Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992.
Spumingin
Hvað eyðir þú miklu
íflugelda?
Vilhelm Lúðvíksson lyfsali: Það er
keyptur einn stór í]ölskyldupakki.
Birgir Jóhannsson lögreglumaður:
Ég kaupi fyrir um það bil 5 þúsund
krónur.
J
Ragnar Freyr Pálsson nemi: Ég
hugsa að ég eyði um 3.500 krónum í
tívolíbombur, ég kaupi ekkert smá-
drasl.
Sigmar Ingólfsson framreiðslumað-
ur: Það verða um þaö bil 5.000 krón-
ur. Ég eyddi engu í fyrra en er ríkari
nú.
Anna Björnsdóttir bóndi: Ég kaupi
einn miölungsfjölskyldupakka fyrir
2-3 þúsund krónur.
Þórlaug Hildibrandsdóttir nemi:
Engu, ég kaupi ekki flugelda.
Lesendur
Vöruverð eitt
- kaupmáttur annað
Gunnlaugur Júlíusson skrifar:
Hinn 10. des. sl. eru birtar í DV
niðurstöður úr tveimur verðkönn-
imum á matvörum og fleiru sem gerð
var hér og erlendis. Það vekur at-
hygli að af þeim niðurstöðum sem
þama birtust eru dregnar aðrar og
meiri ályktanir en hægt er að gera
ef faglega væri staðið að hlutunum.
Að skoða smásöluverð í verslunum
í hinum ýmsu löndum segir einungis
hálfa sögu um verðlag. Verðlagning-
in er nefnilega eitt en kaupmátturinn
annað. Sá tími sem það tekur
ákveðna stétt manna að vinna fyrir
ákveðnu vörumagni í mismunandi
löndum gefur miklu réttari mynd af
kaupgetu heldur en hrár saman-
burður á verðlagi.
Sænska landbúnaðartímaritið
LAND birtir árlega yfirlit um hvað
iðnaðarmaður í ákveðnum launa-
flokki og með ákveðinn starfsaldur
er lengi (margar mínútur) að vinna
fyrir matarkörfu sem inniheldur
ácveðið magn af algengum neyslu-
vörum. Þannig fæst raunhæfur sam-
anburður milh landa á kaupgetu al-
mennings varðandi matvæli. Það
vekur einnig athygli, þar sem fjallað
er um niðurstöður verðkönnunar
Neytendablaðsins, að hvergi er t.d.
minnst á að í Englandi er enginn
virðisaukaskattur á matvælum og
mjög lágur í Þýskalandi. Á sama tíma
er mjög hár VSK lagður á matvæh á
Norðurlöndum. Þaö gefur betur en
annað tíl kynna aö slíkur saman-
burður á verði segir einungis hálfa
söguna og verður að draga ályktanir
„Að skoða smásöluverð í verslunum í hinum ýmsu löndum segir einungis
hálfa söguna um verðlag," segir m.a. í bréfinu.
af honum í samræmi við það.
Vitnað er t.d. í verðkönnun frá Int-
emational Information Service þar
sem kemur fram samanburður á
verði í ýmsum löndum. M.A. er sagt
aö dýrast sé að hreinsa jakkafót á
íslandi en ódýrast á Indlandi. Nú
þekki ég ekki launataxta á Indlandi
en það getur verið eins erfitt eða erf-
iðara fyrir almennan launamann þar
í landi að borga upphæð er samsvar-
ar 95 ísl. kr. og fyrir íslending að
borga þúsundkall. Svona saman-
burður segir því akkúrat ekki neitt.
Ég man eftir því að formaður Neyt-
endasamtakanna kom fram í sjón-
varpi á sínum tíma og skýrði frá því
að kílóið af svínakótelettum kostaði
um 100 krónur á Kýpur. Hvað segir
það okkur? - Nákvæmlega ekki neitt.
Sósíaldemókratískt samrunaf erli
Snorri Bjarnason skrifar:
Rússneska byltingin 1917 gaf mörg-
um von og trú um betri heim með
jöfnuði og bræðralagi. Og víst lá að
baki hugsjón. En eftir dauða Leníns
hrifsaði skúrkurinn Stalín völdin og
flutti fólk nauðugt nhlli landa til að
uppræta þjóðerniskenndina og gera
aha að Sovétborgurum. Nú vita allir
hvernig það fór og finnst sjálfsagt
mörgum að þeir hafi „trúað“ of lengi.
Fyrir 1939 voru margir hrifnir af
Þýskalandi Hitlers en eftir 1945 vhdu
fáir viðurkenna það. Eftir lok stríðs-
ins lifði samt stórríkisdraumurinn
áfram og annað stríð upphófst. Nú
voru það Frakkar sem tóku upp
þráðinn. Baráttuaðferðum var
breytt. Nú voru fundin upp ný slag-
orð eins og Efnahagsbandalag og
Viðskiptabandalag til að fá þjóðimar
til að renna sjálfviljugar saman. Og
orðið þjóðerniskennd var gert að
skammaryrði. Þetta hafa menn svo
kallað sammnaferli.
Þetta átti líklega að vera eitthvað
því líkt þegar bændur sleppa fé sínu
á afrétt á vorin og allt rennur saman
í eina hjörð. Þarna átti að vera um
að ræða sósíaldemókratískt sam-
yrkjubú. En hlutirnir hafa æxlast á
ýmsa vegu frá því að Hitler sálugi
varð frá að hverfa og nú verða það
ekki Frakkar sem mynda meirihluta
í stjórn búsins heldur Þjóðverjar.
Ef þeim sem nú reyna að keyra
EES-samninginn í gegnum Alþingi
tekst að fá hann staðfestan og síðan
sæi forseti íslands sig knúinn th,
samvisku sinnar vegna, að neita að
fullghda hann myndu þá ekki ein-
hverjir þingmenn gjarnan vhja láta
gleymast hvernig þeir greiddu at-
kvæði? Viö hin myndum fagna því
að fá að vera áfram það sem við er-
um. Frjáls og fullvalda þjóð og hylla
okkar ástkæra forseta.
Að kunna sitt fag
Árni Gunnarsson skrifar:
„Svona á að reka leikhús. - Þetta
heitir að vinna fyrir fólkið og með
fólkinu. Og hér eignast þau stóran
hóp af nýjum og tryggum áhorfend-
um og aðdáendum." - Eitthvað á
þessa leið hugasði ég eftir að hafa
heimsótt Borgarleikhúsið með litilli
dóttur minni og vinkonu hennar fyr-
ir nokkru þegar leikhúsið opnaði dyr
sínar fyrir gestum og gangandi og
kynnti þeim töfra og leyndardóma
leikhstarinnar.
Mikið óskaplega var gaman. - í
stóra salnum sat urmull af bömum
sem af stakri athygli fylgdust með
æfingum á Ronju ræningjadóttur.
Þau hurfu inn í stórkostlegan heim
ímyndunaraflsins og fengu þar að
kljást við ráðgátur góðs og ills. Þau
fengu að kynnast þeirri gífurlegu
Hringið í síma
milli kl. 14 og 16
-eða skrifið
Nafn og símanr. veróur að fylgja bréfum
Opið Borgarleikhús. - Börnin hurfu inn í stórkostlegan heim ímyndunarafls-
ins. DV-mynd ÞÖK
vinnu, sem að baki leiksýninga býr,
komust í návígi við sviðsmyndina og
leikarana, námu tónhst, texta og
leikhljóð og vom nánast ófáanleg til
að hverfa á brott.
Bömin gátu jafnframt skroppið inn
í ævintýraheima barnabókanna í
bókahomi þar sem leikarar lásu um
hvunndagshetjur æskunnar. Börn á
miðjum aldri hlustuðu á flutning
laga úr væntanlegum leikverkum og
á góðan djass frá brassbandi með
tæra hljóma. - Svo var hægt að kaupa
bragðgóðar veitingar á hæfilegu
verði, jafnvel lostætar Sörur.
Mikiö var gaman. - Svona eiga leik-
hús að vera og svona á að nálgast
fólkið og kynna því starfsemina. Ég
þakka öllum í Borgarleikhúsinu fyr-
ir ljúfa og góða skemmtun. Það
reyndist ekki nóg að fara á laugar-
deginum. Ég fór aftur á sunnudegin-
um, en það var fyrir orð ákveðinnar
ungrar stúlku sem þurfti að opna
fleiri vinum nýjan heim. - Kærar
þakkir og lifið heil.
Afnemiðskatta-
forréttindin
Svavar skrifar:
Ég vil taka undir skoðun í kjall-
aragrein í DV 22. des. þar sem
Snjólfur Ólafsson, dósent við HÍ,
ræddi um breytingar á tekju-
skatti. Hann leggur til að tekju-
skattur verði i tveimur stigum,
iægra þrepið verði 32% og leggist
á laun upp að 120 þús. kr. og á
laun umfram 120 þús. kr. leggist
40% tekjuskattur.
Einnig að launþegar greiði
tekjuskatt óháð starfsgrein og sú
eina stétt, sem nú nýtur forrrétt-
inda, þ.e. sjómenn með skattaaf-
slátt, verði svipt þeim eða þau
skert um þriðjung. - Auðvitað á
að afnema forréttindi í sköttum.
Fjármálafrísvæði
úr sögunni?
Kjartan Guðmundsson hringdi:
Þar sem komið hefur fram í
skýrslu alþjóðlegs ráðgjafarfyrir-
tækis fyrir hönd sérstakrar
nefndar forsætisráðherra að eng-
ar forsendur séu fyrir stofnun
gármálafrísvæðis hlýtur ríkis-
stjómin að gefa út um þetta yfir-
lýsingu. - Málið er nefhhega það
að margir landsmenn standa enn
í þeirri trú að hér kunni að skap-
ast skilyrði til fríverslunar við
eða í kringum Keflavíkurflugvöll.
En slíkt svæði tengist órjúfanlega
því sem kahast fjármálafrísvæði.
Það er því timbært að ríkisstjórn-
in láti ekki fólk vera í óvissu um
hvort hér er rétt með farið hjá
hinu alþjóðlega ráðgjafarfyrir-
tæki eða ekki.
Lokaðáað-
fangadag
Hulda skrifar:
Ég var á Laugaveginum á tólfta
tímanum sl. aðfangadag og ætlaði
m.a. að koma við í raftækjaversl-
un í götunni til aö ná í perur sem
mig bráðvantaði. - En því miður
- verslunin var lokuð. Og það
voru fleiri verslanir sem voru
lokaðar þennan morgun. - Það
þýðir lítið fyrir kaupmenn að
berja sér og kvarta yfir lítilli
verslun þegar þeir loka á fólk á
verslunartíma sem það hefur
vanist að geta notað til aö gera
síðustu innkaup. - Lokaðar versl-
anir í miðbænum t.d. á laugar-
dögum gefa fólki einnig ástæðu
til aö sniðganga þennan fyrrum
fjölfarna verslunarstað,
Elísaekkiítakt
viðtímann
Jón Árnason skrífar:
Ég hafði á tilfinningunni að
ekki væri tímabært núna að færa
upp söngleikinn My Faír Lady.
Ekki vegna þess að leikurinn hafi
ekki verið skemmtilegur heldur
einfaldlega vegna þess að þetta
stykki er ekki í takt við tímann í
dag. Margir hér eru búnir að sjá
söngleikinn og vhja ekki skemma
minninguna um hann. Það verð-
ur vissulega að höfða til allra
landsmanna þegar svona viða-
mikh verk eru færð upp til að ná
sem flestum gestum. - Mér kæmi
ekki á óvart þótt þetta væri mis-
ráðin uppfærsla nú.
Félag kúabænda
H.B. hríngdi:
Mér þykir ógnvænlegt að lesa
um að líka f bændastétt skuli
ghda saraa lögmál og varðandi
launþega, að þvinga á bændur,
sem ekki vhja vera í ofannefnd-
um félagsskap, til að greiöa fé-
lagsgjald. - Allir vita að launþeg-
ar eru að reyna aö bijótast undan
oki félagasamtaka. Þurfum við
að bíða þar til samræmd löggjöf
EES losar okkur undan félagaof- ;
stækinu og þeim kvöðum sem
félögum fylgir?