Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Blaðsíða 22
22
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992.
Veiðivon
Stangaveiðifélag Reykjavíkiir:
Óbreytt verð í
mörgum veiðiám
Stangaveiðifélag ReyKjavíkur
sendi núna fyrir fáum dögum út
verðskrá fyrir næsta sumar í veiði-
ám félagsins. Þetta eru Elliðaámar,
Brynjudalsá, Gljúfurá, Norðurá,
Langá, Rjallið, Hítará, Miðá í Dölum,
Tungufljót, Stóra-Laxá í Hreppum,
Snæfoksstaðir, Laugarbakkar og
Sogið. Það er óbreytt verð eða lægra
í mörgum veiðiám félagsins næsta
sumar. Við skulum renna aðeins yfir
verð veiðileyfa hjá félaginu og það
kemur margt merkilegt í Ijós.
í Elliðaánum kostar hálfur dagur-
inn 7350. í Brynjudalsá í Hvalfirði er
óbreytt verð frá því í fyrra, en ódýr-
ast er 5700 en dýrast 13.900. í Gljúf-
urá í Borgarfirði er óbreytt verð frá
því í fyrra, ódýrast 8600 en dýrast
18.700. í Norðurá er verðlækkun frá
því í fyrra, ódýrast er 9900 en dýrast
44.600. Á Langá, Fjallinu, er verð-
lækkun frá því í fyrra en ódýrast er
5500 en dýrast 18.900. í Hítará á Mýr-
um er ódýrast 9000 en dýrast 29.000
á laxasvæðinu. í Hítará n kosta
veiðileyfin frá 2500 til 4500. í Hítar-
vatn kostar stöngin 1600. í Miðá í
Dölum er óbreytt verð en ódýrast er
3200 en dýrast 13.600. í Tungufljótið
er óbreytt verð en ódýrast er 3800 til
7400. í Stóru-Laxá í Hreppum er
óbreytt verð en þar er ódýrast 8000
en dýrast 12.100. í Langholti í Hvítá
er verðlækkun en ódýrast er 3700 en
dýrast 4500. í Laugarbökkum í Ölfusá
er ódýrast 1200 en dýrast 3800. í Sog-
inu er ódýrast 1900 en dýrast 14.700.
Jólaglaðningurinn til félagsmanna
í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur þetta
árið er lægra verö á veiðileyfum sem
allir munu fagna þegar fram líða
stundir. -G.Bender
5
f
Siguröur Sigurjónsson leikari er einn af félögum í Stangaveiöifélagi Reykjavíkur og veiddi fyrsta flugulaxinn í
Elliöaánum. Þar kostar hálfur dagur næsta sumar 7350. DV-mynd G.Bender
-nr ♦ F >C
Þjoðar-
spaug DV
Kremin
Maður um fertugt tjáði vini sín-
um að konan sin hefði þá áráttu
að hlaupa eftir alls kyns auglýs-
ingaskrumi í blöðunum.
„Gott dæmi um þessa áráttu
hemiar er aö hún notar þrjár teg-
undir af andlitskremi og auk þess
eitthvað sem hún kallar hand-
leggskrem og fótakrem, bara
vegna einhverra Ijandans auglýs-
inga um fallega húð.“
„Hún lítur líka alveg stórkost-
lega út,“ sagði vinurinn. „En
hvernig í ósköpunum feröu að því
að koma í veg fyrir að hun renni
út úr rúminu?“
Sagan segir að kummr íslensk-
ur rithöfundur hafi eitt sinn setið
viö borð á veítingahúsi í París
þegar franskur bindindispostuli
vék sér að honum og sagði:
„Þú ættir ekki að drekka þettá ’
bannsetta koníak sero þú heldur
á. Veistu ekki að áfengið drepur
tvær mihjónir Frakka á hveiju
án?“
íslendingurinn dreypti á kon-
íakinu sínu og sagði svo:
„Það kemur mér ekkert viö
hversu margir Frakkar deyja
vegna áfengisnotkunar. Ég er sko
íslendingur."
Heilinn
„Ég verö þvi miður að skipta
um heila í yður,“ sagöi læknirinn
við sjúklinginn.
„Það er hörmulegt að heyra,"
stundi sjúklingurinn, „heila úr
hvetjura fæ ég í staðinn?"
„Ja, þér getið valið um heila úr
þremur mönnum,“ svaraði lækn-
irinn. „Einn heilinn er úr kenn-
ara og kostar 4.000 kr. annar er
úr hótelstjóra og kostar 6.000 kr.
en sá þriðji er úr stjórnmála-
manni og kostar 10.000 kr.“
„Af hverju er heilinn ur stjórn-
málamanninum svona miklu
dýrari en hinir?" spurði sjúkling-
urinn.
„Nú, hann er svo til alveg ónot-
aður,“ svaraði Jæknirinn.
Finnur þú fimm breytingai? 186
Nú vil ég i eitt skipti fyrir öll koma á hreint hver er húsbóndi í þessu Nafn:...
húsi... þaö er aö segja ef þér er sama.
Heimilisfang:
Myndimar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í Jjós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum liðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1. verðlaun: TENSAI ferðaút-
varpstæki með kassettu að
verðmæti 5.220 krónur frá
Sjónvarpsmiðstöðinni, Síð-
umúla 2, Reykjavík.
2. verðlaun: Fimm Úr-
valsbækur að verðmæti kr.
3.950. Bækumar, sem eru í verð-
laun, heita: Falin markmið, 58 mín-
útur, Október 1994, Rauði drekinn
og Víghöfði. Bækumar em gefnar
út af Frjálsri fjölmiðlun.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 171
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir hundrað
áttugustu og fjórðu getraun
reyndust vera:
1. Ronald Kristjánsson
Reynimel 67, kj„ 107 Reykjavík.
2. Gunnar Jóhannesson
Karfavogi 44, kj„ 104 Reykja-
vík.
Vinningamir verða sendir
heim.