Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1993, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Velgengni í sjávarútvegi Þótt flest fyrirtæki í sjávarútvegi séu rekin meö halla og mörg meö miklum halla, eru sum rekin meö hagn- aði. Meðaltalstölur um afkomu í sjávarútvegi breiða yfir þá staðreynd, að mikill gæfumunur er á fyrirtækjum í þeim grein, meiri en í flestum öðrum greinum. í fyrra var meðaltapið í sjávarútvegi tæplega 2%. Nítj- án beztu fyrirtækin voru þá rekin með rúmlega 5% hagn- aði og 43 lökustu fyrirtækin með rúmlega 10% tapi. Þess- ar tölur sýna hyldýpi milli fyrirtækja. Þær eru úr könn- un Þjóðhagsstofnunar, sem birt var fyrr í vetur. Um þessar mundir er afkoman verri í sjávarútvegi. Meðalhallinn er kominn úr 2% upp í 5% á ári. Samt eru til fyrirtæki í sjávarútvegi, sem verða rekin með hagnaði á þessu ári eymdar og kreppu. Því má spyrja, af hverju þetta geti ekki gilt um fleiri fyrirtæki í greininni. Einar Oddur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnurekenda í sjávarútvegi, var um daginn spurður hér í blaðinu, hvemig stæði á þessum mikla gæfumun fyrirtækja í sjávarútvegi, ef finna mætti í skýr- ingunni einhverja töfralausn fyrir þjóðfélagið. Einar Oddur benti á mismunandi skip, mismunandi aðstæður, mismunandi fólk, mismunandi heppni og mis- munandi forstjóra. Hann lagði áherzlu á, að gæfan í sjáv- arútvegi væri yfirleitt ekki kyrr á sama stað. Vel væri farið að ganga á Akureyri en lakar í Homafirði. Einar Oddur skýrði langvinna velgengni Útgerðarfé- lags Akureyringa með þvi, að fyrirtækið hefði fyrir rúm- um þremur áratugum fengið tvo ágæta framkvæmda- stjóra. Þeir hefðu komið fyrirtækinu í jafna og mikla vinnslu og smám saman safnað upp miklu eigin fé. Eðlilegt er að telja lausn vandans í sjávarútvegi felast í að kvóti og rekstur renni smám saman til þeirra fyrir- tækja, sem hafa svo hæfa forstjóra, að þeim græðist jafn- vel fé á kreppuárum. Sala á kvóta þurfi að vera frjáls, svo að þessi túflutningur verði sem örastur. Mönnum verður tíðrætt um gæfu í sjávarútvegi og tala þá gjama um gæfuna sem eitthvert náttúrulögmál, er komi að utan og ofan. Þess vegna sagði Einar í viðtal- inu við DV, að ekki þýddi að láta sjávarútveginn renna til þeirra fyrirtækja, sem bezt ganga á hverjum tíma. Hitt mun sönnu nær, að hver er sinnar gæfu smiður. Vandræði sjávarútvegs felast einmitt að töluverðu leyti í, að hann er rekinn af mönnum, sem ráða ekki við verk- efni sitt. í fámennu þjóðfélagi er skortur á hæfum mönn- um, sem geta rekið sjávarútvegsfyrirtæki með hagnaði. Um tuttugu sjávarútvegsfyrirtæki standa upp úr. Ef fimmtíu lökustu fyrirtækin væm ekki að flækjast fyrir og taka upp dýrmætan kvóta, væri líklega hægt að reka um þrjátíu sjávarútvegsfyrirtæki á landinu með sæmileg- um hagnaði. Ef til væm þrjátíu hæfir forstjórar. Svo vel vill til, að góðu fyrirtækin tuttugu í sjávarút- vegi em í öllum landshlutum. Helzt er, að sterk fyrir- tæki vanti á Snæfellsnes, Vestfirði sunnanverða, í Homa- fjörð og í Norður-Þingeyjarsýslu. Ef hægt væri að fjölga góðu fyrirtækjunum í þrjátíu, gætu sum þeirra verið þar. Ef sala á kvóta væri gefin alveg frjáls, væri flýtt fyrir þeirri þróun, að kvótinn safnaðist tfi þeirra fyrirtækja, sem standa á beztum grunni og em bezt rekin. Þetta fel- ur í sér mikla röskun, en hún er óhjákvæmfieg, ef menn vfija reisn í sjávarútvegi, homsteini þjóðfélagsins. Ef gæfan snýr baki við einhverju hinna góðu fyrir- tækja, er annaðhvort skipt um forstjóra eða annað fyrir- tæki kemur tfi skjalanna. Hver er sinnar gæfu smiður. Jónas Kristjánsson Sumartimi Taflan sýnir sumartíma í nágrannalöndum okkar þegar klukkan er 12 á hádegi „Það væri ennþá betra ef klukkan væri færð fram um eina klukkustund á sumrin," segir m.a. í greininni. Tökum upp sumartíma Helstu viðskiptaþjóðir okkar í Evrópu og Noröur-Ameríku flytja klukkuna fram um eina klukku- stund þegar sumarið nálgast. Síðan færa þær klukkuna aftur til baka að hausti. Þannig er einnar klukkustundar munur milli ís- lands og Vestur-Evrópu á vetuma en tveggja klukkustunda munur á sumrin. Með því að færa klukkuna fram á sumrin endist kvöldbirtan lengur og með því aö færa hana til baka á vetuma veröur bjart fyrr á morgnana. Óhagræði fyrir viðskipti Mikið óhagræði leiðir af því fyrir viðskipti þegar tímamunurinn milli Islands og Vestur-Evrópu fer upp í tvær klukkustundir. Ástæðan er sú að samskiptatíminn milli fyr- irtækja yfir daginn minnkar og fer allt niður í eina klukkustund þegar verst lætur. Þegar við mætum í vinnu klukk- an 9 er klukkan 11 þar. Þá höfum við e.t.v. eina klukkustund til aö reka erindi okkar' yfir hafið vegna þess að þeir fara í hádegismat klukkan 12. Eins gott að þeir séu ekki á fundi klukkan 11. Svo þegar þeir koma um síðir úr mat klukkan 2 erum við að fara í mat. Ef við komumst ekki til baka úr mat fyrr en klukkan 2 em þeir jafnvel upp- teknir, farnir á fund eða þá heim. Svona getur þetta gengið. Það skiptir hins vegar ekki svo miklu máli hvort tímamunurinn milli austurstrandar Bandaríkjanna og íslands em 4 eða 5 klukkustund- ir. Það hefur mikla þýöingu að KjaUaiiim Vilhjálmur Egilsson alþingismaður og framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands lengja samskiptatímann við Evr- ópu og með því að færa klukkuna fram um eina klukkustund á sumr- in getum viö náð miklum árangri. Þetta gerir öll milliríkjaviðskipti auðveldari, bæði innflutning og útflutning. Þá geta hinir íjölmörgu sem leggja leið sína til útlanda í flugi á morgnana líka sofið klukku- stund lengur. Njótum sumarins En hér kemur líka annað til. Hið raunverulega hádegi á íslandi er nálægt hálftvö. Á góðum sumar- dögum er ágætlega hlýtt fram eftir degi jafnvel framundir klukkan 5. Mjög mörg fyrirtæki í þjónustu- greinum bregðast við þessu með því að hefja vinnudaginn klukkan 8 á morgnana á sumrin en klukkan 9 á veturna. Þá er vinnudegi á sumrin jafnvel lokið klukkan 4. Eins þekkist í fiskvinnslufyrir- tækjum að vinna hefst klukkan 6 eða 7 á morgnana til þess að hægt sé að hætta fyrr. Þá nýtist sumarið betur. Það væri ennþá betra ef klukkan væri færð fram um eina klukku- stund á sumrin. Þá flyttist hið raunverulega hádegi fram til hálf- þrjú. Með því gæti fólk notiö enn betur góðra sumardaga eftir að vinnu er lokiö. Þá gæti iðulega ver- ið vel hlýtt fram undir klukkan 6 og lyktin af grillunum og lamba- kjötinu fyndist um allt land. - Er ekki rétt að drífa í þessu? Vilhjálmur Egilsson „Það hefur mikla þýðingu að lengja samskiptatímann við Evrópu og með því að færa klukkuna fram um eina klukkustund á sumrin getum við náð miklum árangri.“ Skoðanii aimaiia Samþjöppun eignarhalds „Morgunblaðið hefur margoft bent á ákveðnar hættur, sem felast í samþjöppun eignarhalds og hags- munatengslum milli fyriirtækja og stjómenda þeirra. Meðal annars hefur blaöið bent á, að ein forsenda þess, að öflugur og virkur hlutafjármarkaður verði til hér á landi sé að almenningur hafi traust á hon- um. Slíkt gerist seint, ef litlir hluthafar í almennings- hlutafélögum fá þá mynd af viöskiptum á markaðn- um, að þeir séu leiksoppar í valdatafli fáeinna aðila.“ Úr forystugrein Mbl. 15. apríl Gagnast ekki almenningi „í sjálfu sér er ekkert að því að Alþýðusamband- ið og vinnuveitendur geri kröfur á ríkisvaldið. Þær kröfur ættu hins vegar að snúast um kerfisbreyting- ar sem hugsanlega leiddu til bættrar stöðu til ein- hverrar framtíðar. Undanfama áratugi hafa efna- hagsgerðir líkar þeim sem nú era í undirbúningi dunið yfir þjóðina. Þær hafa aldrei gagnast almenn- ingi... Ef ekkert er um að semja er best að semja ekki um neitt.“ Úr forystugrein Pressunnar 15. apríl Spurning um siðferðisvitund „Einu sinni hafa íslendingar staðið andspænis ákæm á íslenskan ríkisborgara um nauðgun á telpu og manndráp í Eistlandi í heimsstyriöldinni. Ömur- legt var að horfa upp á íslenska ráðamenn fara und- an í flæmingi, skipa nefnd sem ekki bað einu sinni um gögnin, líta undan í augsýn heimsins og loka eyrunum. Þetta vekur spurningu um hvað þetta þýði um siðferðisvitund varðandi nauðganir og ís- lenskt réttarfar.“ Elín Pálmadóttir, Gárur í Mbl. 18. apríl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.