Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992.
29
Ljóniö
23. júlí-23. ágúst
Komandi ár verður í alla staði mjög
ánægjulegt og ástin mun blómstra. í
vinnunni mun Ijónið standa frammi
fyrir vali þar sem mikilvægast er að
hugsa til langs tíma. Ódýrt sumarfrí
mun bjóða upp á marga skemmtilega
hluti. Fjárhagsstaðan verður svolítið
naum án þess þó að komi til vöntun-
ar.
Meyjan
24. ágúst-23. september
Dásamlegt ár bíður meyjunnar. Hún
kemst létt í gegnum smáerfiðleika og
upp frá því liggur leiðin fram veginn.
Amor mun skjóta örvum sínum í sum-
ar og í vinnunni mun ganga mjög
vel. Sumarfríið mun takast mjög vel
og verður næstum því of viðburða-
ríkt. Fjárhagsstaðan mun batna með
hverjum mánuði sem líður.
Vogin
24. september-23. október
Þar sem næsta ár mun ekki bjóða upp
á of mikið verður vogin að fullnýta
alla möguleika. Tilfinningalega verð-
ur mikil hamingja á ferðinni, ró og
öryggi. Aðstæður í vinnu verða erfið-
ar en þrautseigja og kraftur mun skila
góðum árangri. f sumarfríinu verður
gamall uppáhaldsstaður heimsótturá
pý. í fjármálum verður þörf fyrir upp-
finningasemi í sparnaði.
Sporðdrekinn
24. október-23. nóvember
Ýmsar breytingar eru í vændum hjá
sporðdrekanum sem gera munu
löngu skipulagða hluti að veruleika.
Nýju lífi verður blásið í rómantíkina
sem aftur mun nýtast vel í krefjandi
verkefnum. Þar sem mikið verður að
gera mun sumarfríið verða enn
ánægjulegra en ella. Fjármálin verða
í lagi mestanpart ársins.
Fiskarnir
19. febrúar-20. mars
Næsta ár verður frekar á rólegu nót-
unum, sem hentar fiskunum ágæt-
lega. Ástin mun þrífast ágætlega en
í þeim efnum verður óvænt uppá-
koma snemma á árinu. í vinnunni
verða stöðugar framfarir en forðast
skal alla árekstra. í sumarfríinu rætist
loks langþráður draumur. Fjármálin
verða í góðu lagi og vel það.
Áramótastjömuspá:
Bogmaðurinn
24. nóvember-21. desember
Framhald verður á ánægjulegustu
viðburðum líðandi árs og kemst bog-
maðurinn langt á þeim. Það mun
einnig hafa jákvæð áhrif á ástina.
Ráðlegast er að gleyma markmiði í
vinnunni um sinn, þar sem vonbrigði
geta verið handan við hornið. í sum-
arfríinu kynnist bogmaðurinn nýjum
vinum sem hafa munu jákvæð áhrif
á vinnuna. Fjármálin verða í góðu
lagi.
Steingeitin
22. desember-20. janúar
Steingeitarinnar bíður væntanlega
mikið happaár. I ástarlífinu munu
margar óskir rætast. Séu farnar nýjar
leiðir í vinnunni skilar það fyrr ár-
angri, ekki síst ef lagt er hart að sér
í byrjun árs. Sumarfríið verður ein-
staklega vel heppnað og útlitið í fjár-
málum er gott.
Vatnsberinn
21. janúar-18. febrúar
Komandi ár mun byrja fremur rólega
en skriður kemst fljótlega á hlutina.
Ástin mun gæða vorið hamingju. í
vinnunni verða gerðar nýjar kröfur en
um leið bjóðast margir góðir mögu-
leikar. Best er að nýta þá til fullnustu
en vara þó varlega. i sumarfríinu verð-
ur farin málamiðlunarleið, sem reyn-
ast mun ágæt. Fjármálin sleppa fyrir
horn.
Krabbinn
22. júní-22. júlí
Á nýju ári mun krabbinn komast nær
takmarki sínu. i ástarlífinu verður stutt
ósamkomulag sem þó mun ekki hafa
afgerandi þýðingu. í vinnunni verður
þörf fyrir þolinmæði - bið eftir rétta
augnablikinu. Öðruvísi sumarfrí verð-
ur mjög skemmtilegt en staðan í fjár-
málum verður varla eins góð og á
liðnu ári.
Hrúturinn
21. mars-20. apríl
Árið byrjar mjög rólega en verður
engu að síður ánægjulegt. Rómantík-
in mun blómstra. í vinnunni munu
bjóðast stór tækifæri og nú hefur
hrúturinn öðlast þá reynslu sem þarf
til að nýta sér þau. Sumarfríið mun
ekki uppfylla allar væntingar en pen-
ingalega verður 1 993 gott ár.
Nautið
21. apríl-21. maí
1993 verður hvort tveggja í senn, létt
og erfitt ár fyrir nautið. Uppskera í
ástarlífinu verður heldur rýr og í vinn-
unni verður ekki komist hjá tíma-
bundnum vonbrigðum. Sumarfríið
verður hins vegar mjög vel heppnað.
Töluverðrar aðgæslu verður þörf í
fjármálum.
Tvíburarnir
22. maí-21. júní
Fyrir flesta sem fæddir eru í tvíbura-
merkinu mun komandi ár verða betra
en það liðna. í tilfinningalífinu má
búast við kærkominni endurnýjun og
í vinnunni verða stöðugar framfarir.
Sumarfríinu verður eytt á framandi
og spennandi stað. Staðan í fjármál-
um mun batna eilítið.
Hvað ber 1993 í skauti sér?
Öll berum við einhverjar óskir og væntingar í brjósti þegar við heilsum nýju ári.
Hvernig verður árið framundan? Hvernig mun okkur farnast í leik og starfi? Þessum spurningum verður
reyntaðsvara hér en virturstjörnuspekingurvarfenginn til að rýna í komandi ár-árið 1993.