Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1993, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1993, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 Kt Fréttir Námskeið í reykbindindi (6 kvöldfundir) hefst hjá okkur 28. apríl og lýkur 26. maí. Upplýsingar og skráning í síma 621414 á skrifstofutíma (kl. 8.30-16.30). Krabbameinsfélag Reykjavíkur Njarðvlk, Keflavík og Keflavlkiirflugvöllur: Ætla að sameina Togarinn Glacier leggir sig á 75 millj- ónir króna Viltu hætta að reykja? júJxa Imsland, DV, Höfri; Togarinn Glacier, sem þrír Horn- firðingar og fjórir Sunnlendingar keyptu á Englandi í vetur, hefur að undanfórnu verið 1 Esbjerg í Dan- mörku þar sem unnið er að því að gera skipið sjóklárt. „Það er búið að gera mikið í skipinu - hreinsa það og þrífa hátt og lágt. Það lítur orðið mjög vel út,“ sagði Esjar Stefánsson, einn af eigendun- um, en hann er nú hér á landi. Búið er að taka vélina úr skipinu og reyndist hún alveg óslitin. Næst er að koma henni saman en það hef- ur dregist vegna fjárskorts. Esjar segir að ekki þýði að leita til ís- lenskra banka í sambandi við lán - þar séu allar dyr lokaðar. Eins sé með nokkur bæjarfélög sem þeir hafa leitað til. Þar er ekki áhugi þó útgerðin mimdi veita 50 manns vinnu. Hins vegar hafa þeir góða von um lán í erlendum bönkum. Eftir er vinna í um mánuð við skip- ið og er áætlaö að það kosti um 7tT miUj. króna tilbúið til veiða, kaup- verð og viðgerðir. Þá verður haldið á úthafsrækju. Glacier, sem er 800 tonna skuttogari smíðaður í Noregi 1968, verður skráður í Panama. Skip- stjóri verður Guðmundur Kr. Guð- mundsson, sem er einn af eigendun- um, og í áhöfn verða 34. skolpræsakerfin kostnaður verður tveir til þrír milljarðar Nú liggur fyrir að sameina skolp- ræsakerfi Njarðvíkur, Keflavíkur og vamarliðsins á Keflavíkurflug- velli og munu þær framkvæmdir, sem hefjast að öllum líkindum á næstu áram, kosta á bilinu 2-3 milljarða króna. „Núverandi skolpræsakerfi full- nægja ekki heilbrigðisreglugerðum og þvi verður að leggja í þessar framkvæmdir," sagði Kristján Pálsson, bæjarstjóri Njarðvíkur. „Þetta er sama vandamál og flestir byggðakjarnar á landinu eiga við að stríða því nýjasta umhverfis- reglugerðin er mjög ströng. í henni er gert ráð fyrir því að skolp sé leitt mjög langt út í sjó en það er á fæst- um stöðum á landinu." Kristján sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvemig staðið skyldi að kostnaðinum eða hvaða kerfi verði fyrir valinu en líklegast yrði tekin ákvörðun um það í næsta mánuði. „Við munum að sjálfsögðu leggja áherslu á það við Banda- ríkjamenn að íslenskt kerfi verði fyrir valinu og að íslenskir fram- kvæmdaaðilar taki að sér verkið," sagði Kristján. -KMH Auglýsendur, athugið! Sumardagurinn fyrsti er fimmtudagur- inn 22. apríl. DV kemur ekki út þann dag. DV kemur út miðvikudaginn 21. apríi og föstudaginn 23. apríl og er eina blaðið sem kemur út þann dag. Smáauglýsingadeild DV verður opin miðvikudaginn 21. apríl kl. 9-22. Sumardaginn fyrsta, 22. apríl, verður lokað. Gleðilegt sumar! Smáauglýsingar Þverholti 11, sími 632700 Egilsstaðir: Loksins hægt að stinga inn manni Lögreglumennirnir á Egilsstöðum, Jón Þórarinsson aðstoðarvarðstjóri og Úlfar Jónsson lögregluvarðstjóri. Á innfelldu myndinni er nýja lög- reglustöðin á Egiisstöðum. DV-myndir Sigrún Starfsmaöur Blómaheildsölunnar hf. um breytingar&rimvarp á búvörulögum: Reynt að klóra yf ir glappa- skot utanríkisráðherra „Ég held að menn hafi verið matað- ir á röngum upplýsingum. Þetta mál hefur alltaf verið lagt fram eins og það væri beint samhengi milli blómainnflutningsins og aðildar ís- lands að EES. Ég er þeirrar skoðunar aö samningurinn sé viðauki sem Jón Baldvin hafi gert í einhveriu fljót- ræði úti í löndum," segir Viktor Sig- urbjömsson, starfsmaður Blóma- heildsölunnar hf. „Þegar ráðherra hefur gert glappa- skot og fómað hagsmunum heúlar stéttar er gengið í það að breyta ís- lenskum lögum til að klóra yfir mis- fellumar. Eg hef talað við marga ráðamenn þjóðarinnar og er í sam- bandi við landbúnaðarnefnd Alþing- is. Egill Jónsson frá Seljavöllum, formaður nefndarinnar, hefur skiln- ing á þessum málum en því miður vantar skilning hjá landbúnaðarráð- herra. Hann hefði hleypt innflutn- ingnum í gegn hefði hann haft að- stöðu til þess. Sem betur fer em fleiri menn sem ráða í landinu en hann. Því geri ég mér vonir um að stjóm- völd sjái að sér.“ Viktor segist vera hneykslaður á því hversu langt máliö er komið án mikilla andmæla frá hagsmunasam- tökum garðyrkjubænda. Hann hafi lagt hart að blómabændum aö mót- mæla þessu. Nú sé innlend blóma- framleiðsla að hellast yfir innan- landsmarkaðinn, þar á meðal þær blómategundir sem átti að leyfa inn- flutning á. Samkeppnin á milli blómaframleiðenda sé nú þegar svo mikil að 30 prósenta verðlækkun verði á afskomum blómum fram yfir helgi. -GHS Sigrún Björgvmsdóttir, DV, Egilsstöðum; „Það er stórkostlegt að vera loksins kominn í viðunandi húsnæði. Við höfum í mörg ár haft um 40 m2 hús- næði og það sem verst var, hér hefur ekki verið fangageymsla í tíu ár. Ef þurfti að stinga inn manni varð að geyma hann í lögreglubíl eða aka með hann 50 km á Eskifjörð," sagði Úlfar Jónsson, lögregluvarðstjóri á Egilsstöðum, en rétt fyrir páska fiutti lögreglan í nýtt húsnæði. Þegar fréttamaður spurði hvemig þetta hefði verið hægt svaraði Úlfar. „Það var ekki hægt en við gerðum það samt. En þar sem við höfum ekki verið nema tveir lögreglumenn á þessu svæöi mestan partinn af árinu þá var þetta enginn leikur. Það þarf tvo til að flytja fanga.“ Nýja lögreglustöðin er hið glæsi- legasta hús, teiknað af Bimi Krist- leifssyni, arkitekt á Egilsstöðum. Þar er vel rúmt um starfsemi lögreglunn- ar og þar em þrír fangaklefar svo að nú þarf ekki-lengur að flengjast með illa stadda menn tugi kílómetra. Umdæmi lögreglunnar á Egilsstöö- um nær yfir Hérað og Borgarfjörð og allt norður undir Grímsstaði á Fjöllum en frá Borgarfirði í Gríms- staði em um 200 km. Um 3.000 manns búa á þessu svæði. Það er því aug- ljóst að annir lögreglumannanna tveggja eru æmar og svo bætist við á sumrin óhemju ferðamanna- straumur en að vísu er þá bætt við einum manni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.