Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1993, Blaðsíða 24
-Í4
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993
Sviðsljós
Núverandi og fyrrverandi No Name stulkur. F.v. Nanna Guðbergsdóttir,
Jóna Björk Helgadóttir, Laufey Bjarnadóttir og Unnur Steinsson.
Sumarlitimir
eru bæði heitir
og kaldir
Kristín Stefánsdóttir sýndi fórðun
með nýju sumarlitunum frá No
Name á Grand Bar fyrir skömmu.
Sumarstúlka No Name þetta árið er
Nanna Guðbergsdóttir en hún er
ljósmyndafyrirsæta Reykjavíkur.
Litimir í ár eru bæði heitir og kald-
ir en það nýjasta frá fyrirtækinu er
sólarpúður sem gefur mjög ferskt
útlit.
Kvenþjóðin lét sig ekki vanta þegar nýju sumarlitirnir voru kynntir.
Kristín Stefánsdóttir farðar Nönnu Guðbergsdóttur.
Frá æfingu á Kardimommubænum.
Egilsstaðir:
Kardimommubærinn
í súperuppfærslu
Sigrún Björgvmsdóttir, DV, Egilsstöðum;
Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýnir nú
Kardimommubæinn eftir Thorbjöm
Egner og vom fimm sýningar um
páskana fyrir troðfullu húsi. Um
fimmtíu manns taka þátt í sýning-
unni en nær þrjátíu böm sýndu
áhuga á þátttöku og var ákveðið að
lofa þeim öllum að vera með. Bætt
var inn nokkmm atriðum og er sýn-
ingin viðamikil og fjörug þar sem
apar, bimir, hundar og kettir koma
á svið ásamt fimleikaflokki, eld-
gleypum og fleiri furðufuglum, að
ógleymdu öllu því fræga fólki Kasp-
er, Jesper og Jónatan, Bastían bæjar-
stjóra, Soffíu frænku og Kamillu
htlu. Það er greinilegt að óhemju
vinna hefur verið lögð í búninga,
fórðun og leikmynd.
Áformað er að hafa alls tíu sýning- stjóri er Guðjón Sigvaldason.
ar og verður sú síðasta 2. maí. Leik-
Pessir krakkar voru hæstánægðir með að fá að taka þátt í uppfærslunni.
Myndir Ragnhiidur Rós
Meraung
Bræðingur
Gengi bræðingstonlistar hefur verið dáhtið upp og
ofan undanfarin ár. Stundum hefur þaö sem fram
hefur komið úr þeim tónlistargeira þótt heldur einlitt
og ófmmlegt. Þettá hugtak, bræðingur, spannar þó
býsna breitt svið, ef að er gáð, og margt spennandi er
að gerast, sérstaklega í latin-bræðingi. Ennfremur má
nefna að ýmislegt athyghsvert gæti átt eftir að koma
úr blöndu sem hefur fengið nafnið hiphop-djass eða
jafnvel sým-djass. En hér mun fjallað stuttlega um 3
geislaplötur sem út komu á síðasta ári og munu lík-
lega teljast th fremur hefðbundinnar bræðingstónhst-
ar.
Rippingtons með gítarleikarann Russ Freeman í far-
arbroddi vekur upp minningar um First Circle, Spyro
Djass
Ingvi Þór Kormáksson
Gyra og fleiri slíkar hljómsveitir. Freeman sér einnig
um hljómborðsleik en fær yfirleitt utanaðkomandi
píanista, Mark Portman, til að sjá um sóló á það hljóð-
færi. Gítarinn er þó aðalsólóhljóðfærið og margt vel
gert. Helsti galli plötunnar er sá að einstakar lagasmið-
ar skera sig htt hver frá annarri þótt ágætar séu.
Steps Ahead er þyngri á bámnni en Rippingtons,
djassaðri og framlegri í útsetningum og tónsmíðum
enda fleiri en einn maður sem þar á hlut að máh,
þótt víbrafónleikarinn og hljómsveitarstjórinn Mike
Mainieri sé atkvæðamestur. Það er auðvelt að finna
fyrir alúðinni og natninni sem lögð hefur verið í tón-
listina á „Ying-Yang“ og árangurinn skhar sér í athygl-
isverðum lögum með góðri hrynjandi og vönduðum
hljóðfæraleik.
Ekki er heldur hægt að kvarta undan hljóðfæraleikn-
um hjá George Duke á „Snapshot". Þar sýnir sá vani
jaxl sínar bestu hhðar í notkun hinna ýmsu hljóö-
færa; sphar t.a.m. stundum bassa á Mini Moog ásamt
því að stjóma trommuvél!
Russ Freeman fer fremstur i flokki Rippingtons.
Ekki er þó aht vélrænt því að ýmsir hljóðfæraleikar-
ar koma í heimsókn og einnig söngvarar en talsvert
er af sönglögum á diskinum. Þótt lögin séu nokkuð
misjöfn að gæðum er þetta veisla fyrir hljómborðsá-
hugafólk og ekki síður græjufíkla í leit að góðu sándi.
Rippingtons
Weekend in Monaco
(Digital master)
* * '/2
Steps Ahead
Ying-Yang
(Nyc Records)
★ ★ + '/2
George Duke
Snapshot
(Warner Bros)
★ ★ ★
DV-myndir JAK