Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Blaðsíða 32
44 LAUGARDAGUR 24. APRÍL1993 Sviðsljós Ólyginn sagði... - segir poppstjaman Rod Stewart Skoski popparinn og knattspymuá- hugaraaðurinn Rod Stewart þekkir betur en flestir aðrir að dómarar í Holiywood er lítið skilningsríkir gagnvart karlmönnum þegar sam- búð er á enda og mábn þarf að útkljá í dómssölum. Stewart hefur staðið í þessum sporum mörgum sinnum og útkoman er sú að hann hefur þurft að láta af hendi rakna nærri einn milljarð íslenskra króna fyrir mis- heppnuð ástarævintýri. Ástkona, eiginkona og barnsmóðir hafa aliar yfirgefið dómsahna sigri hrósandi en popparinn hefur staðið eftir grátkl- ökkur og nokkrum milljónum fátæk- ari í hvert skipti. Stewart og Britt Ek- land elskuðustfjórum sinnum á dag Kelly Emberg vildi fá meira en 100 milljónir fyrir hvert ár sem hún bjó með popparanum. Hér sjást þau á götu í Reykjavík á meöan allt lék i lyndi. Dómari úrskurðaði að Britt Ekland ætti að fá nálægt 200 milljónir fyrir að búa með Stewart í tvö ár. Það er á níundu milljón fyrir, hvern mánuð. Ólyginn sagði... Christopher Reeve setur upp hatt í hvert skipti sem hann fer út á meðal almennings. Þessi árátta leikarans, sem varð heimsfrægur fyrir túlkun sína á Súperman, er rakin til þess að hárum á höfði hans fer óðum fækkandi. Hárkollusölumenn hafa sett sig í samband við leikar- ann en hann segist engan áhuga hafa á tilboðum þeirra. Stewart vandar þessum konum ekki kveðjumar en það var sænska leikkonan Britt Ekland sem reið á vaðið. Hún bjó með popparanum um tveggja ára skeið og í bók, þar sem hún lýsti sambandinu, sagði hún orð- rétt „Við vorum óaðskiljanleg og stundum elskuðumst við þrisvar eða fjórum sinnum á hveijum degi.“ Um síðir fékk Skotinn leið á ástarleikjun- um með sænsku dömunni og hún flutti út úr húsi hans. Britt fór samt ekki tómhent. Hún fór í mál við poppstjörnuna og heimt- aði ógrynni fjár fyrir tímann sem hún deildi með Stewart. Dómarinn í máhnu var henni ekki mjög óvin- samlegur og dæmdi henni nálægt 200 milljónir króna fyrir ómakið. Kelly Emberg heimt- aði á annan milljarð Eftir þessa bitru reynslu hafði poppstjarnan vaðið fyrir neðan sig og gekk að eiga Alönu nokkra Hamil- ton sem hafði áður unnið sér það til frægðar að vera gift leikaranum Ge- orge Hamilton. Stewart og Alana giftu sig 1979 en tveimur börnum og fimm árum seinna fór hjónabandið út um þúfur. Hún fór í mál og bar sig illa og skilningsríkur dómari úr- skurðaði að popparanum bæri að borga henni nálægt 350 milljónum íslenskra króna. Fljótlega eftir þetta kom fyrirsætan Kelly Emberg til skjalanna en Stew- Rod Stewart og Rachel Hunter með litlu stelpuna sína. Þau eru hamingju- samlega gift en hversu lengi það stendur er önnur saga. art harðneitaði að giftast henni. Hann bjó að vísu með henni í sex ár og þau eignuðust eina stelpu. Þegar popparinn gaf henni reisupassann brást hún illa við og fór í mál. Kelly sagði grátandi við dómarann að Stewart hefði svikið hana um að gift- ast sér. Hún heimtaði á annan millj- arð en dómarinn var hliðhollur popparanum í það skiptið og lét hann bara borga henni rétt innan við 200 milljónir. Hefði betur keypt mér nokkrar Ferrari-bifreiðar Stewart, sem nú er kvæntur Rachel Hunter og á með henni htla stúlku, segir aö þegar allt er tahð hafi hann glatað um einum mhljarði íslenskra króna vegna misheppnaðra sam- banda sinna við kvenfólk. Inni í þeirri tölu eru upphæðirnar sem konumar báru úr býtum við dóms- uppskurð en við þetta bætist ýmis- legt annað eins og t.d. meðlags- greiðslur til þriggja báma, skólavist þeirra og margt fleira. Popparinn, sem nú nálgast fimm- tugsaldurinn óðfluga, er moldríkur og hefur í engu þurft að breyta lúxus- lífi sínu þrátt fyrir þessi áföh. Hann er t.d. nýbúinn að festa kaup á rán- dýru risahúsi í Hohywood fyrir til- sthh konu sinnar, Rachel, en hún þoldi ekki við í þvi gamla. Þar var of margt sem minnti á fyrri ástkonur Stewarts, er haft eftir Rachel. Ekki er vitað annað en samband þeirra sé í þokkalegu lagi. Popparinn er tahnn hafa gert samning sem gerir konu hans hlmögulegt að grynnka á pyngju hans en Stewart hefur bölvað mikið öhum fjárútlátum sínum th fyrri ástkvenna og sagt að fyrir aha þá upphæð hefði mátt fá nokkrar góðar Ferrari-bifreiðar. Michelle Pfeiffer gerir fátt annað þessa dagana en að hugsa um htlu stelpuna sem hún ættleiddi á dögunum. Samfara breyttum fjölskylduháttum, en leikkonan er einnig komin með kærasta, hefur hún látið öh gylh- boð um hlutverk í kvikmyndum sem vind um eyru þjóta. Pfeiffer hefur engan tíma fyrir slíkt enda er hún ákveðin í stækka fjölskyld- una enn frekar en næsta mál á dagskrá hjá henni er að ættleiða leikfélaga og þá helst strák. Brooke Shields er orðin ástfangin eina ferðina enn. Kevin Anderson heitir sá sem á hug hennar ahan í þetta skiptið en hann er leikari eins og hún sjálf. Fréttin um þetta kom eins og reiðarslag fyrir Michael Jackson og Juiian Lennon en þeir eru báðir dauðhrifnir af leikkon- unni. Þeir verða þó aö láta í minni pokann fyrir Anderson sem er duglegur að bjóða Brooke á jap- anska matsölustaði og fara með hana í nudd og gufubað. Tom Selleck sést nú æ sjaldnar á skjám sjón- varpsáhorfenda og ekki er hægt að segja að honum bregði oftar fyr- ir í bíósölum. Ástæðan er sú að leik- arinn eyðir öhum sínum tíma í bamauppeldi. Seheck og eiginkona hans, Jih, eiga eina stelpu en um- hönnun hennar er algjörlega í höndum leikarans. Jih, aftur á móti, er að reyna að koma ferh sín- um sem leikkona aftur á rétt ról en hún tók sér frí fyrstu þrjú árin eftir bamsburðinn. Harry Hamlin Ted Danson gengur fátt í haginn um þessar mundir. Eiginkona hans rak hann að heiman þegar hún frétti af vinskap leikarans og Whoopi Goldberg sem nú orðin kærasta hans. Hlutverk hans í Staupa- steini er á enda en framleiðslu á þáttunum var hætt. Og enn dynja áfoliin á Danson. Móðir Alexis, dótturinnar sem leikarinn og eig- inkona hans ættleiddu, hefur far- ið fram á að fá hana aftur og seg- ir að stelpunni, sem nú er 8 ára, sé fyrir bestu að búa hjá sér. Cher og Rob Camilletti em byrjuð sam- an aftur. Til þeirra sást í verslun sem selur leðurvörur en haft var eftir starfsmanni þar að skötu- hjúin hefðu látið vel hvort að öðm. Hann sagði að þau hefðu kysst og haldist í hendur og látið sig engu skipta þótt búðin væri fuh af fólki. Vitað er að Camil- letti hefur dvalið undanfarnar nætur á búgarði söngkonunnar þar sem þau hafa snætt saman miðnætursnarl við kertaljós. og Nicollette Sheridan halda áfram að hreyta ónotum hvort í annað þó sambúð þeirra sé löngu lokið. Hamhn segir að Sheridan sé skíthæh sem hafi aðeins gifst sér th að fá atvinnuleyfi í Bandaríkjun- um. Hún neitar þessu og bætti við þeim fróðlegu upplýsingum að Hamlin htaði á sér hárið vegna þess að það væri farið að grána. Þessu harðneitar Hamlin. Farrah Fawcett leggur mikið á sig til að líta vel út. Leikkonan stundar líkams- rækt á hveijum degi og eyðir nálægt fjórum klukkustundum í leikfimissalnum við æfingar. Að auki hleypur hún nokkra kíló- metra daglega og spilar tennis og badminton svo eitthvað sé nefnt. Hún segir að maðurinn sinn, Ry- an ONeal, sé hæstánægður með útht hennar og hrósi henni ós- part þegar þau séu ekki að rífast. Það er að vísu mjög sjaldan. Fokdýrt að slíta sambúð í Hollywood: Ástarævintýrin hafa kostað mig einn milljarð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.