Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 24. APRÍL1993 Kvikmyndir Það er Michael Douglas sem fer með aðalhlutverkið I Falling down. Það má meö saimi segja að Jenni- fer Lynch eigi það sameiginlegt með fóður sinum, David Lynch, að laðast að aíbrigðilegum hlutum. Kvikmyndaleikstjórinn og leikar- inn Ðavid Lynch kom mönnum svo sannarlega á óvart með fyrstu myndum sínum, Eraserhead og Elephant Man, og svo síðar Wild at Heart ásamt sjónvarpsþáttaröð- inni Twin Peaks. Nu hefur dóttir hans einnig gerst kvikmyndaleik- stjóri og var fyrsta mynd hennar, Boxing Helena, frumsýnd á Sun- dance-kvikmyndahátiðinni nýlega. Myndin hefur ekki enn verið sýnd almenningi en hefur samt fengið svo mikið umtal aö sumum finnst nóg um. Ástæðan er sú að tvær þekktar leikkonur hafa á síöustu stundu hætt við-að leika aöalkven- hlutverkið. Ástæðan er meðal ann- ars talin vera aibrigðilegur sögu- þráður myndarinnar. Óvenjulegtefni 30 V Einn ámóti öllum Nýjasta mynd Michaels Douglas fjallar um mann sem gefst upp á sam- félaginu og ákveður að grípa til sinna ráða. í myndinni Falling down leikur hann náunga sem nýlega hefur misst vinnuna og skilið við eiginkonuna. D-Fens, eins og hann er kallaður í myndinni, er því ekkert of ánægður með lífið þegar hann dag einn fer af stað út í umferðina í miðborg Los Angeles í áttina til heimilis síns. Til að kóróna allt saman er þetta afmæl- isdagur dóttur hans og D-Fens var ekki einu sinni boðið í afmæhsveisl- una. Þegar hann lendir í umferðar- hnúti, þar sem bíli er við bíl eins og oft vill verða í Los Angeles, ákveður hann aö gefa skít í kerfiö og heldur ferðinni áfram heim á leið fótgang- andi. Frumskógur Á leiðinni lendir D-Fens í ýmsum hrakningum og erfiðleikum sem hann leysir að hluta til með því að vopnast og láta hart mæta hörðu. Hér er því verið að draga upp mynd af frumskógi Los Angeles-borgar þar sem lögmál villta vestursins virðast gilda. Það má segja að áhorfendur fái að fylgjast með öllum þeim glæpum og hryðjuverkum á hvíta tjaldinu sem áhorfendur eru vanari aö lesa um í blööum eða horfa á í sjónvarps- fréttunum. í upphafi myndarinnar fylgjumst við með D-Fens leggja af stað sem burstaklipptan, vel klæddan mann, vopnaðan aðeins nokkrum spila- kassakúlum í vasanum. En það á eft- ir að breytast og þaö virðist vera auðvelt að kaupa sér vopn í Los Angeles. í lok myndarinnar hefur D-Fens jafnvel komist yfir vopn sem beitt er gegn skriðdrekum. Alls konar lýður Á ferð D-Fens um borgina og út- hverfi hennar fá áhorfendur að kynnast samskiptum lians við ó- samvinnuþýðan verslunareiganda af kóreskum uppruna, tvo suöuramer- íska meðlimi glæpagengis, ílírulegan framkvæmdastjóra matvöruversl- unar og svo nokkra hvíta vandræða- drengi til að viðhalda kynþáttahlut- leysisstefnunni. En vandinn hjá D- Fens er aö þótt hann hefji mótmæli regluþjóninn Prendergast sem er leikinn af harðjaxlinum Robert Du- vall. Prendergast er svo sem ekki heldur á réttri hillu í lífmu. Hann á að fara á eftirlaun hjá lögreglunni fyrr en hann hafði ætlaö sér og er því líkt og D-Fens bitur út í lífið og tilveruna, þótt það sé ekkert í líkingu við heimsmynd þess fyrrnefnda. Hann hefur þó til að bera þá eigin- leika sem þarf til að geta lifað af í stórborgum Bandaríkjanna. Prend- ergast er bæði þolinmóður, skapgóð- ur og hefur tilfinningu fyrir um- hverfi sínu. Það eru einmitt þessir eiginleikar sem koma honum að góð- um notum við að hefta píslargöngu D-Fens. Umsjón Baldur Hjaltason sín sem vöm á réttindum sínum sem neytanda endar hann sem einstakl- ingur sem er bókstaflega á móti öllu. Þetta er mjög neikvæð afstaða og hefur valdið nokkrum skrifum í Bandaríkjunum. Lífið er ekki eins einfalt og ekki heldur eins slæmt og sett er þarna á svið. Myndina vantar jákvæðan tón og er því móralskt nið- urdrepandi fyrir hinn venjulega þjóðfélagsþegn. Jákvæðir hlutir Til að reyna aö vega upp á móti neikvæðu áhrifunum hafa handrita- höfundurinn, Ebbe Roe Smith, og leikstjórinn, Joel Schumacher, skap- að jákvæða persónu í myndinni, lög- Góðurleikur Michael Douglas fer vel með hlut- verk D-Fens. Hann viröist sem snið- inn í þetta hlutverk. Douglas er líka vanur að leika harðjaxla sem verða að berjast fyrir sínu. Raunar minnir þessi mynd að nokkru leyti á baráttu Charles Bronson gegn kerfinu í Death Wish-myndunum þar sem hann var að vísu að leita eftir hefnd. En Michael Douglas stígur þó nokkr- um skrefum lengra. Duvall svíkur heldur engan með leik sínum. Þótt Falling down hafi verið spáð takmarkaðri velgengni þá skaust hún í efsta sætið á listanum yfir vinsælustu myndimar í Banda- ríkjunum skömmu eftir að hún var frumsýnd þar. Tíminn verður síðan að leiða í Ijós hve lengi hún trónir þar. Helstu heimildir: Variety, Time Þegar efnisþráöur myndarinnar er skoðaður er þessum leikkonum nokkur vorkunn aö hafa dregið sig í hlé. Hún fjallar um ástarsamband skurðlæknis við kynþokkafulla stúlku. Hann fær sjúklega ástríðu á henni sem endar með því aö hann fjarlægir útlimi hennar til aö missa ekki af henni og setur hana í kassa eins og nafn myndarinnar gefur til kynna. Samt sem áöur virðist stúlkan hafa andlegt vald yfir elsk- huga sínum. Hér er þó rétt aö taka fram að Boxing Helena er ekki hryllingsmynd heldur er fjallar um hvemig fólk getur orðið fómar- lamb örlaganna. Mannfólkið er alltaf að reyna að hafa stjórn á öllu og koma sjálfu sér og öðrum fyrir i einhvers konar reitum, normum eða kössum sem við sjálf skilgrein- um Madonna ogBasinger Þrátt fyrir þennan.sérstæða efn- isþráð gekk mjög vel aö fá Ma- donnu til aö leika hlutverk stúlk- unnar þegar til hennar var leitað. Hún tilkynnti hins vegar fjórum vikum áður en kvikmyndatökur áttu að hefjast aö hún væri hætt við og bar við ýmsum afsökunum. Margir segja að hún hafi guggnaö á að leggja nafh sitt við svona sér- stætt hlutverk og einnig að í hand- ritinu hafi verið það opinská ástar- lifsatriði að henni hafi þótt nóg um. Þaö kann að vera nokkuð til í þessu því Boxing Helena hlaut skráning- una NC-17 hjá kvikmyndaeftirlit- inu vegna ástarlífsatriöana. En þaö tók ekki nema nokkra mánuði að fá Kim Basinger til að taka að sér hlutverkiö en hún neit- aði þó síðan aö standa við munnleg- an samning sinn nokkrum vikum áður en kvikmyndatakan átti að hefjast í annað sinn. í þetta sinn fóru framleiðendur myndarinnar i mál viö Basinger sem sagðist hafa hætt við vegna ráölegginga um- boðsmanns síns sem teldi líkiegt að áhorfendur myndu henda tóm- ötum á hvíta tjaldið til að lýsa óánægju sinni með að hún tæki að sér svona hlutverk. Framleiðand- inn vann og fékk dæmdar skaða- bætur aö upphæð 380 milljónir króna frá Basinger. Auk þess fékk myndin mikið umtal og ókeypis auglýsingu. Umdeild mynd Þegar upp var staðið endaði kvenhlutverkið í höndum Sheryl Fenn sem ieikið hefur í tnyndum á borð við Gothic og Siesta. Skurö- læknirinn er hins vegar ieikinn af Julian Sands sem hljóp í skarðið fyrir Ed Harris sem gat ekki beðið allan þennan tíma eftir að einhver fengist í kvenhlutverkið. En gerð myndarinnar var heldur enginn dans á rósum. Sérstaklega var erfitt var að koma Sheryl Fenn í kassann og þurfti hún oft á tíöum á hæfileikum fimleikafólks að halda. En þrátt fyrir knappan fjár- hag tókst þó 25 ára dóttur Davids Lynch að koma myndinni saman og láta draum sinn þannig rætast Jennifer Lynch skrifaði handritiö að myndinni aðeins 19 ára að aldri og hefur síðan reynt aö finna ein- hveija aðila til aö fjármagna gerð myndarinnar. Það tókst en dómar hafa hins vegar verið mjög misjafn- ir og enn i dag hefur enginn dreif- ingaraðih tekið að sér að koma myndinni á framfæri við kvik- myndahúsagesti. Hclstu hciinitilir: Variety, Entertainment. Klm Baslnger við réttarhöldln.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.