Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1993, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 FóJk í fréttum Bjami Ásgeir Friðriksson Bjami Ásgeir Friðriksson júdókappi varð meistari í opnum flokki í fimmtánda sinn í röð á íslands- meistaramótinu í júdó sem fram fór umhelgina. Starfsferill Bjami fæddist í Reykjavík 29.5.1956, ólst þar upp í foreldrahúsum og var þijú af unglingsárunun á Blönduósi hjá Bergi Felixsyni skólastjóra og Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Bjami stundaði nám við Voga- skóla, lauk gagnfræðaprófi á Blönduósi og prófi í rafeindavirkjun við Iðnskólann í Reykjavík. Bjami var til sjós árið 1974, stund- aði sölu á bókum til 1989 og stofnaði þá ásamt öðmm bókaútgáfuna Líf og sögu sem hann rekur enn ásamt BragaSveinssyni. Bjarni hóf að æfa júdó hjá júdó- deild Ármanns 1976. Hann hefur keppt á íslandsmótum í sextán ár og unnið þar samtals fjörutíu titla, orðið íslandsmeistari í opnum flokki fimmtán sinnum 1 röð, ís- landsmeistari í sveitakeppni tíu sinnum og íslandsmeistari í sínum þyngdarflokki fimmtán sinnum. Hann hefur unnið fjölda haustmóta, Reykjavíkurmóta og afmælismóta Júdósambandsins, orðið fimm sirm- um Noröurlandameistari, keppt á fjölda Evrópumóta og náð þar fimmta sæti í opnum flokki og sjö- unda sæti 1 sínum þyngdarflokki, keppt á fjórum heimsmeistaramót- um og komist þar í sjöunda sæti, keppt á fjórum ólympíumótum og unnið þar bronsverðlaun, auk þess sem hann vann silfurverðlaun á Shozikicup-boðsmótinu í Japan 1985. Bjami hefur unnið þrenn bronsverðlaun og ein silfurverðlaun á opna breska mótinu, fimm gullverð- laun á opna skandinavíska mótinu, unnið þrenn gullverðlaun á opna skoska mótinu, gullverðlaun á opna sænska mótinu 1983, á Svíþjóðarmót- inu 1989 og opna hollenska mótinu 1992. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins 1990 og íþróttamaður Reykja- víkur 1984,1989 Og 1990. Fjölskylda Kona Bjama er Anna Guðný Ás- geirsdóttir, f. 19.9.1957, líffræðingur. Hún er dóttir Ásgeirs Sæmundsson- ar, iðnfræðings og stöðvarstjóra Andakílsárvirkjunar, og Önnu Sig- urbjargar Jóhannsdóttur húsmóður. Synir Bjama og Önnu Guðnýjar em Friðgeir Daði, f. 28.10.1980, og Tryggvi Sveinn, f. 16.1.1983. Álsystkini Bjarna: Guðmundur, f. 27.11.1934, d. 21.3.1986, bifreiðar- stjóri í Reykjavík; Dista, f. 14.11. 1936, d. 16.1.1937; Annie, f. 30.3.1939, d. 5.4.1985, sjúkrahði og húsmóðir í Reykjavík; Hrafn Vestfjörð, f. 9.5. 1940, læknir í Reykjavik; Kristján, f. 26.10.1945, starfsmaður hjá Kom- ax, búsettur í Mosfellsbæ; Bjamey, f. 26.8.1948, fulltrúi í menntamála- ráðuneytinu og húsmóðir, búsett í Reykjavík; Jóhanna, f. 2.1.1951, kennari og húsmóðir í Reykjavík; Gils, f. 6.1.1953, sjómaður í Reykja- vík; Guðmunda, f. 23.1.1958, d. 26.1. sama ár. Hálfbróðir Bjama er Allan Heiðar Sveinbjömsson, f. 24.4.1937, trésmiður í Reykjavík. Foreldrar Bjama: Friðrik Jó- hannsson, f. 28.11.1913, trésmiður, fangavörður á Eyrarbakka en lengst af starfsmaður við Áburðarverk- smiðjuna í Gufunesi, og kona hans, SólveigÞorgilsdóttir, f. 29.8.1912, d. 8.12.1965, húsmóðir. Ætt Friðrik er sonur Jóhanns, skip- stjóra og b. á Auðkúlu, Jónssonar, b. á Ósi í Mosdal, Ásbjömssonar, b. á Grófhólum í Bakkadal, Teitssonar, Amgrímssonar, b. í Miðhlíð á Barðaströnd, Teitssonar, b. á Vind- hæli á Skagaströnd, Magnússonar. Móðir Teits Magnússonar var Margrét Bjamadóttir, systir Páls, foður Bjama landlæknis. Móðir Teits Amgrímssonar var IngibjÖrg Gísladóttir, systir Konráðs, fóður Gísla sagnaritara, föður Konráðs Fjölnismanns. Móðir Friðriks var Bjamey, systir Guðmundar, afa Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Dags- brúnar. Annar bróðir Bjameyjar var Jón í Timgu, langafi Geirs Waage, prests í Reykholti. Bjarney var dóttir Friðriks, b. í Tungu, Jóns- sonar, prests á Hrafnseyri, Ásgeirs- sonar, prófasts í Holti í Önundar- firði, Jónssonar, bróður Þórdísar, Bjarni Asgeir Friðriksson. móður Jóns forseta. Móðir Jóns var Rannveig Matthíasdóttir, stúdents á Eyri í Seyðisfirði, Þórðarsonar, ætt- föður Vigurættarinnar, Ólafssonar, ættfoður Eyrarættarinnar, Jóns- sonar. Móðir Bjameyjar var Jens- ína Guðrún Jónsdóttir, prests á Stað í Aðalvík, bróður Þorkels, langafa Lúðvíks Kristjánssonar rithöfund- •ar. Sólveig var dóttir Þorgils, sjó- manns í Ólafsvík, Þorgilssonar, og Jóhönnu J ónsdóttur. Afmæli Sigurður Þórhallsson Sigurður Þórhallsson fram- kvæmdastjóri, Sæviðarsundi 33, Reykjavík, verður sextugur á morg- un, miðvikudag. Starfsferill Sigurður fæddist á Skriðulandi í Kolbeinsdal og ólst upp hjá foreldr- um sínum sem fluttu að Hofi í Hjaltadal vorið 1933 og bjuggu þar tilársinsl945. Sigurður naut bamafræðslu í Hólahreppi og Óslandshlíð, lauk prófi frá gagnfræðaskóla Siglufjarð- ar 1950 og síðar frá Lögregluskóla ríkisins og Tryggingaskólanum. Hann stundaði ýmsa almenna vinnu á sjó og landi til ársins 1955 er hann hóf störf í lögreglunni í Reykjavík og var þar í tíu ár. Sigurð- m- hóf störf hjá Samvinnutrygging- um 1965 og starfaði þar í 23 ár í mörgum deildum fyrirtækisins, síð- arhjáSjóvá - Almennumtrygging- um. Hann hefur verið framkvæmda- stjóri Landssambands hestamanna- félaga og Hestaíþróttasambands ís- lands frá árinu 1991 og gegnir því starfiídag. Sigurður hefur ennfremur unnið talsvert að félagsmálum. Hann vann að stofnun Landssambands ís- lenskra samvinnustarfsmanna og sat í fyrstu stjóm þess, auk þess sem hann var þar formaður 1975-79. Sig- urður var einnig í stjórn Samvinnu- ferðahf.ogSamvinnuferða - Land- sýnar hf. 1977-86 og í skólanefnd Samvinnuskólans í nokkur ár. Fjölskylda Sigurður kvæntist 4.4.1954 Kol- brúnu Kristjánsdóttur, f. 17.6.1933, en þau skildu. Hún er dóttir Kristj- áns Geirmundssonar hamskera á Akureyri og konu hans Helgu Hálf- dánardóttur. Sigurður kvæntist aftur 9.9.1967 Sigríði Benediktsdóttur, f. 10.5.1937, verslunarmanni. Hún er dóttir Benedikts H. Líndal, f. 1.12.1892 d. 1967, b. og hreppstjóra á Efra-Núpi í Miðfirði og k.h. Ingibjargar Guð- mundsdóttur, f. 4.10.1907. Sigurður og Kolbrún eignuðust tvö börn: Helga, f. 6.11.1952, hjúkr- unarfræðingur og myndhstarmað- ur á Egilsstöðum, gift Viðari Aðal- steinssyni, f. 18.10.1950, forstöðu- manni og eiga þau dætumar Þór- eyju, f. 21.3.1977, og Helgu Sóleyju, f. 14.4.1979; og Kári, f. 10.3.1955 d. 12.9.1980, sjómaður. Dóttir Sigurðar og Bimu Frið- bjamardóttur er Sumarrós, f. 22.2. 1954, kennari við Fjölbrautaskóla Suðumesja, í sambúð með Gísla Torfasyni, f. 10.7.1954, kennara og eiga þau Torfa Sigurbjöm, f. 16.5. 1985. Hálfbróðir Sigurðar, sammæðra, er Gunnar Jóhann Pálsson, f. 19.7. 1928, stórkaupmaður, kvæntiu- Kristínu Jónsdóttur, f. 9.1.1926, og eiga þau fjögur börn. Alsystkin Sigurðar em: Kristín Hallfríður, f. 17.1.1931 d. 26.6.1989, var gift Rögnvaldi Sigurðssyni, f. 24.2.1931 d. 14.7.1991, ogeignuðust þau tvö böm; Tryggvi, f. 8.1.1936, rafvirkjameistari, kvæntur Krist- ínu Björgvinsdóttur, f. 5.11.1938, og eignuðust þau fjögur börn; og Tóm- as Bjöm, f. 21.8.1938, pípulagninga- meistari, kvæntur Kristjönu Sig- urðardóttur, f. 24.10.1943, og eiga þauþrjárdætur. Foreldrar Sigurðar vom Þórhall- ur Traustason, f. 9.5.1908 d. 14.2. 1947, b. að Hofi í Hjaltadal og víðar og Helga Jóhannsdóttir, f. 14.5.1897 d. 17.12.1941, húsmóðir. Ætt \ Þórhallur var sonur Geirfinns Trausta Friðfinnssonar, f. 18.5.1862 d. 11.7.1921, b. að Fremstafelli í Köldukinn, síðar bústjóra að Hólum í Hjaltadal, og Dómhildar Jóhanns- Sigurður Þórhallsson. dóttur, f. 18.6.1887 d. 1967, frá Hlíð í Hjaltadal. Fósturforeldrar Þór- halls voru Kristinn Sigurðsson, b. á Skriðulandi í Kolbeinsdal, og k.h. Hallfríður Jónsdóttir. Helga var dóttir Jóhanns Jó- hannssonar frá Ljósavatni, b. að Möðruvöllum í Eyjafirði, og Guð- rúnar Skúladóttur frá Sigríðarstöð- um í Ljósavatnsskarði, Kristjáns- sonar. Sigurður og Sigríður taka á móti gestum í Félagsheimih hestamanna- félagsins Fáks á Víðivöhum á mihi kl. 17 og 19 á afmæhsdaginn. Jóhann Guðmund- ur Pétursson Jóhann Guðmundur Pétursson, bóndi í Stóm-Tungu í Fehsstrandar- hreppi í Dalasýslu, er sextugur í dag. Starfsferill Jóhann fæddist í Stóm-Tungu og hefur átt þar heima aha tíð. Hann ólst þar upp við öh almenn sveita- störf og stundaði nám við Bænda- skólann á Hólum 1951-53. Auk land- búnaðarstarfa á búi foreldra sinna var Jóhann fimm vertíðir á Suður- nesjum á árunum 1956-63. Hann keypti síðan jörðina Stóm-Tungu og tók við búi foreldra sinna þar 1971. Jóhann hefur setið í hreppsnefnd frá 1970 og verið oddviti frá árslok- mn 1988, auk þess sem hann hefur setið í héraðsnefnd Dalasýslu frá 1988. Þá hefur hann setið í stjóm Búnaöarsambands Dalamanna frá 1966 og í jarðanefnd Dalamanna, auk þess sem hann hefur gegnt ýmsum öðmm trúnaðarstörfum. Fjölskylda Systkini Jóhanns: Þorsteinn Brynjólfur, f. 12.7.1927, d. 11.12.1988, bóndi og oddviti á Ytra-Felh í FeUs- strandarhreppi; Ólafur Guðbjöm, f. 9.6.1929, b. í Galtartungu í Fehs- strandarhreppi, kvæntur Erlu Jónu Ásgeirsdóttur húsfreyju og eiga þau tvö böm; Agnes Eyrún, f. 9.4.1931, húsfreyja í Stóra-Tungu og á hún eina dóttur; Einar Gunnar, f. 25.7. 1941, cand. mag. og starfsmaður Ámastofnunar í Reykjavík, kvænt- ur Kristrúnu Ólafsdóttur kennara ogeigatvosyni. Foreldrar Jóhanns: Pétur Ólafs- son, f. 19.9.1895, d. 27.5.1991, b. í Stóm-Tungu, og kona hans, Guðrún Jóhannsdóttir, f. 1.7.1897, d. 21.5. 1987. 50 ára Marta Eyjólfsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir frá Hausthúsum í Garði, dvelur nú á Garðvangi, Garði. 85 ára Sara Magnúsdóttir, Skjólvangi, Hrafnistu, Hafharfirði. Aöalbjörg Þorgrímsdóttir, Flúðabakka 1, Blönduósi. Jóna S. Kristófersdóttir, Kleppsvegi 120, Reykjavík. 70ára Árni Sævar Jónsson, Bjannastíg 5, Akureyri. Auðunn líarlsson, Nesvegi5, Súðavik. Sigrún Dagný Sighvatsdóttir, Egilsstööum2,Nesv., Seltjamar- nesi. Grétar Símonarson, Goðdölum, Lýtingsstaöahreppi. 40 ára 80 ára 60 ára Katrin Jónsdóttir, Firði7, SeyðisfirðL Guðrún H. Ámadóttir, Kumbaravogi, Stokkseyri. Lilja Aðalsteinsdóttir, FagrahjaJla 1, Vopnafirði. Ragnheiður Ingimundardóttir, .Borgarbraut 50a, Borgamesi. Axel Gunnar Guðjónsson, Grenigmnd 45, Akranesi. Valdis Þórarinsdóttir, Heiðarbraut lc, Keflavik. Sigríður Ásgeirsdóttir, Drápuhhð 13, Reykjavík. Ásdís Erika Arnardóttir, Neðri-Þverá, Þverárhreppi. Ólafur Haukur Jónsson, Borgarholtsbraut 58, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.