Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Side 24
' ÍM LAUGARDAGUR :27. MARS 1993 Félag járniðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 29. mars kl. 20.00 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Samningamálin, Gylfi Arnbjörns- son, hagfræðingur ASÍ 3. Atvinnumál 4. önnur mál Stjórnin Endurfundir Seyðfirðingar, fæddir á árunum í kringum 1950 (ca '48-52). Muniðþið hvaðþað vargamanaðvera unglingur á síldarárunum? Við stefnum að því að hittast sem allra flest á Seyðis- firði helgina 18.-20. júní í sumar og rifja upp gamlar minningar. Allir þeir sem áhuga hafa á þessu máli eru beðnir að hafa samband við einhvern undirritaðra sem alira fyrst. Jói Hansa, s. 97-21435, vs. 97-21372/21373 eða 21379 Kalli Svönu, vs. 97-21109 Ómar Garðars, s. 98-12878, vs. 98-13310 Þau eru stundum nefnd gullparið, Kenneth Branagh og Emma Thompson. Margir spá Emmu Oskarnum - talið líklegt að hún hampi þessum eftirsótta verðlaunagrip Sterkar líkur eru taldar á því að breska leikkonan Emma Thompson hljóti óskarsverðlaunin á mánudag- inn kemur. Hún hefur verið tilnefnd til verðlauna fyrir frábæran leik sinn í kvikmyndinni Howards End. Hljóti Emma þessi eftirsóttustu verðlaun kvikmyndaheimsins, verður hún fyrsta breska leikkonan til þess að fá þau eftir að stórstimin Vanessa Redgrave, Glenda Jackson og Maggie Smith færðu þau til Bretlands á sín- um tíma. Mikil umfjöllun Mjög mikið hefur verið fjallað um Emmu Thompson í erlendum blöð- um og tímaritum aö undanfómu. Hið virta tímarit Time sá fyrir skemmstu ástæðu til þess að helga henni forsíð- una ásamt myndarlegu viðtali. Ástæða þessarar miklu umfjöliunar er fyrst og fremst frábær leikur hennar í Howards End. Svo mikið hefur gagnrýnendum þótt til hennar koma í hlutverki Margarethar Schlegel að hún hefur verið kölluð „leikkona 20. áratugarins". Þessi 33 ára leikkona hefur þegar hlotið 12 stórverðlaun fyrir leik sinn í mynd- inni. Næsta kvikmynd, sem aðdáendur Emmufá að sjá hana í á hvíta tjald- inu, verður Much Ado about Nothing sem verður frumsýnd bráölega. Sá sem leikstýrir þeirri mynd er eigin- maður Emmu, Kenneth Branagh. Léku saman í sjónvarpsseríu Eins og flestir vita var það um- ræddur Branagh sem skaut Emmu upp á stjörnuhimininn. Kynni þeirra hófust með því áð þau léku saman í sjónvarpsseríu, Fortunes of War. Fyrir leik sinn í þeim þætti hlaut hún BAFTA-verðlaunin sem besta leik- konan. Branagh átti eftir að koma við sögu á leiklistarferli Emmu eftir þetta því hún hefur leikið í þremur myndum sem hann hefur leikstýrt, Hinrik V, Dead again og Peter’s Friends. Branagh þykir einn besti Shakespeare-leikstjóri og -leikari Breta í dag. Ekki eru nema tvö ár síðan hann var tilnefndur til óskars- verðlauna fyrir leikstjóm og leik í aðalhlutverki í Hinriki V. Bjóstekkivið frægðinni Emma hefur látið hafa það eftir sér í blaðaviðtölum að hún hafi alls ekki búist við að verða kvikmyndaleik- kona. Hún kveðst því síður hafa átt von á því að verða tilnefnd til óskars- verðlauna eins og nú hefur komið á daginn. Hún segist hlakka til hátíðar- innar sem slíkrar en geri sér enga sérstaka rellu út af því hvort hún hljóti óskarinn eða ekki. Varðandi samstarf hennar og eig- inmanns hennar segir hún það frek- ar óskynsamlegt að þau haldi áfram að vinna saman að kvikmyndum út í hið óendanlega. „Ekki það að okkur sé ekki sama en áhorfendur gætu orðið leiðir á þessu endalausa sam- starfi," segir þessi dáða leikkona sem nú er í sviðsljósi óskarsverðlaun- anna. Emma og Vanessa Redgrave í hlutverkum sínum í Howards End. Sú síðarnefnda hefur verið tilnefnd til óskars- verðlauna fyrir aukahlutverk í myndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.