Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1993, Blaðsíða 11
ÞRIÐ JUDAGUR 20. APRÍL1993
11
Sviðsljós
Mennirig
Stykkishólmur:
Golfkennsla hjá Golf-
klúbbnum Mostra
Golfklúbburinn Mostri í Stykkis-
hólmi hefur bryddað upp á þeirri
nýjung að undanfomu að bjóða upp
á kennslu í golfi fyrir bæði byijendur
og lengra konrna í íþróttinni. Þá er
einnig orðinn fastur siður að halda
púttmót þar sem spilaðar eru 18 hol-
ur á braut sem lögð er um allt íþrótta-
húsið.
Talaðu við okkurum
BÍLASPRAUTUN
BÍLARÉTTINGAR
Frá æfingasvæði Mostra í Stykkishólmi.
DV-mynd Kristján Sigurðsson, Stykkishólmi
Auðbrekku 14, sími 64-21 -41
Pfeiffer og Kelley
Svona lítur kærasti leikkonunnar Michelle Pfeiffer út. Hann heitir David
Kelley, eins og Sviðsljós greindi frá á dögunum, en þessi mynd af skötu-
hjúunum var tekin þegar þau komu til að vera viðstödd afhendingu
óskarsverðlaunanna fyrir skömmu.
Útlend speki í ís-
lenskum spjörum
Almenna bókafélagið hefur ný-
lega endurprentað KristaUa, safn
spaklegra athugasemda fjölmargra
erlendra höfunda, sem séra Gunn-
ar Ámason frá Skútustöðum tók
saman. Er þetta önnur útgáfa og
níunda prentun. Gunnar raðar til-
vitnunum eftir viðfangi. í ýmsum
erlendum tilvitnanasöfnum er efn-
inu skipað annaðhvort eftir höf-
undum eða löndum, og hefur hver
regla sína kosti. Röðun eða upp-
setning Gunnars auðveldar þeim,
sem em að semja ræður í flýti, lest-
urinn. Sjáifur er ég þó hrifnari af
því að raða tilvitnunum eftir höf-
undum: Þá verður tilvitnanasafnið
eins konar bókmenntalykill eða
fróðleiksbrunnur, ekki aðeins vett-
vangur skyndikönnunar.
Úrvahð mótast af áhugamálum
séra Gunnars; þar er talsvert um
guðrækileg hvatningarorð, en
færra sagt um bókmenntir eða
stjórnmál. Þar er til dæmis ekki
hið snjaila kvæði Jacques Prévert:
Faðir vor, þú sem ert á himnum,
vertu þar kyrr,
og við verðum kyrr á jörðinni,
sem er stundum svo fógur.
Gunnar virðist ekki hafa leitað
skipulega uppi íslenska útgáfu til-
vitnana sinna. Hann þýöir sjálfur
hin frægu ummæli Marx um heim-
spekinga í greinum um Feuerbach
og orð Períklesar um fátækt í lík-
ræðu yfir follnum Aþeningum
(sem Gunnar hefur raunar eftir
Þúkídídesi); hvort tveggja er þó til
á íslensku. Gunnar er sæmilegur
þýðandi, en ekki snjaU. Stundum
er orðalag ekki eðlilegt eða lipurt.
Eins og að Ukum lætur, á orð-
snillingurinn Óskar Wilde margar
setningar í bókinni. „Sá er munur-
inn á blaðamennsku og bókmennt-
um, að blaðamennskan er óles-
andi, en bókmenntimar ólesnar,"
sagði Wilde, og hefur margt verið
sagt vitlausara. „Nú á dögum lifa
menn allt af nema dauðann," var
önnur sígild setning hans. „Ég get
staðist aUt nema freistingar,“ sagði
hann enn.
VUhjálmur Shakespeare er einn-
ig fyrirferðarmikiU í þessu riti. Ég
varð raunar fyrir vonbrigðum með
Shakespeare-tílvitnanir Gunnars:
TU era nokkrir afbragðsþýðendur
hins enska leikskálds á íslensku,
þeir Helgi Hálfdanarson, Matthías
Jochumsson og Steingrímur Thor-
steinsson, og hefði verið fróðlegt
að sjá ólíkar þýðingar þeirra á
snjöUustu setningum Shakespear-
es hUð við hUð.
Það er ókostur á tílvitnunum
Gunnars að ekki er greint ná-
kvæmlega frá upphafsstað þeirra.
Hvar sagði Aristóteles tU dæmis:
„Met gleðina efdr viðskilnaði
hennar, en ekki komu“? Hvar sagði
hann: „Æðsti dómur þess hvað sé
rétt felst í eigin bijósti. Treystu
sjálfum þér!“ Þetta er í ósamræmi
við aUt það, sem ég þekki eftir Ar-
istóteles. Raunar kannaðist ég að-
eins við eina tílvitnun, sem Gunnar
eignaði Aristótelesi; að vonir væru
draumar vakandi manns; hún er
raunar komin frá hinum óáreiðan-
lega, en skemmtUega sagnaritara
Díógenesi Laertíusi.
Bókmenntir
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
Mér kom á óvart, að engin tilvitn-
un var úr ritum George OrweUs.
Eru þó margar setningar úr ritum
hans alkunnar, til dæmis .að alUr
séu jafnir, en sumir jafnari en aðr-
ir og að Stóri bróðir hafi gætur á
okkur. Hins vegar getur víða að Uta
frómar óskir, sem teljast ekki tíl
tíðinda og eru ekki eftirminnUegar
á neinn hátt. TU dæmis er vitnað
til Lloyd George: „Það verður að
útrýma stritinu, fátækrahverfun-
um og öUu hálfgildings þrælahaldi.
Vér verðum aö rækta mannvirð-
inguna með því að fara með menn-
ina eins og menn.“ Þetta er flatn-
eskja.
Helsti kostur þessa rits er, hversu
yflrgripsmikið það er. MegingaU-
inn er hins vegar, að þar eru engar
íslenskar tílvitnanir; orðsnUld
hinna nafnlausu höfunda íslend-
inga sagna og þeirra Snorra og
EgUs, HaUgríms, Jónasar og Lax-
ness nýtur sín þar ekki. Bókin
KristaUar er frambærileg án þess
að vera góð. Hér sárvantar gott tíl-
vitnanasafn, vel og myndarlega
gefið út, þar sem algengustu og
bestu íslenskum og erlendum tU-
vitnunum er safnaö saman og sögð
á þeim deUi.
Kristallar
Gunnar Árnason tók saman.
Almenna bókafélaglð,
Kópavogi 1993.
ARTUNSHÓFÐI
OPIÐ
TIL 2330
Aukablað
Sumarferðir til útlanda
Á morgun, miövikudaginn 21. apríl, mun
aukablað um sumarferöir til útlanda fylgja DV.
Efni blaðsins veröur helgaö sumarleyfisferðum
til útlanda í sumar og ýmsum hollráðum varð-
andi ferðalög erlendis.
Sumarferðir til útlanda
- 16 síður -
- á morgun -