Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Blaðsíða 38
50 LAUGAKDAGUR 27. MARg, 199,3 íslensk kristniboðahjón segja frá viðburðaríku starfi í Eþíópíu Guðlaugur skírir fyrsta íbúann til kristinnar trúar. Það er mikil lífsreynsla að flytjast til framandi lands, setjast að hjá frumstæðum þjóðflokki og deila lífs- kjörum með innfæddum um nokk- urra ára skeið. Hjónin Valgerður Gísladóttir og Guðlaugur Gunnars- son hafa búið í allmörg ár í Eþíópíu , þar sem þau boðuðu kristna trú og unnu að hjúkrunarstörfum og heilsugæslu meðal fólks sem býr við afar frumstæð skilyrði og á til að mynda ekkert ritmál. Valgerður fet- ar í fótspor foreldra sinna, hvað lífs- starfið varðar því þau voru kristni- boðar. Hún ólst upp í Eþíópíu frá 3-14 ára aldurs. Guðlaugur ákvað snemma að ger- ast kristniboði. Svo lágu leiðir hans og Valgerðar saman og saman héldu þau á framandi slóðir til að boða kristna trú. Þau eiga nú þrjú börn sem hafa aUtaf verið með foreldrum SÍnum á ferðum þeirra erlendis. Fjöl- skyldan er nú stödd hér heima í árs- leyfi en heldur aftur utan í júlí í sum- ar. Árið 1983 héldu Valgerður og Guð- laugur til Eþíópíu. Fyrsta árið dvöldu þau í höfuðborginni þar sem þau voru við nám í málaskóla til þess að læra ríkismálið. Það er semískt mál sem líkist hebresku nokkuð. Það er skrifað með 250 mismunandi rithátt- um. „Það er erfitt fyrir fólk, sem aldrei hefur lært neitt svipað, að tileinka sér þetta mál. Mörg hljóðanna í því eru ekki til í okkar hljóðkerfum. En eftir árið vorum við þó búin að til- .einka okkur grundvallaratriðin í því. Við vorum svo heppin að fara á stað þar sem fólk kunni ekki ensku. Við urðum þvi að bjarga okkur á þessu máli og náðum því fljótt tökum á því. í Eþíópíu eru yfir 100 þjóðflokk- ar. Ríkismálið er því sjaldnast móð- urmál viðkomandi þjóðflokks.“ Eftir málaskólann dvöldu Valgerð- ur og Guðlaugur um tveggja ára skeið í héraði sem heitir Sollamo. Þaðan fluttu þau til Konsó þar sem þau dvöldu í eitt og hálft ár. Að því búnu héldu þau í ársleyfi heim til íslands. Ósnortinn þjóðflokkur Nú lá leiðin aftur til Eþíópíu, að þessi sinni í dal sem heitir Voito. „Þjóðflokkurinn sem bjó þar var alveg ósnortinn af utanaökomandi áhrifum þegar við komum þangað. Við byrjuðum á því að setjast að meðal fólksins, kynnast því og leyfa því að kynnast okkur. Við hófum ein- falt hjúkrunarstarf þar sem við reyndum að hjálpa íbúunum. Meðal þeirra var mikið um niðurgangspest- ir, hitabeltissjúkdóma, eins og mal- aríu, ígerðir í sárum, lungnabólgu og fleira. Mörg börn dóu af völdum óhreins vatns áður en við komum en það lagaðist eftir að hjúkrunar- starfið hófst og fólk fór að fá einfold lyf. Við fórum þannig smám saman að aðstoða sjúka en fyrstu mánuðirn- ir fóru einfaidiega í að vera þarna og kynnast fólkinu. Það var mjög mikilvægt fyrir okk- ur að byggja upp traust og gott sam- band við fólkið. Við gerðum okkur far um að kynnast menningu þess, læra tungumál þess og vorum eins opin og við gátum verið. Okkur var tekið mjög vel. Fólkið þekkti að vísu til okkar, því Konsó er nágrannahér- að, og þegar við vorum þar höíðum við skroppið yfir í Voito-dalinn. Við höfðum lagt á það áherslu að við vildum ekki byija með neinar nýjungar án þess að það væri eitt- hvað sem íbúamir vildu og bæðu okkur um. í ljós kom að við gátum veitt ýmiss konar aðstoð. Fólkið bað okkur um aðstoð við að rækta akr- ana. Það er mjög erfitt að rækta þama og við útveguðum því kornteg- undir sem vaxa hraðar og þurfa minna regn. Þá strengdum við segl milii tjáa og settum á fót hjúkrunaraðstöðu í skugganum. Síðan byggðum við kofa og tókum þá hluta þeirra undir heilsugæsluaðstöðu. Nú hefur verið reist heilsugæslustöð þama.“ í tjaldi í hálft ár Fyrstu hýbýli íslensku kristniboð- anna í Voito-dalnum vom ekki upp á marga fiska. Fyrsta hálfa árið bjuggu hjónin í tjaldi rétt fyrir utan þorpið. Innfæddir höfðu valið þenn- an stað fyrir þau í skugga risavaxins trés sem skýldi þeim í hitanum. „Við þurftum alltaf áð setja tjaldið upp til að byija með. Við tókum með okkur allan mat og drykkjarvatn frá Konsó. Brunnur með handsnúinni pumpu var í þorpinu. Þar fékkst hreint vatn, en með söltum, sem við gátum notað til uppþvotta og til að þrífa okkur. Við fylltum tunnu við tjaldið okkar, notuðum vaskafat og rétt strukum af okkur mestu óhrein- indin. Maturinn skemmdist mjög fljótt í hitanum sem var oft 42^43 gráður í skugga. Við gátum því ekki verið þarna nema viku til 10 daga í senn til að byija með. Svo fengum við lítið kælibox og gátum eftir þaö verið svo- lítið lengur í einu. Fólkið virtist í fyrstu hrætt um að við kæmum ekki aftur en þegar það sá að sá ótti var ástæðulaus sagði það: „Þið eruð ekki gestir, heldur hiuti af okkur.“ Síðan fluttu Valgerður og Guðlaug- ur í kofa með steingólfi og moldar- veggjum. Eitraðar slöngur, sporð- drekar og fleiri kvikindi áttu greiðan aðgang inn í gegnum stráþak hans. í þessum hýbýlum bjuggu hjónin í þijú ár. Að þeim tíma liðnum fluttu þau svo í steinhús. Böm þeirra Valgerðar og Guö- laugs, þau Katrín, Vilborg og Gísli, hafa alltafverið með foreldrum sín- um á ferðum þeirra erlendis. tvö þeirra, Gísii og Vilborg, eru raunar fædd í Eþíópíu og Katrín var aðeins 9 mánaða þegar hún flutti þangað í fyrra skiptið. Stúlkumar sóttu norskan heimavistarskóla í höfuð- borginni eftir að þær komust á skóla- aldur. „Það er kannski það erfiðasta við að vera þama úti að þurfa að senda bömin frá sér í skóla, um 700 kíló- metra leið, og hitta þau á fimm vikna fresti. Þetta var líklega eina fórnin í sambandi við þetta starf ef hægt er að tala um fórn. Hins vegar notum við tímann vel til samveru þegar þau eru heima auk þess sem frí eru mik- il. Við teljum að börnin okkar hafi ekki hlotið neinn skaða af þessu að einu eða neinu leyti. Það var miklu erfiðara fyrir þau að koma heim, í nýtt umhverfi, miklu fjölmennari bekki en þau áttu að venjast þar sem öll kennsla fór fram á íslensku og vinirnir alhr í EþíópíuA Fyrst rættvið öldungana Fyrsta skrefið í starfi íslensku kristniboðanna í Voito-dalnum var að ræða við öldungana í þorpunum en þeir era eing konar æðsta ráð. „Þeir voru t.d. beðnir leyfis til að auka heilsugæsluna. í upphafi gerð- um við ákveðna könnun í samráði við öldungana til að finna út hverjir væru helstu sjúkdómamir og helstu vandamál. Við komum með tillögur til úrbóta og spurðum hvemig við gætum unnið að þessu sameiginlega. Starfið hófst svo á því að við ákváð- um að heimsækja hvert þorp mánað- arlega, skoða öll börn undir fimm ára aldri og veita þeim aðstoð sem voru veik. Við bólusettum þau einnig gegn ýmsum sjúkdómum. í hveiju þorpi höfðum við tengiliði, konur sem fólk- ið í þorpinu útnefndi. Þær lærðu ýmislegt varðandi greiningu sjúk- dóma og einfaldar aðferðir til að bregðast við niðurgangssýki, hreinsa sár og bjarga sér sjálfar að nokkra leyti. Þeir sem öldungamir skil- greindu sem fátæka, svo og verðandi mæður, fengu ókeypis meðhöndlun." Fátækt er ekki mikil á því svæði, sem Valgerður og Guðlaugur dvöldu á, miðað við það sem gerist víða í Eþíópíu. Sá sem er ríkur á mikið af nautgripum og geitum. íbúamir era hálfhirðingjar sem byggja afkomu sína að mestu leyti á þessum dýrum. Sá sem á mikið af þeim telst ríkur þótt hann búi í hálfgerðu hreysi og eigi lítið af öðram veraldlegum eign- Þama var verið aö byggja kofann sem íslenska kristniboðafjölskyldan bjó í. Vilborg að leik með vinkonu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.