Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Blaðsíða 20
20 Kvikmyndir LAUGARDAGUR 'íi. MARS1993 DV Sundance- kvikmyndahátíðin Hér er Rodriguez að leikstórn i myndinni El Mariachi. Nýlega lauk Sundance-kvik- myndahátíðinni en hún er orðin ein umtalaðasta kvikmyndahátíðin ef við undanskiljum stóru nöfnin eins og kvikmyndahátíðirnar í Cannes, Berlín, Feneyjum og New York. Á Sundance-kvikmyndahá- tíðinni fá sjálfstæðir kvikmynda- gerðarmenn að sýna verk sín og áhersla er lögð á að gefa sem flest- um tækifæri til að koma verkum sínum á framfæri. Sundance-kvikmyndahátíöin er hugarverk leikarans og leikstjór- ans Roberts Redford sem kom henni af stað árið 1984. Raunar tók hann yflr United States Film kvik- myndahátíðina og gaf henni nýtt nafn, Sundance-kvikmyndahátíð- in, en hún er haldin íjarri öllum stórborgarys í Park City sem er í Wasatch-fjöllum Utah-fylkis. Kvik- myndahátíðin er haldin í janúar og þangað flykkjast um 3.000 manns til að sýna sig og sjá aðra meðan tæpar 70 myndir eru sýndar í kvikmyndahúsum borgarinnar. Margargóðar myndir Þessi kvikmyndahátíð hefur gefið óháðum kvikmyndagerðarmönn- um gullið tækifæri til að hitta dreif- ingaraðila og gera samninga til aö koma myndum sínum á framfæri. Þama má nefna Steven Soderberg með mynd sína Sex, Lies And Videotapes, Hudhn Bros með Ho- use Party og Matty Rich með mynd- ina Straight Out of Brooklyn. í fyrra voru það myndimar Waterd- ance, Johnny Sue og svo Reservois Dogs, leikstýrð af Quentin Tarant- inos, sem slógu í gegn, en sú síðast- talda hefur að undanfomu verið sýnd í Regnboganum. Það er ólík- legt að sú mynd hefði borist til ís- lands ef hún heíði ekki veriö „upp- götvuð" á Sundance-kvikmynda- hátíðinni. Með Sundance-kvikmyndahátíð- inni hefur gamall draumur Roberts Redford ræst en hann stofnaði fyrir rúmum 12 árum Sundance- stofn- unina til að „styðja við sjálfstæða kvikmyndagerð ásamt því að efla kvikmyndagerö sem byggir á hin- um mannlega þætti,“ eins og haft var eftir honum á sínum tíma. Hann staðsettí Sundance-stofnun- ina á landsvæði sem hann hafði keypt í Sundance og ber kvik- myndahátíðin þvi einnig nafn stað- arins. Stofnunin hefur staðið meðal annars fyrir námskeiðum um handritagerð og hjálpað viðkom- andi aðilum að láta þann draum sinn rætast áö verk þeirra birtist á hvita tjaldinu. í Sundance-stofnun- inni voru skrifuð handritin A Dry White Season, the Trip to Bountiful og 3000 sem endaöi sem Pretty Woman hjá Walt Disney eftir að hafa verið endurritað og endur- skírt. Undrabam En hvað var nú mest spennandi á kvikmyndahátíðinni í janúar sl? Þar sló í gegn hinn 24 ára gamli Texasbúi Robert Rodriguez með -------rr -,sjLjj mynd sína E1 Mariachi. Hún fjallar um ungan svartklæddan rokk-gít- arleikara sem vegna misskilnings er talinn vera kaldrifjaður leigu- morðingi. Þessi misskilningur á eftir að draga dilk á eftir sér. Þessi mynd átti hug og hjörtu áhorfenda sem voru steinhissa yfir því hvern- ig Rodriguez hefði tekist að gera þessa mynd fyrir aðeins um hálfa milljón króna sem er álíka og það kostar að fæða starfsmenn stóru kvikmyndaveranna í einn dag þeg- ar þau eru að kvikmynda. Rodrigu- ez fékk tveggja mynda samning við Columbia-kvikmyndaverið, sem er mikill áfangi fyrir þennan unga mann sem kemur úr tíu manna fjölskyldu þar sem fjölskyldufaðir- inn vann fyrir sér með þvi að selja hass hús úr húsi. Among Friends vakti líka at- hygh. Þótt hún hafi margt sameig- inlegt með Reservoir Dogs hefur leikstjóraniun Rob Weiss ekki tek- ist aö ná upp sama kraftí og Tarant- inos. Allir leikarar eru óþekktir en myndin fjallar um unglinga á Long Island sem lenda inni á braut glæpa. Af öðrum myndum má nefna frumraun Jennifer Lynch með mynd sína, Boxing Helena, Bodies, Rest & Motíon, leikstýrð af Michael Steinberg, sem einnig gerði í fyrra Waterdance og svo Ruby in Paradise sem hlaut verð- launin á hátíðinni ásamt Pubhc Access. Það er gaman þegar svona vel tekst til meö kvikmyndahátíðir eins og Sundance-hátíðina. Meðan hátíðinni tekst að viðhalda sínum hlutlausa og sjálfstæða blæ er lík- legt að hún haldi áfram að höföa til sjálfstæðra kvikmyndagerðar- manna og veita þeim þannig mögu- leika á að koma myndum sínum á framfæri. Robert E Þaö hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan Robert Redford hehlaði alla kvikmyndahúsagesti upp úr skónum í myndinni Butch Cassidy and the Sundance Kid áriö 1969. Síðan lék hann í mörgum vinsælum myndum frá þessum tíma eins og Jeremiah Johnson (1972), The Way We Were (1973), The Stíng (1973) og All the Presid- ent’s Men (1976). Það var svo 1980 sem Robert Redford kom aðdáendum sínum þæghega á óvart. Eins og svo margir leikarar hafði hann lengi gengið með þann draum í maganum að leikstýra kvikmynd. Hann lét þennan draum verða að veruieika og útkoman varð óskarsverðlauna- myndin Ordinary People. Hún fjallar um ungan pilt sem býr hjá foreldrum sínum og á við geðræn Umsjón Baldur Hjaltason vandamál að stríða. Hann varð vitni að því þegar yngri bróðir hans drukknaði þegar þeir voru á seglbát og telur sig að hluta bera sökina á þessu hörmulega slysi. GÓð byrjun Myndin hlaut alls staðar frábæra dóma og sam- svarandi viðtökur áhorfenda. Þar með hafði Red- ford tekist það sem flesta leikara dreymir um, þ.e. að sýna og sanna aö hann væri ekki síður fær um að standa fyrir aftan kvikmyndatökuvél- ina en fyrir framan hana. Síðan þá hefur Robert Redford bæði leikið í og leikstýrt fjölda mynda en það verður að viðurkennast að árangurinn hefur verið misjafn. Bruebaker og Natural, sem gerðar voru 1980 og 1984, urðu aldrei vinsælar en hins vegar tókst Redford vel upp í Out of Africa (1985) undir sterkri leiksfjóm Sidney Pollack. Ivan Reitman leikstýrði Robert Redford síðan í Legal Eagles áður en hann reyndi aftur fyrir sér sem leikstjóri í The Mhagro Beanfield War (1988). Myndin var afskaplega faheg fyrir augað en náði ekki tökum á áhorfendum. Arið 1990 lék Redford í Havana og svo aftur í Snea- kers sem sýnd var nýlega við ágæta aðsókn í Háskólabíói. ‘amynd Saga um bræóur Síðari hluta 1992 sendi Robert Redford frá sér sína þriðju mynd sem leikstjóri. Myndin hefur hlotíð mjög góða dóma og undirstrikar enn einu sinni hve næmt auga Redford hefur fyrir um- hverfi sínu. Myndin ber heitíð A River Runs thro- ugh It og er byggð á sjálfsævisögu rithöfundarins Normans Maclean’s. Myndin gerist um aldamót- in og fjallar um Mcleans-íjölskylduna. Norman (Craig Sheffer) og Paul (Brad Pitt) eru synir prestshjóna sem ala þá upp í anda kirkjunnar og við að virða lög og reglur. Þótt þeir bræður séu ólíkir er það þó eitt sem sameinar þá og fóð- ur þeirra en það eru veiöar með flugu. Þegar þeir eru komnir út í ána og farnir að veiða virð- ist sem allt renni saman í eitt - lífiö og thveran. Það era þessi augnablik sem tengja ijölskylduna saman. Brátt skilur leiðir Síðan Mða árin og þeir bræður fjarlægjast hvor annan. Árið 1926 kemur Norman heim eftir sex ára háskólanám. Paul hafði orðið eftir og fengið vinnu við dagblað og á við áfengisvandamál að stríða. Hann er mikill kvennabósi og stundar fjár- hættuspil sem Norman er ekki hrifinn af. En um leið og þeir bræður fara að veiða saman ná þeir hvor til annars. Líf þeirra er ekki dans á rósum og í síðari hluta myndarinnar fáum við að fylgj- ast með kvennamálum þeirra bræðra og hvað framtíðin ber í skauti sér. Það virðist vera örlög að Paul nái sér ekki upp úr slæmu lífemi sínu meðan Norman ákveður að fara að heiman og freista gæfunnar í Chicago. Þetta efni er alveg tilvalið fyrir Robert Redford sem hklega hefði einnig leikið annan hvorn bróð- urinn hefði hann verið tuttugu áram yngri. Þetta er viðkvæm saga en með næmni og natni, sem Redford er einum lagið, hefur honum tekist að skha á hvíta tjaldið afskaplega hugljúfri og að hluta til átakanlegri sögu bandarískrar fjöl- skyldu. Ekki sakar myndatakan en A River Runs through It var kvikmynduð í Montana-fylki. Því má segja að 1992 hafi verið gott ár hjá Robert Redford; Sneakers, stórskemmtheg mynd sem hann lék í og góður árangur sem leikstjóri í sinni þriðju mynd; A River Runs through It. Atriði úr myndinni A River Runs through It.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.