Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1993, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 9 Iffið í Londost EfnahagsMð í London hefur ekki verið jafn goít og þaö er nú frá því um mitt ár 1990 þegar kreppan fór virkilega að láta til sín taka. Þá er búist við að hús- næðisverð fari hækkandi á næst- unni en það hefur verið rajög lágt undanfarin þrjú ár. Þetta kemur fram í skýrslum frá verslunarráðinu í London og Lloyds bankanum og þykir til merkis um að Bretar séu að vinna sig út úr langvinnustu efnahags- kreppu sem komið hefur í sextíu ar. Stærsta verkalýðsfélagið innan iðnframleiðslunnar hefur einnig lýst þvi yfir að efnahagurinn sé á leið að rétta úr kútnum og þar með aukið bjartsýni manna enn frekar. Danskarkonur óákveðnarien Danskar konur eru ekki nærri þvi eins vissar ogkarlamir {reirra um hvort þær eigi að segja já eða nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Maastricht-samninginn þann 18. maí næstkomandL Samkvæmt skoðanakönnun Gallup fyrir Berlingske Tidende eru 27 prósent kvennanna ekki búin að gera upp hug sinn. Fimmtán prósent karlanna eni í sö_mu sporum. í könnuninni kemur fram að flokksbræður Pouls Nyrups forsætisráð- herra, jaftiað- armenn.:: eru margir hverjir óráðnir. Sömu sögueraðsegia um flokks- metm sósíalíska þjóöarfiokksins sem er í stjómarandstööu. Björutíu og sjö prósent lands- maima ætla að samþykkja breytt- an Maastricht en þrjátíu prósent greiða atkvæði gegn samningn- um. Aukningat- vinnuleysisi Danmörkuminni Atvirmuleysi í Danmörku jókst umtalsvert minna í febrúar en í næstu þremur mánuöum á und- an. Þetta kemur fram í nýjustu tölum dönsku hagstofunnar. í febrúar voru tæplega 336 þús- und manns skráð atvinnulaus en það svarar til 12 prósenta vinnu- færra manna. Atvinnulausum hafði fjölgað um tvö þúsund frá fyrra mánuöi en aila jafna hefur atvinnuleysingjum fjölgað um tæplega sex þúsund milli mán- aöa. Sígarettureyk- ingaraukast Sala á sígar- ettumjókstenn i Japan í íyrra, fjórða árið í röð, þrátt fyrir aukna and- stöðu við reyk- ingar um heim ;[ allan. Talsmaður tóbaksstofnunar Jap- ans sagði i gær að 329 milljarðar vindlinga hefðu verið seldir í fyrra, sex hundruð milljónum fleiii en áriö á undan. Hann var þó svartsýnn á framtíöarsöluna. „Aukningin í fyrra var ekki jafn mikil og áður. Við reiknum ekki meö frekari aukningu á næstu árum,“ sagði talsmaðurinn. Reuter og Ritzau Útlönd Bretar spá í skapgerð Vilhjálms prins: Ofþroskaður vegna álags Verðandi þegnar Viihjálms Breta- prins velta því nú fyrir sér hvort rík- isarfinn sleppi heiil og óskaddaður frá uppeldi sínu. Sérfræðingarnir segja að hann hafi þegar tekið út meiri þroska en eðlilegt sé þegar 10 ára drengur á í hlut. Á myndum virð- ist hann fullorðinslegur og jafnvel áhyggjufullur. Þetta hefur orðið tilefni vanga- veltna um hvort Vilhjálmur hafi hlotið varanlegan andlegan skaða af því að alast upp undir miklu álagi. Skilnaður foreldra hans hljóti að hafa mikil áhif á hann eins og önnur böm. Því kunni svo aö fara að verð- andi Bretakonungur beri alla ævi merki þess að hann ólst ekki upp við eðlilegar aðstæður. Þó hafa menn veitt því athygli að hann virðist léttari á brún nú en hann var fyrir ári eða svo. Það er þakkað Díönu, móöur hans, sem hef- ur sinnt syni sínum meira síðustu mánuðina en áður var. Einnig er því haldið fram að Karl prins hafi slæm áhrif á son sinn og vilji ala hann upp við meiri hörku en Díana. Þar er minnt á að Karl leyfði Vilhjálmi að fara á veiðar í Skotlandi á dögunum. Það þykir mögum miðaldaleg uppeldisaðferð. Bretar veita prinsinum æ meiri athygli því svo kann að fara að hann verði látinn taka við veldissprotan- um af Elísabetu, ömmu sinni, um aldamótin. Þá yrði gengið fram hjá Karli prinsi, sem er fyrstur í eríða- röðinni, vegna hjúskaparmála hans. Bretar vilja því að vonum vita hvort væntanlegur konungur er heill á geði og fær um aö sinna skyldum kon- ungs. Reuter Hermenn í Suður-Kóreu felldu ungan liðhiaupa, Im Chae-song að nafni, í gær eftir að hann varð óður og skaut á vegfarendur í Seoul. Einn maður lét lifið og fimm særðust áður en Im féll fyrir kúlum hermanna. Símamynd Reuter Hvalveiðar Norðmanna: Eftirlitsmönnum boðið í hvalbátana Norðmenn ætla að bjóða Alþjóða hvalveiðiráðinu að senda eftirlits- menn um borð í norsk hvalveiðiskip þegar þeir hefja hrefnuveiðar í ábataskyni að nýju í sumar. Það kann að verða til þess að Norður- löndin haldi uppi sameiginlegri stefnu um hvalveiöar á fundi hval- veiðiráösins í Kyoto í Japan í næsta mánuði. Norðmenn kynntu hugmyndir sín- ar þegar hvalveiðinefndir Norður- landanna komu saman til fundar í Stokkhólmi í gær til aö kanna mögu- leikana á sameiginlegri norrænni stefnu. Norömenn stungu upp á því að um borð í hveijum báti yrði einn norsk- ur eftirlitsmaöur og annar frá hval- veiðiráðinu. Norðmenn geta ekki tryggt að rými verði fyrir tvo eftir- litsmenn í hverju skipi. Lausn vand- ans gæti falist í því að eftirlitsmenn hvalveiðiráðsins taki á móti skipun- um þegar þau koma að landi með veiðina. „Norðmenn eru óðir og uppvægir að byrja. Þar sem eftirlit er eitt af skilyrðunum fyrir því að hvalveiði- ráðið ákveði hugsanlegan kvóta eiga Norðmenn hagsmuna að gæta,“ sagði Stellan Kronwall, fulltrúi Sví- þjóðar hjá hvalveiöiráðinu. Norrænu hvalveiðifulltrúarnir hittast næst dagana fyrir fundinn í Kyoto. TTógReuter KRINGLUNNAR iy—24. apríl Dagana 17.-24. apríl er hátíð í KRINGLUNNI í tilefni sumarkomu en þar verður sérstök áhersla lögð á að bjóða börnum upp á skemmtun. Leik- tæki, uppákomur og margt fleira skemmtilegt verður til að gleðja við- skiptavinina. Allir krakkar fá tækifæri til að yrkja sumarljóð í ljóðahorni KRINGLUNNAR en úrval sumarljóða verður hengt upp í gluggum verslana KRINGLUNNAR og kynnt í DV og á BYLGJUNNI. í ljóðahorninu á 2. hæð í KRINGL- UNNI er afdrep fyrir börn til að yrkja sumarljóð. í ljóðahorninu eru blöð sem ætluð eru til að skrifa ljóðin á en einnig má yrkja ljóðin heima. Daglega eru dregin út nöfn þriggja þátt- takenda sem fá sumargjöf frá KRINGL- UNNI. Hringt verður í hina heppnu vinningshafa og jafnframt verða nöfnin kynnt á Bylgjunni. Mikilvægt er að merkja ljóðin með nafni, heimilisfangi og símanúmeri. Úrval ljóðanna verður sýnt í gluggum fyrirtækja KRINGLUNNAR og valin ljóð verða birt í DV og lesin á BYLGJ- UNNI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.