Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Page 14
14 LAUGARDAGUR 27. MARS 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 ■ AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Eitraðir vindar Rannsóknamefnd á vegum Sameinuöu þjóðanna hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að fréttir fjölmiðla af fram- ferði sijómvalda og hers í E1 Salvador hafa verið réttar og að ríkisstjóm Bandaríkjanna hefur beitt kerfisbundn- um lygum til að hylma yfir geðsjúkum morðingjum. Á níunda áratugnum létu stjómvöld í E1 Salvador myrða 75.000 manns og hrekja eina milljón manna á vergang. Síðari talan samsvarar því, að 50.000 íslending- ar væm hraktir frá heimilum sínum. Harðast gekk fram í þessu Roberto d’Aubuisson, leiðtogi stjómarflokksins. Til verstu illverkanna var notuð sérstök morðsveit, sem þjálfuð var í Bandaríkjunmn á vegum bandaríska hersins. Hún nauðgaði meðal annars bandarískum nunn- um og myrti þær. Hún myrti bandaríska jesúítapresta og sjálfan erkibiskup landsins, Oscar Amulfo Romero. Um allt þetta var fjallað í fjölmiðlum á sínum tíma. Stjómir Reagans og Bush Bandaríkjaforseta kölluðu þetta fjölmiðlafár. Það gerði líka Wall Street Joumal í sérstökum viðhafnarleiðara, þar sem ráðizt var á blaða- menn fyrir vilhallan fréttaflutning frá E1 Salvador. Margt yfirstéttarfólk trúði á Wall Street Joumal, af því að það er fremur leiðinlegt blað, skrifað af hagfræð- ingum, en ekki blaðamönnum. Klisjan um fjölmiðlafárið á greiðan aðgang að fólki, sem hefiir komið sér vel fyrir 1 lífinu og vill ekki láta trufla samvizku sína. Af ráðherrum og embættismönnum forsetanna Reag- ans og Bush gengu harðast fram Alexander Haig, Jeane Kirkpatrick og Thomas O. Enders. Embættisfærsla þessa fólks verður nú rannsökuð í Bandaríkjunum í framhaldi af niðurstöðu Salvadomefndar Sameinuðu þjóðanna. Nefndin fór rækilega ofan í saumana á fárinu í E1 Salvador. Hún kannaði 25.000 tilvik og yfirheyrði 2.000 vitni. Niðurstaða hennar var sú, að þetta hefði ekki ver- ið neitt fjölmiðlafár, heldur blákaldur sannleikurinn. Morðæði réði ferðinni hjá stjóm og her E1 Salvadors. Ronald Reagan og George Bush, Alexander Haig og Jeane Kirkpatrick var fullkunnugt um þetta ástand. Þeim var líka ljóst, að brjálæðið var kostað af bandarískum stjómvöldum. Þeim mátti öllum vera ljóst, að svik þeirra mundu komast upp um síðir. Samt lugu þau í sífellu. Sóðaleg framkoma Wall Street Joumal, bandarískra forseta og embættismanna úr flokki repúblikana í máli E1 Salvadors sýnir ljóslega, að lýðræðislegt sijómkerfi kemur ekki í veg fyrir, að á Vesturlöndum komist til valda meira eða minna forhertir siðleysingjar. Stjómin 1E1 Salvador er sérstakur kapítuli út af fyrir sig. Þar er við völd Alfredo Christiani forseti úr flokki geðsjúklingsins d’Aubuissons. í kjölfar niðurstöðu Sam- einuðu þjóðanna lét Christiani þing landsins náða í skyndingu alla glæpamenn hersins með einu pennastriki. Allt fram á síðustu daga hefur Christiani forseti notið aðstoðar vamarmálaráðherra, sem áður var yfirmaður morðsveitarinnar. Það er René Emilio Ponce, sem til skamms tíma var helzti skjólstæðingur bandarískra stjómvalda og bandaríska hersins í E1 Salvador. Sem betur fer em hinir eitruðu vindar hættir að blása um utanríkisráðuneyti og forsetahöll Bandaríkjanna. Bill Clinton er að því leyti líkur Jimmy Carter, að hann mun ekki láta viðgangast glæpi bandarískra stjómvalda gegn mannkyninu að hætti þeirra Reagans og Bush. Mál þetta er enn eitt sönnunargagn þess, að marg- tuggna klisjan um fjölmiðlafár felur jafnan í sér tilraun valdamanna til að breiða yfír mistök sín og glæpi. Jónas Kristjánsson Jeltsín líklegri til að styrkja stöðu sína Ríkjandi kreppa í stjórnarfari Rússlands á sér þá undirrót öflug- asta að æðstu stofnanir ríkisins eru ósamþýðanlegar. Forsetaembættið skipar Boris Jeltsín, sem varð með yfirburðum fyrsti þjóðkjörni þjóð- höfðingi í sögu Rússlands. í hans hiut kom að binda enda á rúmlega sjö áratuga alræði kommúnista- flokksins í landinu. Löggjafarsamkoman, þjóðfulltrúa- þingið, er kjörið og starfar eftir stjórnarskrá sem sett var 1977 á vel- mektardögum Leoníds Brezhnev. Þriðjungur fulltrúa er ekki kjörinn heldur í rauninni sjálfskipaður, tii- nefndur af stofnunum og samtökum sem kommúnistaflokkurinn réð enn að mestu yfir þegar kosningar fóru fram 1990. Þar að auki hefur stjóm- arskráin sætt um það bil 300 breyt- ingum og því í mörgu óljós og ósam- kvæm sjálfri sér. Jeltsín forseti og ríkisstjóm hans hafa sett sér það mark að færa Rússland frá miðstýrðum áætlun- arbúskap til markaðskerfis með skjótum hætti. Þar hefur þingið þvælst fyrir að fremsta megni und- ir fomstu Rúslans Kasbúlatovs þingforseta. Frumvörp um gmnd- vallarreglur markaðskerfis svo sem eignarrétt, fjármálastarfsemi, gildi samninga og gjaldþrota hafa ýmist ekki verið tekin á dagskrá eða ónýtt. Vald þingsins yfir seðla- banka hefur verið notað til að ganga þvert á markmið ríkisstjóm- ar í peningamálum. Efnahags- glundroðann sem af þessu hlýst nota yfirmenn gömlu ríkisfyrir- tækjanna og stofnananna til að hygla sjálfum sér og gæðingum sín- um, en reyna svo að kenna forset- anum og ríkisstjóminni um og beina óánægju þjakaðs almennings að þeim. Til þess ættu að vera hag- stæð skilyrði þegar verðbólga er komin upp í 30% á mánuði. í desember komu þing og forseti sér saman um að skera úr ágrein- ingi um skiptingu valda með þjóð- aratkvæðagreiðslu í apríl. Á síðara þingfundi var ákveðið að tillögu Kasbúlatovs að hlaupa frá þeirri samþykkt og gera tilkall til óskor- aðs valds þingsins yfir ríkisstjóm- inni. Við þessari ögrun brást Jelt- sín með sjónvarpsávarpi til þjóðar- innar fyrir viku. Þar boðaði hann til þjóðarat- kvæðis af sinni hálfu 25. apríl. Yrðu kjósendur þar beðnir að lýsa trausti eða vantrausti á forseta og varaforseta jafnframt því sem þeir tækju afstöðu til nýrrar stjómar- skrár, nýrra kosningalaga og þing- kosninga samkvæmt þeim hiö skjótasta. Sömuleiðis boðaöi Jelt- sín að hann myndi taka sér vald til að stjóma með tilskipunum fram yfir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Síðan hefur allt verið á tjá og tundri meðal stjómmálamanna í Moskvu. Valerí Sorkin, forseti stjómlagadómstólsins, kvað forset- ann brjóta stjómarskrá með því að taka sér óskorað tilskipunarvald, og fékk meirihluta dómsmanna til Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson að fallast á þá afstöðu, en látið var fylgja að brotið nægði ekki til að setja forsetann af. Með þessum úr- skurði braut reyndar dómurinn sjálfur í bága við stjórnarskrá, því hann var ekki byggður á neinum skjallegum gögnum. Kasbúlatov kallaði fastaþingið saman til funda, og á þeim síðari var ákveðið að kveðja saman full- trúaþingið til að leggja drög að af- setningu Jeltsíns. En á sama fund barst skjal frá forseta, þar sem hvergi var minnst á óskorað til- skipanavald hans. Við þetta sljákkaði bæði í Kas- búlatof og Sorkin, sem sóttu Jeltsín heim í Kreml. Þar varð engin sam- eiginleg niðurstaða, en Kasbúlatov kom fram í sjónvarpi og sá nú enga þörf á að fulltrúaþingið reyndi að setja forsetann af. Sinnaskipti hans eru skýrö með því að þingforsetinn hafi komist að raun um að vonlaust væri að ná tilskildum meirihluta, tveim þriðju þingheims eða 679 atkvæðum, með afsetningu. Með frumkvæði .sínu hafði Jeltsín knúið Kasbúlatov til að sýna spfiin og sett hann í vörn. Skyndifundur fulltrúaþingsins stóð enn þegar þetta er ritað, en þar virtist krafa um afsetningu Jeltsíns hafa falhð í skuggann, í upphafi að minnsta kosti. Athyghn beindist einkum að málamiðlun- artihögu Sorkins í tíu hðum. Sá helsti er setning nýrrar stjórnar- skrár með þjóðaratkvæði og nýjar forseta- og þingkosningar með haustinu. Jeltsín samsinnti ýmsu í tillögum Sorkins, en hélt fast við þjóðarat- kvæðið 25. apríl, og talsmaður hér- aðsstjórna Rússlands lýsti í fyrsta skipti yfir fylgi þeirra við það áform forsetans. Kasbúlatov bauðst til að segja af sér, ef þingiö teldi deilur þeirra Jeltsíns orðnar of persónulegar af sinni hálfu. Magnús T. Ólafsson Boris Jeltsín Rússlandsforseti (t.v.) og Rúslan Khasbúlatof þingforseti ræðast við á fundi þjóðfulltrúaþingsins á föstudag. Simamynd Reuter Skodanir aimarra Jeltsín er eini kosturinn Þeir sem gagnrýna Bih Clinton fyrir að veðja aðeins á Borís Jeltsín hafa ekki svarað tveimur grundvafiarspumingum; hvaða kost annan á Chnton og hvemig gæti hik stutt umbætur í Rússlandi? Jeltsín forseta gæti mistekist en Chnton og aðrir leiðtogar á Vesturlöndum hafa engan tíma tfi að spá í stöðuna. Eini ábyrgi kosturinn er að styðja Jeltsín og það strax. Úr leiðara IHT, 24. mars Ekki kalda stríðið aftur Stjómlagakreppan í Rússlandi gæti orðið til að vekja að nýju hugsunarhátt kalda stríösins í Banda- ríkjunum þegar rússneski bjöminn lá eins og mara á þjóðinni. Einmitt þess vegna á Bandaríkjastjóm að styðja við bakið á Jeltsín, lýðræðislega kjömum umbóta- manni. Eða eins og Clinton forseti segir: „Það sem mestu skiptir er að Rússland er og verður að vera lýðræðisríki á leið tU markaðshagkerfis." Úr leiðara USA Today, 23. mars Sameinaðir stöndum vér Mikilvægasti lærdómurinn, sem hægt er að draga af frönsku þingkosningunum síðasta sunnudag, er að samstaða skiptir öllu og aö kofningur leiðir til glötunar. Því fer fjarri að þetta sé nýr lærdómur en hann er samt einn þeirra sem alltaf em að endur- taka sig. Stjórnarflokkurinn, sósíalistar, klofnaði. Hluti af hefðbundu fylgi hans hallaði sér að græn- ingjum sem þó náðu ekki því fylgi sem þeir væntu. Sigurvegaramir vom mið- og hægriflokkamir sem stóðu saman ólíkt vinstriflokkunum. Úr leiðara Politiken, 23. mars

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.