Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Blaðsíða 11
3Z>V Hrefna Einarsdóttir: Heimafæð- ingin „Minnisstæð- usternáttúr- legafæðingin þegarégátti mittþriðja bamheimaí októbersíð- astliðnum. Það erþað sem stendur uppúrí minningunni um liðið ár enda gekk það allt vonum framar. Við vorum bara þrjú hérna, maður- inn minn og vinkona mín, sem er ljósmóðir, með kertaljós og músík, en eldri bömin tvö sváfu. Það var stórkostlegt að upplifa þetta á annan hátt, með maka og vinkonu,“ segir Hrefna Einarsdóttir ljósmóðir sem ákvað að eignast sitt þriðja bam heima í faðmi fjölskyldunnar. „Á komandi ári eru mér efst í huga fæðingarmálin enda lifi ég og hrærist í þeim. Ég á mér þær væntingar að það verði betur búið að fæðandi kon- um og bömum á komandi ári og þá á ég ekki bara við nýfædd böm. Eg vona að það verði betur búið að fjöl- skyldunni og þá er ég að hugsa um aðgerðirstjómvalda.“ -pj Rúnar Júlíusson: Samstarfið við Larry Otis „Samstarfið viö Lamy Otis á árinu er ógleymanlegt en við unnum samanað hljómplötu. Ég varfjórar vikurhjá honumíKali- forníuenvið kynnumst fyrstfyrir25 árum en tengshn rofnuðu í mörg ár þar til í sumar. Af öðru er það helst ástandið í þjóðfélaginu og þá kemur hrikalegt atvinnuleysi fyrst upp í hugann," sagði Rúnar Júlíusson tón- Ustarmaður. „Ég held að næsta ár verði mjög gott. Við í GCD ætlum að koma saman aftur og eins hef ég hugsað mér að starfa meira með Larry Otis. Líkt og í ár færi sú vinna fram í Kalfomiu," sagðiRúnar. -GRS Stefán Hermannsson: Opnun Ráðhússins „Fráliðnuári verðuránefa opnun Ráð- hússins 14. apríl mér minnisstæð- asti atburður- inn.Þaðvar stórstund fyrirmigsem verkefnis- stjóra. Þetta var umdeilt hús og þess urðum við varir sem störfuðum við það. Nú hefur öldum- ar lægt og húsið fengið góða umfjöll- un í erlendum fagtímaritum. Hvað mig persónulega varðar tók ég við stöðu borgarverkfræðings og óhjá- kvæmilega fylgja þvi breyttar áhersl- ur í starfi. Þá hefur þjóðfélagsástand- ið og barlómurinn í öhum sett sitt mark á árið, en það er bara eins og gengur," segir Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur. „Nú er borgarstjóm búinn að af- greiða í fyrra skiptið fjárhagsáætlun sína fyrir næsta ár. Þar er miðað við óhreytt framkvæmdamagn sem þýð- ir töluvert miklar framkvæmdir í holræsagerð, gatnagerð og húsbygg- ingum. Vonandi gengur það aht sam- an vel þrátt fyrir efnahagsástandið." Kristján Jóhannsson: Stórsigur í Berlín „Stórsigur minn í Stad- sópemnni í BerUn síðastl- iðiðísumar ersáatburð- ursemermér minnisstæð- astur. Þar söngíUtlum skógardal með sætum fyrir25 þús- und áheyrendur. Fagnaðarlætin voru gífurleg og tóku hálftí ma eftir sýningu. AUs vomm við klöppuð fram 12 sinnum. Eftir eina aríuna var ég hylltur í 10 mínútur. Þessi upp- færsla á Aida komst í Heimsmetabók Guinnes. Þetta var rosalega gaman og rómantískt. Annars er það gleði- legt að íslendingar virðast byrjaðir að átta sig á velgengni minni. Árang- ur minn hefur verið eins konar feimnismál," segir Kristján Jóhanns- son ópemsöngvari. „Á næsta ári vænti ég áframhaldandi sigm-göngu. Ég mun meðal annars debutera í Vín og á MetropoUtan. Þá ætla ég að gera tvö óperuvideo í Ver- ona. Það veröur því mikið um að vera. Því miður sé ég ekki fram á að syngja heima nema þá í einhverri góðgerðarstarfsemi. Á móti gleðm- það mig hversu margir íslendingar flykkjastúttUaðhlustaámig.“ -kaa Sigrún Huld Hrafnsdóttir: Hörð keppni framundan „Þaðvarmest gaman að vinnaverð- launiní Madrid og að keppaá Malmö- open,“ sagði SigrúnHuíd Hrafnsdóttir sunddrottn- ing,enhún vanntílniu guUverðlauna og tveggja silfurverð- launa á ólympíumóti þroskaheftra í Madrid í september. Sigrún Huld keppti í eUefu greinum í Madrid og vann því tíl verðlauna í þeim öUum. Fyrr á árinu tók hún þátt í Malmö-open í Svíþjóð og vann þar til femra guUverðlauna. „Það er skemmtilegt að synda og skriðsundið er í mestu uppáhaldi hjá mér,“ sagði SigrúnHuld. Á næsta ári keppir Sigrún Huld á Malmö-open í febrúar og Norður- landamóti í mars en það mót fer fram í Gautaborg. Þar ætlar Sigrún Huld sér stóra hluti og stefnan er að sjálf- sögðuágulUð. Breiddin í sundi þroskaheftra er að aukast og húast má við því að Sigrún Huld fái harðari keppni þegar líða tekur á næsta ár en þá er ráðgert að hún taki þátt í fleiri alþjóðlegum Minnisstæðustu atburðir ársins 1992 mótum. TU dæmis er sænsk stúlka á uppleið og einnig önnur rúmensk. Guðjón Þórðarson: íþróttimar heiðarlegur vettvangur „Árið, semnú eraðrennaí aldanna skaut, hefur veriðmérað mörguleyti ánægjulegt og þáalvegsér- staklegaþað semlýturað starfi mínu. Þegarlitiðer áaðraþætti eins og landsmálin hér heima fyrir hafa þau verið nokkuð erfið og það er mitt áht að íþróttirnar séu mun heiðarlegri vettvangur. Hvað heims- málin áhrærir finnst mér þau mörg hver hörmung ein. Við þurfum ekki annað en að Uta til Júgóslavíu og sjá hvað þar hefur verið að gerast," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari ís- landsmeistara ÍA í knattspymu. „í dag er bjartsýnin og heiðarleikinn okkar sterkasta vopn. Að mínu mati þurfum við á dugnaði og meiri aga að halda tU að komast í gegnum efið- leikana. Ég Ut annars björtum aug- um fram á veginn en á bjartsýninni einni saman er hægt að komast ansi langt,“ sagði Guðjón Þórðarson. Jóhannes Gunnarsson: Kreppan á eftir að rista dýpra „Efstíhuga mérnúna er fjölmenntog gottþing Neytenda- samtakanna semhaldið varíhaust. Þarríktimjög góðsamstaða um þaumál semkomutil umræðu. Af fjölmörgum málum, sem mætti nefna, eru manni mjög minnisstæðar nýákveðnar efnahagsráðstafanir rUdsstjórnarinnar sem munu hafa veruleg áhrif. EES-máUð er eitt þeirra minnisstæðu mála sem hafa verið í umræðunni og verður svo áfram. Alþingi hefur samþykkt fyrir jól fjölmörg lög sem eiga eftir að hreyta mjög miklu og ekki í öUum tilfellum til góðs fyrir fjöldann," seg- ir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna. „Á komandi ári mun kreppan, sem við höfum þegar orðið illUega vör við, rista enn dýpra. Ég minni á að skuldir heimUanna og vanskU aukast til muna. Á Norðurlöndum hafa stjórnvöld Utið á fjárhagsmál heinúl- anna sem forgangsverkefni og ég vænti þess að íslensk stjómvöld grípi tUsvipaðraráðstafanahérlendis. -JJ Páll Rósinkrans: Ætlum að leggjast í ferðalög „Þaðernú eiginlega eft- irminnUegast að hafa heyrt tónlistina okkarspilaða íútvarpinuog þaðaðfólki líkaði lögin,“ sagðiPáll Rósinkrans, söngvariJet BlackJoe. „Hljómsveitin ætlar að taka sér frí í mars á næsta ári og þá munum við leggjast í ferðalög. Það er óvíst hversu lengi og eins er því óvíst hve- nær við komum saman aftur til að spUa,“sagðiPáll. -GRS AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000,00 GKR. 1975-1.fi. 10.01.93 kr. 22.831,35 1975-2.fl. 25.01.93-25.01.94 kr. 17.222,79 1976-1 .fl. 10.03.93-10.03.94 kr. 16.405,87 1976-2.fl. 25.01.93-25.01.94 kr. 12.332,93 1977-1 .fl. 25.03.93 - 25.03.94 kr. 11.510,73 1978-1 .fl. 25.03.93 - 25.03.94 kr. 7.804,72 1979-1 .fl. 25.02.93 - 25.02.94 kr. 5.160,53 INNLAUSNARVERÐ * FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL Á KR. 10.000,00 1981-1 .fl. 25.01.93-25.01.94 kr. 210.013,94 1985-1 .fl.A 10.01.93- 10.07.93 kr. 55.439,68 1985-1 .fl.B 10.01.93- 10.07.93 kr. 32.266,40** 1986-1.fl.A3 ár 10.01.93- 10.07.93 kr. 38.213,82 1986-1.fl.A4 ár 10.01.93- 10.07.93 kr. 42.125,23 1986-1.fl.A6 ár 10.01.93-10.07.93 kr. 43.503,04 1986-1 .fl.B 10.01.93-10.07.93 kr. 23.797,65** 1986-2.fl.A4 ár 01.01.93-01.07.93 kr. 35.502,52 1986-2.fl.A 6 ár 01.01.93-01.07.93 kr. 36.589,68 1987-1.fl.A2 ár 10.01.93-10.07.93 kr. 30.264,38 1987-1.fl.A4 ár 10.01.93- 10.07.93 kr. 30.264,38 1987-1 .fl.D 6 ár 10.01.93 kr. 30.264,38 1989-1 .fl.A 2,5 ár 10.01.93-10.01.94 kr. 15.413,39 *lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Athygli skal vakin á lokagjalddaga spariskírteina í 1. flokki 1975 og 1. flokki D til 6 ára frá 1987. Reykjavík, desember 1992. SEÐLABANKI ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.