Gröf. Systkinin Björk og Arn- ar búa með mömmu sinni og það er Solla, vinkona hennar, sem á sumarbústaðinn. Arnari, sem er þrettán ára, þykir ekki mikið til um þá hugmynd að dvelja allt páskaleyfið „einhvers staðar uppi í afdölum þegar hann gæti í staðinn horft á sjónvarpið, farið í bíó og hvaðeina." (24). Besti vinur Amars heitir Gunnar og systir hans, Jóhanna, er vinkona Bjarkar. Þegar ákveðið er að Gunnar og Jóhanna komi með í sumar- bústaðinn breytist viðhorf Amars til fararinnar. Björk er draumóramanneskjan í hópnum. Það kem- ur fram í upphafi bókarinnar þegar hún er stödd í verslunarmiðstöð og ranglar af tilviljun inn í forn- gripaverslun. Þar kemur blómið fyrst við sögu - og myrkrið, en þetta tvennt fylgir hugrenningum Bjarkar til söguloka. Jóhanna er meiri galgopi og sér hlutina Heiður Baldursdóttir. Spennandi og skemmtileg bók. í meira raunsæisljósi en vinkonan. Sama má segja um Arnar en Gunnar er aftur á móti líkari Björk hvað draumórana snertir. Þessi munur á skapgerð krakk- anna skiptir töluverðu máli í framvindu sögunnar. Inn í atburðarásina fléttast sögur um yfimáttúrlega atburði, bankarán, dularfulla konu á reiki í gömlum grafreit og ýmislegt fleira sem fær þetta páskaleyfi til að verða krökkunum ógleymanlegt. Að ekki sé nú tal- að um fyrstu ástina sem fær ungt hjarta til að slá örar og eiganda þess til að ruglast dálítið í ríminu. „Allar þessar tilfinningar gerðu honum erfitt fyrir að haga sér rétt. Stundum sá hann svo eftir því sem hann sagði eða gerði að hann skammaðist sín niður í tær.“ (87) Bókmenntir Guðmunda Jónsdóttir Ýmsar eftirminnilegar persónur koma við sögu í bókinni auk fjórmenninganna, m.a. Lína sem sífellt talar um hann Gauja sinn og að hann eigi von á mikl- um peningum bráðum, Bjarni bóndi á Brekku, afund- inn fýlupoki, Solla, vinkona Þórunnar mömmu krakk- anna að ógleymdum Stebba litla, fimm ára hnokka sem er í sumarbústað rétt hjá, ásamt foreldrum sínum. Fortíð og nútíð eru fléttaðar saman á marga vegu í sögunni: sögusviðið eyðibýli við heiðarrætur, myrkrið, þokan, grafreiturinn, víðáttan - sögupersónurnar nú- tímafólk úr borginni, sem varla hefur í sveit komið nema að sumarlagi, þegar bjart er allan sólarhringinn. Það er ekki vert að rekja söguþráðinn of náið en bók- in er virkilega skemmtileg og alveg þrælspennandi stundum. Og eins og í öllum góðum sögum er það ekki fyrr en á síðustu blaðsíðunum sem gátan leysist. Krakkamir snúa heim ögn þroskaðri og reynslunni ríkari en vinir að eilífu. Helöur Baldursdóttir. Háskaleikur 149 bls. Vaka-Helgafell hf. 1992. Þyrnar og rósir Þetta er víst fyrsta ljóðabók höfundar og geymir fjóra tugi ljóða sem skipt er í fimm bálka. Titillinn hefur áður sést á ljóða- bók (árið 1930), enda er hann af því tagi sem streymir nánast sjálfkrafa úr penna ljóðskálda. Og gefur þannig góða hugmynd um bókina. Með því vil ég ekki halda því fram að þetta sé vond bók og misheppnuð. Það eru mismunandi mælikvarðar á það eftir lesendahópum. Og ég hugsa að þessi ljóð gætu átt sér nokkuð fjölmennan lesendahóp, einmitt af því að þau eru kunn- ugleg, en ekki mikið út á þau að setja, ekkert ósmekklegt eða sérlega rislágt. Þó fór mjög illa á því að yrkja upp Snorra Hjart- arson (bls. 42), tæpast viljandi gert. Og sumir textamir em með þynnsta móti, t.d.: Bókmenntir örn Ólafsson Álfkonan Hún býr í hólnum hólnum græna utan við garð. Hún er fögur, blá og vitur, og vitjar manns. Hér er bara fullyrt að konan sé fógur, og er það þó ótrúlegt, flest litaraft kvenna er fegurra en blátt. En það er ekki á nokk- um hátt reynt að sýna lesendum þessa fegurð með sérstæðum lýsingum, sem gætu höfðað til skynjunar eða ímyndunarafls. Og þetta einkennir bókina almennt. Undantekning er t.d. „Grá- mann“, langt ljóð sem segir frá misþyrmingum á bami. Hér er sýnt hvemig það skynjar kvalarann nálgast, skref fyrir skref, og inn á milli koma framtíðaráætlanir sem em í senn flótti frá aðstæðum og sýna von um að geta geðjast fóðumum. Það kemur vel fram hvemig andstæðar tilfinningar togast á í baminu. Ljóðið finnst mér alltof langt, því það er mikið í því að útskýra. Þriðja erindi og næstsíðasta einkennast t.d. af slík- um sértekningum, en endurtekningar með rími em hér eins og í hinu Ijóðinu það sem helst aðgreinir þetta frá hversdagslegu tali, auk þess að dvelja við andartaksskynjun. Það er vel til fundið að segja svipbrigðalaust andlit kvalarans úr plasti, því það gefur til kynna að hann sé annars hugar, eins og á valdi hvata. En ekki fer vel á því að ógnvaldurinn birtist baminu með andlitsdrætti Andrésar andar. Svona er ýmislegt vanhugsað og hálfunnið í þessari bók. Grámann Ég ligg grafkyrr í rúminu í húminu í kyrrðinni og hlusta. Hlusta eftir brakinu þungu fótatakinu hans Grámanns. Hann kemur á hverju kvöldi með sársaukann grátinn ekkann. Nú heyri ég marrið í hurð fataskápsins. Á morgun verð ég góður, vakna snemma, geri morgunmat og færi þeim í rúmið. Nú brakar í svefnherbergishurðinni þeirra. Á morgun verð ég góður tíni blóm handa... Hurðin á herberginu mlnu opnast. í gættinni stendur Grámann sem elur mig upp. Eitt fyrir morguninn, annað fyrir daginn, þriðja fyrir kvöldið. Þessi helga þrenning sem vætir koddann minn og gerir rauða bletti í náttfötin mln, sem mamma er alltaf að þvo úr. Á eftir ligg ég grafkyrr í rúminu í húminu 1 kyrrðinni og græt. Svanur Gfsii Þorkelsson: Þyrnar og rósir. Eigin útgála 1992, 64 bls. Albert Jóhannsson á Skjóna frá Syðri-Úlfsstöðum. Myndin er tekin laust eftir 1950. Hestavísur Fyrir nokkru kom á markaðinn bók með safni hestavísna og nefnist hún „Fjörið blikar augum í“. Nafngift bókarinnar er valin eftir fyrstu hendingu í visu Bjama Halldórssonar á Uppsölum í Skagafirði. Álbert Jóhannsson, kennari í Skógum, hefur safnað vísunum og valið þær snjöll- ustu úr vísnasafni sínu til birtingar en safn hans af stökum og öðrum kveðskap mun vera mikið að vöxtum. Alls munu vísumar í bókinni vera nær 1000 að tölu og kennir þar margra grasa. Albert hefur, að því er virð- ist, víða leitað fanga og hefur haft samband við hagyrðinga og vísnaunn- endur í öllum landshlutum. Bókarhöfundur var ritstjóri Hestsins okkar, rits hestamanna, í allmörg ár og hafði þar oft á tíðum ágætan vísnaþátt. Sumar af vísum þessum munu hafa komið þar fyrst á prenti og em því mörgum kunnar. Albert er sjálfur ágætur hagyrðingur og síðast í bókinni em allmargar stökur eftir hann. Mörg þekkt skáld eiga vísur í kveri þessu en það er röskar 180 blaðsíður að lengd. Af höfundum má þar nefna skáldin Pál Ólafsson, Stefán í Vallanesi, Jón á Bægisá, og borgfirska snillinginn Guð- mund Böðvarsson frá Kirkjubóh, en hann er höfundur fyrstu vísunnar í bókinni. í bókarlok er skrá yfir höfunda, hestanöfn og fyrstu vísuorð. Bókmenntir Klemenz Jónsson Vísnakver þetta er gefið út af Bókaútgáfu Amar og Örlygs og virðist vandað og smekklegt að öUum frágangi. Albert í Skógum, eins hann er jafnan nefndur meðal kunnugra, er lands- þekktur hestamaður. Hann hefur um árabU verið í fomstusveit félagasam- taka hestamanna. Albert var aUlengi formaður Landssambands hesta- manna og hefur ritað mikið um hestamennsku og fjölhæfni íslenska hests- ins. Á Uðnu ári kom út bók eftir hann er nefndist Handbók íslenskra hestamanna. Víða kemur fram í skrifum Alberts að hestar em honum mjög kærir. Val efnis í bók þessari virðist vera unnið af smekkvísi og yfirvegun. í formála bókarinnar segir Albert m.a. þetta: „Mér er ekki kunnugt um að nokkur maður hafi gert tilraun tU að safna þessu efni saman til útgáfu ef frá er skiUð Utið kver sem heitir 100 hestavísur og Bókaútgáfan Hennskringla gaf út árið 1962“. Þetta mun vera rétt og má því segja að fuU þörf hafi verið á útgáfa þessa vísnakvers hestamanna. Stór hópur fólks á þessu landi stundar nú hestamennsku sér tíl ánægju og yndisauka og sá hópur fer stækkandi með hverju ári. - Þeim er þetta ritar er kunnugt um að í röðum hestamanna eru margir vísnavinir og þar má einnig finna snjaUa hagyrðinga. Ég hvet alla ljóð- elska hestamenn til að eignast þessa bók. Ég þykist þess fuUviss að hún muni verða mörgum kærkomin og verða lesin bæði á Utlum kaffistofum hesthúsanna og víðar. Að lokum skal hér birt ein þekkt vísa úr bókinni og er hún eftir Pál Ólafsson skáld og hestamann frá Hallfreðarstöðum. Vísan lýsir vel hugar- þeU höfundarins, ást hans og söknuði á þessum kæra hesti sínum. Ég hef selt hann yngra Rauð, er því sjaldan glaður. Svona er að vanta veraldarauð og vera drykkjumaður. „Fjörlð blikar augum l“. Safn hestavísna. 184 bls. Albert Jóhannsson í Skógum hefur valið og safnað. Bókaútgáfan örn og örlygur, 1992.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.