Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 27. MARS 1993
11
Fréttir
Veður fer hlýnandi á norðurhveli jarðar:
Gróðurhúsaáhrif talin
valda hlýnandi veðri
- segirPálIBergþórssonveðurstofustjóri
„Það eru miklu meiri veður-
fræðilegar rannsóknir nú í gangi
en áður var. Þess vegna er líka
umræðan í fjölmiðlum meiri en
nokkru sinni fyrr. Hér áður voru
ekki taldar vera neinar sérstakar
skýringar á hlýnandi veðurfari
eins og var til að mynda hér á ís-
landi á árunum frá 1930 til 1960.
Ekki stafaði sú hlýnun af gróður-
húsaáhrifum. Svo fór að kólna aft-
ur á milli 1960 og 1970. En nú er
hitastigið heldur á uppleið hér um
slóðir. Menn eru nokkuð vissir um
að nú sé um gróðurhúsaáhrif að
ræða. Breytingamar, sem hafa orð-
ið síðustu 10 árin á norðurhveli
jarðar, hlýnunin, eru nokkur veg-
inn í samræmi við útreiknaða
hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa.
Samt er breytingin ekki meiri en
svo að hún gæti átt sér stað án
þess að gróðurhúsaáhrif kæmu til,“
sagði Páll Bergþórsson veðurstofu-
stjóri í samtali við DV.
Bandarískir veðurfræðingar
halda því fram að veðurfaV í heim-
inum sé að breytast. Óveðrið mikla
í Bandaríkjunum á dögunum sé ein
sönnun þess. Þá var veðurfar í
Ástralíu frá því í nóvember og fram
í janúar, hásumar þar, kaldara og
vætusamara en dæmi eru um í ára-
tugi.
Páll sagði að menn mættu heldur
ekki draga einhverjar ályktanir af
einstökum veðrum. Álíka óveður
og nú var kom í Bandaríkjunum
fyrir 100 árum. Það gerist alltaf
öðru hvoru að slegin séu einhver
veðurfarsleg met. Það sé ekki hægt
að skýra það endilega með ein-
hverjum sérstökum breytingum,
sem menn séu þó alltaf að leita aö.
„Það er að vísu rétt að veðurfar
hefur hlýnað á norðurhveli jarðar
síðustu 10 árin. Hitastigið hefur
verið hærra en nokkru sinni síðan
mælingar hófust. Þessi hlýnun hef-
ur að vísu ekki náð alveg norður
til okkar. Það er á meginlöndunum
sem hennar gætir mest. Þetta hefur
valdið auknum hitamun milli suð-
rænna landa og pólsvæðisins. Þessi
hitamunur hefur áhrif á vindana,
hann eykur þá. Hitamunurinn ger-
ir lægðimar dýpri og kröftugri á
norðurhvelinu yfirleitt," sagði Páll
Bergþórsson.
Hann tók skýrt fram að það væri
svo margt í veðurfarinu sem erfitt
væri að skýra og kæmi gróður-
húsaáhrifum tæplega við.
-S.dór
Lovísa Aðalheiður er Elite-stúlkan 1993. Lengst til vinstri er Hlín Morgensdóttir sem varð í öðru sæti, þá Sigríður
Pétursdóttir og lengst til hægri er Sólveig Einarsdóttir. Tvær þær síðasttöldu urðu i þriðja sæti ásamt Klöru ís-
feld Árnadóttur.
Suðurnesjamær sigr-
aði í Elite-keppninni
Stúlkurnar sýndu fatnað frá ýmsum aðilum við dynjandi danstónlist og hér
má m.a. þekkja Ijósmyndafyrirsætuna Nínu Björk Gunnarsdóttir.
Lovísa Aðalheiður Guðmundsdótt-
ir, 17 ára starfsstúlka í versluninni
Persónu í Njarðvík, sigraði í Elite-
keppninni 1993 sem fram fór á Ömmu
Lú sl. fimmtudagskvöld. Hlín Morg-
ensdóttir varð önnur en í þriðja sæti
voru Sólveig Einarsdóttir, Signður
Pétursdóttii' og Klara ísfeld Áma-
dóttir. Þá var Nína Björk Gunnars-
dóttir vaiin ljósmyndafyrirsæta.
Fulltrúi Elite í Frakklandi til-
kynnti úrslitin en kynnir var Sig-
mundur Ernir Rúnarsson. Kristín
Stefánsdóttir og Gale Hayman sáu
um förðun en hárgreiðsla var í hönd-
um Simba hjá Jóa og félögum.
Soffía R. Guðmundsdóttir, Olafur
Jónsson, Ingibjörg J. Jónsdóttir og
Guðmundur Ásgeirsson voru á
meðal gesta á Ömmu Lú.
DV-rnyndir BG/ÞÖK
Leiðtogi Bosníu-Serba:
Skrif a ekki undir þessa
friðarsammnga
Ægir Mar Kárason, DV, Suðumesjum:
„Ég get ekki skrifað undir þessa
friðarsamninga þar sem þeir em ís-
lamstrúarmönnum og Króötum allt
of mikið í hag. Við ráðum yfir 65
prósentum landsins og gefum það
ekki eftir,“ sagði Radovan Karadzic,
leiðtogi Serba í Bosníu, í samtali við
DV á Keflavíkurflugvelli í gær þar
sem hann hafði viðdvöl á leið frá New
York til Belgrad.
Karadzic var á friðarráðstefnu um
Bosníu í New York þar sem leiötogar
íslamstrúarmanna og Króata í lýð-
veldinu féflust á friðarsamninga al-
þjóðlegu sáttasemjaranna í deilunni.
Karadzic sagði að aflar stríðandi
fylkingar í Bosníu væru sekar um
stríðsglæpi. „Það hafa fundist tíu
fjöldagrafir við Srebrenica þar sem
íslamar hafa drepið Serba. Við erum
friðarsinnar," sagði Radovan
Karadzic.
Yfirmaður hersveita Serba í Bosn-
íu og háttsettir friðargæsluliðar á
vegum Sameinuðu þjóðanna náðu
Radovan Karadzic, leiötogi Bosníu-
Serba, hafði viðkomu á Keflavíkur-
flugvelli í gær. DV-mynd Ægir Már
samkomulagi síðdegis í gær um
vopnahlé í Bosníu og á það að ganga
í gildi á hádegi í dag.
Unglingameistaramótið á skíðum:
Úrslitin í gær
Keppni hófst í gær á unglinga-
meistaramóti íslands á skíðum, í
aldursflokkunum 13-14 ára og
15-16 ára, og lýkur á sunnudag.
Keppt er á Siglufirði og í Reykja-
vík. Helstu úrslit fyrsta keppnis-
dags urðu sem hér segir.
Bláfjöll:
Svig stúlkna 13-14 ára:
1. Eva B. Bragadóttir, Dal..1:14,32
2. Ása Bergsdóttir, KR......1:16,85
3. Auður Gunnlaugsd., Ak....1:17,13
4. Þóra Ýr Sveinsdóttir, Ak....1:19,49
5. Elín Pálmadóttir, Hús....1:19,72
6. EvaPétursdóttir, ís......1:19,73
Svig drengja, 13-14 ára:
1. Páll S. Jónsson, Sey.....1:20,77
2. Bjarki Lárus Hall, Vík ........1:21,78
3. Bjarki Egilsson, ís.....1:22,61
4. Ólafur Magnússon, Nesk ...1:24,22
5. Eiríkur Gislason, ís.....1:24,29
6. Leifur Sigurðsson, Ak....1:24,94
Siglufirði:
Stórsvig stúlkna 15-16 ára:
1. Brynja Þorsteinsdóttir, Ak...85,70
2. Hrefna Óladóttir, Ak.........86,71
3. Sigríður B. Þorláksdóttir, ís .86,86
4. Berglind Bragadóttir, Fram .87,11
5. Harpa D. Hannesdóttir, KR ..90,43
6. Lilja Birgisdóttir, Ak...90,57
Svig drengja 15—16 ára:
1. Ólafur S. Eiríksson, ís..89,25
2. Hjörtur Waltersson, Árm..90,65
3. Sveinn Torfason, Dal......91,05
4. Atli Sævarsson, ís........95,07
5. Pétur Þ. Hafþórsson, Vík..97,36
6. Karvel Þorsteinsson, Árm... .99,44
Hefðb. 7,5 km ganga 15-16 ára:
1. Arnar Pálsson, ís.........25,57
2. Hlynur Guðmundsson, ís...26,28
3. Bjarni Jóhannesson, Si...27,15
4. Álbert Arason, Ó1........27,29
5. Gísli Harðarson, Ak......27,44
6. Stefán S. Kristinsson, Ak.31,28
Hefðb. 3,5 km ganga 13-15 ára:
1. Sigríður S. Hafliðadóttir, Si..l4,47
2. Svava Jónsdóttir, Ó1......15,07
3. Heiðbjört Gunnólfsdóttir, Ó116,44
4. HarpaPálsdóttir, Ak......17,11
5. Þórhildur Kristinsdóttir, Ak 18,17
Hefðb. ganga 7,5 km 13-14 ára:
1. Þóroddur Ingvarsson, Ak..19,00
2. HafliðiHafliðason, Si....20,00
3. Helgi Jóhannesson, Ak....20,37
4. Garðar Guðmundsson, Ó1 ....21,32
5. Jón G. Steingrímsson, Si.21,48
6. Magnús Tómasson, Si......26,32
-Hson