Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 27. MARS 1993 Erlendbóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Catherine Cookson: The House of Women. 2. Terry Brooks: Elf Queen of Shannara. 3. Mary Wesley: A Dubious Legacy. 4. Virgínia Andrews: Dawn. 5. Barry Unsworth: Sacred Hunger. 6. Alexandra Ripley: Scarlett. 7. Joanna Trollope: The Choir. 8. Josephine Hart: Damage. 9. Joanna Trollope: The Rector's Wife. 10. Stephen Fry: The Liar. Rit almenns eðlis: 1. Malcolm X & Alex Haley: The Autobiography of Malcolm X. 2. Andrew Morton: Diana: Her True Story. 3. Peter Mayle: A Year in Provence. 4. Peter Mayle: A Year in Provence. 5. Peter Mayle: Toujours Provence. 6. Bill Bryson: The Lost Continent. 7. Comic Relief: The Squashed Tomato Joke Book. 8. Mark Urban: Big Boy's Rules. 9. Bill Bryson: Neither here nor there. 10. Cleese & Skynner: Families & how to Survive Them. (Byggt áThe Sunday Timos) Danmörk Skáldsögur: 1. Leif Davidsen: Den sidste spion. 2. Maria Helleberg: Mathilde - magt og maske. 3. Hans Scherfig: Det forsomte forár. 4. Leif Davidsen: Den russiske sangerinde. B. Marianne Fredriksson: Evas Bog. 6. Betty Mahmoody: For mít barns skyld. (Byggt á Politiken Sondag) Höfundur Rebekku Ein af bestu kvikmyndunum sem snillingurinn Alfreð Hitchcock leik- stýrði, Fuglarnir, er byggð á magn- aöri smásögu eftir ensku skáldkon- una Daphne du Maurier. Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn sem Hitch- cock leitaði í smiðju du Mauriers; áður hafði hann gert kvikmynd eftir þeirri sögu sem gerði skáldkonuna fræga víða um heim, Rebekku. Nýverið kom út í Bretlandi fyrsta ítarlega ævisaga Daphne du Maurier og hefur hún vakið verulega athygli. Höfundurinn, Margaret Foster, hef- ur samið margar ævisögur og kann því vel til verka. Enda þykir hún hafa náð að afhúpa margt óvenjulegt um lífshlaup du Mauriers. Faðirinn vildi strák Daphne fæddist árið 1907, önnur þriggja dætra þekkts bresks leik- hússmaríns, Geralds, sem átti þá ósk heitasta að þær væru allar strákar. Daphne, sem var eftirlæti hans, reyndi eftir megni að gera honum til geðs að þessu leyti. Það hafði svo mikil áhrif á líf hennar og skapgerð, að sögn Fosters, hún leit gjarnan á sig sem tvær manneskjur. Daphne taldi þannig hinn skapandi hluti persónuleika síns vera karl- kyns. Þegar hún skrifaði sögur sínar tók „karlmaöurinn" öll völd að henn- ar sögn og stundum reyndar líka í persónulegum samskiptum. Það leiddi til ástarsambanda hennar við aðrar konur, svo sem þá frægu leik- konu Gertude Lawrence. Þetta var þó vel falinn hluti lífs hennar. Hún átti að vísu á unga aldri Daphne du Maurier á unga aldri. Umsjón Elías Snæland Jónsson ástarævintýri með franskri kennslu- konu en sneri sér svo að karlkyninu; var fyrst í tygjum við enska leikstjór- an Carol Reed en giftist breskum íþróttamanni og stríðshetju, „Boy“ Browning, sem síðar varð hershöfð- ingi. Með honum átti hún þrjú börn. Hjónabandið var misheppnað, þótt ekki bæri á því út á við, og þau bæði óhamingjusöm í sambúðinni. Magnþrungnar sögur Á æskuárum fékk hún skyndilega brennandi áhuga á ritstörfum og ein- setti sér að verða sagnaskáld. En hún hafði það sem mikilvægast var; hæfileikann til aö segja sögur á dramatískan og magnþrunginn hátt. Fyrstu sögur du Maurier vöktu ekki mikla athygli en það breyttist með Jamaica Inn, Jamaíkukránni, árið 1936. Rebekka kom út tveimur árum síðar og varð metsölubók víða um heim. Hitchcock kvikmyndaði hana 1940. Á eftir fylgdi nokkrar sög- ur sem, eins og þessar tvær, eru enn vinsælar meðal almennings. Einræn Forster lýsir því hversu einræn Daphne var. Henni leið best þegar hún gat verið út af fyrir sig. Árið 1943 varð hún yfir sig hrifin af gömlu niðurníddu stórhýsi í Cornwall, Menabilly, og eyddi miklum fjár- munum í að búa þar og laga húsið. Þar var hún ánægð en fyrir börnin var lífið þar óneitanlega dapurlegt. Fram kemur í ævisögunni, sem heitir einfaldlega Daphne du Mauri- er og er gefin út af Chatto forlaginu, að óhamingjan í einkalífinu hafi end- urspeglast rækilega í persónum og atburðum í mörgum sögum hennar. Þannig var sterkur þráður milli einkalífsins og skáldskaparins. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grisham: The Pelican Brief. 2. Mary Higgins Clark: All around the Town. 3. LaVyrle Spencer: Bygones. 4. Michael Crichton: Jurassic Park. 5. John Sandford: SÍIent Prey. 6. John Grisham: The Firm. 7. Elízabeth Lowell: Untamed. 8. Michael Crichton: Rising Sun. 9. John Grisham: A Time to Kill. 10. Tímothy Zahn: Dark Force Risíng. 11. Terry Brooks: The Elf Queen of Shannara. 12. Robert Ludlum: The Road to Omaha. 13. Sandra Brown: Temperatures Rising. 14. Olivia Goldsmith: The First Wives Club. 15. Maya Angetou: On the Pulse of Morning. Rit almenns eðlis: 1. R. Marcinko & J. Weisman: Rogue Warrior. 2. Maya Angelou: I Know whythe Caged Bird Sings. 3. Piers Paui Read: Alive. 4. Gloria Steinem: Revolution from within. 5. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 6. A1 Gore: Earth in the Balance. 7. Judith Warner: Hillary Clinton: The Inside Story. 8. Deborah Tannen: You just Don't Understand. 9. Susan Faludi: Backlash. 10. Nancy Fríday: Women on Top. (Byggt á New York Tímes Book Revíew) Vísindi Gúmmi í og undir rafbíla Svo kann að fara að gúmmí verði til að gera draum manna um rafbíla að verufeika. Til þessa hafa allar tilraunir með rafhíla strandað á því að ekki eru til nægilega orkuríkar Bláfiskurinn er ekki mjög líkur frændum sinum, mönnunum. og léttar rafhlöður til að knýja þá. RafbOar standast því ekki enn öðr- um bílum snúning. Nú hafa tveir vísindamenn, Bandaríkjamaður og Breti, fundið nýtt efni til að nota í rafhlöður. Þetta er eins konar gúmmí sem leiðir raf- magn vel og getur jafnframt geymt meiri orku en þau efni sem nú eru notuð. E.t.v. kemur því sú tíð að rafbOar gangi á og fyrir gúmmn. Maðurinn kominn af bláfíski Hver er nánasti ættingi mann- anna meðal fiskanna? Líffræðingar hafa tíl þessa helst haft augastað á lungafiski sem er löngu útdauður en afkomendur hans gengu á land og uröu forfeður landdýra eða það hafamenntalið. Nú hafa tveir Þjóðverjar kannað máfið að nýju og fundið nýjan for- fóður manna og annarra landdýra í hafinu. Þetta er bláfiskurinn sem kaOaður er lifandi steingervingur því talið var að hann hefði dáið út fyrir 80 milljónum ára. Menn skiptu um skoðun eftir að fiskurinn tók að veiðast við Mádagaskar. Rannsókn á blóði bláfisksins sýnir að hann er skyldari landdýrum en aðrir fiskar og því líklegasti forfaðir okkar í hafinu. Bláfiskur er aUt að metra langur, ljótur og að sögn ógeðsleguráaðlíta. Blátt öskur Flestum þykir hugmyndin um blá eða rauð hróp fáránleg og helst hægt aö ímynda sér gráan hijóm þegar einhverium er bölvað í sand og ösku. En hijóð hafa lit. Ekki er þó átt við þau hljóð sem óma í eyrum manna dagsdaglega heldur sýna til- raunir að sum hátíðnihljóð verða blá í vatni. Af hverju þetta gerist vita menn ekki með vissu en eitt- hvað tengist það árekstrum frum- eindanna. Þetta fyrirbæri hefur nýverið vak- ið áhuga vísindamanna en Þjóðverj- ar vissu af þvi fyrir 50 árum. Sverðköttur í nýju ljósi Sverðkettir voru á sinni tíð ein vígalegustu rándýrin á jarðríki. Augntennurar sköguðu 40 sentí- metra niður fyrir hökuna og fáir vOdu mæta kisa í myrkri. Nýjustu rannsóknir sýna þó að sverðkötturinn var ekki eins ógur- legur og útlitið gefur tO kynna. Sverðkettir voru vígalegir en ekki að sama skapi vigfimir. Umsjón Gísli Kristjánsson Dýrafræðingar segja að hann hafi alls ekki verið veiðigarpur á borð við stóru kattardýrin sem nú eru uppi. Þar ræður mestu að sverðkött- urinn var mjög þungur og luraleg- ur. Hann varð aö liggja í leyni fyrir bráð sinni og gat ekki hlaupið hana uppi ef fyrsta atlaga mistókst. Tennurnar voru vissulega stórar en þær voru ekki að sama skapi beittar. Sverðkötturinn varð því fremur að beita afli en fimi. Sverð- kettir voru lítíllega minni en ljón en um helmingi þyngri. Þeir dóu út fyrir 11 þúsund árum um leiö og mammútamir, helsta bráðin. Viðræðugóð fjarstýring Japanir hafa fundið ráð við þeim vanda margra að geta ekki stillt íjar- stýringuna á sjónvarpinu eða myndbandinu. Lausnin er að kenna fjartýringunum mælt mál og láta þær hlýða skipunum eigendanna. Þá þarf ekki lengur rafeindafræð- inga til aö stýra fjarstýringunni. Hægt er að segja nýju fjarstýring- unum að taka Hemma Gunn upp en sleppa auglýsingunum á undan og eftir. Þetta er að sögn miklu einfald- ara en að styðja á marga takka við tímastillingu og svo raskast dag- skráin þannig að Hemmi Gunn verður bara hálfur á upptökunni. Nokkum tíma tekur að kenna hverri fjarstýringu mál eiganda síns ef eftir það á allt að ganga að óskum. Þó veldur það mönnum nokkra hugarangri að 100 síðna bæklingur fylgir nýju fjarstýringunum og án þess að kunna skil á efni hans er ekkert gagn að þessu einfalda tækniundri. Mikli hvellur á misskiln- ingi byggður Bandaríski heimsfræðingurinn William Tifft hefur í tuttugu ár reynt að sá frækomum efasemda meðal starfsbræðra sinna um að svokaOaður „mOdi hvellur" eða „higbang" marki upphaf heimsins. Flestir heims- og stjamfræðingar telja að heimur okkar sé aö þenjast út og hafi verið að gera það frá upp- hafinu í „mikla hvelli". Þetta ráða menn af því að íjarlæg sólkerfi gefa öU frá sér rauöleitt ljós. Þaö er skýrt með því að nokkuð togni á ljósbylgj- unum meöan þær berast til okkar vegna þess að sólkerfin eru á hrað- ferðfráokkur. Tifft segir að þetta sé misskilning- ur því rauða ljósið sé breytUegt eftir því frá hvaða sólkerfum það komi og stafi ekki endilega af hreyfingu þeirra. Því þurfi ekki að gera ráð fyrir mikfili sprengingu í upphafi Tiftt trúir ekki á „mikla hvell“. og að heimurinn sé að þenjast út. En hvernig varð heimurinn þá til? Tifftveitþað ekki. Brjóstvöðvi til hjarta- styrkingar Breski læknirinn Tom Hooper segir að innan fimm ára verði hægt að búa til gervihjörtu í menn úr brjóstvöðvum þeirra. Hugmyndin er að taka vööva úr brjóstinu, tengja hann við lamað hjarta og láta hann um að dæla blóöinu í stað hjarta- vöðvans. Hefðbundinn hjartagangr- áður stjómar nýja vöðvanum. Hooper segir að tilraunir með hjartastyrkingu að þessu tagi hafi þegar gefið góða raun á hundum. Þeir hafi lifað í aUt að tvö ár með endurbætthjarta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.