Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 24. APRÍL1993 19 □ERTZEN Strákarnir i Bossanova-bandinu hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir hljóðfæraleik sinn. Bossanova- bandið Piltamir í Bossanova-bandinu hafa vakið veröskuldaða athygli að undanfomu. Þeir eru allir nemend- ur í Tónlistarskóla Seltjamamess og hafa æft saman undanfama tvo vetur. Lögin sem þeir spila eru mestmegnis dægurlög eða af suð- ur-amerískum uppruna. Þeir félag- amir hafa troðið upp á árshátíðum og víðar og alls staðar hlotið fá- dæma góðar viðtökur. Orðstír þeirra berst víða því þeim hefur verið boðið að taka þátt í norrænni tónlistarhátíð sem hald- in er á hveiju ári. Að þessu sinni er hátíðin haldin í Helsinki í Finn- landi í júlímánuöi. Hljómsveitin er skipuð 8 hljóðfæraleikurum, Kjart- an Hákonarson, sem spilar á trompet, Birkir Friðfmnsson, gítar; Kristinn Ottason, gítar; Ellert Guð- jónsson, bassi; Þorbjöm Sigurðs- son, hljómborð; Þorvaldur þór Þor- valdsson, trommur; Helgi Hrafn Jónsson, básúna og Jón Grétar Gissurarson, saxófónn. ÍS Grein í dönsku tímariti um ísland og íslendinga: 550 bar Sýning laugardag 24. apríl kl. 14:00 -17:00 Komið og reynið tækin og kynnist möguleikum þeirra! „Vissir þú að ísland þekur svæði sem er fjórum sinnum stærra að flat- armáli en Danmörk? - íslendingar hafa unnið titihnn „Sterkasti maður heims" fimm sinn- um síðan árið 1985. - íslenskar stúlkur urðu íyrir val- inu sem fegursta stúlka heims árin 1985 Og 1988? - íslendingar drekka mest allra þjóða af kafli (6-7 bolla á dag)? - ísland er það land í veröldinni þar sem flestir spila bridge ef miðað er yið höíðatölu? - ísland vann Bermúdaskálina um heimsmeistaratitiiinn í bridge árið 1991? - Flugleiðamótið í bridge er spilað á hveiju ári í febrúarmánuði?" Þannig hljóðar upphaf greinar sem skrifuð er af Dananum Ib Lundby, framkvæmdastjóra Danska bridge- sambandsins, í tímarit danskra bridgespilara. Sú grein er mikil lof- grein um land og þjóð og greinilegt er að hann heldur mikið upp á ísland. Skemmtisögur um reykingar I grein sinni um mótið greinir Lundby frá úrshtum þess og í lok hennar fylgja nokkrar skemmtisög- ur en Ib er mikih húmoristi. Hann segir frá því þegar honum var boðiö með stærstu stjömum mótsins í ár, Pakistananum Zia Mahmood og ítal- anum Giorgio Behadonna í kvöld- verð hjá Davíð Oddssyni forsætisráð- herra. „Það var stórkostleg upplifun. Það er að veröa hefð fyrir því á íslandi að velja forsætisráðherra sem spilar bridge. Við Danir gætum-eitthvað lært af því! En Davíð er meira en bridgespilari og forsætisráðherra. Hann er einnig rithöfundur og hefur skrifað leikrit sem sýnd hafa verið í útvarpi og sjónvarpi. Fyrir tveimur árum varð ég þess heiðurs aðnjótandi að vera boðið í veislu hjá þáverandi forsætisráð- herra (innsk: Steingrími Hermanns- syni) með leikaranum og bridgesph- aranum Omar Sharif. Eftir góðan aðalrétt kom yfir mann þörfin að fá sér sígarettu, en ég þorði ekki að kveikja mér í á milli rétta. En þegar kvikmyndastjarnan dró upp sígarett- una án þess að spyija um leyfi (Sha- rif reykir 4 pakka á dag) gat ég kinn- roðalaust fengið mér sígarettu þegar fordæmið var gefið. Með Omar Sharif í Bláa lónið Ég brá mér einnig í Bláa lónið með Sharif. Ég gekk við hhðina á stjöm- unni framhjá tveimur íslenskum feg- urðardísum sem nutu baðsins í 40 gráða hita. Önnur þeirra sagði eitt- Sviðsljós hvað og benti í átt til okkar. „Hvað var hún að segja,“ sagði Omar við mig eins og hann gengi út frá því að allir Norðurlandabúar skildu hver annan. „Hún var að spyrja vinkonu sína um það hvaða maður þetta væri sem væri með honum Lundby." Omar Sharif var ekki meðal kepp- enda á Flugleiðamótinu í ár. Pakist- aninn Zia Mahmood var hins vegar með, en því miður hafa Bandaríkja- menn vanið þennan fyrrum stór- reykingamann af reykingum (innsk: Zia er búsettur vestanhafs). Ég hafði Omar Sharif var gestur á Bridgehátíð Flugleiða árið 1991 og Steingrímur Hermannsson var spilafélagi hans í fyrsta spili mótsins. Þeir koma báðir við sögu í frásögn Danans Ibs Lundby. DV-mynd EJ því engan bandamann með mér í málsverðinum hjá Davíð Oddssyni. Ég beið því þar til málsverðinum lauk og kveikti mér þá loks í sígar- ettu. ítahnn Behadonna var greini- lega jafn iha haldinn og ég og reykti mér til samlætis. Þá kom Zia til okk- ar, rétti okkur sinn pappírsmiðann hvorum og tilkynnti okkur að við værum báðir „á hættunni". Ætlaði Zia virkilega að láta mig segja á sph með Behadonna, frægasta spilara heims? Skjálfhentur las ég það sem Zia hafði skrifað á miðann. Það var heimihsfangiö hjá meðferðarstofnun í San Fransisco fyrir stórreykinga- menn.“ ÍS Velja forsætis- ráöherra sem spila bridge SYNING STÓRVIRKAR HÁÞRÝSTIDÆLUR FRÁ OERTZEN Bjóðum þýsku OERTZEN háþrýstidælumar fyxir verktaka og aðra þá sem þurfa kraftmiklar dælur, t.d. til húsahreinsunar, skipahreinsunar og sandblásturs. Dælur og dælustöðvar fyrir sjávarútveginn. Sérstakar rörahreinsidælur sem losa og hreinsa úi stífluðum römm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.