Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Blaðsíða 31
 ■ 77 Hreirm Halldórsson...frjálsar 78 Skúli Óskarsson.....kraftlyft. 79 Hreinn Halldórsson...frjálsar 80 Skúli Óskarsson.....krai'tlyft. 81 Jón Páll Sigmarsson.. .kraftlyft. 82 ÓskarJakobsson.......ftjálsar 33 Hinar Vilhjálmsson...frjálsar 34 ÁsgeirSigurvinsson....knattsp. 35 EinarVilhjálmsson....frjálsar 36 EövarðÞórEðvarösson ....sund 37 Amór Guðjohnsenknattspyrna 38 EinarVilhjálmsson....frjáisar 39 Alfreð Gíslason....handbolti 10 Bjarni Friöriksson.....júdó 11 Ragnheiður Runólfsd....sund Sagteftírleikinn: „Frakkar verða íeinuaffjórum efstusætunum á HM í Svíþjóð" - segir Þorbergur „Ég er ánægður með fyrri hálf- leikinn og vonaði að við myndum halda út. Síðan hleyptum við þeim fram úr og þeir nýttu sér það og kláruðu leikinn. Þeir eru mjög líkamlega sterkir og það hefur mjög mikið að segja í hand- bolta. Ég er sannfærður um að Frakkarnir verða á meðal fjög- urra efstu þjóðanna á HM í Sví- þjóð. Við þurfum að vinna mikið í sóknarleiknum og nýta færin betur. Markvarslan var góð í fyrstu tveimur leikjunum, en ekki í þessum leik. Við vonumst til þess að vera á meðal átta efstu þjóða í Svíþjóð, en það fer eftir undirbúningnum hvort svo verð- ur. Við höfðum of fáa daga til að búa okkur undir þessa leiki og liðið þarf meiri tíma til að ná sam- æfingu," sagði Þorbergur Aðal- steinsson landsbðsþjálfari við DV eftir leikinn. Valdimar Grímsson: „Frakkarnir eru líkamlega sterk- ari og það er ef til vill ekki óeðb- legt að þeir sigri. Hins vegar sætt- um við okkur aldrei við að tapa. Þeir eru á öðrum stað í undirbún- ingnum fyrir HM en við og viö eigum eftir að ná betur saman. Sóknarleikurinn er höfuðverkur og þar vantar meiri útsjónasemi." Sigurður Sveinsson: „Fyrri hálfleikur var ágætur en síðan klikkaði sóknarleikurinnn og þeir refsuðu okkur með hraða- upphlaupum. Það vantar meiri leikgleði. Þeir leika mjög skemmtilegan handknattleik þar sem alhr geta skorað. Við erum hins vegar of stífir og erum ehki að sýna neina toppleiki núna, en það er bara aö vona að þeir komi.“ Júlíus Jónasson: „Þeir eru mjög sterkir, með mikla breidd og góða samæfmgu. Hins vegar er ekki eðlilegt að tapa fyr- ir þeim með 6 marka mun á heimavelh. Sóknin var góð í fyrri hálfleik en í síöari hálfleik fórum við aö flýta okkur of mikið þegar við lentum undir.“ -BL oP1 Iþróttir rekinn KR-ingar ráku í gær Bandaríkja- manninn Larry Houzer, sem leikið hefur með urvalsdeildarliði féiags- ins í körfuknattleik að undanfórnu. Nýr erlendur leikmaður, sá flóröi í vetur, er væntanlegur til félagsins á næstu dögum. ; „Þetta var.erfiö ákvörðun og við gerum ekki svona lagaö að gamni okkar. Hins vegar var ekki annað aö gera, Houzer kom hingað í lé- legri æfingu og hefur ekki getað stundað æfingar sem skyldi að undanfórnu vegna bakmeiösla. Því var ákveöiö að fá nýjan leik- mann,“ sagði Ingólfur Jónsson, formaöur körfuknattleiksdeildar KR, viö DV í gærkvöld. Nýi maöurinn, sem er svartur á hörund, heitir Keith Neison og er um 2 m á hæö og 105 kg. Að sögn Ingóifs er hann góður miöherji, sem kemur í toppæfmgu til lands- ins á næstu dögum. Hann lék nú síðast með höi í Global-deildinni í Bandaríkjunum, hðið varö gjald- þrota og því var Nelson á lausu. KR haföi fyrr í vetur reynt að krækja í kappann en ekki tekist. -BL Gestur snýr heim - leikur með ÍBK11. deildinni í sumar Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum; Gestur Gylfason, knattspyrnumað- ur úr Keflavik, hefur ákveðið að ganga aftur til Uðs við sitt gamla fé- lag en hann lék með Grindvíkingum í 2. deildinni síðasta sumar. Hann er byijaður að æfa með Keflvíkingum, sem leika á ný í 1. deild næsta sumar eftir þriggja ára dvöl í 2. deild. Gestur er 23 ára gamall og hefur leikið 38 leiki með ÍBK í 1. deild, og á að auki að baki einn leik með 21- árs landsliðinu. Hann lék vel með Grindvíkingum í sumar, spilaði alla leiki þeirra og skóraði 4 mörk í 2. deild. Tvö met Magnúsar Magnús Konráðsson úr Sundfélag- inu Suðumes gerði góða ferð til Vest- mannaeyja í fyrradag þegar hann gerði sér lítið fyrir og setti tvö pilta- met og var annað þeirra heldur betur komið til ára sinna. Magnús setti fyrra metið í 200 metra fjórsundi en þá vegalengd synti hann á 2.09,96 mínútum en Eðvarð Þór Eðvarðsson átti gamla metiö sem sett var 1984. Magnús bætti síðan eigiö met í 50 metra bringusundi, synti á 31,05 sekúndum. Met þessi voru sett á svonefndu Sjálfsbjargarmóti sem haldið er ár- lega rétt fyrir áramót. Mörg met hafa litið dagsins ljós á þessum mótum enda er sundlaugin í Eyjum í miklu uppáhaldi hjá sundmönnum en að- stæður þar eru hinar ákjósanleg- ustu. -JKS Svíar burstuðu Dani Larry Houzer er hér í leik með KR gegn Val í sínum fyrsta leik í vetur. Houzer hefur nú fengið reisupassann og er sá þriðji á tímabilinu sem fær það hlutskipti hjá vestur- bæjarliðinu. Svíar gjörsigruðu Dani, 29-17, í úrshtaleik á alþjóðlegu móti í hand- knattleik sem lauk í Linköping í Sví- þjóð í gærkvöldi. Heimsmeistararnir höfðu mikla yfirburði, voru komnir í 16-9 í hálfleik og bættu vel við for- skotið eftir það. Per Carlén var í aðalhlutverki hjá Svíum eins og oft áður og skoraði 6 mörk en hjá Dönum var Lars Christ- iansen atkvæðamestur með 5 mörk. -VS Landsliðið gegn háskólaliði Landslið íslands í körfuknattleik mun leika tvo leiki gegn bandarísku háskólahði í byijun janúar. Liðið, sem leikið er gegn, heitir St. Mary’s College of Maryland og er á heimleið eftir keppnisferð til nokkurra Evrópulanda. Fyrri leikurinn verður í Njarðvík mánudag- inn 4. janúar og sá síðari í Valsheimihnu kvöldið eftir. Torfi Magnússon landshðsþjálfari hefur vahð efirtalda leikmenn í leikina: Valur Ingimundarson, Tindastóh (130), Jón Kr. Gíslason, Keflavík (114), Guðmundur Bragason, Grindavík (65), Birgir Mikaelsson, Skallagrími (60), Pétur Guðmundsson, UBK (51), Teitur Örlygsson, Njarðvík (47), Páll Kolbeinsson, Tindastófl (43), Guðjón Skúla- son, Keflavík (42), Jón Amar Ingvarsson, Haukum (22), Friðrik Ragnarsson, KR (19), Albert Óskarsson, Keflavík (Í6), Henning Henningsson, Skaflagrími (14), Kristinn Ein- arsson, Snæfelli (8), Bárður Eyþórsson, Snæ- felli (3), Pétur Ingvarsson, Haukrnn (0), Her- mann Hauksson, KR (0), Brynjar Harðarson, Val (0). -GH Flugeldasala Vals að Hlíðarenda Gott úrval af flugeldum frá Hjálparsveitum skáta Gott verð. Opið tii kl. 22 í kvöld og frá 9.00 til 17.00 á gamlársdag. Knattspyrnufélagið Valur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.