Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1993, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL1993
Þessi rándýra bygging á Reykjalundi hefur staðið ónotuð í á annað ár vegna peningaskorts.
Hús fyrir flölfatlaða að Reykjalundi ónotað í á annað ár:
DV-mynd GVA
Þarna er fáránlegt
bruðl á ferðinni
- segir Guðrún Helgadóttir um ráðstöfun söfnunarflár Lionsmanna
Fréttir
Lionsmenn:
„Þaö er afskaplega mikið
áhyggjuefhi ef söfnunarfé skilar
sér ekki til þeirra sem safnað er
fyrir. Við höfum lýst þeim
áhyggjum okkar fyrir ráðherra.
Við höfum lika áhyggjur ef til
samstarfs kemur síðar í sam-
bandi við sölu á rauðri fjöður. Það
er á dagskrá að hefja söfnun af
þessum toga á næsta ári og ein-
læg von okkar Lionsmanna aö
þetta mál verði komiö í höfn þeg-
ar sú söfhun hefst,“ sagði Ólafur
Briem Oöluindæmisstjóri, það er
æösti maður Lionshreyfingar-
innar á íslandi, við DV þegar ör-
iög söfhunarfjár fyrir hús handa
fjöifótluðum voru borin undir
hann.
Ólafur segist hafa verið í sam-
bandi við Bjöm Ástmundsson á
Reykjalundi og heilbrigðisráð-
herra og vonandi fengju hinir
fjölfötluðu sjúklingar þann stað
sem ætlast var tii í fyrstu þegar
fjársöfhun með sölu rauðu fjaðr-
arinnar hófst. Hann sagði erfitt
að segja nákvæmlega til um notk-
un hússins en nánari upplýsinga
yrði aflaö á næstunni, sérstak-
lega varðandi þaö sem ráðherra
hafði eftir sérfræðingum sínum
um að húsið hentaði ekki. „Þaö
er okkar að fá svör við því í
hverju það iiggur og hvað þurfi
svo húsið henti.“
Varðandi hönnun hússins og
ástæður þess að það kostaði 78
milljónir, 44 milfjónum meira en
safiiaöist vegna sölu rauðu fiaðr-
arinnar, vísaöi hann á þá sér-
fræðinga sem skipulögðu fram-
kvæmdimar með þarfir sjútóing-
annaíhuga. -hlh
„Þetta er svo yfirgengilegt að það
er beinlínis yfirskilvitlegt. Þama er
fáránlegt bmðl á ferðinni en því mið-
ur bara eitt pínulítið dæmi um algera
mglmeðferð íslendinga á pening-
um,“ sagði Guörún Helgadóttir al-
þingismaður við DV.
Á Reykjalundi er bygging sem reist
var sem heimili fyrir fjölfatlaða ein-
staklinga. Byggingin hefur staðið
ónotuð í á annað ár en um áramót
mun eiga að taka hana í notkun fyr-
ir aöra sjúklinga en þá sem hún var
upphaflega byggð fyrir. Þeirra hús-
næðismál em eftir sem áður óleyst.
Hafist var handa um undirbúning
byggingarinnar eftir að Lionshreyf-
ingin hafði safnað 27 milljónum
króna í miklu söfnunarátaki þar sem
seld var rauö fjöður. Eftir að húsið
hafði verið hannað var ljóst að söfn-
unarfé Lionsmanna dygði engan veg-
in þó fjárframlög þeirra næmu alls
34 milljónum þegar upp var staðið.
Voru um 44 milljónir þá sóttar í
framkvæmdasjóö fatlaðra. Eftir lok
framkvæmda hefur engu fé verið
veitt í rekstur hússins.
„Maður skyldi ætla að 27 milljónir
hefðu dugað í lítið hús fyrir þessa 7-8
fjölfótluðu sjúklinga en aldeilis ekki.
Þegar húsið var loksins tilbúið sáu
allir skynsamir menn, reyndar allt
of seint, að það var meiningarlaust
fyrir umrædda sjúklinga. Nú skilst
mér að Reykjalundur hafi sent til-
lögu til heilbrigðisráðherra um að
allt annað fólk færi inn í húsið en
upphaflega stóð til, það er sjúklingar
sem búið er að endurhæfa og geta
að einhveiju leyti notið fínheitanna.
Það vesalings fólk, sem upphaflega
var safnað fyrir, nýtur hvorki eins
né neins. Húsnæðisvandamál þess
eru jafn óleyst og þegar farið var af
stað með sölu rauöu fjaðrarinnar,"
sagði Guðrún.
-hlh
I dag mælir Dagfari
Nató í nýju Ijósi
Þessa dagana er verið aö gera at í
Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir það
aö hafa sagt að hann vilji reyna að
finna eitthvert hlutverk fyrirNató.
Því er jafnvel haldið fram að Ólafur
sé orðinn Natósinni og sé þá af sem
áður var þegar allaballar börðust
hatrammlega gegn her í landi.
í þessu sambandi mega menn
ekki gleyma því að Atlantshafs-
bandalagið hefur alla tíð verið
sverð og skjöldur Alþýðubanda-
lagsins. Með andstöðu sinni gegn
Atlantshafsbandalaginu safnaði
Alþýðubandalagið jafnan miklu
liði um sig og rak síðan harða þjóð-
emisstefnu í líkingu við þá þjóð-
emisstefnu sem kyndir undir átök-
unum í fyrrum Júgóslavíu. Herinn
spillti þjóðeminu, Nató gerði full-
veldið aö engu, íslendingar fengu
ekki að vera í friði með sína tungu
og menningu. Sem sagt, allaballar
vom á móti Nató af þjóðemislegum
ástæðum og þannig fengu þeir ís-
lenska ættjarðarvini til að fylkja
sér um Alþýöubandalagið.
Svo gerist þaö uggvænlega að
Sovétríkin em lögð niður og óvinur
hverfur sjónum okkar og Nató hef-
ur allt í einu ekkert hlutverk.
Það er út af fyrir sig rétt að þessi
nýja staða kemur sér illa fyrir þá
sem notuðu kommagrýluna sér til
framdráttar í pólitíkinni og það
myndast tómarúm fyrir þá sem
hafa barist fyrir vestrænni sam-
vinnu og vem vamarliðsins á ís-
landi.
En þau vandamál eru smámunir
miðað við vandamálin sem skapast
hjá Alþýðubandalaginu, þegar sú
hætta vofir yfir að Nató fari af
sjálfu sér og herinn gufi upp án
þess að Alþýðubandalagið fái til
þess tækifæri að reka herinn í burt.
Það skapast ekki síður tómarúm í
póhtík allaballa þegar óvinurinn
hverfur af landi brott.
Það er þess vegna sem formaður
Alþýðubandalagsins leita nú í ör-
væntingu að leiöum til að viðhalda
hemum hér á landi. Honum dettur
þess vegna í hug að tala vinsamlega
um Nató og gera það að útstöð frá
Sameinuðu þjóðunum. Nató má
alls ekki fara úr landi og Nató má
alls ekki tapast í baráttunni fyrir
þjóðeminu og ættjörðinni. Nató
getur verið mikilvægur hlekkur í
eftirliti Sameinuðu þjóðanna með
umsvifum Vesturianda á Atlants-
hafi og þeirri ógn sem stafar af
Bandaríkjunum á vesturhveli jarð-
ar.
Þetta segir Ólafur og leggur hart
að sér að viðhalda Nató og honum
er vorkunn. Ólafur Ragnar hefur
hins vegar alla tíð verið teygjanleg-
ur í pólitíkinni og hann hefur í það
minnsta verið áhrifamaður í einum
þrem flokkum hér á landi og hon-
um munar þess vegna ekkert um
að laga skoðanir sínar ofurlítið til
ef það kynni að hjálpa honum í
pólitíkinni. Þar að aulti er Ólafur
Ragnar ennþá forystumaður í
Heimssamtökum fyrir friði og þess
heimssamtök hafa verulegar
áhyggjur af friðnum í heiminum
og vilja efla vamarstöðvar til að
fyrirbyggja að friðurinn bijótist út
meö þeim afleiðingum að ófriður
sé úr sögunni. Þá eru heimssam-
tökin líka úr sögunni.
Ef allt þetta gengur eftir og Ólafur
hefur sitt fram í Alþýöubandalginu
má allt eins búast við því að um-
ræður á íslandi gangi út á það
næstu árin að Alþýðubandalagið
verði með Nató, meðan Natósinnar
verða á móti Nató. Ef Nató á að
vera hluti af Sameinuðu þjóöunum
og veija okkur gegn vinum okkar,
þá eru Natósinnar á móti Nató en
Natóandstæðingar með Nató og
þannig getur Nató áfram verið
þrætuepli í íslenskri pólitík og við-
haldið ágreiningi á milli íslenskra
stjómmálaflokka. íslenskir stjórn-
málaflokkar em sem óðast að
missa öll ágreiningsatriði úr hönd-
um sér og það er að sjálfsögðu
brýnasta úrlausnaratriði í ís-
lenskri pólitík aö viðhalda núver-
andi flokkum svo flokkarnir geti
áfram verið til og skipt með sér
völdunum.
Ef Sovétmenn og Rússar em svo
aumir að týna glæpnum þá verðum
við sjálfir að finna hann. Við látum
ekki einhveija útlendinga eyði-
leggja fyrir okkur indæl deilumál
með því einu að leggja niður ófrið
og standa fyrir friði sem ógnar
bæði valdajafnvægi á íslandi, at-
vinnuástandi og þjóðemislegri
stöðu Alþýðubandalagsins á mark-
aðstorgi eilífrar þrætu.
Dagfari