Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 27. MARS1993 27 „Þeir sjá ekki brosið í augum barna sinna, heldur einblina inn í myrk augu rukkara, stjórnmálamanna og annarra fjárglæfra-hryðjuverkamanna og láta slík augu ríkja í sálu sinni.“ lifi dagur- inní dag! „Ég er eiginlega óánægður með allt,“ sagði hann og hallaði sér aftur í stólnum, dapur í bragði, klæddur í litlausan jakka, gulleita skyrtu með blátt bindi. Buxumar voru snjáðar og brotið fyrir löngu úr þeim farið. Hann var í óburstuðum skóm. „Geturðuskilgreintþaðnán- ar?“ sagði læknirinn og strauk sér um hár sem fariö var að þynnast og grána. Maðurinn talaði um öll sín vandamál: „Konan er leiðinleg og samkomulagið á heimilinu slæmt. Börnin rífa kjaft, hlýða eng- um og skuldirnar hlaðast upp. Ég hefði ekki átt að hætta í gömlu vinn- unni minni,“ sagði hann, „þar leið mér vel. Svo hefði ég ekki átt aö giftast þessari konu og við hefðum ekki átt að eignast þessi börn. Við hefðum átt að kaupa okkur öðravísi bíl. Sennilega hefði ég átt að læra eitthvað allt annað í Háskólanum og við hefðum ekki átt að fara til Danmerkur þegar Siggi sonur okkar var veikur.“ Svona hélt hann áfram í 20-25 mín. og talaði um allt sem hann hefði ekki átt að gera og sæi eftir. Auk þess ræddi hann um fjöl- margt sem hann kveið fyrir. Fram- tíðin virtist hulin sama svartnætti og fortíðin. Hvergi nokkurs staöar var ljósglæta í myrkrinu. „Þetta er allt handónýtt,“ endurtók hann nokkrum sinnum. „Hvað viltu eig- inlega gera í þessu öllu?“ sagði læknirinnþreytulega. „Ekkineitt," sagði maðurinn, „þetta verður alltaf svona, ég get engu breytt." Hann stóð á fætur og sagðist vera farinn. „Lífið og skyldumar kalla," sagði hann dapurlega með röddu manns sem er á leið í strætisvagni til eigin aftöku. Hann greiddi lækninum fyr- ir viðtalið og hvarf á braut út í hauströkkrið. Læknirinn sat eftir og vissi í raun ekki hvert erindi mannsins hafði verið eða hvaða úr- lausn hann hafði fengið. „Kannski við hittumst á höggstokknum í fyll- ingu tímans,“ hugsaði hann með sér. Um árabil hafði hann sjálfur lifað lífinu í þáskildagatíð og velt sér upp úr glötuðum tækifærum fortíð- arinnar með söknuð í huga. „Báðir ferðumst við með þessum dauða- dæmda almenningsvagni og veltum því sífellt fyrir okkur hvert við erum að fara og afhveiju við höfnuðum á þessumstað.“ Japönsk dyblissa Læknirinn lét hugann reika yfir hálfan hnöttinn hálfa öld aftur í tím- ann til Japans. Þekktur japanskur hugsuður og friðarsinni, Kagawa að nafni, var eitt sinn settur í einangr- unarfangelsi vegna skoðana sinna á Á laeknavaktmrii árásinni á Pearl Harbor. Alhr lands- menn fógnuðu árásinni nema Kagawa svo að hann var hnepptur í svarthol. Klefinn var svo lítill að hann gat vart lagst fyrir. Eini glugg- inn var smárifa með járnrimlum upp undir þaki. Þarna dvaldist hann um langa hríð í algjörri einangrun við krappan kost og stöðuga andlega og líkamlega niðurlægingu. Eina nóttina stóð hann undir glugganum og sá stjömu skína inn til sín. í ein- manaleika sínum og vesæld orti Kagawa ljóð um þessa stjömu. Hon- um fannst hann skyndilega vera í tengslum við alheiminn meðan stjarnan skein til hans. Framtíðin virtist vonlaus, fortíðin dapurleg en honum tókst að einbeita sér að feg- urð þessa andartaks stjömunnar. Skyndilega voru hann og eilífðin eitt. Stjarnan á glugganum Læknirinn hafði stundum í æsku sinni lesið þetta kvæði og dáðst að hugrekki og æðruleysi skáldsins í prísundinni. Vandamál og ógnir vom að kaffæra hann á lífssundinu en stjaman á glugganum brá upp ljósi í svartnættinu. Allar mann- eskjur eiga einhveijar stjömur á sálarhimninum sem lýsa upp myrk- ur tilverunnar. Hver dagur ber í skauti sér eitthvert stjömuskin. í dybhssu verðtryggðra lána, vaxandi kreppu, hjónabandsvanda, skhn- ingsleysis og andlegs doða, glampar einhvers staðar á litla stjömu. Sum- ir menn taka þá ákvörðun að skoða aldrei stjörnur sínar heldur beina sjónum inn í myrkrið og fyhast því sífeht dapurleika og vonleysi. Þeir sjá ekki brosin í augum bama sinna, heldur einbhna inn í myrk augu rukkara, stjórnmálamanna og ann- arra fj árglæfra-hryðj uverkamanna og láta shk augu ríkja í sálu sinni. Grettir sterki lét augu Gláms ráða lögum og lofumj sínu lífi. Maðurinn á fótlaga skónum lifði fremur í for- tíðinni en núinu. Hann velti fyrir sér öhum þeim möguleikum og tækifærum sem hann hefði misst af. Skuggar hðinna tíma urðu yfir- þyrmandi. Hann var hættur að lifa lífinu heldur þeyttist um eigið ævi- skeið í hrörlegri tímavél með sí- breytilegar forsendur daglegs lífs í farangrinum og endurskoðaði bæði fortíð og framtíð gagnrýnum aug- um. Hann tók til endurmats löngu teknar ákvarðanir og kveið röngum ákvörðunum morgundagsins. Læknirinn hahaði sér aftur í stóln- um og ákvað að hætta að lifa í fortíð- inni. „Fortíðin er hðin og henni get- um við ekki breytt, núið er það sem skiptir máh. Njóta ber lífsins og sætta sig við það eins og það er.“ A langri ævi hafði hann oft sagt þetta sama á fjölmarga vegu en aldrei tek- ist að laga líf sitt að þessum einfalda sannleika. „Bara ef ég hefði aldrei vanið mig á að lifa með annan fótinn í fortíðinni og hinn í framtíðinni; þá væri líf mitt skemmtilegra og betra.“ Hann glotti við tönn enda tepptur um eilífð við gaflað fortíðar- þráhyggju og beið þess að brenna upp tíl agna í Njálsbrennu óánægju, kvíða og brostinna, óraunsærra vona. Ökuskóli íslands h/f Dugguvogi 2, 104 Reykjavík Námskeið til undirbúnings auknum ökuréttindum (meirapróf og/eða rútupróf) verður haldið í Reykja- vík og annars staðar á landinu þar sem næg þátttaka fæst. Umsóknir berist fyrir 15. apríl nk. Nánari upplýs- ingar í síma 683841. Ökuskóli íslands h/f fLjósmyndasýning - Ljósmyndasýning Surtseyjar- og Heimaeyjargosið Menningarmálanefnd Vestmannaeyjabæjar óskar eftir að fá áhugaverðar Ijósmyndir á Ijósmyndasýn- ingu, sem haldin verður í tengslum við 20 ára gos- lokaafmæli á Heimaey dagana 3.-11. júlí í íþróttam- iðstöðinni í Vestmannaeyjum. Verðlaun verða veitt fyrir áhugaverðustu myndina. Menningarmálanefnd áskilur sér þann rétt að velja úr myndum eftir því sem berst. Skráning og nánari upplýsingar í síma 98-11184, Nanna, og 98-11194, Jóhann. Menningarmálanefnd Vestmannaeyjabæjar V. r Útboð Austurlandsvegur, Fossgerði - Gautavík Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagnifigu 10,4 km kafla á Austurlandsvegi frá Fossgerði að Gautavík. Helstu magntölur: Fyllingar 72.000 m3, neðra burðarlag 54.000 m3, efra burðarlag 8.000 m3 og klæðing 46.000 m2. Verki skal að fullu lokið 15. nóvember 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðal- gjaldkera), frá og með 30. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 13. apríl 1993. Vegamálastjóri y ■\ Utboð Jökulsá á Breiöamerkur- sandi - rofvörn Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð rof- varnar i farvegi Jökulsár á Breiðamerkursandi. Magn 6.400 m3. Verki skal lokið 1. júní 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðal- gjaldkera), frá og með 29. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 13. apríl 1993. Vegamálastjóri DHLEIOSLH Þú gehir meiro en pÐ heldur Friðrik Páll Ágústsson R.P.H. C.Ht. er viðurkenndur í alþjóðlegum fagfélögum dáleiðara eins og International Medical and Dental Hypnotherapy Association, American Guild of Hypnotherapists og National Society of Hypnotherapists. Dáleiðsla getur hjálpað þér á fjölmörgum sviðum einsogt.d.: Hættaað reykja, losna við aukakílóin, streim, flughræðslu, lofthræðslu, kyntífsvandamál, bæta minni og einbeitingu, ná meiri árangri í íþróttum, öðlast aukinn viljastyrk og margt fleira. Haföu samband JsTma: SI-B2S717
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.