Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992. Veiðivon Stangaveiðifélag Reykjavíkiir: Óbreytt verð í mörgum veiðiám Stangaveiðifélag ReyKjavíkur sendi núna fyrir fáum dögum út verðskrá fyrir næsta sumar í veiði- ám félagsins. Þetta eru Elliðaámar, Brynjudalsá, Gljúfurá, Norðurá, Langá, Rjallið, Hítará, Miðá í Dölum, Tungufljót, Stóra-Laxá í Hreppum, Snæfoksstaðir, Laugarbakkar og Sogið. Það er óbreytt verð eða lægra í mörgum veiðiám félagsins næsta sumar. Við skulum renna aðeins yfir verð veiðileyfa hjá félaginu og það kemur margt merkilegt í Ijós. í Elliðaánum kostar hálfur dagur- inn 7350. í Brynjudalsá í Hvalfirði er óbreytt verð frá því í fyrra, en ódýr- ast er 5700 en dýrast 13.900. í Gljúf- urá í Borgarfirði er óbreytt verð frá því í fyrra, ódýrast 8600 en dýrast 18.700. í Norðurá er verðlækkun frá því í fyrra, ódýrast er 9900 en dýrast 44.600. Á Langá, Fjallinu, er verð- lækkun frá því í fyrra en ódýrast er 5500 en dýrast 18.900. í Hítará á Mýr- um er ódýrast 9000 en dýrast 29.000 á laxasvæðinu. í Hítará n kosta veiðileyfin frá 2500 til 4500. í Hítar- vatn kostar stöngin 1600. í Miðá í Dölum er óbreytt verð en ódýrast er 3200 en dýrast 13.600. í Tungufljótið er óbreytt verð en ódýrast er 3800 til 7400. í Stóru-Laxá í Hreppum er óbreytt verð en þar er ódýrast 8000 en dýrast 12.100. í Langholti í Hvítá er verðlækkun en ódýrast er 3700 en dýrast 4500. í Laugarbökkum í Ölfusá er ódýrast 1200 en dýrast 3800. í Sog- inu er ódýrast 1900 en dýrast 14.700. Jólaglaðningurinn til félagsmanna í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur þetta árið er lægra verö á veiðileyfum sem allir munu fagna þegar fram líða stundir. -G.Bender 5 f Siguröur Sigurjónsson leikari er einn af félögum í Stangaveiöifélagi Reykjavíkur og veiddi fyrsta flugulaxinn í Elliöaánum. Þar kostar hálfur dagur næsta sumar 7350. DV-mynd G.Bender -nr ♦ F >C Þjoðar- spaug DV Kremin Maður um fertugt tjáði vini sín- um að konan sin hefði þá áráttu að hlaupa eftir alls kyns auglýs- ingaskrumi í blöðunum. „Gott dæmi um þessa áráttu hemiar er aö hún notar þrjár teg- undir af andlitskremi og auk þess eitthvað sem hún kallar hand- leggskrem og fótakrem, bara vegna einhverra Ijandans auglýs- inga um fallega húð.“ „Hún lítur líka alveg stórkost- lega út,“ sagði vinurinn. „En hvernig í ósköpunum feröu að því að koma í veg fyrir að hun renni út úr rúminu?“ Sagan segir að kummr íslensk- ur rithöfundur hafi eitt sinn setið viö borð á veítingahúsi í París þegar franskur bindindispostuli vék sér að honum og sagði: „Þú ættir ekki að drekka þettá ’ bannsetta koníak sero þú heldur á. Veistu ekki að áfengið drepur tvær mihjónir Frakka á hveiju án?“ íslendingurinn dreypti á kon- íakinu sínu og sagði svo: „Það kemur mér ekkert viö hversu margir Frakkar deyja vegna áfengisnotkunar. Ég er sko íslendingur." Heilinn „Ég verö þvi miður að skipta um heila í yður,“ sagöi læknirinn við sjúklinginn. „Það er hörmulegt að heyra," stundi sjúklingurinn, „heila úr hvetjura fæ ég í staðinn?" „Ja, þér getið valið um heila úr þremur mönnum,“ svaraði lækn- irinn. „Einn heilinn er úr kenn- ara og kostar 4.000 kr. annar er úr hótelstjóra og kostar 6.000 kr. en sá þriðji er úr stjórnmála- manni og kostar 10.000 kr.“ „Af hverju er heilinn ur stjórn- málamanninum svona miklu dýrari en hinir?" spurði sjúkling- urinn. „Nú, hann er svo til alveg ónot- aður,“ svaraði Jæknirinn. Finnur þú fimm breytingai? 186 Nú vil ég i eitt skipti fyrir öll koma á hreint hver er húsbóndi í þessu Nafn:... húsi... þaö er aö segja ef þér er sama. Heimilisfang: Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í Jjós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: TENSAI ferðaút- varpstæki með kassettu að verðmæti 5.220 krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síð- umúla 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem eru í verð- laun, heita: Falin markmið, 58 mín- útur, Október 1994, Rauði drekinn og Víghöfði. Bækumar em gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 171 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað áttugustu og fjórðu getraun reyndust vera: 1. Ronald Kristjánsson Reynimel 67, kj„ 107 Reykjavík. 2. Gunnar Jóhannesson Karfavogi 44, kj„ 104 Reykja- vík. Vinningamir verða sendir heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.