Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Page 50
58 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1992. Afmæli Kolbrún Guðmundsdóttir Kolbrún Guðmundsdóttir snyrti- sérfræðingur, sjúkraliði og húsmóð- ir, Ásbúð 89, Garðabæ, er sextug í dag. Starfsferill Kolbrún fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í vesturbænum. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Austurbæjar 1949, lauk snyrtifræðinámi hjá Margréti Hjálmtýsdóttur 1978, stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Ármúla og síðan við Sjúkraliöaskóla íslands og lauk þaðan prófi 1988. Kolbrún rak ásamt fleiri snyrti- stofu í Reykjavík í átta ár en hefur frá 1988 starfað við Landspítalann. Kolbrún hefur í fjölda ára haft mikinn áhuga á yoga. Hún var einn af stofnendum Heilsuræktarinnar um 1968 og síðar Yogastöðvarinnar Heilsubótar 1974 en þar var hún leiðbeinandi í fjórtán ár. Hún rekur nú eigin stöð, Viggsport. Fjölskylda Kolbrún giftist 20.3.1954 Viggó M. Sigurðssyni, f. 20.2.1926, kaup- manni. Hann er sonur Sigurðar Vig- fússonar og Jónínu M. Gunnars- dóttur sem bæði eru látin. Börn Kolbrúnar og Viggós eru Guðmundur, f. 29.4.1950, sölustjóri hjá Bönunum hf„ kvæntur Ósk Hilmarsdóttur og eiga þau tvær dætur, Kolbrúnu og Brynju; Egill, f. 1.10.1953, nemi í guðfræöi við HÍ, kvæntur Guðrúnu Guðmundsdótt- ur og eiga þau fimm börn, Arnar Þór, Elsu, Erling Þóri, Egil Öm og Eddu Kolbrúnu; Jóhanna Lovísa, f. 22.10.1954, frumumeinatæknir hjá Krabbameinsfélaginu, gift Þorsteini Barðasyni og eiga þau þrjú börn, Þuríði, Kolbrúnu og Barða Frey; Siguröur Viöar, f. 15.7.1958, húsa- smíðameistari og forstjóri, kvæntur Katrínu Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn, Viggó, Andreu og Unni. Systur Kolbrúnar eru Auður Guð- mundsdóttir, f. 30.8.1935, fulltrúi á póstdeild íslandsbanka, búsett í Reykjavík og á hún þrjá syni; og Þuríður, f. 5.4.1942, húsmóðir í Dan- mörku, gift Henning Jensen lög- regluvarðstjóra og eiga þau þijú börn. Foreldrar Kolbrúnar voru Guð- mundur Halldórsson, f. 7.12.1903, d. 21.6.1965, byggingameistari í Reykjavík, formaður Iðnráðs, Tré- smíðafélags Reykjavíkur, fyrsti formaður Meistarafélags húsa- smiða og forseti Landsambands iðn- aðarmanna, og Jóhanna Lovísa Jónsdóttir, f. 4.11.1904, d. 30.11.1981, húsmóðir. Ætt Föðurbróðir Kolbrúnar var Sigur- mundur Halldórsson, arkitekt og byggingafulltrúi Reykjavíkurborg- ar. Hálfbræöur Guðmundar, sam- mæðra: Erling söngvari, Sigurður söngvari og Jónatan, píanóleikari og tónskáld. Hálfsystir Guðmundar, samfeðra, var Unnur, húsfreyja í Gröf, eiginkona Helga Péturssonar sérleyfishafa. Guðmundur var sonur Halldórs, hreppstjóra í Gröf í Miklaholts- hreppi, Bjarnasonar, ogÞuríðar Jónsdóttur, systur Halldórs, fóöur Þórðar frá Dagverðará. Annar bróð- ir Þuríöar var Vigfús, faðir Erlings söngvara. Systir Þuríðar var Ste- fanía, móðir Jóhanns Sæmundsson- ar, tryggingayfirlæknis og ráðherra. Bróðir Jóhanns var Guðmundur, faðir Hjalta dómkirkjuprests. Systir Jóhanns er Oddfríður skáldkona, Kolbrún Guðmundsdóttir. móðir Guðmundar Ingólfssonar píanóleikara. Önnur systir Jóhanns var Aðalheiður, kona Símonar Jó- hanns Ágústssonar, heimspekings ogprófessors. Kolbrún og Viggó munu taka á móti vinum og ættingjum í Húsi verslunarinnar, I. hæð (áður Veit- ingahölhn), á afmælisdaginn mfili kl. 17.00 og 20.00. daginn 21. desember 85 ára Sigurhanna Gunnarsdóttir, Læk, Þorláks- höfii. Elín Sigurðardóttir, QiÉTífnnnor Suðurgötu 12, Keflavík. JónEúiai Hjartarson. 80 ára Þautakaámóti gestuiná morg- Sigurftur Auð- unsson, Varmahlíð 12, Hveragerði. Sigurðurverð- uraðheimaná afmælisdag- un, sunnudag, frá kl. 20 á Iiótel Örk í Hvera- gerði. Guðrún Guðmundsdóttir, Hlíöartúni, Biskupstungnahreppi. Guðrún Baldvinsdóttir, Klettaborg 3, Akureyri. Aðalsteinn Ólafsson, Lyngholti 20, Akureyri. 70 ára Sigríður Axelsdóttir, Hæðargarði 2, Reykjavík. Þórarinn Sighvatsson, Höfða LMýrahreppi. Bryndis O. Meyer, Hjallalundi 13d, Akureyri. Baldvin S. Jónsson, Breiðageröi 11, Reykjavík. 60 ára Kolbrun Guðmundsdóttir, Ásbúð89, Garðabæ. Helgi Þór Magnússon, - Austurvegi 18, Grindavík. Helgi verður að heiman á afmælis- daginn. Anna Jórunn Stefánsdóttir, Hveramörk 4, Hveragerði. Ástbjörn Egilsson, Kleppsvegi 128, Reykjavík. 40ára_______________________ Sigrún Ágústa Harðardóttir, Engjaseli56, Reykjavík. Sveinn Águst Eyþórsson, Lyngmóum 11, Garðabæ. Gísli Sváfnisson, Brekkuseli 16, Reykjavík. Sæmundur Guðmundsson, - Réttarvegi 2, Höfnum. Inga Hanna Guðmundsdóttir, _ Bollagötu 1, Reykjavik. Sagalandsmóta UMFÍ1909-1990 „Hann gat nú haft alla sína hentisemi og lét hœkka í 2,02 m, sem var nýtt landsmótsmet“ (Saga landsmóta UMFÍ) Bókin er 544 síður í stóru broti með hátt í 700 ljósmyndum Fæst í bókaverslunum I Bók sem upplýsti mig um ótalmargt í íþróttasögu lands- manna, til damis um þútttöku föður míns í ungmenna- félagshreyfmgunni. Myndmál og texti til fyrirmyndar. Örn Clausen. Kristín Gunnlaugs- dóttir Oddsen Kristín Gunnlaugsdóttir Oddsen húsmóðir, Miðvangi 22, Egilsstöö- um, verður sjötug á morgun. Kristín fæddist í Heiðarseli í Hró- arstungu í Norður-Múlasýslu en ólst upp í Möðrudal á Fjöllum hjá Jóni A. Stefánssyni og Þórunni Vil- hjálmsdóttur. Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann á Hallorms- stað, var ráðskona hjá fósturföður sínum í Möðrudal á fjölmennu heimih þar sem rekin var greiða- sala. Þá var hún húsfreyja að Víði- hóh á Fjöhum 1951-64, var matráðs- kona á síldarsöltunarstöðinni Öld- unni á Reyðarfirði 1965, var hús- móðir á Ákureyri 1965-89 og var auk þess dagmóðir flest árin. Hún flutti th Egilsstaða 1989 og hefur búið þar síðan. Kristín starfaði í mörg ár með Geðverndarfélagi Akureyrar og er heiðursfélagiþess. Fjölskylda Kristín giftist 25.6.1946 Ólafi Þor- steini Stefánssyni, f. 30.1.1917, fyrrv. bónda og síðar sölumannni heildsöl- un Gefjunar á Akureyri. Hann er sonur Stefáns Tómassonar, b. á Arnarstöðum í Núpasveit, og Oktavíu Ólafsdóttur húsfreyju. Börn Kristínar og Ólafs Þorsteins eru Þórunn Guðlaug, f. 1946, skrif- stofustjóri á Egjlsstöðum; Gunn- laugur Oddsen, f. 1951, b. á Hallgils- stöðum II í Þistilfirði; Oktavía Hall- dóra, f. 1954, starfsmaður í sambýli aldraðra á Egilsstöðum; Margrét Pála, f. 1957, fóstra í Hafnarfirði; Stefán Sigurður, f. 1964, sjúkraþjálf- ari á Akureyri. Barnabörn Kristínar eru nú níu en langömmubömin orð- infjögur. Kristín átti fimm systkini, sam- mæðra, sem öh eru látin. Þau voru Sigurður Árnason, var búsettur í Hveragerði; Ágúst Þorsteinsson, var b. á Kleppjámsstöðum í Hró- arstungu; Gunnlaugur Gunnlaugs- son, var b. í Heiðarseh í Hróars- tungu; Sigþór, var bílstjóri og póstur á Héraði; Sigurbjörg, húsmóðir í Skóghlíð í Hróarstungu. Kristín Gunnlaugsdóttir Oddsen. Foreldrar Kristínar vom Gunn- laugur Oddsen Gunnlaugsson, b. í Heiðarseli í Hróarstungu, og Guð- björg Ámadóttir húsfreyja. Kristín tekur á móti gestum í Fé- lagsmiðstöð aldraðra að Miðvangi 22, Egilsstöðum, kl. 18.00-21.00 á af- mælisdaginn, þann 22.12. Merming ___________________ Knapinn á hestbaki... Þegar Bangsi fer í sveitina í sögu Gunnars Gunnars- sonar, Loksins gat hann ekki annað en hlegið, er hann orðinn langþreyttur á fuhorðnu fólki: „í svip mundi hann ekki eftir neinum með varalit eða skeggrót sem ekki var á einhvern hátt ruglaður, nema kannski pabba og hann var eiginlega orðinn hálfasnalegur líka úr því að hann léí þennan Gauja vera orðinn einhvers konar varamann sinn. Það var útilokað mál að það stæði til lengdar." Þangað til þessar hvimleiðu og óskhjanlegu heimihsaðstæður breytast ætlar Bangsi ahs ekki að brosa, „hvað þá hlæja“, heldur vera full- orðinslegur og alvarlegur. En strax á fyrsta sólarhring í sveitinni verður asnaskapur fullorðna fólksins í Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir Reykjavík fjarlægur og áður en sögunni lýkur hafa hestarnir teygt á munnvikum hans, fyrst í draumi og svo í vöku. Þetta er saga um dreng sem verður ástfang- inn af hestum. Bangsi er níu ára og ýmislegt bendir th að saga hans gerist fyrir nokkram áratugum, meðal annars það að allir krakkar virðast fara í sveit á sumrin og sveitin myndar þetta ljúfa mótvægi við borgina eins og í mörgum íslenskum barnabókum frá því um og upp úr miðri öldinni. Borgin er leiðinleg og lífið lágkúra- legt sem þar er lifað. Enginn hefur tíma fyrir krakka. Sveitin er sælustaður og líf mannanna göfugt. Þar sýnir fólk bömum virðingu og takmarkalaust örlæti og hámark sælunnar er að eignast dýr út af fyrir sig. En sagan af því þegar Bangsi fór aftur að hlæja er langt frá þvi að vera uppskrift á eldri sögum. Þar munar mestu um stíl og frásagnarhátt sem fær svip af þeirri merkilegu blöndu af fyndinni fjarlægð og sárri návist sem oft má sjá í vel heppnuðum bernsku- minningum. Stöku sinnum minnir sthlinn á Hjaltabækur Stefáns Jónssonar en hraðinn er meiri hér og sagan auðvitaö bara eins og einn kafli úr lengra verki. Frásögnin er vel sviðsett með beinum orðaskipt- um alls staðar þar sem við verður komið og stuttum íhugunum sögumanns sem ungir lesendur taka eins og hveijum öðrum upplýsingum en eru oft launfyndn- ar fyrir eldri lesendur, samanber thvitnunina hér í byrjun. Myndir Snorra Sveins Friðrikssonar minna mig á málverk Jóhanns Briem og er ekki leiðum að líkjast. Snorri dregur brotnar aukalínur utan um aht kvikt á myndum sínum, jafnvel þó aö það sé í kyrrstöðu, eins og th að undirstrika andardráttinn og þetta gefur myndunum sérkennhega titrandi líf. Myndin af draumreið Bangsa, sem líka er á kápu, er litsterkust og afskaplega falleg, bláklæddur drengurinn á eld- rauðum gæðingi, bláir hamraveggir og ársólargult landið. Frágangur á texta er miðaður við vel læs börn eöa fullorðna sem lesa upphátt fyrir þau. Brotiö á bókinni er breitt, línurnar eru langar og fremur þéttar. Betra hefði verið að gera hana aðgenghegri fyrir þá styttra komnu og mætti hafa það í huga í næsta kafla úr lífs- sögu Bangsa. Gunnar Gunnarsson: Lokslns gat hann ekki annað en hlegið. Myndir eftir Snorra Svein Friðriksson. 38 bls. Gunnar & Gunnar 1992

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.