Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 24. APRÍL1993
Skák
Stórmeistaramót Mjólkursamsölunnar:
Helgi tefldi best
í mótslok leysti Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, þau Judit Polgar, Jóhann Hjartarson,
Margeir Pétursson og Helga Ólafsson út með forláta mjólkurbrúsum. DV-mynd þök
Ungverska skákdrottningin Judit
Polgar kom, sá og sigraði hjörtu
landsmanna um síðustu helgi þótt
ekki hefði hún sótt gull í greipar ís-
lendinganna viö skákborðið í þetta
sinn. Þessi 16 ára geðþekka stúlka,
sem er yngsti stórmeistari skáksög-
unnar, lagði Jóhann Hjartarson og
Margeir Pétursson að velli í beinni
útsendingu á stórmeistaramóti
Mjólkursamsölunnar í atskák en tap-
aði fyrir Helga Ólafssyni og það réð
úrslitum á mótinu.
Helgi, sem ásamt Hemma Gunn
átti mestan þátt í að koma þessari
keppni á fót, gerði sér lítið fyrir og
vann allar þrjár skákir sínar af ör-
yggi. Fyrst féll Margeir í vaiinn eftir
Umsjón
Jón L. Árnason
að hafa lent í þrengingum snemma
tafls. Þá hreinlega valtaði Helgi yfir
Judit en hún hafði rétt áður birst
sjónvarpsáhorfendum í viðtali þar
sem hún nefndi sínar verstu skákir
- gat hún þá strax bætt einni við.
Loks vann Helgi Jóhann í góðri skák.
Judit byrjaði með því að vinna Jó-
hann í áhugaverðri skák. Hún fékk
býsna vænlega sóknarstöðu en Jó-
hann varðist hetjulega og náði að
snúa taflinu sér í vil. Judit tókst að
halda jafnvæginu með því að prjóna
meö riddurum sínum. A síðustu sek-
úndunum lék Jóhann af sér heilum
hrók og varö þá að gefast upp. Þá var
staðan jafntefli en Jóhann átti þó enn
eftir að yfirstíga nokkur tæknileg
vandamál.
í 2. umferö fékk Judit slæman skell
gegn Helga, eins og áður sagöi, og
virtist ekki hafa náð sér í upphafi
skákar sinnar í 3. umferð gegn Mar-
geiri. Leikir hennar í byrjun, Hal-a6
og síðan í næsta leik Ha6-al báru
þetta með sér og síðan missti hún peð
bótalaust. En Margeir lét hana slá
sig út af laginu og tókst henni að
snúa tapaðri skák sér í vil.
Skák Jóhanns og Margeirs lyktaði
með jafntefli og niöurstaðan varð því
sú að þeir deildu 3.-4. sæti.
Skipulag mótsins var til fyrir-
myndar og útsending undir stjórn
Egils Eövarðssonar og Hemma Gunn
þótti takast með ágætum. Míólkur-
samsalan kostaði mótið að öllu leyti.
í mótslok leysti Guðlaugur Björg-
vinsson forstjóri keppendur út með
forláta mjólkurbrúsum.
Skákmenn eiga góðan fulltrúa þar
sem Judit Polgar er og hefur henni
áreiðanlega tekist að vekja athygh
fleiri en skákáhugamanna. Einn
sjónvarpsáhorfenda orðaði það á
þessa leið: „Hún er óvenju þroskuð
og eðlileg af skákmanni að vera.“
Skákir Helga við Judit og Jóhann
tefldust þannig:
Hvítt: Helgi Ólafsson
Svart: Judit Polgar
Sikileyjarvöm.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
RfB 5. Rc3 e6 6. Be3 a6 7. Dd2 b5 8. f3
Rbd7 9. 0-0-6 Bb7 10. g4 Rc5 11. g5
Rfd7 12. b4!?
Meðan á útsendingu stóð leist mér
ekki á þetta útspil Helga sem veikir
kóngsstöðu hans illilega.
12. - Ra4 13. Rxa4 bxa4 14. c3 Dc7
Einnig kemur 14. - Be7 og síðan 15.
- 0-0 til greina.
15. Kb2 Re5 16. a3 g6
Traustara er 16. - Be7.
17. h4 Bg7 18. h5 Hc8?
Afleikur. Judit hefur kannski ætlað
að svara næsta leik Helga með 19. -
Rxf3 en yfirsést aö eftir 20. hxg7 er
öllu lokið? Eftir 18. - 0-0 er sókn
hvíts eftir h-línunni ekki svo hættu-
leg en veikleikinn á c4 blasir við.
19. h6! Bf8 20. Dc2 Dd7 21. Bf4! Rc4+
22. Bxc4 Hxc4 23. Re2!
Svartur á nú í vandræðum með
d-peðið. Með 23. - a5 (til aö svara 24.
Dd3 mað 24. - Ba6) gæti svartur náð
að klóra í bakkann eftir 24. Hd2 Be7
25. Hhdl d5 26. Be5 0-0 en 24. Be5
strax riðlar liðsskipaninni til eilifðar.
Þessar tvær hótanir, 24. Be5 og 24.
Dd3 ræður svartur ekki við samtím-
is.
23. - Dc6 24. Dd3 d5?
ekki 24. - e5? 25. Bxe5 en 24. - Be7
er eina vonin.
25. Be5 Hg8 26. Rf4
Hvítur á vinningsstöðu.
26. - Db5 27. exd5 Hc8 28. dxe6 fxe6
29. Hhel Be7 30. Bfb Dxd3 31. Hxd3
Hc6 32. Bxe7 Kxe7 33. Rd5 + Kf7 34. Rf6
- Judit gafst upp.
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Helgi Ólafsson
Nimzo-indversk vörn.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2
0-0 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b6 7. Bg5 Bb7
8. f3 c5 9. dxc5 bxc5 10. e3 a5 11. Bd3
d6 12. Re2 Rbd7 13. 0-0 Db6 14. Hadl
Ba6 15. Hf2 Hab8 16. Rcl Hfc8 17. Bbl
h6 18. Bh4 d5 19. cxd5? Rxd5 20. Dc2
Rf8 21. Hel c4 22. e4 c3! 23. b3 Re3 24.
Hxe3 Dxe3 25. h3 Rg6 26. Bg3 Hd8! 27.
Ra2 Hbc8 28. e5 Bd3
- Og Jóhann gafst upp.
Bridge:
íslandsbankamótið 1993:
Sjötíu einstaklingar hafa
inmið titilinn á 45 árum
íslandsmótið á dögunum var hið
43. í röðinni en alls hafa 70 einstakl-
ingar unnið þennan eftirsótta titil á
45 árum.
Þeir sem oftast hafa unnið eru :
Stefán Guðjohnsén 12 sinnum
Einar Þorfinnsson 10 "
Símon Símonarson 10 "
Ásmundur Pálsson 9 "
Eggert Benónýsson 9 "
Hjalti EUasson 9 "
HaUur Símonarson 7 "
Lárus Karlsson 7 "
Siglfiröingamir brutu hins vegar
blað í bridgesögunni með sigrinum
því þetta er í fyrsta sinn sem sveit,
sem eingöngu er skipuö nánum ætt-
ingjum, vinnur titilinn. Feðgar hafa
unnið áður en aldrei bræður og feðg-
ar í sömu sveit.
Þótt fjölsveitaútreikningurinn sé
ekki algildur mælikvarði á frammi-
stöðu einstakra para þá virðist einn
Bridge
af nýju íslandsmeisturunum hafa
skorað grimmt því Ásgrímur Sigur-
bjömsson skoraði að meðaltali 18,14
í leik með Ólaf Jónsson frænda sinn
sem makker og 17,33 með bróöur
sinn Jón sem makker. Hjalti Elíasson
og Jónas P. Erlingsson í sveit Hjól-
barðahallarinnar komust upp á milli
þeirra með 17,55 1 leik.
Ritstjóri mótsblaðsins taldi að þau
pör sem spiluöu biðsagnakerfin
hefðu verið nokkuð slysin og skakka-
fófi vegna gleymsku eða misskiln-
ings hefðu sýnt að „þama séu engin
smábamagull á ferðinni".
Jón Baldursson og Sævar Þor-
bjömsson spila umrætt kerfi og ég
myndi vilja útnefna þá til verðlauna
fyrir best sögðu slemmuna í eftirfar-
andi spUi frá mótinu.
N/0
+ Á7
+ Áio
♦ ÁG109432
+ 87
* G9642
V DG53
♦ K86
+ 2
* K1053
V 9764
♦ D7
+ 1064
♦ D8
V K82
♦ 5
+ ÁKDG953
Meö Sævar í norður og Jón í suður
framleiddi sagnvélin alslemmuna
þannig :
Noröur
ltígull
21auf
2þjörtu
3grönd
4grönd
5tíglar
pass
Austur
pass
pass
pass
pass
pass
pass
pass
Vestur
pass
pass
pass
pass
pass
pass
Suður
lgrand
2tíglar
2spaöar
41auf
51auf
71auf
Við skulum hlýða sagnvéUnni yfir.
Einn tíguU sýndi skiptingarhendi,
11-15 HP, og eitt grand var geim-
krafa. Tvö lauf neituðu einspUi, tvö
hjörtu sýndu 2-2 í háUtunum, þrjú
grönd lofuðu sjö tíglum og tveimur
laufum, flögur grönd sýndu sex
kontról (kóngur=eitt, en ás=tvö).
Fimm lauf spurðu hvar kontróUn
væm staðsett og fimm tíglar neituðu
tígulkóngi. Þar með vissi Jón að al-
slemman var ágætur möguleiki. Ef
norður ætti hjartadrottninguna
væm vinningsUkumar nær 100%,
aUavega stæði hún aUtaf ef tíglamir
væm 2-3 og spaðakóngur í austur.
ÖU önnur pör í n-s létu sex lauf
nægja, utan eitt sem spilaði þijú
grönd.
Stefán Guðjohnsen
Bridge pv
Landsliðs-
keppni BSÍ
Um síðustu helgi var haldin í
Sigtúni 9 landsUðskeppnx í flokki
yngri spilara og kvenna. í
kvennaflokki kepptu 16 pör, spU-
aður var butlertvímenningur, 8
spil miUi para, alls 120 spil. Sígur-
vegarar voru Hjördís Eyþórsdótt-
ir og Ijósbrá Baldursdóttir með
175 stig og þær unnu sér þar með
landsUössæti í kvennaflokki.
KvennalandsUðið fer á Evrópu-
móttil Menton í Frakklandi í júní
í sumar. í öðru sæti voru Esther
Jakobsdóttir og Valgerður Krist-
jónsdóttir með 85 stig og í þriðja
sæti Stefanía Skarphéðinsdóttir
og Stefanía Sigurbjömsdóttir
með 78 stig.
í flokki yngri spilara kepptu 10
pör og var spílaður butler, sjö
spila milli para, tvöfóld umferð,
alls 126 spil. Sigurvegarar í þeirrí
keppni með yfirburðum voru
Sveinn Runar Eiríksson og
Hrannar Erlingsson og má segja
aö ekkert par hafi ógnað sigri
þeirra í í allri keppninni. Þeir
hlutu 201 stig í plús og unnu sér
þar með rétt til setu í landsUði
yngri spilara. í öðru sætl uröu
Halldór Sigurðsson og Hlynur T.
Magnússon með 65 stig og i þriðja
sæti Ragnar T. Jónsson pg
Tryggvi Ingason með 30 stig.
Vetrar-
mitchell BSÍ
Föstudagskvöldið 16. apríl var
metþátttaka í Vetrannitchell BSÍ,
en þá mætti 51 par til leilcs. Úr-
sUt urðu þannig í NS:
1. Eðvarð Hallgrímsson-
Jóhannes Guðmannsson 447
2. Ragna Briem-
Þóranna Pálsdóttir 424
3. Guðbjöm Þóröarson-
Jón HOmarsson 411
Hæsta skor í AV hlutu:
1. Bjöm Svavarsson-
Tóinas Síguijónsson 442
2. Valdímar Eliasson-
Óli Björn Gunnarsson 419
Bridgefélag
Barðstrendinga
Barómeterkeppni Bridgefélags
Barðstrendinga lauk síðastUöinn
mánudag með sigii Friðjóns Mar-
geirssonar og Valdimars Sveins-
sonar. Lokastaðan í keppninni
varð þannig:
1. Friðjón Margeirsson-
Valdimar Sveinsson 191 .s
2. Anton Sigurðsson-
Aim Magnússon 167
3. Júlíus Júliusson-
Guðmundur Samúelsson 117
Mánudaginn 26. apríl næst-
komandi hefst þriggja kvölda
Monrad-sveitakeppni og veröa
veitt glæsileg verölaun fyrir efstu
sæti. Þáíttöku í þá keppni má til-
kynna til ísaks Arnar í vs. 632820
og Ólafs í síma 71374 á kvöldin.
Viðkomandi gefa nánari upplýs-
ingar um keppnina.
Bridgefélag
Suðurnesja
Gísli Torfason, Logi Þormóðs-
son og Jóliannes Sigurðsson hafa
nauma forystu í meistaramóti fé-
lagsins í tvímenningi en nú hafa
verið spilaðar 16 umferðir af 21.
Staða efstu para er þannig:
1. GísU Logi-Jóhannes 70
2. Pétur Júlíusson-
Eysteinn Eyjólfsson 67
3. Karl Karlsson-
Karl Einarsson 51
Keppnín er einnig spiluö með
forgjöf og þar dregur saman með
þeim reyndu og óreyndu:
1. Gísli Halldórsson -
Guðjón Jónasson 279
2. Ingimundur Eiríksson-
Randver Ragnarsson 255
3. Guðjón Jensen-
Kjartan Saivarsson 218
Síöasta kvöldið í þessari keppni
verður nk. mánudagskvöld í
Stapanum og hefst spilamennska
klukitan 19.45, Keppnisstjóri er
ísleifur Gíslason. -ÍS