Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1993, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRlL 1993
13
Neytendur
Hægt er að fyrirbyggja slys með því aö kaupa sérstakt öryggislok á setlaugarnar. Litli drengurinn á myndinni
heitir Bjami Bragi og er tveggja ára.
DV-mynd GVA
Stórhaettulegar slysa-
gildrur fyrir böm
Setlaugar eru mjög vinsælar hér á
landi og á undafomum árum hefur
sala þeirra aukist til muna. En fæstir
gera sér þó grein fyrir þeirri miklu
slysahættu sem setlaugar geta haft í
for meö sér fyrir htil böm.
„Slysin hér á landi af þessum völd-
um em orðin nokkuð mörg,“ sagði
Herdís Storgaard, formaður slysa-
nefndar Barnaheilla. „Fyrir aðeins
tveimur árum dó t.d. tveggja ára
barn hér á landi þegar það datt ofan
í setlaug og drukknaði."
Herdís sagði einnig frá öðm hræði-
legu dæmi um dreng sem féll ofan í
setlaug fuUa af vatni þegar hann var
2-3 ára gamall. Drengurinn hlaut
varanlegar heilaskemmdir og dvelur
nú á Kópavogshæli. Herdís sagði að
faðir drengsins hefði alltaf ætlað að
setja öryggislok á setlaugina.
Herdís sagði að löggjöfin um öryggi
setlauga hefði verið endurbætt á síð-
asta ári en ekki virðist mikið eftirlit
vera með þeirri reglugerð þar sem
töluverður fjöldi setlauga er enn án
nokkurs öryggisbúnaðar.
Hér á landi er fyrirtæki sem nefn-
ist Norm-X sem hefur sérhæft sig í
að hanna öryggislok fyrir setlaugar
til að fyrirbyggja slys af þessu tagi.
Norm-X hefur unnið að bæklingi í
samvinnu við Slysavamafélag ís-
lands um mikilvægi öryggisloka.
Fyrirtækið veitir 30% afslátt af lok-
unum, sem kosta 16.000, séu þau
keypt strax með setlaugunum.
-KMH
Marsipanís meö
ferskum ananas
ís heillar flesta og að þessu sinni
verður gefin upp uppskrift að góm-
sætum ísrétti sem fengin var frá
matreiðsluklúbbi Vöku-Helgafells.
í ísréttinn fer eftirfarandi hráefni:
ís
8 eggjarauður
80 g flórsykur
/21 ijómi
150 g marsipan
3 msk. Grand Mamier líkjör (má
sleppa).
Ananassalat
1 stór ferskur ananas
/i dl Grand Mamier líkjör
Skraut
50 g grófrifið marsipan
myntublöð til skrauts
Marsipanís
Þeytið eggjarauður og flórsykur
mjög vel saman. Þeytið rjóma. Bland-
ið rjóma og eggjablöndunni varlega
saman. Rífið marsipanið á grófu rif-
jámi, bætið því í rjómablönduna
ásamt líkjömum. Setjið blönduna í
ísform eða skál sem tekur 1 'A htra.
Frystið.
Ananassalat
Skeriö ananasinn í bita og setjið 1
glerskál. Helhð Grand Mamier líkjör
yfir og látið standa í ísskáp.nokkra
klukkutíma.
Skraut
Grófrífið marsipanið og setjið á bök-
unarpappír. Bakið í 200 C heitum
ofni þar til marsipanið tekur ht. Strá-
ið yfir ísinn rétt áður en hann er
borinn fram.
Isrétturinn er einfaldur og fljótlegur ábætisréttur.
Frysting hvolfið á disk og geymið í ísskáp þar
Það tekur a.m.k. 12 klst. að frysta til hann er settur á matborðiö. ísrétt-
réttinn. Takið ísinn úr frysti um hálf- urinn er fyrir átta manns.
tíma áður en hann er borinn fram,
Aðalfundur
Útgerðarfélags Akureyringa hf. fyrir árið 1992 verður
haldinn föstudaginn 30. apríl kl. 16.00 í matsal frysti-
húss félagsins.
Dagskrá skv. félagslögum.
Stjórnin
Uppboð á hrossum
Þriðjudaginn 27. apríl 1993 kl. 18.00 verður að Árbakka, Vindhælis-
hreppi, haldið uppboð á eftirtöldum hrossum: fjórar merar, tvær gráar, ca
8 og 15 vetra, ein mosótt með hvíta stjörnu í enni, 15-16 vetra, og ein
jarpsokkótt (skjótt), ca 11-12 vetra. Þá verður seldur rauður graðhestur.
Einnig þrjú folöld, jarpskjótt, rauðblesótt og Ijóst.
Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg.
SÝSLUMAÐURINN A BLÖNDUÓSI
19. apríl 1993
Uppboð
Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins að Aðalstræti 92, Patreksfirði,
sem hér segir, á eftirfarandi eign:
Dalbraut 1, Bíldudal, þinglýst eign Jóns Rúnars Gunnarssonar og Gunn-
ars Valdimarssonar, eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, Lífeyrissjóðs versl-
unarmanna, Marksjóðsins hf. og Tekjusjóðsins hf., miðvikudaginn 21. apríl
1993 kl. 11.30.
SÝSLUMAÐURINN Á PATREKSFIRÐI
19. april 1993
- í hvaða dyr sem er
= HÉÐINN
SMIÐJA
STÓRÁSI 6 'GARÐABÆ'SÍMI 652000-FAX652570
Framboðsfrestur
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða-
greiðslu í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur um
fulltrúa á 19. þing Landssambands íslenskra verzl-
unarmanna. Kjörnir verða 45 fulltrúar og jafnmarg-
ir til vara.
Listar þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu
Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Húsi verslun-
arinnar, fyrir kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 23.
apríl 1993.
Kjörstjórn
Framkvæmdastjóri óskast
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra,
auglýsir eftir framkvæmdastjóra
án þróskulda
Hlutverk: Hann ber ábyrgð á rekstri skrifstofu samtak-
anna og starfsmannahaldi. Hefur umsjón með og
annast framkvæmd félagslegra og fjárhagslegra verk-
efna, s.s. með tengslum við félagsdeildir Sjálfsbjarg-
ar, opinbera aðila, ýmis hagsmunasamtök innanlands
sem utan, samskipti við fjölmiðla, svo og fjáröflun.
Kröfur: Menntun, reynsla og áhugi á sviði félags-
mála er mikilvæg ásamt stjórnunarreynslu. Kunnátta
í ensku og einu Norðurlandamáli nauðsynleg og
æskileg er kunnátta í þýsku. Æskilegt er að starfs-
maður geti hafið störf sem fyrst.
Kynning: Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, er sam-
tök hreyfihamlaðra á íslandi. Aðildarfélögin er 16 og
félagsmenn um 2.400. Hlutverk Sjálfsbjargar er m.a.
að vinna að því að tryggja hreyfihömluðum jafnrétti
og sambærileg lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna.
Skriflegri umsókn ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf ber að skila á skrifstofu Sjálfsbjargar,
Hátúni 12, 105 Reykjavík, fyrir 28. apríl nk. Frekari
upplýsingar veita Jóhann P. Sveinsson formaður í
síma 91-622012 og Tryggvi Friðjónsson fram-
kvæmdastjóri í síma 91-29133, báðir á skrifstofu-
tíma.
Þjóölélag