Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Qupperneq 39
LAUGARDAGUR 27. MARS 1993 feðranna um. í Voito-dalnum finnst þó fólk, sem telst vera sárafátækt, svo sem konur sem misst höfðu mennina sína og áttu engan bústofn til þess að lifa af. Heilsugæsla ogboðunarstarf „Jafnhliða heilsugæslunni vor- um við með boðunarstarf þar sem við sögðum frá boðskap Biblíunnar. Þessi þjóðflokkur trúir á anda for- feðranna sem heitir Mesje. Sam- kvæmt hugmyndum fólksins er hann illur og óttalegur og veldur sjúkdóm- um, stríði, þurrki, hungursneyð, ófijósemi og öðru illu. Fólkið færir þessum anda fómir til þess að hafa hann góðan og fá frið fyrir áhrifum hans. Alltaf þegar eitthvað kemur fyrir leita íbúamir til sérstakra spá- manna í þorpinu til þess að spyrja hvemig þeir eigi að bregðast við. Ráðið er yfirleitt það að fóma t.d. einni geit tíl viðbótar. Vissar reglur fylgja þessum trúar- brögðum og hafa þær leitt til þess að fólk hefur þurft að fóma eigin böm- um. Hafi barn fengið fyrstu tennur í efri góm er það talið merki um bölv- un að háifu andans og baminu því umsvifaiaust fargað. Það var þá lagt fyrir villidýrin úti í skógi eða bundið og kastað fyrir krókódílana í fljótinu, eða fyrir björg væri það farið að ganga. Vegna heilsugæslustarfanna fylgd- umst við með öllum bömum undir fimm ára aldri eins og áður sagði. Einn mánuðinn vantaði kannski nokkur böm. Ástæðan var sú að þeim hafði verið fargað. Einu sinni var 6-7 ára strákur mikiö að þvælast í kringum kofann hjá okkur. Allir voru vondir við hann, slógu hann og hreyttu í hann ónotum. Þegar við fóram að spyrjast fyrir um þetta kom í ljós að móðir drengsins var eitthvað veikluð. Hún hafði búið úti í skógi og hirðingjarnir notað hana. Hún hafði eignast þennan dreng sem fékk svo fyrst tennur í efri góm. Hann átti engan foður sem gat séð um að láta farga honum. Rétt áður en við fórum heim viss- um við svo um annan dreng sem öld- ungarnir fóra með niður að fljótinu til þess að varpa honum fyrir krókó- dílana. Ástæöan var sú að hann hafði fyrst fengið fufiorðinstennur í efri góm. Einn af aöstoðarmönnum okk- ar rökræddi lengi við öldungana um nauðsyn þess að farga barninu. Þeir sögðust verða að kasta því í fljótið. Það væri ekki hægt að hafa svona böm því þau myndu valda svo mikl- um skaða á þorpinu og þjóðflokkn- um. Aðstoðarmaðurinn sagði þá: „Leyfið mér að vera fljótið sem tek- ur á móti honum. Ég skal fara með hann og þið sjáið hann aldrei aftur.“ Þá gáfu öldungamir sig og maður- inn fékk að fara með drenginn. En hann varð að yfirgefa þorpið á þessu sama augnabliki og við urðum ein- mitt til að keyra hann í hurtu. Við gátum bjargað mörgum þess- ara bama sem átti að farga. Foreldr- unum þótti hroðalegt að þau skyldu verða að deyja. En það var óttinn sem þvingaði þá til þess að fylgja eftir þessum ráðstöfunum. Stundum komu foreldrar tfi okkar að nætur- lagi til þess að segja okkur hvernig komið væri og spyija okkur hvort við gætum tekiö börnin og komið þeim undan. Viö gerðum það og kom- um þeim þá til nágrannaþjóðflokks- ins. Þar voru kristnar fjölskyldur sem tóku við þeirn." Margir sem hlusta „Það vora margir sem lögðu eyr- un að boðskap okkar. Fólk fann að haim gat leyst það undan þeim ótta sem það bjó við. Eldri kynslóðin er þó ipjög bundin af sínum siðum. Þeir sem henni tilheyra grafa t.d. upp bein forfeðranna og halda ákveðna greftrunarhátíð. Geri þeir þetta ekki ráðast andamir á þá og valda þeim skaöa. Þetta fólk vill vama því að einhver yfirgefi þessa gömlu trú og veki þar með reiði andanna. Við þvingum auðvitað engan en segjum einungis frá þeim trúarbrögðum sem við eigum. Nokkrir hafa látið skírast til kristinnar trúar og aðrir vilja hlusta. En margir era hræddir við öldung- ana í þorpinu og áræða ekki að stíga skrefið þótt þá langi til þess. Hinir híða átekta og segja: „Nú ætlum við að sjá þegar andarnir gera út af við þá.“ En þeir hafa séð að ekkert gerist þannig að æ fleiri sækja skírnamám- skeiðin. Við reynum að byggja upp þekkingu á Biblíunni og orði Guðs og undirbúa þá einstaklinga, sem við vinnum með, undir að þeir taki við þessu starfi. Starf kristniboðans felst í því að gera sjálfan sig óþarfan. En viö viljum ekki vera með einhver skammtímaverk á svæðinu og hlaupa síðan í burtu frá öfiu saman. Það getur gert meira illt en gott.“ Margir hafa orðið til þess að gagn- rýna störf kristniboða harðlega. Sagt hefur verið að þeir notfæri sér heilsufarsleg bágindi innfæddra og troði upp á þá kristinni trú í skjóli hjúkranarstarfa. Innfæddir séu læknaðir til þess eins að deyja í næsta uppskerabresti. Kristniboðið leggi hins vegar þá menningu sem fyrir sé í rúst. „Maður heyrir þetta sjónarmið oft. Það hefur kannski átt sér stað á öld- um áður að kristniboðar hafa ekki verið vakandi fyrir þessu. En í dag má segja að kristniboðar séu þeir sem varðveiti meira af menningu þessa fólks en nokkrir aðrir. Þeir búa Guðlaugur safnar upplýsingum um menningu þjóðflokksins. Valgerður og Guðlaugur ásamt börnum sínum fyrir utan kofa þann sem þau bjuggu í i þrú ár. Með þeim á myndinni er norskur hjúkrunarfræðingur. það eitt að komast í burtu aftur. Þessi áhrif verða oft miklu meira til skaða en til gagns.“ Erfitt að vera fyrstur Það er stórt skref fyrir þann sem fyrstur verður í þjóðflokki sínum til að taka kristna trú. Þetta kom vel í Ijós í Voito-dalnum. Þar var það tví- tugur piltur sem lét fyrstur skírast til kristinnar trúar. Öldungamir ræddu um að útskúfa honum. Hann var elsti sonur ríkasta öldungsins í þorpinu. Fyrir honum lá að erfa föð- urinn, auk þess sem hann átti að hafa sérstaka stöðu hvað varðaði fómir og fleira innan fjölskyldunnar. Pilturinn hafði lengi velt málinu fyr- ir sér áður en hann lét skírast. Öld- ungamir í þorpinu héldu þegar fund og faöir hans ákvað að gera hann arflausan. Hann reif húsið sitt og rak búsmalann í burtu. Pilturinn var skilinn eftir einn og eignalaus. Hann var samt sem áður staðfastur í sinni trú og hefur nú sæst við foður sinn. Hann hefur nú útvegað sér fáeinar geitur og hafiö eigið líf. „Við höfum fylgst með þróun mála í Voito-dalnum og fáum fréttir frá vinum okkar sem starfa þar núna. Það era æ fleiri sem sýna boðskapn- um áhuga og vilja vita meira. Það era margir sem skynja það að kristin trú getur frelsað þá frá þeim sífella ótta sem þeir lifa við af völdum Mesje.“ -JSS til ritmál, skrá sögu, menningu og siði þjóðarinnar. Þó við komum með nýja trú höfum við alltaf lagt áherslu á að varðveita þá siði sem þeir geta haldið og reynt að leggja áherslu á að Tsemai-menn hætti ekki að verða Tsemai-menn, heldur verði kristnir Tsemai-menn. Þeir haldi sínum ein- kennum, haldi áfram aö skreyta sig og fifa eins og þeir hafa gert áður. Hins vegar koma alls konar kaup- menn með eitt og annað, svo sem vopn, áfengi og sjúkdóma, sem veld- ur miklu meiri breytingum á þjóðfé- lagi og lifnaðarháttum heldur en ýmislegt sem við færam með okkur. Þeir græða á neyð fólksins. Menning er í sjálfu sér alltaf að breytast. Tsemai-menn þekkja dæmi mn siði sem þeir höfðu fyrir hundrað áram en hafa ekki lengur. Þegar yfir- völdin setja á fót skóla koma oft kennarar sem sendir eru nauðugir á þessa staði. Þetta er oft fólk sem hef- ur nýlokið kennaraskóla og verður að ljúka þessari skyldu. Þetta fólk er lítið innstillt á aö varðveita þá menningu sem fyrir er en hugsar um Valgerður meðal innfæddra við tjöldin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.