Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Blaðsíða 52
72 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992. Afmæli Matthías Frímannsson Matthlas Frímannsson, kennari viö Fjölbrautaskólann í Breiðholti, til heimils aö Efstahjalla 23, Kópavogi, er sextugurídag. Starfsferill Matthías fæddist í Grímsey en ólst upp í Hrísey frá því á þriöja ári og fram á þaö fimmtánda. Aö barna- skólanámi loknu var hann einn vet- ur í Flensborg í Hafnarfirði, tók landsprófá Laugarvatni 1949, stúd- entspróf frá MR1953, lauk fyrsta og öðru stigi til BA-prófs í þýsku viö HÍ1958, lauk guðfræðiprófi frá HÍ í ársbyrjun 1959, stundaði framhalds- nám við Kielarháskóla í kirkjusögu, predikunarfræði ogþýsku 1956-57, stundaði námskeið í þýsku við Múnchenháskóla 1963, lauk prófi í uppeldis- og kennslufræðum við HÍ 1967, stundaði þýskunámskeið í Hamborg 1979, í Liibeck 1981 og í Weimar 1986, og stundaði nám í germönskum fræðum við Philipps- Universitát í Marburg í Hessen 1982-83. Matthías var kennari við Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar 1959-64, við Réttarholtsskólann 1964-70, við Al- þýðuskólann á Eiðum 1970-77 og við Fjölbrautaskólann í Breiðholti frá 1977. Matthías kenndi þýsku við Námsflokka Reykjavíkur 1959-60, á vegum Germaníu 1964-70, var stundakennari viö Matsveina- og veitingaþjónaskólann 1959-64 og prófdómari í frönsku við sama skóla 1959-70, stundakennari viö MR 1967-68 og viö MH1968-69. Þá var hann leiðsögumaður erlendra ferða- manna fjölda sumra frá 1969 og að hluta íslenskra ferðamanna erlend- is frá 1982. Hann er löggiltur dóm- túlkur og skjalaþýðandi frá 1981. Matthías var inspector platearum í MR, ritari Félags guðfræöinema 1955-56, gjaldkeri í fyrstu stjórn Fé- lags þýskukennara 1970 og 1978-81 en formaður þar 1981-82, formaður Kennarafélags Fiölbrautaskólans í Breiðholti 1978-80, trúnaðarmaður kennara þar 1980-82, ritari Lions- klúbbsins Múla á Fljótsdalshéraði 1971-72 og Lionsklúbbsins Munins í Kópavogi 1978-79 en formaður hans 1984-85, svæðisstjóri hjá Lions- hreyfingunni á svæði 61987-88 og umdæmisstjóri Lionshreyfingar- innar í umdæmi 109 A1990-91. Hann er nú trúnaðarmaður kennara í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Fjölskylda Matthías kvæntist 18.8.1964 Hilde- gard Klein, f. 11.3.1936, hjúkrunar- konu er nú starfar við heimahjúkr- un hjá Reykjavíkurborg. Hún er frá Heilsberg í Austur-Prússlandi, dótt- ir Albert Klein, er lést 1977, og Ger- trud Klein er lést 1986. Börn Matthíasar og Hildegard eru Magnús, f. 13.7.1965, stúdent og meðferðarfulltrúi hjá Svæðistjóm- un fatlaðra í Reykjavík og á Reykja- nesi og háskólanemi í þýsku og heimspeki; Ragnar, f. 13.6.1966, matreiðslumaður sem rekur fyrir- tækið Veislueldhúsið Gæðamat; Katrín, f. 19.9.1967, sjúkraliði og háskólanemi í þýsku í Múnchen. Matthías átti þrjár systur og er ein þeirra á lífi. Látnar eru Guðný, f. 1920, d. 1983, og Sigríður, f. 1926, d. 1967. Á lífi er Þóra, f. 1921, húsmóð- ir á Siglufirði, gift Ægi Jónssyni en synir þeirra eru laga- og textasmið- imir Gylfi, Lýður, og Jón, auk Sig- urðar, prests í Bolungarvík, og Matthíasar, ritara hjá íslenska álfé- laginu, en hálfsystir þeirra, sam- mæðra, er Ríkey Ingimundardóttir listakona, móðir Rutar Reginalds söngkonu. Foreldrar Matthíasar voru Frí- mann Sigmundur Frímannsson, f. 9.10.1897, d. 23.3.1934, útvegsb. í Grímsey, og kona hans, Emilía Guð- rún Matthíasdóttir, f. 26.7.1894, hús- freyja. Matthías Frímannsson. Matthías og fjöldskylda hans dvelja í Suður-Þýskalandi yfir jól og áramót en heimihsfang þeirra þar er Gut Schlickenried, 8157 Schhc- kenried bei Dietramszell, BRDeutschland. Torfhildur Sigríður Guðbrandsdóttir Torfhildur Sigríður Guðbrands- dóttir húsmóðir, Hlévangi, Faxa- braut 13, Keflavík, varð áttatíu og fimm ára sl. mánudag, þann 28.12. Fjölskylda Torfhildur fæddist í Ólafsvík og ólst þar upp. Hún gifti sig 1.10.1936 Matta Ósvald Ásbjömssyni, f. 11.8. 1912, verkamanni. Hann er sonur Ásbjöms Eggertssonar, formanns og fiskimatsmanns í Ólafsvík, og Ragnheiðar Eyjólfsdóttur húsmóð- ur. Börn Toríhildar og Matta eru Gunnar B. Mattason, f. 16.9.1938, starfsmaður snjóruðningsdeildar slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli, búsettur í Keflavík, kvæntur Indí- önu Jónsdóttur frá Akureyri, hús- móður, og eiga þau fimm böm og niu bamaböm; Oddný J.B. Matta- dóttir, f. 10.1.1945, húsmóðir í Kefla- vík, gift Stefáni Ö. Kristjánssyni frá Noröurhlið í Aðaldal, bifvélavirkja hjá Essó á Keflavíkurflugvelli, og eiga þau þrjú börn og þrjú barna- börn. Toríhildur átti fimm systkini sem nú eru öll látin. Systkini hennar voru Vilberg, f. 1896, fórst með fiski- bát 1918, sjómaður í Ólafsvík; Bald- ur, f. 1898, d. 1978, formaöur og fiski- matsmaður í Ólafsvik; Oddný, f. 1901, d. 1942, húsmóðir í Ólafsvík og síðar í Keflavík; Skarphéðinn, f. 1906, d. 1987, sjómaður ogsíðast fiskimatsmaður í Ólafsvík; Guðrún, f. 1909, lést af slysfórum 1938. Foreldrar Torfhildar vom Guð- brandur Sigurðsson, f. 22.8.1869, d. 1940, formaður og hreppstjóri í Ól- afsvík, og kona hans, Jóhanna Val- entínusardóttir, f. 12.3.1870, d. 1966, húsmóðir. Torfhildur Sigríður Guðbrands- dóttir. Konráð Gíslason Til hamingju með afmælið 3. janúar 95 ára 60ára Konráð Gíslason bóndi, Furulundi IV, Varmahlíð, verður sjötugur þann2.1.nk. Starfsferill Konráð fæddist að Frostastöðum í Akrahreppi en ólst upp í Eyhildar- holti í Rípurhreppi. Hann stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugar- vatni 1938-40 og er búfræðingur frá Hólaskóla 1942. Konráð vann á búi foreldrar sinna til 1947, var í brúarvinnu næstu þrjú sumur og á vertíð í Vestmannaeyj- um þá vetur en bóndi á Frostastöð- um 1950-84. Konráð stundaði barnakennslu 1946-47,1962-63 og 1984-88. Hann sat í skólanefnd Akrahrepps 1958-62, í sóknarnefnd í nokkur ár, var for- maður Búnaðarfélags 1958-67, sveitastjóri 1962-66, satí sýslunefnd 1962-86, í sýsluráði frá 1975, var end- urskoðandi sýslureikninga 1969-74, sat í stjórn Sjúkrahúss Skafirðinga 1967-71, var lengi í Varmahlíðar- stjóm og formaður hennar seinni árin. Hann var fulltrúi Skagafjarð- arsýslu á Fjórðungsþingum Norð- lendinga frá 1975-86 og í milliþinga- nefndum þess, einkum um vega- og dreifbýlismál. Hann sat í jarðanefnd Skagafjarðarsýslu 1976-88, var stefnuvottur frá 1960 og um langa hríð, sat í stjóm Kaupfélags Skag- firðinga frá 1978-90 auk þess sem hann sat í stjórnum búfjárræktar- félaga, lestrarfélags og ungmenna- félags. Hann sat í stjórn hesta- mannafélagsins Stíganda 1965-74 Konráð hefur skrifað greinar í dagblöð, einkum minningargreinar um látna samferðamenn auk þess sem hann skráði sextíu ára sögu Karlakórsins Heimis í Skagafirði. Fjölskylda Konráð kvæntist 1.12.1957 Helgu Bjarnadóttur, f. 13.12.1935, hús- freyju og skólastjóra. Hún er dóttir Bjarna Halldórssonar, f. 25.1.1898, d. 15.1.1987, b. á Uppsölum i Blöndu- hlíð, og Sigurlaugar Jónasdóttur, f. 8.7.1892, d. 13.10.1982, húsfreyju. Börn Konráðs og Helgu eru Gísh Rúnar, f. 22.8.1957, smiður á Sauðár- króki, kvæntur Bjarnfríði Hjartar- dóttur og á hann tvö böm og þrjú stjúpbörn; Sigurlaug Kristín, f. 5.5. 1960, fóstra á Sauðárkróki, gift Sig- urióni Margeir Alexanderssyni og eiga þau tvö börn; Bjarni Stefán, f. 5.5.1960, framkvæmdastjóri í Reykjavík, kvæntur Ágústu Ólafs- dóttur; Kolbeinn, f. 15.1.1963, smið- ur í Varmahlíð, kvæntur Lindu Gunnarsdóttur og eiga þau tvö börn; Þorleifur, f. 15.1.1963, starfsmaður Steinullarverksmiðjunnar á Sauð- árkróki, kvæntur Önnu Maríu Gunnarsdóttur og eiga þau tvö börn. Systkini Konráðs: Magnús Hall- dór, f. 23.3.1918, b. og blaðamaður á Frostastööum, kvæntur Jóhönnu Þórarinsdóttur og eiga þau íjögur böm; Sveinn Þorbjörn, f. 10.6.1921, b. á Frostastöðum, kvæntur Lilju Sigurðardóttur og eiga þau þijú böm; Rögnvaldur, f. 16.12.1923, sýsluskrifari á Sauðárkróki, kvænt- ur Sigríði Jónsdóttur og eiga þau fjögur böm; Gísli Sigurður, f. 26.6. 1925, brúarsmiður að Miðgrund, kvæntur Ingibjörgu Jóhannesdótt- ur og eiga þau eitt bam; Frosti, f. 14.7.1926, b. að Frostastöðum, KonráðGíslason. kvæntur Jórunni Sigurðardóttur og eiga þau Qögur böm; Kolbeinn, f. 17.12.1928, b. í Eyhildarholti; Ámi, f. 21.1.1930, b. í Eyhildarholti, kvæntur Ingibjörgu Sveinsdóttur og eiga þau Ijögur börn; María Kristín Sigríöur, f. 4.8.1932, húsmóðir á Sauöárkróki, gift Áma Blöndal; Bjami, f. 8.4.1933, b. og skólastjóri í Eyhildarholti, kvæntur Salbjörgu Mámsdóttur og eiga þau fimm börn; Þorbjörg Eyhildur, f. 26.8.1936, hús- freyja að Syðstu-Gmnd, gift Sæ- mundi Sigurbjörnssyni og eiga þau sexbörn. Foreldrar Konráðs voru Gísli Magnússon, f. 25.3.1893, d. 17.7.1981, b. í Eyhildarholti í Skagafirði, og kona hans, Guðrún Stefanía Sveins- dóttir, f. 29.7.1895, d. 13.8.1977, hús- freyja. Konráö verður að heiman á af- mælisdaginn. Fanný Sigríður Lárusdóttir, Garövangi, Garði. Sigríður Ólafsdóttir, Hátúni 4, Reykjavík. 90 ára Arndís Þorkelsdóttir, Fríkirkjuvegi l,ReyKjavík. 75 ára AlanBoucher, Tjarnargötu 41, Reykjavík. Svala Kristbjörnsdóttir, Furugerði 1, Reykjavík. Steinunn Haraldsdóttir, Njörvasundi 18, Reykjavík. Eyþór Stefánsson, Haihargötu 17, Grindavík. Þorkell Ámason, Heiðarhrauni 45, Grindavík. Jón Jónsson, Grundargili, Reykdælahreppi. Þuríður Þorsteinsdóttir, Engihjalla9, Kópavogi. Margrét Sigurðardóttir, Sporðagranni 10, Reykjavík. Þórir Magnússon, Syðri-Brekku, Sveinsstaðahreppi. Sigursveinn Helgi Jóhannesson, Lambastaðabraut8, Seltjarnarnesi. Halldór Kristjánsson, Mýrum 7, Patreksfirði. Þorsteinn Glúrasson, Vallakoti, Reykdælahreppi. Erna Dóra Marelsdóttir, Álfheimum 7, Reykjavík. 50 ára Ingveldur Eiðsdóttir, Leynisbraut 10, Grindavík. Bragi Finnsson, Austurbraut 4, Keflavik. 40 ára Arnheiður Jónsdóttir, Marklandi4, Reykjavík. Guðný Kristín Garðarsdóttir, Norðurvangi 7, Hafnarfirði. Kristín Edda Jónsdóttir, Flúðaseli 44, Reykjavík. Rósa Sigurlaug Eiríksdóttir, Löngumýri 11, Garðabæ. Kolbrún Stefánsdóttir, Hlíöarhjalla 65, Kópavogi. Höskuldur H. Einarsson, Blöndubakka ll, Reykjavík. SigurðurP. Ingólfsson, Brekkugötu 21, Dalvik. Skírnir Björnsson, Þórsmörk9, Hveragerði. Bergsteinn Ómar Óskarsson, Bragagötu 32, Reykjavík. Sveinn Klausen, Útsölum, Seltjarnamesi. 70 ára FYRSTU SKREF1N ERU - SMÁAUGLÝSHGAR!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.