Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Blaðsíða 50
‘ 70
Afrnæli
Til hamingju með afmælið30. desember
75 ára 50 ára
Árni Þ. Ámason, Vesturgötu 34, Keflavik. Ingibjörg Sveinsdóttir, Hjaltabakka 12, Reykiavik. Fanney Edda Pétursdóttir, Kjarrhólma 24, Kópavogi. Þórður Kristjánsaoa, Ásgarði 6, Keflavík. Helga Aspelund, Holtastíg 13, Bolungarvík. Bjarni Marteinsson, Lyngbaga 3, Reykjavík.
70 ára
Langholtsvegi 165, Reykjavik. Sigþór Páisson, Laugavöllum 5, Egilsstööum. Jón G. Hjálmarsson, Skipasundi 35, Reykjavík. 60 ára 40 ára
Andrés Emil Bjarnason, Sjávargötu 34, Bessastaðahreppi. Einar Einarsson, Raftahlið 14, Sauðárkróki. Fríða Sigurðardöttir, Melteigi 9, Akranesi. Guðrún Fjeldsted, Ölvaldsstöðum IV, Borgarhreppi. Árni Bjarnason, MeistaravöHum 15, Reykjavík. Ingibjörg Gústafsdóttlr, Árnatúni 2, Stykkishólmí. Gunnvör Sigríður Karlsdóttir, Breiðvangi 5, Hafnarfirðí. Birgir Pétursson, Hraunbæ 132, Reykjavík.
Stefanía Ármannsdóttir, Aöalstræti 62, Akureyri Hún og eiginmaður hennar, Baldur Sig- urðsson, taka á móti gestum í Zonta- húsinu, Aðalstræti 54, frá kl. 17 til 20 á afmælisdagmn. Jósep Gestsson, Samtúni 26, Reykjavík. Sigrún Jónsdóttir, Staðarvör 11, Grindavík.
Bergþóra Þorsteinsdóttir
Bergþóra Þorsteinsdóttir húsmóðir,
Drápuhlíð 5, Reykjavík, verður átt-
ræðþann3.1.nk.
Fjölskylda
Bergþóra fæddist að Háholti í
Gnúpverjahreppi. Hún kvæntist
26.7.1968 Ingvari Jónssyni, f. 6.6.
1916, fiskvinnslumanni. Hann er
sonur Jóns Jónssonar og Sigurborg-
ar Guðmundsdóttur frá Hvammi í
Dýrafirði.
Foreldrar Bergþóru voru Þor-
steinn Bjamason, b. í Háholti,
og Ingibjörg Þorsteinsdóttir hús-
freyja.
Bergþóra og Ingvar taka á móti
gestum á afmælisdaginn, 3.1., í
Akstur Strætisvagna Reykjavíkur
um nýár 1992/1993
Gamlársdagur
Ekið er eins og venjulega á virkum dögum til kl.
13.00. Eftir það samkvæmt tímaáætlun helgidaga til
kl. 17.00 en þá lýkur akstri.
Nýársdagur 1993
Ekið er á öllum leiðum samkvæmt tímaáætlun helgi-'
daga í leiðabók SVR að því undandskildu að allir
vagnar hefja akstur um kl. 14.00.
Upplýsingar í símum 12700 og 812642.
Fyrstu ferðir Nýársdag 1993 og síðustu ferðir á gaml-
ársdag.
Leið Fyrstu Síðustu
ferðir ferðir
2 frá Grandagarði 13.52 16.52
frá Skeiðarv. 13.42 16.42
3 frá Suðurströnd 14.03 17.03
frá Efstaleiti 14.10 16.40
4 frá Holtavegi 14.09 16.39
frá Ægisíðu 14.02 17.02
5 frá Skeljanesi 13.45 16.45
frá Sunnutorgi 14.08 16.38
6 frá Lækjartorgi 13.45 16.45
frá Óslandi 14.05 17.05
7 frá Lækjartorgi " 13.55 16.55
frá Óslandi 14.09 17.09
8 frá Hlemmi 13.53 16.53
9 frá Hlemmi 14.00 17.00
10 frá Hlemmi 14.05 16.35
frá Selási 13.54 16.54
11 fráHlemmi 14.00 16.30
frá Skógarseli 13.49 16.49
12 frá Hlemmi 14.05 16.35
frá Súðurhólum 13.56 16.56
15 fráHlemmi 14.05 16.35
frá Keldnaholti 13.57 16.57
17 frá Hverfisgötu 14.07 17.07
111 frá Lækjartorgi 14.05 16.35
frá Skógarseli 13.55 16.55
112 frá Lækjartorgi 14.05 16.05
frá Vesturbergi 14.25 16.25
Leiðabók, græna kortið og farmiðar SVR eru til sölu á Hlemmi,
Lækjartorgi, Grensásstöð og skiptistöð í Mjódd.
Farmiðar eru nú einnig seldir á sundstöðum borgarinnar.
m
Magdalena Ingimundardóttir
Magdalena Ingimundardóttir, deild-
arfulltrúi hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, til heimilis að Skúla-
götu 40A, Reykjavík, er sextug í dag.
Starfsferill
Magdalena fæddist á ísafirði og
ólst þar upp. Hún flutti til Akur-
eyrar 1957 og átti þar heima til 1960,
var búsett í Hafnarfirði 1960-64, á
Akranesi 1964-83 og hefur síðan átt
heimaíReykjavík.
Magdalena lauk landsprófi frá
Gagnfræðaskólanum á Isafirði 1949
og stundaði nám við Húsmæðra-
skólann á Akureyri veturinn
1951-52.
Hún var ritari hjá bæjarfógetan-
um og sýslumanninum á ísafirði
1949-51, starfaði á skrifstofu Ríkis-
skips og við Flugradíóið á ísafirði
1953-55, starfaði á skrifstofu bæjar-
fógetans á Akureyri og skrifstofu
RAFHA í Hafnarfirði og vann síðan
hjá skrifstofu bæjarfógetans á Akra-
nesi sem ritari, í innheimtu og síðar
í þinglýsingum í sextán ár.
Fjölskylda
Magdalena giftist 25.4.1957 Her-
manni G. Jónssyni, f. 25.5.1921, lög-
fræðingi og síðast aöalfulltrúa hjá
bæjarfógetanum á Akranesi. For-
eldrar hans voru Jón Bjamason og
Anna Kristófersdóttir er bjuggu
austur á Síðu, í Hörgdal, Keldunúpi
og Mosum.
Börn Magdalenu og Hermanns
eru Jóhanna Hermannsdóttir, f.
15.6.1952, húsmóðir í Plaisir í
Frakklandi, gift Jean-Pascal Pouyet,
f. 15.6.1952, kerfisfræðingi og of-
ursta í franska hernum, en dóttir
þeirra er Anna Magdalena, f. 24.12.
1983; Auður Hermannsdóttir, f. 29.7.
1957, kennari í Reykjavík, gift Þóri
Kristinssyni trésmið, f. 1.12.1965;
Birgir Hermannsson, f. 18.8.1963,
stjómmálafræðingur við fram-
haldsnám í stjórnmálafræði; Anna
Hermannsdóttir, f. 11.6.1965, laga-
nemi við HÍ, í sambýli með Ingólfi
Bjömssyni viðskiptafræðingi, f. 2.2.
1963.
Hálfsystkini Magdalenu, sam-
feðra: Arni, f. 26.7.1911, klæðskeri
og síðar húsasmiður á Akranesi;
Sigurbjörg, f. 1912, d. 1923; Erlingur,
f. 13.8.1914, jámsmiður í Reykjavík;
Ingvi Jens Ingimundarson, f. 21.6.
1917, d. í júní 1948, vélstjóri; Oddgeir
Ingimundarson, f. 1918, d. 1923;
Haukur Ingimundarson, f. 9.1.1921,
klæðskeri í Kópavogi; Sigurgeir
Ingimundarson, f. 12.6.1924, verk-
stjóri í Reykjavík; Þórunn Ingi-
mundardóttir, síðar Þorkelsdóttir,
f. 24.6.1926, tannlæknir í Reykjavík;
Auðbjörg Ingimundardóttir, síðar
Pétursdóttir, f. 24.6.1926, húsmóðir
Magdalena Ingimundardóttir.
íKópavogi.
Alsystur Magdalenu eru Halldóra
Sigríður Ingimundardóttir, f. 22.9.
1930, húsmóðir í Hafnarfirði, og
Auðbjörg Ingimundardóttir, f. 27.1.
1934, skrifstofumaður í Reykjavík.
Foreldrar Magdalenu voru Ingi-
mundur Ögmundsson, f. 16.4.1881,
d. 28.5.1968, útgerðarmaður og síðar
byggingarmeistari í Reykjavík og á
ísafirði, og seinni kona hans, Jó-
hanna Sigríður Jónsdóttir, f. 14.7.
1892, d. 15.8.1980, húsfreyja á
ísafirði.
Magdalena verður með kvenna-
teiti í Safnaðarheimili Fríkirkjunn-
ar sunnudaginn 3.1. klukkan 12.30.
Til hamingju með afmælió 31. desember
85 ára
Mörk, Garðabæ.
Margrét Schram,
Glaðheiiaum 18, Reykjavik.
Jóhannes Björnsson,
Ytri-Tungu 1, Tjörneshreppí.
Sigurlaug Guðmundsdóttir,
Hvannabraut 5. Hafnarttreppi.
80 ára
Gísti N. Guðroundsson,
Hátúni 6, Reykjavík.
Guðni Björgvin Högnason,
Laxárdal I, Gnúpvetjahreppi.
75 ára
Helga Helgadóttir,
'Birkivöllum 27, Selfossi.
Jón Jonsson,
Hlégerði 8, Kópavogi.
Þuríður Guðmundsdóttir,
Snæfellsási 3, Neshreppi.
Jóhanna Bjarnfreðsdóttir,
Hararaborg 18, Kópavogi.
Ingibjörg Jónsdóttir,
Hálsi II, Kjósarhreppi.
ÓIi Kristinsson,
Höfðabrekku 11, Húsavík.
Ólafur Skaftason,
Hátúni 12, Reykjavik.
Elín S. Árnadóttir, 60 3T3
Skeiðarvogí 149, Reykjavík. ----------------------------------
Halidór Bárðarson, Sigmar Sigfússon,
Sólvöllum 5, Húsavík. Sigmarshúsi, Bískupstungnahreppi.
Anm Dóra HaBdórsdóttir,
Alf Houmölier Pedersen,
Laufvangi 18, Hafnarlirði.
Kristján Kgilsson,
Einimel 10, ReykjavLk.
Sigriður M. Sigurjónsdóttir,
Klapparbergi 17, Reykjavik.
Bjarni Jónas Ingimursson,
_ Akurbraut 6, Njarðvík.
Þorsteinn Kristinn Bjömsson,
Ægísbyggð 14, Ölafsflrði.
— Hilmar Steingrímsson,
Mosgerði 7, Reykjavík.
Menning__________________________
Jólaóratoría í Langholtskirkju
Jólaóratorían eftir Jóhann Sebastian Bach var flutt
í Langholtskirkju í gærkvöldi. Flytjendur voru Kór
Langholtskirkju og Kammersveit Langholtskirkju
ásamt með einsöngvurunum Ólöfu Kolbrúnu Harðar-
dóttur, sópran, Rannveigu Fríðu Bragadóttur, alt,
Michael Goldthorpe, tenór og Magnúsi Baldvinssyni,
bassa. Þá söng kórfélaginn Sigurbjörg Hjörleifsdóttir
einsöng. Stjómandi var Jón Stefánsson.
Það sjónarmið heyrist stundum að tónlist Bachs jaðri
við að vera einhæf. Menn bera þá einkum fyrir sig
hinn sterka púls sem hljóðfallið í flestum verkiun hins
mikla meistara mótast af. Má það til sanns vegar færa
að fjölbreytni lengdargilda er ekki sá efniviður sem
mest er gert úr í þessari tónhst. Hins vegar er í öðrum
efnisþáttum að finna hugmyndaauðgi og dýpt sem
ekki á sinn líka í gjörvallri tónlistarsögunni. Hér er
átt við lagferli, fjölröddun og hljómfræði. Má segja aö
hiö tiltölulega einfalda hljóðfall í verkum Bachs sé
einmitt ástæðan fyrir því hve hátt honum tekst að
færa hljómfræðina í haeðir í verkum sínum og hversu
vel hún nýtur sín. Þessi staða leggur sérstakan vanda
á heröar Bachflytjendum. Ekki aðeins þarf hljómfallið
að vera mjög nákvæmt flutt til þess að hin lóðrétta
samhljóman njóti sín til fulls, heldur býður þessi tónl-
ist upp á töluvert rými til túlkunar í meðferð hend-
inga. Má þar nefna margvíslegar áherslu- og styrk-
breytingar, sem ekki eru í nótunum en tilheyra túlkun-
arhefðinni, og nota má m.a. til að mynda nýjar taktteg-
undir misstígt viö grunninn eftir því sem verkast vill.
Það er engin ástæða til að láta sér leiðast hljómfalhð
hjá Bach þegar flytjandinn notar þessi tækifæri af
sannri list.
Þótt þessar heldur tæknilegu hugleiðingar hafi hrot-
ið úr fingrum. gagnrýnanda er ekki svo að skilja að
flutningurinn á Jólaóratoríunni í gærkvöldi gefi sérs-
takt tilefni til slíks. Þvert á móti var það skáldskapur
verksins sem mest orkaði á hug áheyrenda, en með
skáldskap er hér átt við það inntak sem eftir stendur
þegar öllum tæknilegum atriðum hefur verið ýtt til
hliðar. Bach sameinar í þessu verki göfugan boðskap
og ríkar tilfinningar með hætti sem lætur engan ós-
nortinn. Þessu komu flyljendur í gærkvöldi á fram-
færi með áhrifaríkum hætti. Hinu er ekki að neita að
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
það gleður einnig andann að sjá við nánari skoðun
hversu Bach nær markmiðum skáldskaparins með
greindarlegum hætti og hversu skipulegur og prak-
tískur hann er í vinnubrögðum sínum.
Flutningurinn tókst í aðalatriðum mjög vel eins og
áður sagði. Þó var hann misgóður. í atriði nr. 10, hinni
frægu sinfóníu hjarðljóði t.d., var byrjað of hratt. Þessi
kafli nýtur sín ekki í mjög hröðum flutningi m.a. vegna
þess að hinir punkteruðu þríhljómar aðalstefsins þurfa
einnig að gera sig í bassanum og þarfir hins diúpa
hljóðs setja hraða skorður. Sem betur fer drógu tré-
blásaramir úr hraðanum í fyrsta millispili og eftir það
náðist samkomulag um mátulegan hraða. Upphaf-
skaflinn var mjög áhrifaríkur og fluttur af tilþrifum
og svo var um margt annað. Einsöngvararnir komu
allir út með prýði. Rannveig Fríða söng sérlega vel
og alt aríurnar nr. 4 og sú nr. 19 voru með bestu atrið-
unum. Kórinn og hljómsveitin og stjómandinn sýndu
oft hins ágætustu tilþrif og sungu og léku ekki aðeins
af öryggi þess sem þekkir, heldur einnig gleði þess sem
elskar það sem hann flytur.