Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Blaðsíða 30
38
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1992.
& FRÁ 4k
Einstök handunnin teppi í *
ýmsxnn stærðum, litum og -
mynstrum. Otrúlega
hagstætt verð! ;
Heildsöludreifing: R&G, sími: 625465 “
Mörkinni 1 • Sími (91) 68 31 41
Merming_______________________ dv
Háskólabíó - Karlakórinn Hekla: ★★
Karlakór í stuttbuxum
Karlakórinn Hekla tekur lagið um borð í skemmtiferðaskipinu Baltica.
Karlakórinn Hekla er létt gamanmynd, ein-
göngu gerð til að skemmta fólki og sú ætlun
tekst ágætlega. Söguþráðurinn er rammíslensk-
ur þótt myndin gerist í þremur löndum, enda
er kórlíf á íslandi örugglega með hvað mestum
blóma í heiminum.
Byijunin gæti þess vegna gerst í mörgum
bæjarfélögum en í myndinni er það Hveragerði.
Þar er starfræktur Karlakórinn Hekla og koma
kórfélagar úr ýmsum störfum. Boð hefur komið
um utanlandsferðir til Svíþjóðar og Þýskalands
og þar sem ekki reynist unnt að velja á milii
er ákveðið að þiggja þau bæði og fara til beggja
landanna.
Mitt í undirbúningnum deyr einn kórfélaginn,
hinn þýskættaði Max Werner, en hlýtt hafði
Kvikmyndir
Hilmar Karisson
verið á milli hans og undirleikara kórsins, Mar-
grétar Legerlöv sem á ættir sínar að rekja til
Svíþjóðar. Eins dauði er annars brauð segir
máltækið og dauöi Wemers gerir kómum
mögulegt að fara í ferðina með myndarbrag. Það
fylgir þó gjöfinni að kórinn verður að taka með
sér styttu í mannshæð af Werner og færa
mömmu hans í Þýskalandi.
Eins og gefur að skilja í grínmynd á borð við
Karlakórinn Heklu fer ekki alit samkvæmt áætl-
un. Það setur tU dæmis strik í reikninginn þeg-
ar kórstjórinn Gunnar hverfur í Svíþjóð og skil-
ar sér ekki fyrr en lagt er af stað heim. Þá er
erfiðleikum bundið að finna stað fyrir styttuna,
en móöirin vill ekkert af honum vita, hvað þá
að eignast hús sem hann átti í Hveragerði. í ljós
kemur að Max Wemer á tvíburabróður í Þýska-
landi og eins og nærri má geta dettur andlitið
af kórfélögum þegar þeir sjá hann mitt í tón-
leikahaldi í kirkju, enda eftirmynd bróður síns.
En allt lukkast þetta þó einhvem veginn hjá
kómum þótt forin verði ekki nein sigurför á
listabrautinni.
Mörg atriði í myndinni em fyndin. Má þar
nefna dáleiðsluatriði þar sem Ragnhildur Gísla-
dóttir fer á kostmn, söngatriði kórsins undir
berum himni í Svíþjóð og styrktarskemmtun
kórsins í Hveragerði. Þá era margar persónur
bráðskemmtilegar, enda leika margir af fremstu
grínleikurum landsins í myndinni. Sigurður
Siguijónsson, Randver Þorláksson, ÞórhaUur
Sigurðsson (Laddi), Öm Árnason og Rúrik Har-
aldsson skapa alhr kómískar persónur.
Sameiginlegt öllum aðalpersónunum þremur
er áhugi á tónlist. Var það því vel til fundið að
fá þjálfaða tónlistarmenn, sem allir hafa einnig
leikið, til að leika þær, enda falla þau Egfil Ólafs-
son, RagnhUdur Gísladóttir og Garðar Cortes
vel inn í hlutverk sín og em trúverðug þegar
kemur að tóiUistinni.
Karlakórinn Hekla er mynd sem vinnur á.
Satt best að segja lofar byijun myndarinnar
ekki góðu. Hljóðið er slæmt þegar tónhstin er
undanskilin og fyrstu atriðin vandræðaleg en
eftir því sem hður á myndina lagast allt og
myndin verður heUsteyptari.
Ekki verður sagt skUið við myndina án þess
að minnast á tónlistarflutninginn sem er
kannski það eförminnUegasta þegar upp er stað-
ið. Það er Karlakórinn Fóstbræður sem flytur
þekkt kórlög, þýsk og íslensk, og flytur þau óað-
finnanlega. Svo vel hefur tekist tíl með hljóð-
setninguna að erfitt er að ímynda sér annað en
að kórinn í myndinni syngi lögin.
a
en sönn sagaf
Meg Ryan og Alec Baldwin leika aðalhluverkin í Sáraskipti.
Bíóborgin - Sálarskipti: ★ !4
Hugleiðing um ást
Kvikmyndin Sálarskipti er byggö á eftir Craig Lucas, eitt af virtari leik-
ritaskáldum Bandaríkjanna. Lucas er mjög umhugað um ástina í ýmsum
myndum og með eigin kvikmyndaútfærslu (undir leikstjóm samstarfs-
manns síns Rorman René) hefur hann eflaust vUja setja fram dæmisögu
mn hvort ástin byggi holdið eða sálina.
Peter og Rita byija ástarsamband sitt eins og nútímafólki sæmir, mjög
skyndUega. Þau skUjast vart að fyrstu mánuðina og fljótlega ákveða þau
að gifta sig. Á giftingardaginn birtist gamaU maður sem vUl fá að kyssa
brúðina. Rita verður ekki söm eftir það og í brúðkaupsferðinni fer Peter
að gruna að Rita og gamli maðurinn hafi haft vistaskipti.
Eftir ágæta byrjun er eins og Lucas hafi ekki vitað hvað hann ætti að
gera með þessar aðstæður eða hvemig hann geti best notað þær til að
koma boðskap sínum á framfæri. Myndin gengur ekki út á það hvort
Peter standi frammi fyrir því að velja milh líkama eða persónu Ritu því
það er augljóst ffá upphafi hvort hann viU. Myndin gengur heldur ekki út
á örvæntingu Ritu að vera fóst í hrumum líkama því hún var hvort sem
er ekkert sérlega lífsglöð. Myndin er frekar eins og uppbygging að ein-
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
hverju sem gerist ekki. Hún nær ekki upp neinum áhrifum nema ein-
staka sinnum þrátt fyrir að hún sé vel leildn og hefði alveg verið hægt
að taka hana alvarlega ef hún væri ekki svo vélræn og útreiknuð.
Prelude to a Kiss (Band. - 1992)
Handrit: Craig Lucas (Longtime Companion).
Lelkstjórn: Norman René (Longtime Companion).
Leikarar: Alec Baldwin, Meg Ryan, Sidney Walker, Kathy Bates, Ned Beatty, Patty
Duke.