Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Blaðsíða 33
LAUGARD'AGUR 27. MARS 1993 45 Rekur eigið frystihús í Noregi - rætt við Ásgeir Loga Ásgeirsson framkvæmdastjóra Helgijónsson, DV, Ólafefiröi: „Þaö er gott að vera íslendingur í Noregi. Norömenn eru mjög meö- vitaðir um sögu þjóðar sinnar og okkar líka. íslendingar eiga sér-, stakan sess í huga Norðmanna. Eg hef líka fundið að ég tala ekki sömu íslenskuna og áður. Maður hefur kannski tapað einhverju af orðaf- orðanum, enda er ég farinn að hugsa ansi mikið á norsku. Maður kemst ekki hjá því eftir sex ára dvöl í Noregi." Það er Ásgeir Logi Ásgeirsson sem hefur orðið. Blaðamaður DV spjallaði við hann á dögunum til að forvitnast um hagi hans og framtíðaráfonn. Fjölskylda Ásgeirs Ásgeirssonar og Sæunnar Axelsdóttur hefur á örfáum árum, raunar bara einum áratug, komið á fót mjög öflugu fyrirtæki. Hér er í raun um þijú fyrirtæki að ræða. Það er Sæunn Áxels hf., fiskvinnslan í Ólafsfirði. Það er fiskiskipið Ásgeir Frímanns ÓF 21. Og það er frystihús í Nor- egi, en fyrirtæki fjölskyldunnar á hiut í því ásamt nokkrum öðrum aöilum, bæði Norðmönnum og ís- lendingmn. Þar starfar Ásgeir Logi Ásgeirsson um þessar mundir - og því hggur honum ekkert á að klára námið sem hann byrjaði á fyrir sex árum. Eini sjávarútvegs- háskólinn í heimi Ásgeir hefur dvahð í Noregi í 6 ár og hyggst dvelja þar í að minnsta kostitvöárenn. „Konan mín er búin að sam- þykkja tvö ár,“ segir hann sposkur. „Kannski verða þau þrjú. Maður veit aldrei. Það kemur í ljós.“ Hann fór út til að.nema sjávarút- vegsfræði. Og hann varð að fara til Noregs, því þar var eini sjávarút- vegsháskóhnn í heiminum á þeim tíma. En hvers vegna fór Ásgeir í sjávarútvegsfræði? „Það var fyrst og fremst fróð- leiksfýsn. Eftir Menntaskólann á Akureyri, sem ég lauk prófi frá 1983, var ég í vafa um hvað ég ætti að gera í framtíðinni. Fyrst íhugaði ég lögfræði, svo viðskiptafræði og eitt og annað en ekkert höfðaði sér- staklega til mín. Það endaði með því að ég fór í Stýrimannaskólann og þar hkaði mér vel. Skömmu síð- ar komst ég á snoðir um þennan sjávarútvegsháskóla í Tromso í Noregi. Það var í gegnum Finnboga Baldvinsson, sem hér starfaði um tíma, nú framkvæmdastjóri á veg- um Samherja á Dalvík. Þetta nám tekur fimm ár en eng- inn hefur mér vitandi lokið því á fimm árum. Flestir ljúka því á fimm og hálfu til sex árum. Ég hefði átt að ljúka mínu námi fyrir jóhn en gerði það reyndar ekki. Ég hef haft svo mikið að gera að ég hef hreinlega ekki haft tíma til þess. Það gekk ekki þrautalaust að komast inn í þetta nám, því það er lokað. Þeir taka bara inn 30 nem- endur á hverju ári. Inntökuskilyrði eru m.a. stúdentspróf og níu mán- aða samfelld reynsla í sjávarút- vegi. Ég var búinn að sækja tvisvar um þegar ég komst loks inn. Klár- aði Stýrimannaskólann á meðan.“ Ásgeir Logi Ásgeirsson sem rekur eigið frystihús í Noregi. DV-mynd Helgi Jónsson. Margyíslegtnám „Við lærum sitthvað um haf- fræði, líffræði, örverufræði, fram- leiðslutækni, stjórnun, hagfræði, markaðsfræði. Og þegar líður á námið fer maður að sérhæfa sig í einhverri af þessum greinum. Við sóttum tíma í hagfræðidehd þegar við stunduðum hagfræði, í heim- spekideild þegar við þurftum að læra heimspeki, svo við fengum ansi víða og góða innsýn í fleira en það sem snýr beint að sjávarút- vegi. Nú er ég búinn með öll skyl- dufögin nema eitt. Síöan þarf ég að ljúka lokaritgerðinni minni og verja hana en hún er um markaðs- fræði innan hagfræðisviðs. Leið- beinandi nlinn þarf að samþykkja þetta verkefni og ég þarf að verja ritgerðina fyrir þriggja manna dómnefnd. Það ætlaði ég að vera búinn að gera fyrir nokkrum mán- uðum en hef ekki haft tíma. Nú hef ég sett markið á að ljúka ritgerð- inni fyrir næsta haust. Vonandi tekst það, þótt það verði erfitt því ég hef verið og verð mjög upptek- inn af öðru næstu mánuði. Æth fjölskyldan heima í Ólafsfirði trúi því að ég klári nokkurn tíma!“ Leið illa fyrstu mánuðina Ásgeir Logi gifti sig 4. ágúst árið 1990. Konan hans heitir Kristín Brynhhdur Davíðsdóttir, ættuð af Snæfehsnesi og frá Færeyjum, seg- ir Ásgeir kíminn og bætir við: „Þetta er alveg rosalegt kyn!“ Nokkru fyrr, eða 14. júní það ár, eignuðust þau dóttur sem heitir Sæunn. Ásgeir og Kristín kynntust þegar hann var í Stýrimannaskó1 lanum. Kristín hefur einnig verið í námi í Noregi. Hún er um það bh að ljúka cand. mag. námi í náttúruvísind- um. Ásgeir segir að sér hafi ekki hðiö vel fyrstu mánuðina í Noregi „Tromso er svo norðarlega (við 70. breiddargráðu) að það er eigin- lega alltaf myrkur þar. Það er aldr- ei bjart yfir vetrarmánuðina. Ekki einu sinni í tíu mínútur. Það grám- ar örhtið kringum hádegið." Hann segir ennfremur að hugsun Norðmanna líkist mikið hugsun okkar íslendinga. Það byggist sennilega á því að þeir hfa á fiski eins og við. Þeir sæki allt sitt í sjó- inn. Þeir hlæijafnvel að sömu bröndurunum og við. Háskólabærinn Tromse „Tromso er nokkuð stór bær, að minnsta kosti samanborið við ís- lenska bæi. Þar búa 50.000 manns. Tromso er þjónustumiðstöð fyrir svæðið í kring. Hann er háskóla- bær sem hefur stækkað óhugnan- lega mikið á örfáum árum. Þegar ég byijaði þarna árið 1986 voru nemendur 1800 alls. Síðastliðið haust voru teknir inn 6000 nýir nemendur. Það sýnir stækkunina ágætlega. Það kemur hka th af því að það er búið að loka háskólum víða annars staðar í Noregi, t.d. í Bergen. Það er byggt og byggt við háskól- ann í Tromso, enda dælir ríkis- stjórnin peningum þangaö norður. Ekki bara í háskólann, heldur einnig í heilsugæslukerfið. Það er náttúrlega hluti af þeirra byggða- stefnu. Ég vildi óska þess að við íslendingar hefðum efni á því að gera slíkt hið sama, halda uppi byggð með styrkjum, a.m.k. efla byggðarkjarna í landsfjórðungun- um. Það er lífsnauðsynlegt. En það er óhku saman að jafna. Þeir hafa ohu en við ekki. Þeir eru hka 16 sinnum fleiri en við og geta leyft sér að gera hiuti sem við höfum ekkiefniá.“ Fyrstogfremst íslendingur „Það er mjög gott að vera í Nor- egi. En ég er fyrst og fremst íslend- ingur og ég á eftir að lenda hér, ef til vhl í Ólafsfirði. Ég vona það að minnsta kosti.“ Ásgeir segir að framtíðin sé ekki of björt ef hann eigi að vera raun- sær. „Maður er fyrir löngu búinn að sjá fyrir ýmislegt sem er að koma fram núna. Það eru kvótar á nán- ast öllum fisktegundum. Þegar við byijuðum með Ásgeir Frímanns ÓF var hugmyndin og er náttúrlega enn í dag, að gera út á ónýtta fisk- stofna. Það var aðahega keha, lúða og langa. En það harðnar á dalnum og flestir stofnarnir eru á niðurleið. Ég sé ekki birtu í nánustu framtíð. Spurningin er því hvemig á að bregðast við þessu ástandi. Ein leiðin er að loka fyrirtækjum. En það er bara ein leið af mörgum. Það er hægt að laga sig að breyttum aðstæöum áýmsan annan hátt. Markmiðið er að tapa ekki fé á slík- um tímum, því eignimar fara nátt- úrlega ekkert á meðan." KENNI Á HUÓMBORÐ, PÍANÓ OG ORGEL Auk þou MIDI-vlnnsla á Atari. Stutt vornámskeið í apríl og maí. Skemmtilegt námsefni og markviss kennsla. Upplýsingasími (91-)67-81-50 GUÐMUNDUR HAUKUR kennari og hljómlistarmaður Tónskólinn Hagaseli 15 fFrá Grunnskólum Reykjavíkur Innritun sex ára barna (þ.e. barna sem fædd eru á árinu 1987) fer fram í skólum borgarinnar þriðjudag- inn 30. og miðvikudaginn 31. mars 1993, kl. 15-17 báða dagana. Það er mjög áríðandi að foreldrar láti innrita börnin á þessum tilgreinda tíma vegna nauðsynlegrar skipu- lagningar og undirbúningsvinnu í skólunum. ATH.: Sex ára börn sem fara í Rimaskóla í haust verða innrituð í Hamraskóla á sama tíma. fFrá skólaskrifstofu Reykjavíkur Innritun skólaskyldra barna og unglinga, sem þurfa að flytjast milli skóla fyrir næsta vetur, fer fram í Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, sími 28544, þriðjudaginn 30. og miðvikudaginn 31. mars nk„ kl. 10-15 báða dagana. Þetta gildir um þá nemendur sem flytjast til Reykja- víkur eða úr borginni, koma úr einkaskólum eða þurfa að skipta um skóla vegna breytinga á búsetu innan borgarinnar. Það er mjög áríðandi vegna nauðsynlegrar skipu- lagningar og undirbúningsvinnu að öll börn og ungl- ingar sem svo er ástatt um verði skráð á ofangreind- um tíma. Þá nemendahópa sem flytjast í heild milli skóla að loknum 7. bekk þarf ekki að innrita. TISKUVERSLUN KRINGLUNNI Pilsdragtir og buxnadragtir íglæsilegu úrvali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.