Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1992. 39 Sléttanesið í Póllandi Togarinn Sléttanes ÍS 808 (rá Þingeyri er nú í Gdynia i Póllandi þar sem verið er að breyta honum í frystitogara. Verið er að lengja hann og setja í hann frystitæki og áætlað er að hann verði tilbúinn í apríl á næsta ári. DV-mynd Reynir Traustason Formaöur Tannlæknafélags íslands: Omakleg árás ástéttina „Þetta er ómakleg árás á stéttina. Ég hitti Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur og afhenti henni upplýsingar sem við teljum að sýni eðlilega þró- un,“ sagði Jón Ásgeir Eyjólfsson, formaður Tannlæknafélags Islands. Ingibjörg Sólrún lýsti því yfir á þingi að mögulegt væri að endur- greiðslukerfið væri misnotað með því að skrá tannviðgerðir barna sem forvamir því það síðarnefnda væri greitt að fullu meðan sjúkhngur greiðir 15 prósent kostnaðar af tann- viðgerðum. Hækkun útgjalda al- mannatrygginga til forvarna í tann- lækningum barna hefur aukist frá því í fyrra. „Við teljum að tannlækningar séu að breytast í landinu. Þáttur for- varna er að stækka og viðgerða að minnka. Það hefur gleymst í umræð- unni.“ Jón bendir einnig á að á saman- burðartímabibnu, sem voru þrír mánuðir í ár og þrír mánuðir í fyrra, hafi bæst við 15 prósent nýrra sjúkl- inga og því sé ekki ólíklegt að tekið hafi verið 21 prósent meira af mynd- um, að 17 prósent aukning hafi orðið á flúorlökkun og 43 prósent aukning á skorufyllingum sem eru forvöm til að koma í veg fyrir skemmdir. „Fjölgun sjúklinga um 15 prósent er vegna þess aö bömum hefur fækk- að hjá skólatannlæknum. Þá hljóta þau að koma fram í einkageiranum. Hver einasti aðgerðaliður er skráður á eyðublað svo að menn sjá fyrir hvað þeir eru að borga. Foreldrarnir greiða okkur en fá endurgreitt hjá Tryggingastofnun. Mér finnst skrýt- ið ef foreldrar fylgjast ekki með hvaö þeir eru að greiða fyrir. Ég vek líka athygh á því að það er mjög þægilegt fyrir þingmenn og ráðuneyti, sem eru að skera niður, að beina athyglinni aö tannlæknum. Það hefur enga athygh fengið að fyr- irhugaður niðurskurður lendir á heimilunum og gamalmennum," leggur Jón áherslu á. Samkvæmt frumvarpi hehbrigðis- ráðherra um breytingar á almanna- tryggingalögum er gert ráð fyrir að sjúklingar greiði 25 prósent af hæði forvörnum og viðgerðum. Jón getur þess einnig að Trygg- ingastofnun hafi fyrir tveimur árum farið fram á að hún greiddi tann- læknum heint. „Við töldum að það væri eðlilegra og til aðhalds fyrir aUa að sjúklingamir væru meðvitaðir um það hvað þeir væru að borga fyr- ir.“ -IBS Nýja dráttarbrautin á Seyðisfirði var tekin i notkun þegar Freyr SF20 frá Hornafirði var tekinn í slipp. DV-mynd Pétur Kristjánsson Dráttarbraut á Seyðisfirði Pétux Kristjánsson, DV, Seyðisfirði; Nýja dráttarbrautin á Seyðisfirði var tekin í notkun þegar 150 tonna bátur, Freyr SF20 frá Homafirði, var tekinn í slipp. Vélsmiðjan Stál hf. sá um uppsetningu á sjálfan dráttar- vagninn og að sögn Theodórs Blön- dals, forsjóra Stáls, var þetta Uður í að prófa vélbúnað dráttarbrautar- innar sem reyndist í alla staði vel. Með tilkomu dráttarbrautarinnar verður nú hægt að taka upp skip sem era aUt að 40 metrar að lengd. Búnað- ur dráttarbrautarinnar var keyptur í Póllandi. Fréttir Aðstoðarmaöur heilbrigðisráðherra um endurgreiðslukerfið: Fjölgun hjá einka- tannlæknum kemur á óvart - er mun meiri en fækkunin hjá skólatannlæknum „Við eram búnir að spyrja um fækkun sjúklinga hjá skólatann- lækningum og höfum ekki fengið þessa tölu,“ segir Þorkell Helgason, aðstoðarmaður heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, um þá yfirlýs- ingu Jóns Ásgeirs Eyjólfssonar, formanns Tannlæknafélags Reykja- víkur, að ástæða 15 prósenta fjölgun- ar nýrra sjúklinga hjá einkatann- læknum sé fækkun hjá skólatann- læknum. „Það eina sem ég hef heyrt er að það hafi orðið 7 tíl 8 prósenta sam- dráttur í launakostnaði skólatann- lækna. Það þýðir væntanlega sami eða svipaður samdráttur í verkum," segir ÞorkeU. „Það kemur mér á óvart hvemig þetta hefur gerst. Með breytingunni í fyrra var tekið upp 15 prósenta gjald fyrir viðgerðir en þannig frá því gengið að það er í raun 32 prósenta gjald þegar farið er til einkatann- lækna. Þarna er orðinn kostnaðar- munur fyrir foreldra sem var ekki áður og þá þykir manni skrítið að þessi fjölgun hafi orðið hjá einka- tannlæknum. Og enn skrítnara ef aukningin kemur einvörðungu fram í fyrirbyggjandi aðgerðum,“ tekur ÞorkeU fram. Hann kveðst ekki vilja fuUyrða neitt um hvort mögulegt sé að endur- greiðslukerfið sé misnotað. „Við stöndum hins vegar frammi fyrir ljárhagslegu vandamáU. Það hefur ekki náðst sá samdráttur sem viö höfðum vænst. Upphafleg tillaga ráðuneytisins í fyrra var sú að allar þessar tannlækningar í Reykjavík færu fram innan skólatannlækning- anna en ekki hjá einkatannlæknum. Það var látiö undan kröfum um að þeir fengju að vera með. Bæði þeir og aðrir fullyrtu að spamaðurinn næðist engu að síður. Nú hefur það brugðist og þá verðum við að grípa til einhverra ráða.“ ÞorkeU sagði að það yrði kannað nánar hvað væri að gerast í skóla- tannlækningum. -IBS HQ myndbandstæki Árgerð 1992 30 daga, 8 stöðva upptökuminni, þráðlaus fjarstýring, 21 pinna „Euro Scart“ samtengi, sjálf- virkur stöðvaleitari, klukka + teljari, ísl. leiðarvísir. Sértilboð 26.950 »" stgr. Vönduð verslun Aíborgunarskilmálar (2 ULJiuu eo FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 Vtikerti og luktir í miklu úrvali Krossar.............. Leiðisgreinar........ ........kr. 1.950,- ........kr. 1.250,- Ilmandi hýasintuskreytingar Afgreiðslutími um hátíðirnar: 21.-22. des. kl. 9-22 Þorláksmessa kl. 9-23 - Aðfangadagur kl. 8-16 Jóladagur lokað - Annar í jólum kl. 13-19 27.-30. desember kl. 10-19 Gamlársdagur kl. 9-16 - Nýársdagur lokað Frá 2. janúar 1993 verður opið frá kl. 10-19 og sunnudaga kl. 13-19 GARÐSHORN |J v/Fossvogskirkjugarð símar 16541 og 40500 Skreytinguna á leidid færöu í Garðshhorni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.