Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Blaðsíða 10
10 LAUGAKDAGUR 27. MARS1993 „Allt frá því að ég man fyrst eftir mér hef ég haft yndi af hestum. Ég var ekki nema á fyrsta ári þegar ég eignaðist merfolald. Það bar þannig til að afi minn, Páll á Guðlaugsstöð- um, sem átti fjölda hrossa, varð fyrir því óhappi að það slasaðist hjá hon- um folald. Tii stóð að lóga folaldinu. Það var hins vegar vel ættað og hann tímdi því ekki, sagöi best að prófa hvað nafni sinn væri heppinn og ánafnaði mér folaldið. Síðan þá hef ég alltaf átt eitthvað af hrossum. Ég fékk leyfi til að setja á folöld og þegar ég var 8 ára gámall átti ég 8 hross. Það þótti nokkuð hjá ungum strák. Þá seldi ég eitt hrossanna minna, ungan fola, og keypti íslendingasög- umar fyrir andvirðið.“ Það er Páll Pétursson, alþingis- maður og bóndi á Höllustööum, sem hér segir frá upphafi hestamennsku sinnar og dálætis á hestum. Páli lenti í því fyrir nokkru að vera krafinn um lausnargjald fyrir þriggja vetra graðfola sem hann á og talinn var hafa sloppiö úr girðingu á Höllustöð- um. Páll var beðinn um að segja frá hrossarækt sinni og fleiru henni tengdri. Búið kostaði námið „Þegar ég fór í menntaskóla átti ég orðið dálítinn bústofn, kindur og hesta. Þessi bústofn minn gaf ögn af sér og það dugði mér fyrir náms- kostnaði. Þegar ég lauk stúdents- prófi, ákveöinn í að verða bóndi, stóð þannig á að ég átti eftir 3 þúsund krónur. Það var mitt fyrsta búskap- arverk að kaupa rauðskjóttan grað- fola af Sigurði frænda mínum Jóns- syni frá Brún. Fohnn var undan hryssu Sigurðar, sem hét Óvera, undan Gjóstu 1882. Þessi foh lánaðist mér ágætlega. Hrossin mín em frá honum komin eða hann er á bak við þau væri réttara að segja. Hann hét Páll Pétursson, alþingismaöur og bóndi á Höllustöðum, með Tjald, þriggja vetra graðfoiann sem slapp úr girðingu á dögunum. Páll leysti hann aftur til sin með því að greiða 15 þúsund króna lausnargjald. DV-mynd Magnús Ólafsson undir hnakknum að ég tímdi ekki að setja hana í folaldseign fyrr en seint og um síðir. Undan henni fékk ég þijá hesta og þessi brúnskjótti þriggja vetra foh er sá yngsti þeirra. Faðir hans er Náttfari 776.“ - Er þetta gæðingsefni? „Það er best að fullyrða ekkert. En eftir því sem hann hreyfir sig trúi ég ekki öðru en hann sé reiðhests- efni, enda foreldrarnir góðir. Ég verð líklega að gelda hann innan fárra ára úr því að svona er amast við honum. Ég ætla þó að nota hann í það minnsta í 2 ár enn. Það er og fyrir- hafnarsamt að vera með stóðhesta. Og greinhega ekki vinsælt. Óhöpp geta komið fyrir eins og að missa frá sér graðan hest. Það er ákaflega ámæhsvert að passa ekki upp á hesta sína og graðpening. Ég vil með engu móti vinna nábúum mínum tjón meö því að graðhestar mínir séu að gera þeim bölvun. Ég hef reyndar ekki átt graðhest í mörg ár fyrr en í fyrra. Það er nú að mörgu leyti skemmti- legra að hafa óvanaðan gæðing undir hnakknum. Það er með ákveðnum hætti partur af eilífðinni að ríða á æxlunarfæru gæðingshrossi og hafa það í undirmeövitundinni að ein- hvern tíma eignist maður annan gæðing undan því. Sigurður í Krossanesi í Skagafirði, hestamaður og hagyrðingur, orðaði þetta svo, ríð- andi á graðhesti sínum: Eru fjögur undir mér eistu, dável sprottin. Ég af hjarta þakka þér þessa sköpun, Drottinn. Látum ógjarnan okk- ar hlut - Málatilbúnaðurinn í kringum handsömun þessa fola þykir manni mikill og skrýtinn. Þiö eruð mikhr málafylgjumenn, Húnvetningar, all- Menn svekktir ef graðhestar annarra gera þeim bölvun - rætt við Pál Pétursson, alþingismann og bónda á Höllustöðum Lokkur þessi hestur en var aldrei sýndur. Út af honum eru komnir hestar sem hafa vakið athygh. Frægastur er sjálfsagt Hrímnir frá Varmalæk, einn fegursti hestur sem menn hafa séð, og brúnsokki Leopolds á Hreða- vatni. Lokkur var sérstakur að því leyti til að hann var mjög taugasterk- ur, óbhandi að kjarki og gaf viljugur. Hrossin okkar að Höhustöðum eru komin út af hrossum Sigurðar frá Brún, mest frá hesti sem hét Svalur 180 á Guðlaugsstöðum en hann var undan Þokka 104. Annar sonur Þokka var Ægir 134 á Brandsstöðum. Hann var afi Fengs 457 á Eiríksstöð- um. Ég vissi það þegar ég hóf búskap að það var enginn maður betur ríð- andi í Húnavatnssýslu og þótt víðar væri leitað en Guðmundur Sigfús- son, bóndi á Eiríksstöðum, mikih hestamaður, hrossaræktandi og öð- hngsmaður. Gráu hestamir Við hjónin eignuðumst undan Feng nokkur hross. Þar á meðal prjá gráa hesta. Tveir þeirra voru nafnkenndir reiðhestar: Fálki, sem ég átti fyrir reiðhest í ahmörg ár, skörulegur og fahegur klárhestur með tölti. Hinn hét Smyrih. Hann var hestur konu minnar, góður alhhða hestur. Þessir hestar komu oft fram á sýningum og góðhestakeppni og stóðu ahtaf fram- arlega þegar þeir voru sýndir. Sá þriðji hét Grátittlingur og var grað- hestur, 693. Hann var sístur þeirra í úthti en ágætur reiðhestur. Undan honum komu gangfim vhjahross. Ég gef mikið fyrir vhja. Lífið er skemmtilegt og maður á ekki að eyða því í að ríða lötum hestum sem mað- Hér situr Þorkell Bjarnason hrossa- ræktarráöunautur Náttfara 776, einn mesta skeiðhest landsins, á fjórö- ungsmóti í Reykjavík 1985. Náttfari er faðir Tjalds. DV-mynd EJ ur þarf að hjálpa áfram. Þessir hestar voru raunar hvítir en ekki gráir. Ég lagði mig á tímabih eftir hvítum hest- um. Mér þykir hvíti hturinn allra hta fallegastur á hestum. Þessu hefur þó farið nokkuð aftur í seinni tíð. Nú er orðið margt rautt, hka skjótt og það er betra. Ábágtmeð að selja hesta - Ertu með skipulagða hrossarækt með þaðfyrir augum að selja hross? „Nei. Ég hef alla tíð hugsað um það eitt að eiga hross mér og mínum til ánægju. Ég bý við sauðfé og naut- gripi til að hafa tekjur. Hrossin hafa aha tíð bara verið til skemmtunar. - Hvað áttu mörg hross? Á Höllustöðum eru rúmlega 30 hross um þessar mundir. Oftast hafa þau verið á mhh 30 og 40. Æth við séum ekki með um 20 á jámum yfir sumarið. Öll eru hrossin okkar tam- in, þau fullorðnu, nema eitt, og góðir reiðhestar.“ - Hver telurðu vera helstu einkenni þinna hrossa? „Ég vildi geta sagt þér að það sé vhjinn. Ég tel hann eftirsóknarverð- astan af öllum kostum. Ég er með sérvisku í þessu. Mér leiðast lullar- ar. Ég reyni að fela skeiðspor í hrossi ef ég finn ekki strax að þaö sé flug- vakurt. Sum af mínum hrossum eru gangtreg í byrjun en ef þau eru nógu viljug er hægt að kenna þeim að tölta og þá tölta þau vel. Ég hef skyldleika- ræktað mín hross. Eg hef oft notað aðkomugraðfola en þá hefur hann í öhum tilfellum verið kominn frá hrossum Sigurðar Jónssonar frá Brún. Það eru nokkrir aðrir Hún- vetningar með svipaða stefnu og ég. Við höfum reynt að halda okkur við það að halda ekki undir hesta nema þeir séu frá hrossum Sigurðar. Það er í raun ekki mikhl vandi því að míkið af íslenskum topphestum er með einhverjum hætti komið út af hrossum hans. Hann var merkhegur sérvitringur og skáld. Hann eignaðist ungur mertrippi sem hét Snælda. Hann hélt mikið upp á hana. Hún hafði ýmis einkenni frá hrossastofni sem þá var í austanverðri Húna- vatnssýslu og Sigurður kahaði Stafnsætt. Hann markaði djúp spor í hrossarækt. í þessum hrossum er glóð með vhja. Þau eru fínleg og margir eiginleikar sem mér ftnnast eftirsóknarverðir í hrossum. Ef ég má nefna fræga graöhesta, sem komnir eru að hluta frá hrossum Páll sýnir Gleði 4782, móður Tjalds, á Vindheimamelum. Bæöi Gleöi og Náttfari eru komin frá hrossum Sig- urðar Jónssonar frá Brún. DV-mynd Sigurjón Valdemarsson Sigurðar, skal fyrstan nefna Sörla Sveins á Sauðárkróki sem er undan Feng sem aftur var út af Þokka. Sörh hefur verið feikhega kynsæh og mik- ih ættfaðir. Af afkomendum hans hef ég haft mest dálæti á Náttfara 776 sökum þess hve flugvakur hann er. Ég hef einnig notað Neista frá Skoha- gróf mikið, Ægir 178 var afi hans. Sá brúnskjótti - Segðu mér frá þessum brúnskjótta fola sem umtalaður varð á dögunum. „Hann heitir Tjaldur og er af lang- feðgatali út af þessum rauðskjótta hesti sem ég keypti af Sigurði. Hann er undan Gleði 4782. Hún var mikill töfragæöingur og reiðhross mitt í mörg ár en ég missti hana í fyrra. Mér þótti svo gaman að hafa hana ir kóngar, eða hvað? „Siguröur tók hestinn. Ég bað hann um að fá Tjald afhentan og bauðst til að bæta honum allan þann skaða sem folinn hefði hugsanleg valdið honum. Það ber mér að gera. Það er eðlhegt að menn séu svekktir ef ann- arra manna graðhestar gera þeim bölvun eða skemma fyrir þeim mer- arnar. Og ekki nema sjálfsagt að menn séu skaðabótaskyldir fyrir þaö. Sigurður vildi ekki láta mig fá hestinn og vhdi heldur deilur. Hann stóð hins vegar ekki rétt aö töku hestsins samkvæmt lögum og ég hef allan rétt mín megin á að fá hestinn afhentan. Ég vil halda frið við ná- granna mína og það er mér á móti skapi að efna til ófriðar. Raunar hef- ur alla tíð verið gott á nhllum okkar Sigurðar. Þess vegna mun ég gera mitt th þess að friður komist aftur á. Tjaldur hitti reyndar ekki merar Sigurðar og gerði honum því ekkert. Ég geri mun á því hvort menn missa graðhesta fyrir slysni eða hvort þeir sleppa þeim vhjandi. Ekki gerði ég neitt veður út af því er graöhestur Sigurðar kom í Höllustaði og fyljaði merar fyrir mér í september í haust. Hitt er annað mál að Húnvetningar láta sumir ógjaman sinn hlut. Við látum ekki vaða yfir okkur, fylgjum málum eftir, svo sem Björn frændi minn á Löngumýri, og þolum ekki yfirgang. Ég hef þó sloppið við öll málaferli, aldrei stefnt manni né fengið stefnu hingað th. En konungs- ríki eru ekki fleiri í Húnaþingi en öðmm sveitum landsins, sambúðin í minni sveit hefur verið mjög góð,“ segir Páh Pétursson, alþingismaður ogbóndiáHöhustöðum. -S.dór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.