Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Blaðsíða 27
MIMHKUDAGUR 30. DESEMBER 1992. 27 DV Neytendur Val á vínum er vandasamt í flestum löndum Evrópu er hægt að fá mikið úrval léttra vína í versl- unum og neytandinn getur þar valið úr miklum fiölda. Hér á landi er hins vegar aðeins selt vín hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins og úrvahð er töluvert minna en býðst í flestöllum Evrópulöndum. Samt sem áður er hægt að kaupa hér mörg ágætis vín af léttari tegundinni og sum þeirra eru á prýðis verði. Vandinn er sá að velja á milh og vita hvaða vín eru góð. Sum létt vín smakkast ágætlega þó að verð þeirra sé undir þúsund krónum en svo eru th úrvals vín sem kosta ef til vih ekki nema 1300 til 1400 krónur. Rauðvín Sérfræðingur um vín benti blaða- manni á að hægt er að gera ágætis kaup á mörgum tegundum í ríkinu. Þess verður að geta að smekkur manna fyrir vínum er mismunandi og því ekki víst að allir séu honum sammála. Af góðum rauðvínum sem fást í ríkinu er Faustino Gran Reserva mjög gott vín, en það kostar rétt rúm- ar 1300 krónur. Það er á svipuðu eöa lægra verði en það er selt á erlendis. Gran Coronas Reserva er gott og ódýrt rauðvín með góðu eikarbragði. Einnig eru rauðvín eins og Cabemet Sauvignon og Shiraz frá Lindeman mjög bragðgóð fyrir ekki mjög hátt verð. Þau fást þó einungis í útsölun- um í Mjódd og Austurstræti. ítalska rauðvínið Chianti Riserva Ducale kostar um 1000 krónur en er létt og þægilegt með góðum eftir- keimi. Chateau Batahley, Beaune Teurons og Beaune Du Chateau eru mjög góð rauðvín en í dýari kantin- um. Moulin A Vent er misjafnt eftir árgerðum, smakkast oft ágætlega en dettur niður þess á milh og Piat de Beaujolais er einnig ágætt. Hvítvín Hér eru tilgreind sem góð kaup kalifornísku hvítvínin frá Robert Mondavi, Chardonnay og Gran Res- erva sem eru með þæghegt vanillu- eikarbragð með góðum eftirkeim en þau fást einungis í Mjódd og Austur- stræti. Einnig Collection Fumé Blanc sem er ástralskt með miklu eikar- bragði og frekar þurrt og Char- donnay og Muskat frá Lindeman sem eru góð þurr hvítvín á þokkaiegu verði. Tres Torres vínin eru vel drekkan- leg og á góðu verði og Vina Esmer- alda sem er þurrt og búið til úr músk- ati og gevtirstraminerblöndu er mjög ódýrt en ágætis vín. Bandarísku Chablis vínin frá Paul Masson er ágæt á góðu verði. Ungverska hvít- vínið Tokaji er á góðu verði og ágætt fyrir þá sem vilja sætt hvítvín. Smekkur manna á rauðvínum er mismunandi. Sumir vilja fersk og létt með miklu berjabragði en aðrir eru meira fyrir þung og höfug rauð- vín. !W-, Hægt er að kaupa ágætis létt vín í ÁTVR á góðu verði þó að flest séu þau í dýrari kantinum miðað við það sem gerist erlendis. Fyrir þá sem eru til í að kaupa dýr og góð hvítvín, þá er hægt að mæla með Chablis Bouchard, Chabhs Thorin og Dry PouUy Finsse. Þau kosta vel á þriðja þúsundið flaskan. Kampavín og freyðivín ÖU ekta kampavín og freyðivín eru búin tU úr rauðvínsþrúgum sem heita Pinot Noir frá Búrgúndarhér- aðinu í Frakklandi úr svörtum vín- berjum. Börkur berjanna er tekinn frá til að vínið verði ekki rautt. Þau kampa- og freyðivín sem eru ekki ekta, eru framleidd úr múskati eða chardonnay. Eitt besta kampavínið sem selt er í Ríkinu er Veuve CUcquot en það er mjög dýrt en Dom Perignon er besta kampavínið sem hægt er að kaupa í ÁTVR en ansi dýrt. Af freyði- vínum eru Asti Spumante ágætt en frekar sætt og Henkeh Trocken bragðast einnig ágætlega. VUji menn þurrari freyðivín gæh P.M. Very Cold Duck hentað ágætlega. Einnig hefur blaðamaður heyrt að Cordon Negro Seco frá Spáni sem er framleitt með sömu aðferðum og kampavín í Frakklandi bragðist hreint ágætlega en það kostar aðeins rúmar 800 krónur í Rikinu. Það er frekar þurrt á bragðið. -ÍS 1. október -14. apríl kl. 13-20 LOKAÐ verður á stórhátíðum og eftirtalda daga: ÁNANAUSTUM mánudaga GARÐABÆ mánudaga MOSFELLSBÆ mánudaga og fimmtudaga JAFNASELI þriðjudaga GYLFAFLÖT miðvikudaga KÓPAVOGI miðvikudaga SÆVA RHÖFÐA fimmtudaga 15. apríl- 30. september kl. 13-22 Reglum um losun fyrirtækjaúrgangs á gámastöðvum hefur einnig verið breytt og verða þær nánar kynntar á næstunni. SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Gufunesi, sími 67 66 77 Gámastöövar ■ Breyttir tímar Breytingar hafa verið gerðar á opnunartíma gámastöðva, þær verða opnar sem hér segir:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.