Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 27. MARS 1993 Sérstæð sakamál Kaur Patel. Sara, 19 ára, var sú sem leiddi af- brotamanninn loks í gildruna. Næstum óleysanleg gáta Karan Patel, aöstoðarfulltrúi í þjófnaðardeild rannsóknarlögregl- unnar í Bombay á Indlandi, var ekki undrandi yfir því að kona hans, Kaur, skyldi ekki vera heima þegar hann kom úr vinnunni. Það kom oft fyrir að hún fór í heimsókn til móður sinnar og þar gleymdi hún sér gjam- an um hríð. En þegar hún var ekki komin heim um fimmleytiö hringdi Karan til tengdamóður sinnar. Hún sagði að dóttir sín hefði ekki komið í heim- sókn þann daginn. Karan ók í skyndi á lögreglustöð- ina. Þar hringdi hann til nokkurra vina þeirra hjóna til að spyrjast fyrir um Kaur en hvarvetna fékk hann sama svar. Hún hafði ekki komið í heimsókn og enginn vinanna vissi neitt um hana. Nú varð Karan óstyrkur. Hann skýrði starfsfélögum sínum frá því hvernig komið var og eftir nokkra stund hófst umfangs- mikil leit. Hún bar hins vegar engan árangur. Dularfull hvörf kvenna sem misstu minnið Karan fór nú aö óttast að Kaur hefði orðið fómardýr eins alræmd- asta kynferðisafbrotamanns sem lög- reglan í Bombay hafði nokkru sinni þurft að glíma við. Alls höfðu átta stúlkur orðið að þola misnotkun af hans hálfu. Allar höfðu þær verið á aldrinum átján til tuttugu og sjö ára og allar höfðu horfið á sama hátt, um hábjartan dag. Allar komu þær síöan aftur fram hálfum mánuði til þremur vikum síðar en án þess að eiga sér nokkrar minningar um þaö sem gerst hafði. Ljóst var þó að þeim hafði öllum verið rænt en hver mannræn- inginn var, hvemig hann leit út eða hvar þær höfðu verið vissi enginn. Allar vom stúlkumar teknar til rannsóknar af læknum eftir að þær komu fram á ný og reyndist sérhver þeirra hafa verið kynferðislega mis- notuð. Ljóst var hins vegar að mað- urinn, sem hlut átti að máli, sýndi þeim nokkra tillitssemi og kom það einkum fram hjá þeim stúlknanna sem verið höfðu óspjallaðar þegar þeim var rænt. Þá var Ijóst að stúlk- umar höfðu ekki þolað sult meðan þeim var haldið föngnum. Ásautjándadegi Karan Patel minntist þess að kona hans hafði sagt honum daginn sem hún hvarf að hún ætlaði að fara heim til móður sinnar í leigubíl. Honum tókst aö komast að því frá hvaða stöð leigubíllinn var en þegar hann hitti leigubílstjórann að máli sagði sá að þegar hann hefði komið að húsinu til aö sækja konuna, sem beðið hafði um bílinn, hefði enginn verið þar. Boðin um að fara að heimili Patel- hjóna hafði leigubfistjórinn fengið um íjarskiptatæki. Sextán dögum eftir hvarfið hafði Kaur ekki fundist. En daginn eftir fannst hún á gangi á götunni í ástandi sem lýst var sem nokkurs konar leiðslu. Hún var flutt á sjúkra- hús og leiddi rannsóknin tfi sams konar niðurstöðu og fengist hafði við rannsókn hinna stúlknanna sem horfiö höfðu. Þegar Kaur kom til sjálfrar sín var hún spurö að því hvar hún hefði verið þann tíma sem hún var í burtu. Gat hún engin svör gefið við því og ekki heldur munaö hvaö gerst hafði síöustu klukkustimdina áður en hún ætiaði til móður sinnar. Hugmynd um vísbendingu Karan Patel hét því að hann skyldi finna afbrotamanninn og koma fram hefnd fyrir verknaðinn en yfirmaður hans minnti hann á að skylda hans sem rannsóknarlögreglumanns væri að finna þann seka og handtaka hann. Það væri síðan réttar að ákveða refsinguna. Yfirmanninum faimst hins vegar reiði Karans svo mikil að hann ákvað að leysa hann frá störfum um tíma eða þar til mál- iö upplýstist. Karan hélt heim og þar hélt hann áfram að hugsa um málavexti. Jafn- framt aflaöi hann sér upplýsinga um hvarf hinna stúlknanna. Sú fyrsta, saulján ára, Úrsúla, hafði horfið um hálfu öðru ári áður. Síðan höfðu þær horfið meö nokkuð jöfnu mtilibili. En hvemig var farið að því að ræna fólki um hábjartan dag án þess að nokkur virtist verða þess var? Stúlk- urnar hlutu að hafa hrópað á hjálp eða reynt að streitast á móti. Skyndilega fékk Karan hugmynd. Var leigubíll lykillinn að gátunni? Hann fór niður á lögreglustöð og bað um viðtal við manninn sem fenginn hafði verið til að stjórna rannsókn- inni. Honum fannst kenningin svo athyghsverð að hann ákvaö að hún skyldi prófuö. Gildran Þrjár ungar stúlkur, á aldrinum átján til tuttugu ára, voru nú fengnar til aðstoðar. Allar voru þær dætur lögregluþjóna. Ómerktir bfiar voru síðan fengnir að láni en þeir skyldu notaðir til að elta leigubfiana sem stúlkumar hringdu í. Hringt var í marga leigubíla og ferðimar með þeim urðu margar. Árangur varð hins vegar enginn. Fóm rannsóknarlögreglumennimir nú að missa vonina um að kenningin væri rétt. En þá hvarf tíunda stúlk- an. Hún hafði ætiað heim til sín frá háskóla sem hún gekk í og vinkona hennar gat greint frá því að hún hefði hringt á leigubti. Leigubíllinn fannst en bfistjórinn greindi þá frá því að þegar hann hefði komið að háskólan- um hefði enginn farþegi beðið. Stúlkan kom aftur fram sextán dögum síðar og var þá minnislaus um allt sem gerst hafði. Atburðurinn varð hins vegar til aö auka trúna á að kenningin um að leigubíll væri á einhvem hátt tengdur ránum stúlkn- anna væri rétt. Dregurtil tíðinda Um hálfu ári eftir rán Kaur Patel geröist loks það sem rannsóknarlög- reglumennimir höfðu beðið eftir. Ein stúlknanna þriggja, sem unnu með þeim, hringdi á leigubfi. Henni var sagt að hann kæmi eftir um tutt- ugu mínútur. Hún gekk út á gang- stéttina fyrir framan húsið sem hún var í en um tíu mínútum eftir að hún hafði hringt kom svartur leiguböl. Bfistjórinn opnaði fyrir henni og skellti hurðinni. Síðan ók hann af stað en á eftir fóm nokkrir ómerktir bfiar lögreglunnar. Brátt var ljóst að svarti leigubíllinn ók óvenjulega leið. Til þess að engar gmnsemdir vöknuðu var þess gætt að sami bíllinn æki ekki ailtaf á eftir honum. Og meðan eftirförin stóð var bannað að nota fjarskiptatæki bíl- anna ef vera skyldi að í leigubtinum væri búnaður sem hlusta mætti á fjarskipti lögreglunnar í. Leiðin lá inn í efnamannahverfi og þar ók svarti bíllinn inn á lóð og beina leið inn í bílskúr sem var áfast- ur við íbúðarhúsið. Bílstjórinn steig út og lokaði btiskúrsdyrunum. Handtakan Rannsóknarlögreglumennimir biðu átekta uns ljóst þótti aö mann- ræninginn og stúlkan hlytu að hafa yfirgefiö bfiskúrinn og væm komin inn í húsið. Þá fóm þeir og nokkrir hermenn, sem fengnir höfðu veriö til aöstoðar, inn í bílskúrinn. Þar stóð btilinn og kom nú í ljós að húnar höfðu veriö fjarlægðir af afturhurð- unum að innanverðu þannig að sá sem í aftursætinu sat gat ekki komist út. Eins og við hafði verið búist var hægt að ganga úr bfiskúmum inn í húsið. Varlega læddust nú rannsókn- arlögreglumennimir og hermenn- imir inn í húsið og eftir nokkra stund komu þeir að hálfopnum dyrum, Þegar inn var gægst sást inn í svefn- herbergið. Á rúminu lá stúlkan nak- in og við það var maður að afklæð- ast. Hann hafði ekki augun af grann- vaxinni stúlkimni á rúminu og heyrði ekkert fyrr en Moraiji Singh ofursti sparkaði í hurðina og skipaði honum að setja hendumar upp fyrir höfuð. Stúlkan var þegar í stað flutt á sjúkrahús en maðurinn handjámað- ur. Við hliðina á rúminu lá glas með gulleitum vökva og sprauta. Hvort tveggja var tekið. Þá var leigubtinum ekið á lögreglustöðina til frekari rannsóknar. Hættulegtefni Sá handtekni var tekinn „með allt niður um sig“ í bókstaflegri merk- ingu. Hann reyndist vera Ambalah Govinder, fjörutíu og sex ára fyrrver- andi prófessor í læknisfræði við há- skóla í Baroda, sem er í um fimm hundruð kílómetra fiarlægö frá Bombay. Þremur ámm áður haíði hann fengið vægan dóm fyrir að vera með stúlku undir lögaldri. Þá hafði hann misst stöðu sína. Þegar hann kom fyrir rétt, ákærð- ur fyrir mannrán og nauðganir, ját- aði hann. Jafnframt viðurkenndi hann að hafa tælt margar ungar stúlkur í Baroda. Einkum kvaðst hann hafa haft mikinn áhuga á óspjölluðum meyjum en bætti þó við: „Þegar ég hafði mikla þörf fýrir konu dugði svo sem hver sem var, væri hún undir þrítugu." Málalok Dómarinn leit svo á að koma þyrfti í veg fyrir til frambúðar að Govinder gæti umgengist konur. Hann dæmdi hann því í lífstíðarfangelsi. Og þessi óvenjulegi afbrotamaður sat inni til æviloka því hann fékk hjartaáfall í fangelsinu og lést. Á blaðamannafundi í Bombay eftir að dómuriim var kveðinn upp sagði lögreglusfiórinn: „Efnið, sem Go- vinder sprautaði í stúlkurnar, svipti þær máli og minni eftir skamma stund. Það lamar heilastarfsemina svo allt minni hverfur um atburði sem gerst hafa um klukkustund áður en því er sprautað í fólk og nokkrar stundir líða ffá síðustu sprautu og þar til fólk kemst til sjálfs sín á ný. Eg segi hins vegar aldrei hvaða efni var notað því ég vil ekki að það verði misnotað aftur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.