Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Page 32
44 Mitít KAt-M VS M jí)A(I}IAI)'JAlÍ LAUGARDAGUR 27. MARS1993 Lærisveinn Stalíns - vinnubrögð Rúslans Kasbúlatovs þingforseta þykja minna á leiðtogann gamla Borís Jeltsín Forseti Þjóðkjörinn Victor Tsjern- Ruslan Kaspúlatov ormyrdin Þíngforseti Forsætisráðherra Skipaður af Jeltsín Skipaður af Jeltsín Samþykktur af þinginu Þaö er ekki vegna hugmyndanna sem stuðningsmenn Borís Jeltsín Rússlandsforseta líkja erkióvinin- um Rúslan Kasbúlatov viö Jósef gamla Stalín. Það eru aðferðimar. Mönnrnn þykir sem þingforsetinn umdeildi hafi lært valdatafl af ein- ræðisherranum, sem enn býr í sál rússnesku þjóðarinnar fjórum ára- tugum eftir andlátið. Kasbúlatov hefur aldrei verið kenndur við neinar sérstakar hug- myndir. Hann er fyrst og fremst maður sem kann að leika tveimur skjöldum, afla sér stuðnings hér og svíkja þar og treysta á að refskákin muni á endanum leiða hann til æðstu valda. Þetta kunni Stalín öðmm mönnum betur. Þetta er í það minnsta áht fylgis- manna Jeltsíns forseta. Sjálfur seg- ist Kasbúlatov aðeins vilja koma í veg fyrir að nýr einræðisherra hreiðri um sig í Kreml. Sikileyingar Rússlands Samlíkingin við Stalín er svohtið kaldhæðnisleg því Kasbúlatov og öh hans þjóð á Stalín grátt að gjalda. Kasbúlatov er tsjetsjeni að uppruna. Það er ein af þjóðum Kákasusfjalla og sú þeirra sem Rússar hafa minnstar mætur á. Þeir eru kallaðir „hinir grimmu" og hafa verið olnbogaböm í Stór- Rússlandi allt frá dögum zaranna. Nú kalla Rússar þá einnig Sikil- eyinga Rússlands. Tsjetsjenar stýra nefnileg rússnesku mafíunni. Og þótt mafia tsjetsjena sé hvergi nærri eins vel skipulögð og sú sikil- Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Þetta átti einu sinni við um Jeltsín og Kasbúlatov - en ekki lengur. Simamynd Reuter eyska á blóðhefndin fastan sess í menningu þeirra. Þar að auki em þeir íslamar. Margir Rússar telja að einingu ríkisins stafi mest hætta af þessu tvennu; mafíunni og íslam. Ætt Kasbúlatovs er því ein sér næg til að hann þarf aldrei að gera sér vonir um fylgi í almennum kosningum. Skoðanakannanir sýna meira að segja að tsjetsjenar treysta honum ekki einu sinni. Þjóöin öll rekin af löndum sínum Stalín hafði megnustu ótrú á tsjetsjenum. Hann gmnaði þá um að vera haha undir nasisma og ákvað árið 1944 að flytja þá af hönd- um Rússa. Fólkinu var smalað saman og flutt austur á sléttur Kazakhstans og heimalönd þeirra í Kákasus lögð undir ríkið. Kasbúlatov var á bamsaldri þeg- ar þetta gerðist. Hann er fæddur árið 1941 og fylgdi foreldrum sínum í herleiðingu þjóðarinnar á slétt- umar miklu við vesturmörk Síber- íu. Þarna áttu tsjetsjenar að þjóna Rússum við akuryrkju. Þjóðið hfði við illan kost og ekki skánaði ástandið þegar landbúnað- arsnhlingurinn Níkíta Krústsjov komst að því að maís væri einmitt rétta akuijurtin þar sem annars þrifust aðeins eyðimerkuplöntur og úlfaldar. Eftir þrettán ára útlegð fengu tsjetsjenar að snúa heim. Þá var Stalín allur og þíða lék um sovéskt þjóðlíf. Kasbúlatov var nú settur til mennta og nam hagfræði. Hann varð í fyhingu tímans prófessor í grein sinni við Plekaov-stofnunina, eina virtustu menntastofnun Sov- étríkjanna gömlu. Skjólstæöingur Jeltsíns Hann var líka hohur flokksmað- ur og kjörinn á þingið sem nú situr árið 1990 fyrir tsjetsjena. Þar kom Jeltsín auga á þennan skarp- greinda hagfræðing og gerði hann að eftirmanni sínum á stóh þingfor- seta þegar hann varð sjálfur for- seti. En sjaldan launar kálfur ofeldið. Kasbúlatov sneri fljótt baki við Jeltsín og er nú leiðtogi andstæð- inga hans. Hann er öruggur í sessi meðan þingið er skipað eins og nú. En þetta þing er arfur frá gömlu Sovétríkjunum og Jeltsín veit að eftir almennar þingkosningar þarf hann ekki að hafa meiri áhyggjur af Kasbúlatov. Þetta veit Kasbúla- tov líka og gefur htið fyrir álit þjóð- arinnar. -GK Forboðnir ávextir: Kafli úr nýrri bók um hrösun ástsælasta biskups íra Ég skal passa stelpuna „írland er einmitt staðurinn fyrir hana,“ hafði biskup sagt við foður minn. „Ég skal passa stelpuna sjálf- ur.“ Hann þekkti mig strax á flugvelhn- um en var þó undrandi á svipinn eins og hann hefði átt von á að hitta fyrir stelpukrakka en ekki konu, háa og granna í háhæluðum skóm og dopp- óttum kjól. Hann kreisti hönd mína og kyssti mig á kinnina. „Velkomin til írlands. Hún Annie okkar hefur stækkað." „Litlar stelpur gera það,“ svaraði ég í sama stríðnistón og hann hafði talað um mig. Bros hans var heihandi og handtak hans hlýtt. Mig hafði ekki grunað að ég ætti eftir að dragast að nokkrum manni eftir fyrri reynslu og nú var ég aht í einu heihuð af biskupi. Hann ók í gegnum bæinn á miklum hraða og þegar ég spurði hvort hann óttaðist ekki að aka á fólk sagði hann að hér væri enginn á ferh. Síðan blessaði hann ósýnilegt fólk á báðar hendur og skellihló. „Já, en ef þú drepur einhvem,“ spurði ég á móti? Hann svaraði strax: „Hugsaðu þér; að fara til himna með aðstoð biskups," og svo hló hann enn meira. Ég fyhtist bæði ótta og trausti. Hann var að gera hosur sínar grænar fyrir mér með því aö aka eins og brjálæðingur og hlægja svo aö öhu saman. Um kvöldið fómm við út að ganga. „Þetta er skritið, Annie,“ sagði hann aht í einu. „Mér hður svo vel hjá þér og það er eins og ég hafi þekkt þig alla tíö. Líður þér eins?“ Ég játaði því og við gengum saman hönd í hönd eins og tvö böm. Eftir að við komum inn héldum við áfram að tala og færðumst stöðugt nær hvort öðra. Það var komin nótt þegar ég fór að sofa en ég gat ekki sofnað. Ég heyrði til hans þar sem hann gekk fram og aftur ganginn og maður var þá svona. Og svo allt í einu var hann farinn. Við urðum nánari með hverjum deginum og hann kom til mín á hverri nóttu. „Ég veit hvað ég er að gera,“ sagði hann. „Ég veit af hverju ég er hér.“ Hann fór úr náttfótunum og stóð vandræðalegur án ahs biskups- skrúða á gólfinu. Síðan var því líkast sem hann félh yfir rúmið. Hann hafði bara eitt í huga. Eamonn biskup af Galway þótti alltaf hressilegur í bragði. Búlduleitt andlit- ið Ijómaði af gleði alla daga. írar dáðu hann sem hressilegasta biskup landsins, mann sem alltat var með spaugsyrði á vör en þó alvarlega þenkj- andi. þuldi bænimar sínar. Ég vhdi að hann kæmi inn til mín. Kvöldið eftir fylgdi hann mér inn í herbergið og sat á rúminum um tíma. Hann lyfti hárinu frá augunum á mér og ég vissi að ég þyrfti ekki nema að snerta hann th að hann væri kominn upp í th mín. En hann fór út og ég heyrði th hans á göngunni um ganginn, þyljandi bænirnar sínar. Stuttu síðar sá ég að hann læddist inn í herbergið og kyssti mig í rúminu. Ég fann fljótt að þetta var vanur maður. Hinn helgi iForboðnir ávextir. Bókin sem end- anlega gekk frá æru biskupsins. Þarna kynntist ég miklu hungri. Þetta ar eins konar holdleg írsk himgursneyð. Hann hafði haldið aft- ur af ahri þessari orku og tilfinning- um í meira en 25 ár. Á eftir féh hann út af steinsofandi og ég gat hugsað minn gang í margar klukkustundir. Ég vissi að þessi ást var fyrirfram dæmd. Hann vaknaði um klukkan þrjú og af brosi hans mátti ráða að honum fannst hann vera í réttu rúmi með réttri konu á réttum tíma.“ Óvelkomin til írlands Þetta mál hefur verið mér eins og skirn,“ segir Annie Murphy, bandarísk kona á miðjum aldri. Hún hefur unnið sér það th óhelgi í augum sanntrúaöra kaþólikka á írlandi að fella biskupinn af Galway í ehífa ónáð. Fyrir vikiö hafa þeir látið það boð út ganga aö hún þurfi ekki að hugsa sér að stiga á írska fold oftar. Og henniersama. Mál þetta hófst síðasta vor og hefur verið að hneyksla íra upp frá því. Þá thkynnti Peter Murp- hy, 18 ára gamall unglingur, aö hinn ástsæli, kaþólski biskup, Eamonn Casey, væri faðir sinn. Móðir hans staðfesti þetta og sjálfur sannaði hann faðernið meö útlitinu; Peter var alveg eins og biskupinn af Galway. Biskup brá þegar undir sig betri fætinum, hélt á fund páfa í Róm og sagði köllun sinni lausri. Hon- um hefur ekki enn verið fyrirgef- iö að eignast son í lausaleik og á ekki afturkvæmt í embætti. Annie Murphy hefur nú fylgt hneykslínu eftir með þvi aö rita bók um ástarsamband sitt við biskup árið 1973. Bókina kallar hún Forboðna ávexti. Hneykslunargjarnt fólk hefur ekki I langan tíma bragðaö sætari aldin. Annie segir að sér komi lítið við hvernig fólk tekur frásögn hennar af bólfórunum með biskupi. Hún liafi ekki þurft að tæla hann i bólið og að hann beri vissulega ábyrgð á þvi sem gerðist eins og hún. Hneyksli biskupsins af Galway er engu að síður komið í hámæU á ný og nú hlæja menn fremur en hneykslast. Þetta er skemmti- leg bersöglisaga þótt það spilli síst fyrir aö kaþólskur biskup, virtur í embætti, eigi í hlut. Annie segist sátt nú þótt henni hafi sviðið þegar biskup afneitaði hennifyrirátján árum. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.