Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Blaðsíða 46
58
LAUGARDAGUR 24^APRÍL 1993
A£mæli
Þórir Daníelsson
Þórir Daníelsson, fyrmm fram-
kvæmdastjóri VMSÍ, Asparfelli 8,
Reykjavík, verður sjötugur á morg-
un, sunnudag.
Starfsferill
Þórir fæddist á Reykhólum í A-
Barðastrandarsýslu og ólst þar upp.
Hann lauk stúdentsprófi frá MA
1946 og var eitt misseri við nám í
heimspekideild HÍ.
Þórir var innanþingsskrifari
(ræðuritari) í Alþingi 1946-47, rit-
stjóri Verkamannsins á Akureyri
1947-50, verkamaður hjá RARIK
1950-58 og hjá Útgerðarfélagi Akur-
eyringa hf. 1958-62, endurskoðandi
ÚA í nokkur ár, framkvæmdastjóri
Prentsmiðju Bjöms Jónssonar, Ak-
ureyri 1962-63, starfsmaður verka-
lýðsfélaganna á Akureyri 1963-64
og framkvæmdastjóri Verkamanna-
sambands íslands frá 1964.
Þórir var einnig í stjórn Verka-
mannafélags Akureyrarkaupstaðar
og síðar Verkalýðsfélagsins Eining-
ar 1958-64, varaformaður í þrjú ár,
formaður skipulagsmálanefndar
ASÍ frá stofnun 1968-88, hefur setið
flest þing ASÍ frá 1960, í stjórn Nor-
diska Unionen inom Nárings och
Njutningsmedelsindustrin frá 1984,
auk þess sem Þórir hefur gegnt
ýmsum störfum á vegum verkalýðs-
hreyfingarinnar.
Þórir hefur ennfremur sent frá sér
greinar í blöð og tímarit, aðallega
umverkalýðsmál.
Fjölskylda
Þórir kvæntist 25.12.1946 Þórunni
Sigríði Magnúsdóttur, f. 1.9.1917,
húsmóður. Þau skildu 1964. Hún er
dóttir Magnúsar Elíasar Sigurðs-
sonar, b. á Heijólfsstöðum í Laxár-
dal, Skag., síðar verkam., og Þór-
unnar Bjömsdóttur húsmóður.
Seinni kona Þóris 6.11.1965 er
María Hólmfríður Jóhannesdóttir,
f. 13.7.1920, húsmóðir og matráðs-
kona. Hún er dóttir Jóhannesar
Kristinssonar, b. á Þönglabakka í
Fjörðum, Grýtubakkahr., síðar í
Flatey á Skjálfanda, og Dýrleifar
Sigurbjargar Guðlaugsdóttur hús-
móður.
Kjördóttir Þóris og Þórunnar Sig-
ríðar er Sigríður, f. 19.4.1958, hús-
móðir í Reykjavík, gift Viðari Emi
Þórissyni.
Stjúpbörn Þóris, böm Maríu af
fyrra hjónabandi, em: Bjarni Lút-
her Thorarensen, f. 14.9.1946, vél-
virki á Akureyri, var kvæntur
Hugrúnu Sigurbjörnsdóttur en þau
skildu; Smári Thorarensen, f. 8.3.
1948, skipstjóri og veitingamaður í
Hrísey, kvæntur Steinunni Sigur-
jónsdóttur húsmóður; og Hallbjörg
Thorarensen, f. 6.7.1953, húsmóðir
og fóstra í Reykjavík, gift Óskari
Elvari Guðjónssyni, kerfisfræðingi
og menntaskólakennara.
Systkini Þóris eru: Ólafur, f. 17.7.
1919, d. 27.9.1974, sjómaður á Akur-
eyri; Oddur Finnbogi, f. 22.8.1920,
d. 13.10.1964, búfræðingur, verka-
maður í Tröllatungu; Ámi, f. 1.4.
1922, b. í Tröllatungu, Kirkjubólshr.
í Strandasýslu, síðar verkstjóri á
Hólmavík, kvæntur Helgu Ásdísi
Rósmundsdóttur; og Jón Guðni, f.
25.4.1923, d. 13.1.1982, b. í Trölla-
tungu og á Ingunnarstöðum í Geira-
dalshr., A-Barð., kvæntur Svanhildi
Kjartans Sigurðardóttur og eignuð-
ust þau fimm böm; Stefán, f. 24.12.
1926, b. í Tröllatungu, var kvæntur
Karólínu Huldu Þorvaldsdóttur en
þau skildu og eignuðust þau tvo
syni. Fyrir átti Karóhna eina dóttur;
og Kristrún, f. 8.1.1928, húsmóðir í
Kópavogi, gift Ingimundi Guð-
mundssyni bifreiðastjóra og eiga
þauþrjúböm.
Foreldrar Þóris vom Daníel Ólafs-
son, f. 8.10.1894, d. 23.6.1976, bú-
fræðingur og b. á Þiðriksvöllum í
Hrófbergshr., en lengst í Trölla-
tungu í Kirkjubólshr. í Stranda-
sýslu, og Ragnheiður Jónína Áma-
dóttir, f. 25.6.1890, d. 29.3.1982, hús-
móðir og ljósmóðir í Tröllatungu.
Ætt
Daníel var sonur Ólafs Jónssonar,
b. á Borgum í Bæjarhr., Strand., og
Þórir Daníelsson.
Guðrúnar Krisfjánsdóttur húsmóð-
ur.
Ragnheiður Jónína var dóttir
Áma Gunnlaugssonar, b. á Bólstað
í Kaldrananeshr., Strand., og síðar
í Kollabúðum í Reykhólahr., A-
Barð., og k.h., Kristínar Hallvarðs-
dóttm-húsmóður.
Þórir verður að heiman á afmæhs-
daginn.
Hl hamingju með daginn 24. apríl
50ára
Maguús Guðmundsson,
Eyrarvegi 8, Fiateyri.
Sigriður Ólafsdóttir,
Háaleiti34,Keflavík.
40 ára
Guðrún Halldórsdóttir,
Spítalastíg 6, Reykjavik.
80 ára
Ásta Björnsdóttir.
Sundstræti 35a, ísafirði.
Guðmunda H. Gestsdóttir,
Fannborg8, Kópavogi.
Þórunn Gísladóttir,
Norðurgötu 21, Sandgerði.
70ára
Kristveig Kristvinsdóttir,
Miðtúni2, Reykjavík.
Gisli Einarsson,
Furulundi 13e, Akureyri.
Sigurjón Árnason,
Aðalstræti 123, Patreksfirði.
Lilja Þorgeirsdóttir,
Grandavegi 47, Reykjavík.
Halldóra Þórarinsdóttir,
Traðarlandi 4, Bolungarvík.
Erla Þórhildur Sigurðardóttir,
Mýnesi 2, Eiöahreppi.
Kristbjörg Sigurfinnsdóttir,
Logafold 74, Reykjavík.
Finmn-S. Kristinsson,
Hólabrautl9, Skagaströnd.
ÁsdísRafnar,
Ægisíðu 113, Reykíavík.
Þorsteinn Einarsson,
Fagrahjalla 16, Kópavogi.
Hrafhhildur Árnadóttir,
Vesturási45, Reykjavík.
Sigurjón Símonarson,
áðurstýrimað-
urhjáEimskip,
núöryggis-
vörður,
Spóahólumð,
Reykjavík.
Sigurjónverð-
uraðheimaná
afmælisdag
inn.
60 ára
Jón Kristinn Gíslason,
Skerseyrarvegí 3c, Hafnarfirði.
Þórunn Böðvarsdóttir,
Funafold 37, Reykjavík.
Kristín Jónasdóttir,
Bláskógum 2, Rcykjavik.
Guömundur Eggertsson,
Bræðaborgarstíg 13, Reykjavík.
Kristín Björg Hilmarsdóttir,
Kjarrhólma 24, Kópavogi.
RudolfÁgúst Jónsson,
Gilsbakka, Amaraeshreppi.
Elísabet Þórdís Harðardóttir,
Vallartröð 4, Kópavogi.
Helgi Jónsson,
Akurgerði 3a, Akureyri.
Ragnheiður Gunnarsdóttir,
Fagrabergi 14, Hafnarfirði.
Ásta Steinunn Thoroddsen,
Bjarraalandi4, Reykjavík.
Eyrún Björg Jónsdóttir,
Löngumýri21, Garöabæ.
Karen Louise Jónsson
Karen Louise Jónsson.
Karen Louise Jónsson, Skjóh við
Kleppsveg 64, er nítutíu og fimm ára
ídag.
Fjölskylda
Karen fæddist í Kaupmannahöfn
og ólst upg í Danmörku. Eftir að hún
fluttist til íslands átti hún lengi
heimih að Kaplaskjólsvegi 63 í
Reykjavík.
Karen var gift Pétri Árna Jóns-
syni, f. 21.12.1884, óperusöngvaraí
Þýskalandi og síðar starfsmanni hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hann
var sonur Jóns Árnasonar, kaup-
manns á Vesturgötu, og Juhane Sig-
ríðar Margrétar Bjarnason húsmóð-
m-.
Karen og Pétur eignuðust þijú
böm. Þau eru: Eríka, f. 10.10.1916 í
Kiel, býr nú í Winnipeg í Kanada
og á hún dótturina Ingibjörgu Kar-
en; Per, f. 26.5.1919 í Darmstadt, býr
í Kaupmannahöfn og á hann synina
Peter og Ole; og Margrét, f. 30.5.1928
í Bremen, og á hún dæturnar Hildi
Karen og Hólmfríði Jónsdætur.
Systir Karenar var Ida Marie, f.
1890,núlátin.
Foreldrar Karenar vom Oscar
Köhler múrarameistari og Louise
Köhler, fædd Heinricy.
Sólveig M. Óskarsdóttir
Sólveig Margrét Óskarsdóttir sjúkr-
ahði, Kjarrhólma22, Kópavogi,
verður fimmtug á morgun.
Starfsferill
Sólveig fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Að loknu fuhnaðarprófi
stundaði hún nám við Gagnfræða-
skóla Austurbæjar og lauk námi frá
Sjúkrahðaskóla BSP1975. Þá stund-
aði hún framhaldsnám í hjúkmn
aldraðra 1986 og stundar nú nám í
Tölvuskóla starfsþjálfunar fatlaðra
aðHátúnilO.
Fjölskylda
Sólveig var gift Valtý Guðjóns-
syni, f. 1938, bifreiðastjóra og bif-
vélavirkja, ert þau shtu samvistum.
Böm þeirra eru Jóhannes, f. 21.7.
1958, bakari á Þórshöfn og er unn-
usta hans Ásta María Hhðar nemi
en dóttir þeirra er Guðrún Margrét,
f. 5.2.1992; Láras, f. 4.11.1959, múr-
ari í Reykjavík; Þuríður Ósk, f. 12.6.
1963, húsmóðir í Kópavogi, en sam-
býlismaður hennar er Knútur
Kjartansson tækjamaður og er dótt-
ir þeirra Ingibjörg Jóhanna, f. 19.3.
1992, en fyrir átti Þuríður Sólveigu
Margréti, f. 13.6.1980 og Berglindi
Ósk, f. 9.6.1985; Kolbrún Lára, f.
12.6.1963, húsfreyja á Svarfhóh í
Gufudalssveit, í sambýh með Sveini
Ragnarssyni verktaka og er dóttir
þeirra Ingibjörg Lára, f. 20.9.1992,
en fyrir átti Kolbrún Þuríði Signýju,
f. 13.6.1980.
Sólveig Margrét, var í sambúð
með Sigurði Þorvaldssyni bifvéla-
virkja en þau shtu samvistum.
Dóttir Sólveigar og Sigurðar er
Aðalheiður Svana, f. 4.3.1967, nemi
í Tannsmíðaskóla íslands, búsett á
ísafirði, gift Bárði Jóni Grímssyni
verksmiðjustjóra og eru böm þeirra
Jóhanna, f. 21.6.1987, og Bjarki, f.
11.10.1989.
Foreldrar Sólveigar Margrétar:
Óskar S. Ólafsson, f. 9.1.1917, d. 28.3.
1990, bifvélavirki, og Lára L. Lofts-
dóttir, f. 10.7.1925, húsmóðir.
Ætt
Óskar var sonur Ólafs Kr. tré-
smiðs Ólasonar, b. á Skarði í Ögur-
Sólveig Margrét Óskarsdóttir.
sveit, Ólafssonar. Móðir Ólafs tré-
smiðs var Guðríður Bjarnadóttir frá
Þemuvík. Móðir Óskars var Sólveig
Guðmundsdóttir frá Efstadal Egils-
sonar og Margrétar Jónsdóttur.
Lára er dóttir Lofts Sigfússonar
frá Eyjum í Steingrímsfirði og Krist-
ínar Kristjánsdóttur frá Efra-Vaðh
á Barðaströnd.
FRÖNSKUNÁMSKEIÐ
Alliance Francaise
Sumarnámskeið í frönsku verða haldin 3. maí-24.
júní. Innritun fer fram núna alla virka daga frá kl.
15-18 að Vesturgötu 2. S. 23870.
Þetta getur irerið BILIÐ milli iífs og dauða!
30 metrar 130 metrar
Dökkklæddur vegfarandi sést en með endurskinsmerki,
ekki fyrr en í 20-30 m. fjarlægð borin á réttan hátt sést hann
frá lágljósum bifreiðar í 120-130 m. fjarlægð.
UMFERÐAR
RÁÐ