Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992. 57 Kvikmyndir Jólamyndirnar vestanhafs Eddie Murphy er með nýja jólamynd. Atriði úr Aladdin, nýju teiknimyndinni frá Walt Disney. Það er Robert Downey jr. sem leikur Chaplin. Það hefur löngum verið hefð hjá okkur íslendingum, eins og raunar svo mörgum öðrum þjóðum, að skreppa í bíó yfir jólahátíðimar. Skólarnir eru lokaðir vegna jóla- leyfa svo bömum og unglingum finnst tilvalið að stytta tímann yfir hátíðimar með heimsókn í kvik- myndahús. Sama gildir einnig um marga sem komnir em yfir ungl- ingsárin. Þetta gerir það að verkum að kvikmyndahúsin reyna að skarta sínu fegursta og bjóða upp á nýjar vinsælar stórmyndir fyrir viðskiptavini sína. Þegar Utið er yfir auglýsingar ís- lensku kvikmyndahúsanna em þau flest búin að forsýna eða taka til sýningar jólamyndimar um miðjan desembermánuð og stund- um fyrr. Þar kennir margra grasa en þó er eitt athygUsvert að þar má finna kvikmynd sem fékk sína frumsýningu í Bandaríkjunum þann 20. nóvember sl. þannig að aðeins leið mánuöur þangað til hún var komin í íslenskt kvikmynda- hús. Þetta er gamanmyndin Home Alone 2, með hinum unga McCaulay Culkin í aðalhlutverki. Þessi stutti tími er þó enn undan- tekning frekar en regla en þó kann að verða á þvi breyting á næstu árum ef þessi þróun heldur áfram. Það sem er framundan Flestar þær myndir sem em sýndar hérlendis em bandarískar. Þvi er ekki úr vegi að skoða jóla- myndimar vestanhafs í ár tU að átta sig á því á hverju íslenskir kvikmyndahúsagestir mega eiga von á næstu mánuðum eða ári. Það er erfitt að skilgreina hvenær Bandaríkjamenn fara að fmmsýna jólamyndir sínar en í fyrri hluta nóvembermánaðar vom frum- sýndar þijár stórmyndir sem munu án efa keppa um hylli áhorf- enda yfir jólahátíðina. Það em myndimar Home Alone 2, sem einnig er jólamynd Saga Bíó og Bíóborgarinnar, Bram Stoker’s Dracula, sem er útgáfa Francis Ford Coppola á bók Stokers um Dracula og svo Malcolm X. Sú síð- astnefnda er byggð á bókinni „The Autobiography of Malcolm X“ og íjallar um 40 ár í lífi þessa merka leiðtoga þeldökkra í Bandaríkjun- um á aðeins 3 klukkustundum og 21 mínútu undir leikstjóm Spike Lee. í hlutverki Malcolms er eng- inn annar en Denzel Washington. Myndin sþannar líf Malcolms allt frá því að hann er að alast upp í Boston og Harlem í vafasömu um- hverfi þar til hann er myrtur árið 1965. Þessi mynd verður ef til vill ekki nein stórmynd hvað varðar aðsóknatölur en er tahn samt sem áður merklegt framlag til sögu bandarískrar kvikmyndagerðar. Teiknimynd Síðari hluta nóvembermánaðar vom einar tvær jólamyndir frnrn- sýndar sem rétt er að víkja nokkr- um orðum að. Þar ber fyrst að nefna Aladdin, sem er teiknimynd frá Walt Disney kvikmyndaverinu, og á að feta í fótspor hinnar vin- sælu jólamyndar í fyrra, Beauty and the Beast. Myndin er byggö á einni af sögunum úr Þúsund og einni nótt og fjailar um ungan dreng og töfralampann hans. Það er Robert Williams sem ljær Aladd- in rödd sína. Tónlistin hefur alltaf skipt miklu máh í teiknimyndum Walts Disney og það sama er upp á teningnum í þetta sinn. Höfundur tónhstarinn- ar er Alan Menken og textahöfund- ur Howard Ashman en saman gerðu þeir tónhstina fyrir The Little Mermaid og Beauty and the Beast. Aladdin er síöasta myndin sem þeir félagar gera saman því Ashman lést vorið 1991 úr eyðni. Whitney Houston Þá er komið að frumraun Whitn- ey Houston sem leikkonu á hvíta tjaldinu. Hún fer með annað aðal- hlutverkið í myndinni The Bo- dyguard á móti sjálfum Kevin Costner. Whitney leikur raunar sjálfa sig því hún leikur poppstimi sem ræður sér lífvörð til vemdar gegn æstum aðdáendum. Það er síðan Kevin Costner sem leikur líf- vörðinn. Leikstjóri myndarinnar er Mick Jackson, sem meðal ann- ars gerði L.A. Story, en handritið skrifaði gamla kempan Lawrence Kasdan fyrir einum 17 árum. Þegar þetta er ritað er búið að fmmsýna myndina sem hefur fengið þokka- lega dóma þótt ekki neisti af sam- bandi þeirra Costners og Houstons og hth spenna sé í myndinni. Á þessum árstíma era frumsýnd- ar margar myndir sem varla geta tahst jólamyndir í eiginlegri merk- ingu. Ástæðan fyrir þessum frum- sýningum er sú að eingöngu þær myndir sem em frumsýndar fyrir áramót er hægt að tilnefna til ósk- arsverðlauna. Því keppast kvik- myndaframleiðendur við að frum- sýna myndimar í tíma til að upp- fylla þessi skilyrði. í þessum flokki er myndin Lorenzo’s Oh sem fjallar á átakanlega máta um ung hjón, sem em leikin af Nick Nolte og Susan Sarandon, sem berjast hetju- legri baráttu við að bjarga lífi sonar síns sem er haldinn banvænum erfðasjúkdómi. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og leik- stjóri er Goerge Mhler sem á að baki m.a. myndina Road Warrior. Bæði Nick Nolte og Susan Saran- don hafa verið nefnd sem líklegir kandidatar fyrir útnefningu ósk- arsverðlauna fyrir besta karl- og kvenhlutverk í kvikmyndum. Gamanmynd sem lofargóðu En það er af fleiru að taka. Eddie Murphy sendir frá sér jólamynd í ár og heitir hún The Distinguished Gentleman. Þar leikur hann Thom- as Jefferson Johnson, hálfgerðan glaumgosa, sem með svikum og prettum tekst að villa á sér heimhd- ir og komast á þing. Johnson er fljótur að átta sig á pólitíkinni í Washington og gera sér mat úr henni. Síðasta mynd Eddys Murp- hy, Boomerang, gekk frekar iha en The Distinguished Gentleman er spáð meiri vinsældum enda minnir efnisþráðurinn að ákveðnu marki á Trading Places. Leikstjórinn er Jonathan Lynn sem gerði myndina My Cousin Vinny og er einnig kunnugur íslenskum sjónvarpsá- horfendum þar sem hann gerði á sínum tíma hina vinsælu sjón- varpsþætti, Já, ráðherra. Sá eini sanni Jack Jack Nicholson ætlar að gera það gott um jólin. Hann leikur í hvorki meira né minna en í tveimur mynd- um og er orðaður við thnefningu til óskarsins fyrir bestan leik í kvikmynd. Fyrst er að taka A Few Good Men, þar sem hjartaknúsar- inn Tom Cruise leikur Daniel Kaffee, lögfræöing í sjóhemum, sem lifir tilbreytingalitlu lífi í skugga látins fóðurs síns. Hann er þó dreginn út úr skehnni af hðsfor- ingja leiknum af Demi Moore sem leiðir th þess að einn góöan veður- dag verður hann að sýna hvað í honum býr þegar hann er látinn taka að sér vörn í erfiðu morð- máh. Jack Nicholson leikur hlut- verk yfirmanns herstöðvarinnar. Myndin er byggð á leikriti Aaron Sorkin sem var sýnt 449 sinnum á Broadway við góðar undirtektir. Hin myndin sem Nicholson leik- ur í er frumraun gamanleikarans Danny DeVito sem leikstjóra og ber heitið Hoffa. Myndin fjallar um dularfullt hvart Jimmys Hoffa sem var um árabh formaður alþjóða- samtaka vömbhstjóra og átti þátt í því að gera þau að stærstu verka- lýðssamtökum Bandaríkjanna. Hann var mjög umdehdur verka- lýðsleiðtogi og var grunaður um að hafa tengsl við skipulagða glæpastarfsemi og var dæmdur í 13 ára fangelsi 1967 en náðaður 1971. Hann hvarf síðan sporlaust 1975. Það er Jack Nicolson sem leikur Hoffa. Mel Gibson heillar alla Ein þeirra mynda sem spáð er miklum vinsældum ef hún nær sér á strik er Forever Young sem er gamaldags spennumynd með róm- antísku ívafi og auðvitað meö Mel Gibson í aðalhlutverki. Hann leik- ur flugmann sem biður vin sinn um að frysta sig í eitt ár eftir að hans heittelskaða hafði lent í bh- slysi og falhð í dæ Hann gleymist Umsjón Baldur Hjaltason síðan og finnst aftur eftir 53 ár, er þíddur upp og verður að takast á við lífið eins og það htur út í dag. Söguþráðurinn býður upp á marg- ar skemmthegar rispur og ætti myndin því að slá í gegn þótt nafn- iö sé fráhrindandi. Þannig væri lengi hægt aö halda áfram en einhvers staðar verður að setja punktinn yfir i-ið. Þaö er þó ekki hægt fyrr en búið er að ræða um nýjustu mynd Richards Attenborough sem fiahar um ævi leikarans og hstamannsins Charles Chaplins og ber einfaldlega heitið Chaplin. Attenborough, sem á að baki myndir eins og óskarverð- launamyndina Ghandi, þekkti Chaplin á hans efri árum og hefur það án efa gefið myndinni ákveðna dýpt. Myndin er byggð á tveimur bókum, My Autobiography eftir Chaplin sjálfan og svo Chaphn: His Life and Art eftir David Robinson. Það er Robert Downey Jr. sem leikur Chaplin og er það eindóma áht að honum hafi tekist einstak- lega vel upp. Hins vegar er hér ekki um að ræöa neina stórmynd þar sem ekki er hægt að gera lífs- ferli þessa stórbrotna einstakhngs góð skil í svo kröppu tímarúmi sem kvikmyndin er en myndin gefur þó skemmtilega og forvitnilega inn- sýn inn í líf og persónu þessa sér- stæða hstamanns, Charles Chapl- in. Hér hafa verið taldar eingöngu upp nokkrar ef helstu jólamyndun- um vestanhafs. Þær myndir sem ekki eru komnar í íslensku kvik- myndahúsin munu án efa birtast á skjánum héma heima í náinni framtíð. Helstu heimildir: Variety, New York Times, Entertainment Weekly
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.