Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Blaðsíða 60
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn
- Áskríft - DreifSng: Sími 63 27 00
Frjálst, óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992.
Skandialsland:
30 miiyónir
Rekinn úr höf n
fyrir rottugang
Rússneska togaranum Novokui-
byshevesk var vísað úr Reykjavíkur-
höfn í gær þar sem hann lá við Holta-
bakka vegna rottugangs um borð.
Togarinn, sem er með um 400 tonn
af frystum þorski og rækju, lá á ytri
höfninni í morgun og beið þess að
verða afgreiddur þar meö vistir.
Þegar tollverðir komu um borð til
að afgreiða skipið urðu þeir varir við
ummerki um rottur og slæman að-
búnað að öðru leyti. Óljóst var í
^morgun hvert togarinn mun halda
meðaflanntillöndunar. -ÓTT
Þrjú handtekin
Fíkniefnalögreglan handtók í
fyrrakvöld 40 ára konu, 30 ára mann
og 17 ára pilt. Við húsleit á heimili
þeirra fundust tæp 40 g af hassi, tæp
4 g af amfetamíni og mikið af
neysluáhöldum. Fólkið er grunað um
aðhafastaðiðaðsölufikniefna. -ból
Hentuséríhöfnina
Maöur og kona hentu sér í Reykja-
víkurhöfn um tvöleytið í nótt. Bátur
var ræstur út og var fólkinu náð upp
mjög köldu og hröktu. -ból
Smáauglýsingadeild DV verður opin
sem hér segir um áramótin:
í dag, miðvikudaginn 30. desember,
er opið frá kl. 9-22, fimmtudaginn 31.
desember verður opið kl. 9-12.
Föstudaginn 1. janúar verður lok-
að. Laugardaginn 2. janúar verður
lokað. Sunnudaginn 3. janúar verður
opið frá kl. 18-22.
Fyrsta blað eftir áramót kemur út
u__..mánudaginn 4. janúar.
Gleðilegt nýár!
LOKI
Sá hefur heldur betur látið
þá tælensku tæla sig!
t Sænska fyrirtækið Skandia greiðir
Gísla Emi Lárussyni samtals tæp-
lega 30 milljónir króna fyrir Skandia
ísland, samkvæmt öruggum heimild-
um DV. Greiðsla sú sem Gísli Örn
fékk fyrir fyrirtækið skiptist í
nokkra hði og er einungis hluti upp-
hæðarinnar fyrir sjálf hlutabréfin.
Gísh, sem hefur dvahst erlendis
undanfarna daga, kom heim í gær-
kvöld. Ekki tókst að ná tah af honum
áðurenblaðiðfóríprentun. -JSS
Sú tælenska stakk
m jíc__ ■ __
SKm 1 Bfte*BSkilSk
• /« »
Tælensk stúlka, sem biiið hefur
hér á landi í rúmlega eitt ár, hefur
orðið úppvis að þ\n aö koma undan
andvirði hundruð þúsunda króna
í gjaldeyri frá íslenskum sambýlis-
manni sínum í Tælandi. Stúikan,
sem var trúlofuð íslendingnum,
hefur verið búsett hér á landi í á
annað ár.
Parið fór nýlega til Tælands þar
sem ætlunin var aö ganga í bjóna-
bana. Hún fór mánuði á undan
manninum og tók með sér gjald-
eyri. Maðurinn kom á eftir henni í
byrjun desember með sinn gjald-
eyrisskammt. Þegar iíða tók á dvöl-
ina fann maðurinn bréf frá stúlk-
unni þar sem hún þakkaði fyrir
samveruna en kvað erfitt fyrir sig
að búa á íslandi.
Peninga, sem maðurinn haföi
meðfcrðis, tók stúlkan frá honum,
samkvæmt upplýsingum DV. Hún
skildi hins vegar cftir farmiða
mannsins og vegabréf og hvarf sið-
an á braut.
í sumar lét maðurinn af bendi
rakna fé til kaupa á jörð fyrir for-
eldra stúikumrar. Vegna þessara
kaupa voru. peningar sendir til
Tæltmds. Maðurinn hefur evtt um
einni milhón króna í þessa fyrrum
heitkonu sina og málefni tcngd
henni á undanfórnum misserum.
Maöurinn er væntanlegur heim
til íslands á næstu dögum. Hanri
hefur eftir því sem DV kemst næst
ekki lent í teljandi vandræðum ytra
þrátt fyrir að heitkona hans hafi
stungiðskyndilegaaf. -ÖTT
DV hefur valið Helga Jónsson mann ársins 1992:
Bjargaði barni frá
drukknun í Ölf usá
0
DV hefur valið Helga Jónsson, 29
ára bifvélavirkja frá Selfossi, sem
mann ársins 1992. Helgi varð fyrir
vahnu fyrir einstætt björgtmarafrek
þegar hann óð út í Ölfusá og bjargaði
þriggja ára drengfrá drukknun í júní
síðasthðnum. Helgi tók við viður-
kenningu, Aifræðiorðabók Arnar og
Örlygs, úr hendi Eherts B. Schram
ritstjóra á ritstjóm DV í gær.
ið gott af sér leiða á þann hátt. Ann-
ars vildi svo til þennan dag að ég var
á réttum stað á réttu augnabliki. Það
haföi aht að segja,“ sagði Helgi eftir
að hafa tekið við viðurkenningunni.
„Ég er mjög ánægður og sáttur við
þessa viðurkenningu ykkar á DV.
Aðalatriðið er að það var stórkostlegt
að geta bjargað lífi drengsins og það
er mjög ánægjulegt að hafa getað lát-
Við aíhendinguna sagði Ellert með-
al annars að þegar maður ársins
væri vahnn væri leitað eftir afrekum
eða gjörðum manna á hinum ýmsu
sviðum þjóðlífsins. í þetta skipti hefði
björgunarafrek Helga staðiö upp úr
af atburðum ársins. „Það hlýtur að
fylgja þvi rnikh gæfa að geta bjargað
lífi þriggja ára barns á þennan hátt,“
sagðihann. -hlh
sjá viðtal við Helga á bls. 18
75 ára kona rænd um hábjartan dag:
Meira undrandi en hrædd
4
Helgi Jónsson, maður ársins 1992, ásamt eiginkonu sinni, Sigurlaugu Grétu
Skaftadóttur, eftir að hafa tekið við viðurkenningu úr hendi Ellerts B. Schram,
ritstjóra DV. í barmi Helga er heiðursmerki Slysavarnafélags íslands sem
hann var sæmdur 17. júní. DV-mynd Brynjar Gauti
„Hann kom aftan að mér, hrifsaði
veskið úr hendinni á mér og hvarf
fyrir næsta húshorn eins og örskot.
Mér varð afskaplega bylt við og stóð
eftir meira undrandi en hrædd," seg-
ir 75 ára gömul kona sem var rænd
á Hjarðarhaga í vesturbænum þegar
hún var á leið heim úr búð um fimm-
leytið í gærdag.
I veskinu voru skilríki, ávísana-
hefti, greiðslukort og eitthvað smá-
ræði af peningum.
„Þetta er rólegt hverfi og það var
enginn á ferli. Eftir því sem ég sá þá
var þetta barn innan við fermingar-
aldur því hann var of smávaxinn til
að vera orðinn eldri. Maður verður
undrandi á svona löguðu en þetta er
því miður farið að gerast,“ segir kon-
an. -ból
Veðriðámorgun:
Snjókoma
eða slydda
Allhvöss eða hvöss suðaustan- og
austanátt með snjókomu eöa
slyddu um mestallt land í fyrramál-
ið en snýst síðan í suðvestan stinn-
ingskalda eða allhvasst með éljum
sunnanlands. Styttir upp á Norður-
og Austurlandi er líður á daginn.
Veðrið í dag er á bls. 76
V
ORYGGl - FAGMENNSKA
LANDSSAMBAND
ÍSL. RAFVERKTAKA