Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993
Sýningarstjóri í yfir hálfa öld:
Kvikmyndahúsin
munu halda velli
segir Óskar Steindórsson, sýningarstjóri í Regnboganum
„Eg er fæddur og uppalinn í Vest-
mannaeyjum. Faðir minn, sem var
bóndi að aðalstarfi, starfaöi einnig
sem húsvörður og dyravörður í Nýja
bíói í Eyjum frá því ég man eftir mér.
Mín fyrsta atvinna var við verslun-
arstörf en þegar atvinnurekandi
minn úti í Eyjum ákvað að setja á
stofn kvikmyndahúsið Eyjabíó árið
1942 og bað mig um að gegna starfi
sýningarstjóra sló ég til. Ég hef allar
götur síðan starfað óslitið við þetta í
rúm 50 ár,“ sagði Óskar Steindórs-
son, sýningarstjóri í Regnboganum,
í samtali við ÐV.
„Fyrsta bíóið, sem ég starfaði í, var
nefnt Eyjabíó og var í húsi sem kall-
að var Alþýðuhúsið. Bíómenning í
Eyjum er sennilega einhver sú allra
elsta á landinu. Það var byrjað að
sýna þar myndir í kringum 1916. Ég
er fæddur 1920 og var því 22 ára gam-
all þegar ég hóf störf sem sýningar-
stjóri. Það var ósköp lítil tilsögn sem
ég fékk í byrjun, ég varð að læra
þetta sjálfur. Ég man þó ekki eftir
því að hafa verið taugatrekktur
nokkum tíma við starfið nema örlít-
iö í upphafi þegar ég neyddist til þess
að vera alveg einn með troðfullt hús
af fólki.
Fluttist búferlum til
Reykjavíkur
Ég starfaði sem sýningarstjóri 6 ár
í Eyjabíói en þá var það lagt niður.
Þá var ég beðinn að taka að mér sýn-
ingarstjórastarf í Hafnarbíói í
Reykjavík. Ég ákvað að slá tii þrátt
fyrir að mér fyndist það vera æði
mikil ákvörðun. Það var talsvert
meira mál í þá daga að taka sig upp
með fjölskyldu og flyfja milli byggA
arlaga.
Þegar ég var í Hafnarbíói voru
nokkur önnur bíó starfrækt í bæn-
um. Það voru Gamla bíó, Nýja bíó,
Trípóhbíó, sem var við Aragötu, og
Austurbæjarbíó. Mér finnst alltaf að
Hafnar- og Trípólibíó skipi sérstakan
kapítula í skemmtanalífi borgarinn-
ar. Bæði þessi bíó voru gamlir her-
mannabraggar og voru ákaflega vin-
sæl meðal borgarbúa.
Þóttivænt
um Hafnarbíó
Starfið hefur breyst mikið síðan ég
byijaði. Það varð algjör bylting og
nýsköpun þegar fiölsalabíóin tóku til
starfa. Sú bylting byijaði árið 1978
þegar Regnboginn tók til starfa en
Regnboginn er eitt af fyrstu fiölsala-
bíóum í Evrópu. Hann tók til starfa
nákvæmlega 30 árum upp á dag eftir
að Hafnarbíó byrjaði og þangað fór
ég til starfa þegar Hafnarbíó var lagt
af.
Það var mikil breyting að fara úr
Hafnarbíói í Regnbogann. Sýningar-
klefinn í Hafnarbíói var ekki nema
12 fermetrar en er á 170 femetra gólf-
plássi í Regnboganum. Samt þótti
mér alltaf afskaplega vænt um Hafn-
arbíó.
Það voru tveir stórir gluggar á sýn-
ingarklefanum, þar með útsýni yfir
sundin, og það var mér mikils virði.
Ég horfði heiiu dagana klukkutím-
unum saman út um gluggann og
fylgdist með öllu sem þar gerðist.
Aðstaðan í Regnboganum er hins
vegar gluggalaus, þó að hún sé feiki-
lega góð að öðru ieyti. Sýningarklef-
inn, sem ég var með í Vestmannaeyj-
um í Eyjabíói, var ennþá minni en í
Hafnarbíói, það var rétt að maður
gat athafnað sig þar inni.
Ég starfaði 6 ár í Eyjum, 30 ár í
■
' ' ' '''' I
Oskar Steindórsson hefur handfjatlað kvikmyndaspólur i meira en hálfa öld, lengur en flestir aðrir.
Óskar er sannfærður um að kvikmyndahúsin haldi velli um ókomin ár. DV-myndir ÞÖK
Hafnarbíói og var á mínu fimmtánda
ári í Regnboganum þegar ég lenti í
því í síöasta mánuði að fá blóötappa
í vinnunni. Ég fæ úrskurð um það í
næstu viku hvort ég megi vinna
áfram en hugsanlega eru þetta lokin
á starfsferli mínum sem spannar
rúm 50 ár. Annars hef ég alit mitt líf
notið ágætrar heilsu,“ sagði Óskar.
Óþarfi aó hafa
hléíbíó
„Það hefur aidrei, tæknilega séð,
þurft að vera hlé í kvikmyndahúsum,
en samt sem áður er þessi séríslenski
siður við líði.
Fyrir mörgum árum var gerð hér
skoðanakönnun þar sem kannað var
hvortjnógestir vildu hafa hlé. Niður-
staðan var sú að það var stór meiri-
hluti sem vildi alls ekki hafa hlé. Þó
var það á þeim tíma sem velflestir
bíógestir fóru út til þess að reykja. í
kjölfar könnunarinnar hættu öll bíó-
in að hafa hlé en það stóð ákaflega
stutt. Það byijaði á því að eitthvert
bíóið braut þetta og þá komu öll hin
bíóin á eftir.
Það hefur ýmislegt breyst varðandi
sýningartæknina. Áður voru spól-
urnar teknar beint upp úr öskjunum,
rúllaðar upp á sérstakar sýningar-
spólur og ef þær shtnuðu gat maður
haldið áfram á annarri vél. Núna er
þetta allt öðruvísi. Við setjum spól-
urnar inn á sérstaka platta og þræð-
um frá þeim inn í vélamar. Það sem
þarf aðallega að passa í dag er að
myndin sé í góðu lagi þegar henni
er rennt inn á plattann því eftir það
verður varla aftur snúið. Um leið og
myndin er sýnd er hún þrædd aftur
upp á nýtt á annan platta. Ef eitthvað
bhar eða shtnar er ekki hægt að
halda áfram á næstu vél. Fólk verður
einfaldlega að bíða á meðan gert er
við.
Það er svohtih sprettur fyrir einn
mann, sem sér um 5 sah, að koma
öllum vélunum í gang, fylgjast með
því að textinn sé á réttum stað og að
tónninn sé í lagi. En eftir að því er
náð getur maður slappað af. Samt er
nauðsynlegt að vera alltaf í við-
bragðsstöðu á meðan á sýningu
stendur. Eftir langt starf er maður
afskaplega næmur fyrir öhum auka-
hljóðum sem benda til þess að eitt-
hvað sé ekki í lagi.
Myndbandið drap bíóin
á landsbyggðinni
Aðsóknin í bíóin hefur verið nokk-
uð sveiflukennd og háð utanaðkom-
andi öflum. Þegar sjónvarpið kom th
sögunnar á sjöunda áratugnum datt
aðsóknin niður en náði sér smátt og
smátt á strik aftur. Síðan kom aftur
lægð þegar htsjónvarpið byijaði og
sérstaklega þegar myndbandsbylt-
ingin kom.
Myndbandið drap nánast hvert
einasta bíó úti á landi. En aðsóknin
hefur smám saman aukist aftur á
höfuðborgarsvæðinu.
Ástæðan er einfaldlega sú að mað-
urinn er félagspersóna, vhl fara út,
sýna sig og sjá aðra. Svo er líka aht
annað að sjá góða mynd á breiðtjaldi
heldur en á sjónvarpsskermi. Þess
vegna er ég sannfærður um að kvik-
myndahúsin eiga alltaf eftir að halda
velli enda eru híóferðir ódýr
skemmtun. Þó að kvikmyndahúsin
lendi í utanaðkomandi áföllum, veld-
ur það aidrei nema tímabundinni
lægð í aðsókninni," sagði Óskar að
síðustu.
-ÍS