Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1993, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 Utlönd ; Dómstóll í Ncw York hefur dæmt Palestínumann í þrjátíu ára fangelsi fyrlr aö hafa ætlaö að sprengja einn af leiötogum gyðinga í loft upp fyrir þrjátíu árum. Hinn seki heitir Khalid Mo- hammed El-Joffsem, félagi i hryðjuverkasamtökunum Svarta september. Hann notaði þrjár sprengjur og fékk tíu ára fanga- vist fyrir hverja þeirra. Hann slapp úr landi en var grip- inn í Róm fyrir tveimur ánim og fluttur nauðugur til Bandaríkj- anna. Ónýtar rafhlöður ollu því að sprengjurnar sprungu ekki. Höfundur Dýrh Leslie Chart- eris, maðurinn sem skapaði sjónvarpshetj- una Dýrliginn, er látinn 86 ára aö aldri. Dýrl- ingurin Simon Templar var írægasta sköpunarverk hans og naut mikilla vinsælda hér á landi á upphafsárum sjónvarpsins. Charteris samdi að auki sögur um Qölda annarra kappa sem all- ir eiga það sameiginlegt að hafa staöið framarlega í baráttunni við iiiþýði og bófa. í einkalifinu varð Charteris einna kunnastur fyrir að vera ástmaöur leikkonunnar Jean Hariow. lancf i verri en i Skoðanakönnun meðal 2.500 forstjóra í Bretlandi sýnir að þeir telja aö ástand efnahagsmála sé verra í Bretlandi en í Rússlandi. Forstjórarnir telja að kreppa síð- ustu ára hafi leikið Breta verr en nokkra aðra þjóö. Þá voru líkur á bata taldar minni hjá Bretum en öðrum þjóð- um. JÞessi svartsýni þykir ekki lofa góðu um að Bretar rétti úr kútniun á næstunni. Heita Madonnu stúlkna úr trú- félagi endur- skírenda i Bandaríkjun- um hefur boðið söngkonunni Madonnu að- stoð við að fixma firið í sálu sinni og fyrir gefii- ingu drottins á himnum. Stúlk- umar eru á aldrinum 14 til 17 ára og hafa gert Madonnu skrifiegt tilboð um sáluhjálp. í bréfi er klámdrottningin spurð hvort hún geti ekki hugsað sér að taka á móti Jesú semírels- ara sínum. Madonna hefur ekki svaraö tilboðinu. Skotinníbakið Maöur á þrítugsaldri slapp lif- andi frá skotárás félaga sins í krá í Málmey í Svíþjóö um helgina. Mönnunum sinnaðist og dró þá annar upp byssu en hinn hugöist fiýja af staðnum. Flóttamaðurinn fékk skot í bak- ið en er ekki talinn í lífshættu. Skotmaðurinn hljóp sem byssu- brenndur af vettvangi og hefur ekkert til hans spurst. Lögregian reiknar þó með aö hann finnist Leysigeislamaðuriim sendisveinn Svíakonungs: Sveik og prettadi en fékk vinnuna - konungshjónunum stafaði aldrei hætta af manninum Maður sá sem í Svíþjóð gengur undir nafninu „leysigeislamaður- inn“ og hefur verið ákærður fyrir morð og skotárásir á innflytjendur, auk bankarána, starfaði sem kon- unglegur sendisveinn í Stokkhólms- höll á níunda áratugnum. Hann fékk starfiö árið 1981 þótt hann hefði þá þegar verið ákærður fyrir þrettán mismunandi brot. Þetta kemur fram í Svenska Dag- bladet. Meðal þeirra brota sem leysigeisla- maðurinn haíöi veriö ákærður fyrir áður en hann fékk vinnuna í höliinni voru ofbeldi í garð opinbers starfs- manns og svik og prettir. „Þetta eru nýjar fréttir fyrir okkur og þessar upplýsingar eru vissulega áfall,“ sagði Elisabeth Tarras- Wahlberg, aðalfréttafulltrúi kon- ungshirðarinnar. Karl Gústav Svíakóngur var með óprúttinn glæpamann i þjónustu sinni. Sænsku konungshjónin vilja ekki tjá sig um mál þetta. Alexander von Rosen, yfirlautin- ant varösveitanna í konungshöllinni, segir aö öryggi í höllinni sé nokkuö gott. „En þaö finnast veikir punktar. Við fáum ekkert að vita um þá sem eru grunaöir um afbrot en hafa ekki verið dæmdir,“ sagði hann. Von Rosen telur að of mikið hafi verið gert úr þeirri hættu sem kon- ungshjónunum hafi stafað af nær- veru leysigeislamannsins. „Það er alltaf fólk í kringum kon- ungshjónin," sagði von Rosen. Olof Bergendahl, sem bar ábyrgð á ráðningu mannsins til konungshall- arinnar, sagði að eftir á að hyggja hefði hún verið óheppileg. „En hann bauð af sér góðan þokka," sagði Bergendahl. TT Unglingar flýja undan táragasi og gúmmíkúlum lögreglunnar í blökkumannabænum Soweto i Suður-Afriku. Þúsund- ir manna fylgdu kommúnistaleiðtoganum Chris Hani til grafar í gær. Rúmlega fimmtíu manns hafa látið lífið frá því Hani var myrtur fyrir niu dögum og hafa stjórnvöld áhyggjur af algjöru kynþáttastríði í landinu. Simamynd Reuter ... ...... Jg’"" 1 —— 1 1 .. ... ' ' ' .. " Italir hafna núverandi kosningakerfi: Erum gengin inn í framtíðina - sagði þingmaðurinn Mario Segni á fjöldafundi í Róm „Við erum gengin inn í framtíðina. Við höfum gert það án ofbeldis, án harmleikja, án styrjalda en með lýð- ræðislegasta verkfærinu sem við eig- um, þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði ítalski þingmaðurinn Mario Segni á fj öldafundi í Róm í gær eftir að ítalsk- ir kjósendur höíðu samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að varpa núverandi kosningafyrirkomulagi fyrir róða. Þeirra bíður nú erfitt verk að hrinda þessari samþykkt sinni í framkvæmd. Tæp 83 prósent ítala voru fylgjandi því að afnema hlutfallskosningar og taka í staðinn upp einmenningskjör- dæmi þar sem sá sigrar sem fær flest atkvæði. Þjóðaratkvæðagreiðslan átti aðeins við um breytingar á kosn- ingum til öldungadeildar þingsins en niðurstaðan greiðir leið fyrir alls- Giuliano Amato, forsætisráðherra Ítalíu, tekur pokann sinn og yfirgefur stjórnvölinn á næstu dögum. Teikning Lurie herjarbreytingum á kosningafyrir- komuiaginu. Hlutfallskosningakerfið hefur ver- ið ábyrgt fyrir skammlífmn sam- steypustjómum sem hafa stjórnað landinu frá lokum heimsstyrjaldar- innar síðari. Núverandi stjórn er sú 51. í röðinni. Þessum óstööugleika hefur svo verið kennt um viðvarandi spillingu meðal kaupsýslumanna og stjórnmálamanna. Þegar atkvæðagreiðslunni var lok- ið tilkynnti Giuliano Amato forsætis- ráðherra Oscari Luigi Scalfaro for- seta formlega að níu mánaða stjóm- artíð hans væri lokið. Forsetinn ákveður á morgun hvort hann felur Amato stjómartaumana áfram eða hvort hann leitar til annars. Reuter Borgundarhólm- ararfá aðstoð Danska ríkisstjórnin hefur ákveöið að koma íbúum á Borg- undarhólmi til hjálpar í efna- hagsþrengingum þeirra. Um 400 miJIjónir íslenskra króna verða lagðar fram til að styrkja þau fyr- irtæki sem lífVænleg eru taiin. Sjávarútvegur á Borgundar- hólmi á í miklum erfiðleikum vegna aflabrests. Stjórnin hefur verið treg til að aðstoða eyjar- skeggja enda er nú víða aö sótt í ríkiskassann eftir hjálp. í Danmörku telja margir óþarfa að hjálpa öllum sem lenda í vand- ræðum. Enginnvillreka í Frakklandi leita menn nú með logandi ljósi að þeim mönnum sein hugkvæmdist að kalla Morill- on hershöfö- ingja og yfir- mann friðargæsluliðs Sameinu þjóðanna í Bosníu heim vegna meintra vinsælda. Nú vill enginn kannast við þetta og verður Mor- illon ekki látinn hætta um mán- aðamótin eins og áður var búið að lýsa yfir. aukadrykkjuna Sala á áfengi hefur aukist í Færeyjum eftir að áfengisútsölur voru opnaðar þar á síðasta ári. Það sem af er ári hafa Færeying- ar neytt sem svarar til 7,2 lítra af hreinum spíra að jafiiaði. Á sama tíma fyrir tveimur árum nam neyslan 6,9 lítrum. Aukninguna kenna menn hæg- ari aðgangí að veígunum og einn- íg auknu atvinnuleysi sem hefur leitt til þess að ijöldi fólks hefur ekkert fyrir stafni dögum og mánuðum saman. Rússland: Pattstaða er lik- niðurstaðan Skoðana- líannanir i Rússlandi benda til þess að bæöi þingið og Borís Jeltsín forseti geti hrósað sigri eftir þjóðarat- kvæðagreiðsluna í næstu viku. Jeltsín vUl fá meiríhluta þeirra sem kjósa en þingið ætlar að miða við meirihluta atkvæðisbærra manna. Staðan er þannig nú að líkleg- ast er að báðum verði að ósk sinni. Stjórnlagakreppan verður því jafn óleyst eftir kosningar semfyrir. Apaþjófurverð- ur13mánuði bakviðrimlana Matthew Block, einn kunnasti dýrasmyglari Bnadaríkjanna, hefur verið dæmdur í 13 mánaða fangelsi fyrir viðskipti með ór- angútanapa í Tælandi. Brotið var framið áriö 1990 en Block ekki ákærður fyrr en hann kom heim. Hann telst brotlegur við bandarísk lög þótt hann hafi ekki ætlað að flytja apana til Bandaríkjanna. Órangútanar eru í útrýmingar- hættu. Dýravinir viða um heim hafa fagnað dómnum yfir Block og segja mátulegt á hann aö dúsa bak viö rimJana i ár eða svo.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.