Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992. 21 dv Miimisstæðustu atburðir ársius 1992 Baltasar Kormákur: Sumar í ís- lenskri kvik- myndagerð „Umþessi áramóter mérefstí hugaupp- gangur Þjóö- leikhússins ogvelgengnií íslenskri kvikmynda- gerð. Fyrir migsjálfaner þaðsýning Þjóðleikhúss- ins á Stræti sem stendur upp úr. í kvikmyndagerðinni vil ég nefna allar þær myndir sem frumsýndar hafa verið á árinu. Á árinu eignaðist ég líka glæsilegt folald sem er efni í enn glæsilegristóðhest," segirBaltasar Kormákur leikari. „Ég vona bara að síðasta ár hafi ver- ið vorið í íslenskri kvikmyndagerð og að sumarið komi á næsta ári.“ -JJ Sophia Hansen: Égbíðeftir kraftaverki „Mérer minnisstæð- astþegarég sá dætur mín- arífyrsta skipti í 20 mánuðií fyrstaréttar- haldinuílst- anbulímars. Réttarhöldin erumérlíka minnisstæð, þegar lætin voru sem mest í lok sept- ember, þegar fólkið réðst að okkur. Niðurstaða dómarans í nóvember var mér líka ógleymanleg stund og öll lögreglugæslan sem þá var,“ sagði SophiaHansen. „Ég vænti þess á næsta ári að fá dætur mínar heim og að réttlætið sigri að lokum. Þetta er engan veginn réttlátt mál. Ég bíð hreinlega ailtaf eftir kraftaverki því slíkt þarf fyrst og fremst til að losni um hnútana í þessu máli. Auðvitað bind ég vonir við áfrýjunina en ég er mjög hrædd við að það sama verði uppi á teningn- um fyrir hæstarétti og fyrir héraðs- dómi. Þessi öfgahópur er þaö stór og það hættulegt fólk í honum að venju- legir Tyrkir hræöast hann. Ég er hrædd um að fólkinu takist að koma vilja sínum fram og er sannfærð um að það mun beita þrýstingi við hæstarétt." -ÓTT Jón Baldvin Hannibalsson: Varanleg árif Mára „Þarsemeng- inbamsfæð- ingvarí minnikjarna- fiölskyldu á árinuþykir mérundir- skriftarat- höfniní Arab- ískasalnumí hafnarborg- inni Oporto hafaverið einna eftírminnilegust, og þá aðal- lega fyrir duispekina í málinu. Sá sem undirritaði að lokum þennan mikla samning um evrópskt efna- hagssvæði fyrir hönd Evrópubanda- lagsins var forsætisráðherra Portúg- als, flokksbróðir Steingríms Her- mannssonar í alþjóðasambandi framsóknarmanna, en hann er eigin- lega nafni minn, hann heitir Hanni- bal Costa deSilva. Fyrir hönd Efta- ríkjanna gegndi þá formennsku ut- anríkisráðherra íslands, sem heitir eiginlega líka Hannibal, eða Hanni- balsson á útlensku. Þar sem þarna voru tveir Hannibalar og þetta fór fram í Arabískasalnúm, sem er eftir- líking af Arabahöllinni í Alambra í Sevilla á Spáni, þá undraðist ég hversu varanleg áhrif Mára á megin- landi Evrópu hafa reynst," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra og formaður Alþýðuflokksins. „Á komandi ári ætla ég að leyfa mér að vona aö það sem átti að vera nið- urnjörfað með tryggilegum hætti í upphafi þessa árs gerist á komandi ári svo að Sísyfosarpuðinu með þessa bjarghellu upp allar heimsins brekk- urlinni." -sme Hildur Jónsdóttir: Skemmtilegt oggefandi starf „Starfmitt við Norræna jafnlauna- verkefnið mun verða mér ofarlegaí hugafráár- inu. Þettaer búiðaðvera skemmtilegt oggefandi verkefni. Hvað þjóðina varðar hafa margir alvarlegir at- burðir gerst. Þetta er árið sem þorsk- stofninn hrundi og álverið datt upp fyrir. Á hinn bóginn fengum við allt fyrir ekki neitt í EES-samningunum þó það láti nú bíða eftír sér. Alvarleg- asta prófraunin, sem íslendingar standa hins vegar frammi fyrir um áramótin, er hveijar lyktir Mikson- málið fær. í því máli verður þjóðin að gera strangar siðferðislegar kröf- ur til sín og standa undir skuldbind- ingum sínum í samfélagi þjóðanna," segir Hildur Jónsdóttir, nýráðinn rit- stjóri Vikublaðsins. Hildur vænti þess að starfið á Viku- blaðinu verði skemmtilegt. Þar sé mikið starf framundan. Þá segist hún bera þá von í brjósti að núverandi ríkisstjórn fari frá, enda hafi hún með aðgerðum sínum ráðist á kjör bamafólksogíbúðakaupenda. -kaa Páll Kr. Pálsson: Séglætuvorið 1994 „Mérer minnisstæð- asturfráár- inufrábær árangur okk- aríVífilfelli þráttfyrir samdráttinní efnahagslíf- inu. Neysla hefurekki minnkaðá okkarvörum. Síðan er það auðvitað fimmtíu ára afmæli fyrirtækisins og þá sérstak- lega rokktónleikamir þar sem allar helstu hljómsveitir landsins léku og saman vora komnir vel yfir 6000 unglingar. Að lokum er ég tiltölulega sáttur við efnahagsaðgerðir stjórn- valda og ég held að ákvörðunin um niðurfellingu aðstöðugjaldsins skipti miklu máh fyrir efnahagsþróunina á næsta ári,“ segir Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Vífilfells. „Á næsta ári þarf að hvetja til ný- sköpunar í atvinnulífinu og þá fyrst og fremst innan starfandi fyrirtækja því þar er skjótfengnastur árangur. Við hjá Vífilfelli ætlum að veðja á vatnsútflutning og leggja fiármagn í frekari þróunarstarfsemi og mark- aðssetningu.“ Páll segir að næsta ár verði erfitt en þó ekki miklu erfiðara en þetta í efnahagslegu tilliti. „Ég sé glætu vor- ið 1994,“ sagði Páll. -Ari Kristín Jóhannesdóttir: Framsýningin sem tókst „Þaö ernokk- uðljóstaðþað hlýturað verafmm- sýninginá myndinni Svo ájörðusemá himni sem stendur upp úr á árinu semeraölíða. Þaráégvið bjartahlut- ann af því máli, frumsýningin sem tókst en ekki þá sem aflýst var. Ég ætla að hafa bjartari hliðina sem það minnisstæðasta," sagði Kristín Jó- hannesdóttir kvikmyndaleikstjóri. „Allt umstangið í kringum myndina og þær frábæru viðtökur sem hún fékk hjá áhorfendum eru einnig ákaflega minnisstæð. Ég kemst ekki undan leikstjórahlutverkinu og því vonast ég til að ég komist langleiðina áfram í undirbúningi á annarri kvik- mynd á komandi ári. Ég vona að hún verði sýnd innan 10 ára en það liðu um 10 ár á milli sýninga á fyrstu tveimur myndum mínum. Ég ætla að fara að vinna að mynd sem mun heita Freistingin og hún er byggð á eiginhandriti." -ÍS Stavfsfólk Bónus óskar öllum árs og og þakkar gott
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.