Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Blaðsíða 31
f LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 43 Vandamál Freymars hófust þegar hann var fimm ára. Þá fæddist honum yngri systir og skyndilega var Freym- ar ekki sá ás sem heimurinn snerist um. Honum fannst hann afskiptur og útundan. - Systkina- afbrýðisemi Freymar Jónsson var liðlega tví- tugur maður sem gert haíði tvær tilraunir tii sjálfsvígs á liðnum árum. Hann sagði ástæðurnar vera þetta hryllilega nafn sem hann bæri, feitan rass og almennt hallærislegt útlit. Margsinnis hafði hann viðrað þessar tilfinningar sínar við vini og ættingja en réttmætar mótbárur höfðu engin áhrif. „Ég er hallærið uppmálað," sagði hann stundum dapurlega. „Það lítur engin stelpa við mér. Ég er algjör lúser.“ Þrátt fyrir þessar neikvæðu tilfinningar hafði hann eitt sinn lent uppi í rúmi með fallegri stúlku. Samfarir höfðu þó ekki átt sér stað; „ég var svo full- ur og þreyttur," sagði Freymar dag- inn eftir. Freymari gekk sæmilega í skóla og íþróttum, hann var vina- fár og leit sjálfan sig neikvæðum augum. Upphaf vandans Vandamál Freymars hófust þegar hann var fimm ára. Þá fæddist hon- um yngri systir og skyndilega var Freymar ekki sá ás sem heimurinn snerist um. Honum fannst hann af- skiptur og útundan. Mamma og pabbi sáu ekki sólina fyrir Mist htlu og Freymari fannst hann gleymast í fiölskyldmmi. Hann naut ekki lengur þeirrar óskiptu aðdáunar sem hann áður hafði fengið hjá mömmu og pabba og öfum sínum og ömmum. Árin Uðu og Mist óx úr grasi. Hún varð siiemma altalandi; alltaf efst yfir skólann og kennarar, vinkonur og vinir snerust í kringum hana eins og skopparakringlur. Freymar horfði vinsældir hennar og frama miklum öfundaraugum. Samanborið við Mist fannst honum hann vera bæði óvinsæU og púka- legur skussi. Mist var í ungUnga- landsUðinu í fimleikum svo að hann neyddist tíl að fá sér undanþágu frá leikfimi. Hann fór að trúa á eigin ósigur í Ufinu en ástæðurnar voru á reiki. „Engum finnst vænt um mig,“ skrifaði Freymar eitt sinn í kveðjubréfi, „ég er svo haUærisleg- ur og heiti þessu hrylUlega nafni. Vertu sæU, miskunnarlausi heim- ur!“ Systkinaafbrýðisemi Þegar Utið bam fæðist missir eldra systkinið bæöi athygU og umhyggju. Skyndilega er köttur kominn í ból bjamar. Oskipt völd og áhrif bams- ins í umhverfi sínu bíða alvarlegan hnekki. Kominn er ósigrandi keppi- nautur tíl leiks sem búinn er að vinna leikinn áður en hann hefst. Þetta er alvarlegast þegar um 3ja-6 ára einbirni er að ræða. Barnið reið- ist móður sinni vegna þessarar nöðru í barnsmynd sem hún ól við brjóst sér í paradís æskunnar. Það elskar Utla systkinið en á sama tíma bærast í brjósti neikvæðar tilfinn- ingar; sárindi, afbrýðisemi og mikU bræði. Barnið finnur tíl eigin smæð- ar og tUgangsleysis tUverannar í heimi gleymskunnar þar sem alUr em uppteknir af nýrri manneskju. Stundum reynir bamið að refsa systkininu fyrir tUvistina og fær þá ákúrar frá foreldrunum. Þetta stað- festir enn þá skoðun barnsins að það sé einskis virði, engum þyki vænt Álaeknavaktmni Óttar Guðmundsson læknir um það og öll mótmæU séu vita gagnslaus. Bamið reynir að ná aftur fyrri völdum og áhrifum. Sumir leggja sig aUa fram og beijast eins og lj ón aUt sitt líf til að sanna eigið ágæti fyrir sjálfum sér. Margir frumburðir verða beiskir foringjar, leiðtogar og stórmenni en fáeinir missa fótaima í tilverunni, fyUast minnimáttarkennd og vinna langt undir getu. Langflestir koma þó heilir út úr þessari sálarkreppu æskunnar, sættast við systkinið og brosa á ný framan í heiminn. Freymar og Nökkvi geðlæknir Freymar var einn þeirra sem van- mat sjálfan sig og vann undir getu. Hann var kjarklaus og trúði ekki á eigin hæfileika. Honum leið Ula með öðrum enda; „stend ég öUum öðmm að baki,“ eins og hann sagði sjálfur í viðtaU viö Nökkva Starkaðarson geðlækni. Nökkvi þessi var tísku- geðlæknir með faUega stofu í gömlu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Hann var yfirleitt sportlega klæddur í Lacoste-bol, kakí-buxur og kæru- leysislega Camel-skó með faUeg gullspangargleraugu merkt Ar- mani. Á síðkvöldum orti hann fyrir sjálfan sig á tölvu væmin ljóð um einmanaleik mannsins í hörðum heimi. Kvæði þessi voru flatneskja og ófrumleiki í orðskrúðsfotum. í löngum og ströngum viðtölum við Nökkva vann Freymar með þessar tilfinningar sínar gagnvart sjálfum sér. Hann rifjaði upp uppreisnar- gjörn æskuárin þegar hann reyndi að beijast gegn eigin vanmeta- kennd. Eftir kynþroskann þyrmdi þó yfir hann eigin vanmætti gagn- vart umhverfinu og Mist, systur sinni. Hann kenndi líkama sínum, nafni og uppmna um alla sína vanl- íðan en gat ekki séð hana í víðara sögulegu samhengi. Ranghugmynd- ir um sjálfan sig gerðu hann bæði taugaóstyrkan og kvíðinn gagnvart hinu kyninu. TU að minnka spenn- una fór hann að drekka of mikið og Ula og varð sér oft tU skammar. Þetta jók enn á vanmetakenndina. Drykkjan gaf honum ágæta ástæðu tU að foröast öU kynferðisleg sam- skipti við konur svo að hann var hreinn sveinn þegar hann kom til viðtala við Nökkva. Sögulok I viðtölunum skUdi hann betur en áður ástæður vandamálanna og honum lærðist að lifa með sjálfum sér í meiri sátt en áður. Um tíma fékk hann þunglyndislyfhjá Nökkva lækni en erfiðast þótti hon- um þó að skUjast við eigin höfnun- arkennd. „Með hana að sverði og skUdi tókst mér að að forðast sárs- aukann og einangra mig frá heimin- um.“ Nökkvi brosti ísmeygUega og vonaði að Freymar mundi einhvem tíma skrifa ævisögu sína og geta sín að góðu einu. Sama kvöld orti hann kvæði á tölvuna. Eitt erindið hljóm- aðisvo: íheimitölvunnar ermaðurinn eins og einmana skipun á letur- borði sem bíður þess að einhver ýti á „delete" takkann. Frændi Nökkva, Hjálmar Hrafn- kelsson, bóndi á Stóru-Brekku, landsþekktur hagyrðingur, kastaði upp þegar hann heyrði kvæðið. íbúð óskast - Akureyri Óskum að taka á leigu á Akureyri snyrtilega íbúð eða íbúðarhús ca 3 mánuði nú í sumar. Reglusemi og snyrtileg umgengni. Tilboð sendist: Ljósmyndavörur hf. Skipholti 31, 105 Reykjavík. (Aðeins skrifleg tilboð.) Grand Cherokee Laredo árg. 1993 No. 2. 1993 SÖLUSKRÁ UBÍUISAIAN IN TOtVl'V*DOAST\ HII ASAI. \N stórglæsilegur, ekinn 25 þús. km, með ýmsum aukahlutum, ,t.d. ABS-bremsukerfi, til sýnis hjá Borgarbílasölunni hf. Verð 3.500 þús. Opið laugard. kl. 10-17 Opið sunnudaga frá kl. 13-17. úmvrAi. Rcymlir MHumcnn SUBARU RQBflABBTT.ASAT.AW GRENSÁSVEGI 11, SÍMAR 813085 OG 813150 RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð 93004 Rafmagnsveitur ríkisinsóska eftirtilboðum í að klæða veggi stöðvarhúss Skeiðsfossvirkjunar í Fljótum. Innifalið í verkinu er að endurnýja glugga og hurðir og gera við skemmdir á múrhúðun. Sömuleiðis er innifalin smíði þakbrúna á húsið. Þá er innifalið í verkinu að steypa undirstöður og olíuþró undir spenna og rofa í spennivirki stöðvar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins við Suðurgötu 4, Siglufirði, Ægisbraut 3, Blönduósi, og Laugavegi 118, Reykjavík, frá og með mánudeginum 26. apríl 1993 gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu RA- RIK, Suðurgötu 4, Siglufirði, fyrir kl. 14.00 föstudag- inn 7. maí 1993 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Tilboðin skulu vera í lokuðu umslagi merktu: RARIK 93004 Skeiðsfossvirkjun. Vífilsstaðaspítali, viðhald og viðgerðir Innkaupastofnun ríkisins, fyrir hönd tæknideildar ríkisspítala, ósk- ar eftir tilboðum í verkið „Vífilsstaðaspítali, viðhald og viðgerðir á gluggum og steypu". Helstu magntölur eru: Endurnýjun fremri hluta karmstykkja 393 m Endurnýjun pósta Glerskipti Glerfalslistar Sprunguviðgerðir Endursteypa Háþrýstiþvottur Silanböðun Málun veggja Málun glugga, úti og inni. 186m 133 m2 718m 110m 20 m2 550 m2 563 m2 583 m2 1596 m Verktími er frá 7. júní '93 til 30. ágúst ’93. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7,105 Reykja- vík, frá og með mánudeginum 26. apríl '93, á kr. 6.225 m/vsk. og verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 13. maí '93, kl. 11, að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. INIMKAUPASTOFIMUIM RIKISIMS BORG AR TUNI 1 OfS RE VKJAVIK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.